Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 21
MOReUNflLAÐiÐ; F68TPDA€UR *«■ ÁGÚOT1985 ai Ráðherra í stjórn Nakasones: Segir af sér vegna gjaldþrots Sanko Tókýó, 1S. ágúst. AP. YASUHIRO Nakasone, forsætisrádherra Japans, samþykkti í gær lausn.tr beiðni Toshio Komoto, ráðherra, en Komoto er stærsti hluthafi Sanko skipafé- lagsins, sem átt hefur í miklum fjárhagslegum erfíðleikum. í afsagnarræðu sinni sagðist Komoto bera „pólitíska ábyrgð" á erfiðleikum skipafélagins, sem er stærst sinnar tegundar i heimin- um. Fyrirtækið sótti um heimild til greiðslustöðvunar á þriðjudag, til að hægt væri að endurskipuleggja fyrirtækið samkvæmt japönskum gjaldþrotalögum. Komoto, leiðtogi eins stærsta arms Frjálslynda demókrata- flokksins, gegndi embætti forsætis- ráðherra í fjarveru Nakasones, en var annars án ráðuneytis. Hann sinnti þó utanríkisviðskiptum fyrir hönd stjórnarinnar. Hann var einnig talinn líklegasti keppinaut- ur Nakasones í formannskjöri Frjálslynda demókrataflokksins 1982. Komoto gegndi stöðu forstjóra Sanko-skipafélagsins þar til fyrir 11 árum, en fyrirtækið skuldar nú um tvo milljarða Bandaríkjadala. Filippseyjar: Skæruliðar felldu 17 Lesotho: Stjórnin lýsti yfir sjalfkjori Maseru, Lesotho, 14. ágúst. AP. STJÓRNIN í Lesotho afíýsti í dag fyrstu almennu kosningunum í land inu sl. 15 ár og lýsti stjórnin yfír endurkjöri sínu, þar sem flokkarnii fímm í stjórnarandstöðu neituðu af taka þátt í kosningunum, að sögn út- varpsins í Lesotho. 1 fréttinni sagði að einungis Basotho-flokkurinn, sem nú fer með völd í landinu, hefði boðið fram til kosninga og væri stjórnin þar með sjálfkjörin. Jonathan nam stjórnarskrána úr gildi árið 1970, þegar útlit var fyrir að Basotho-flokkurinn mundi tapa í þingkosningum. AP/Símamynd Útvarpsmastur útvarps Bandaríkjahers í Vestur-Þýzkalandi laskaðist er tvær sprengjur, sem hermdarverkamenn höfðu komið fyrir á stögum mastursins, sprungu. Mastrið stendur uppi en er stórskemmt. her- og lögreglumenn Vestur-Þýzkaland: Mamla, 15. ágúst AP. SKÆRULIÐAR kommúnista veittu stjórnarhermönnum og lögreglu tví- vegis fyrirsátur í norðurhiuta lands- ins á þriðjudag og felidu 17 her- og lögreglumenn og einn óbreyttan borgara, að sögn blaða í höfuðborg- inni, Manfla. Árásirnar áttu sér stað í hérað- inu Cagayan, sem er 300 kílómetra norður af Maníla. I fyrra fyrir- sátrinu var ráðist á 14 manna lögreglusveit, sem var á eftirlits- ferð í borginni Pamplona. Felldu skæruliðarnir 11 lögreglumenn og komust undan með vopna hinna föllnu. Stuttu seinna létu 30 skæruliðar til skarar skríða gegn hópi her- manna og lögreglu skammt frá fyrri árásarstaðnum. Var árásinni svarað, en sjö her- og lögreglu- menn féllu og einn óbreyttur borg- ari. Liðsauki hermanna hefur verið sendur til héraðs í miðhluta Fil- ippseyja í kjölfar þess að Ástralíu- menn hafa kallað heim starfs- menn, sem unnið hafa að ástr- ölsku þróunarverkefni þar. Verk- efninu hefur verið slegið á frest vegna skemmdarverka skæruliða. Veður víða um heim Lœgst Hmst Akureyri 17 lóttakýjaó Amsterdam 13 20 heiöakírt Aþena 24 35 heióakírt Barcelona 27 lóttakýjaó Bertin 20 28 akýjað Briiaael 12 28 afcýjaó Chicago 19 27 akýjaó Dublin 10 16 rigning Feneyjar 32 heiðakírt Frankfurt 17 33 rigning Genf 9 32 heióakírt Helainki 12 20 heióakirt Hong Kong 26 29 rigning Jerúaalem 20 32 heióakirt Kaupmannah. 15 24 akýjað Laa Palmaa 27 léttakýjað Uaaabon 19 29 heiðakírt London 13 19 akýjaó Loa Angeiea 16 26 heióakírt Lúxemborg 22 akýjað Malaga 26 heióakírt Mallorca 29 heiðakirt Miami 26 31 akýjaó Montreal 15 27 akýjaó Moakva 14 24 heiðakírt New York 25 35 akýjaó Oaló 15 20 rigning Paria 14 25 akýjaó Peking 21 32 akýjaö Reykjavík 12 alakýjað Rió de Janeiro 14 27 heióakírt Rómaborg 17 36 heiðekírt Stokkhólmur 12 23 akýjaó Sidney 8 17 heióakirt Tókýó 24 32 heiðakírt Vínarborg 18 30 heióakirt bórahófn 12 alakýjaó ísrael: Bandarískur ráðherra ræð- ir við Peres og Shamir Jerúsalem, 15. áiniíst. AP. RICHARD MURPHY, aðstoðanitan ríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi ( dag við Shimon Peres, forsætisráð- herra ísraels, um hugsanlegar viðræð- ur hins fyrrnefnda við sameiginlega nefnd Jórdana og Palestínumanna til að freista þess að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Þar réð Peres aðstoðarutanríkis- ráðherranum frá því að eiga fund með fulltrúum Palestínumanna. Murphy átti einnig fund með utanríkisráðherra ísraels, Yitzhak Shamir, í dag. Bæði Peres og Shamir hafa deilt á Bandaríkjastjórn fyrir að hafa i hyggju að ræða við fulltrúa Frels- issamtaka Palestínumanna, PLO, þar sem það kynni að leiða til þess að Bandaríkjamenn viðurkenndu samtökin. Hins vegar hefur Banda- ríkjastjórn fullvissað Israela um að hún hafi engin slík áform uppi. Stórskemmdu útvarps- mastur Bandaríkjahers Mönchengladbach, 15. ágúst AP. ÚTVARPSSENDINGAR útvarpsstöðvar Bandaríkjahers í Vestur-Þýzka- landi lágu niðri í dag á stóru svæði í nágrenni Diisseldorf vegna skemmd- arverka hryðjuverkamanna, sem stórskemmdu sendimastur stöðvarinn- ar. Tvær sprengjur af fjórum, sem komið hafði verið fyrir í mastrinu, sprungu. Sprengjunum hafði verið kom- ið fyrir á stögum mastursins. Er það illa laskað en uppistandandi. Sprungu sprengjurnar um miðja nótt, klukkan þrjú í morgun. Enga menn sakaði. Er þetta þriðja árásin, sem beinist gegn bandarísku hersveitunum i V-Þýzkalandi. Að sögn talsmanns bandarísku hersveitanna er sendimastrið ekki notað til leynilegra fjar- skipta. Er það aðeins notað til að endurvarpa útvarpsmerki út- varpsstöðvar Bandaríkjahers, sem flytur skemmtidagskrá og fréttir. Óveðrið í Daiunörku: Einn lét lífið og fimm slösuðust Kaupmannahöfn, 15. ágúst. AP. í GÆRKVÖLDI, miðvikudagskvöld lét öldruð kona lífið og fímm slösuð ust í bænum Hvide Sande á vestur strönd Jótlands, er sirkustjald fél saman í miklu ofviðri. Varð konan fyrir einni af súluir tjaldsins, að sögn lögreglunnar. Um 500 voru í tjaldinu, er ósköp- in dundu yfir, og flúði hver sem bet- ur gat. Gífurleg úrkoma og rok voru um mestallt landið í nótt. Á suðausturströnd Jótlands tókst tveimur siglingamönnum að kom- ast á kjöl báts síns, er honuir hvolfdi. Þar urðu þeir að hafast vif í fjórar klukkustundir, áður er þeim var bjargað. Var það eigin- kona annars þeirra, keppnismann- eskja í sundi, sem gerði björgunar- mönnum aðvart, og tók það hana eina og hálfa klukkustund að synda til lands. Súdönsk sendinefnd til Moskvu: Ræðir hernaðaraðstoð Khartoum, Súdan, 15. ágúst AP. SÚDANIR ætla að senda hermála- nefndir skipaðar háttsettum súd- önskum stjórnarerindrekum í hermál- um til Sovétríkjanna og Egyptalands innan skamms að því er yfirvöld í Súdan tilkynntu í dag. Heimsóknin til Moskvu verður fyrsta ferð sendinefndar á vegum ríkisstjórnar Súdans síðan herinn gerði þar stjórnarbyltingu undir forystu Abdul-Rahman Swaredda- hab 6. apríl og steypti Gaafar Nim- eiri, forseta, af stóli. Nimeiri var hliðhollur Banda- ríkjastjórn, en Swareddahab lýsti því yfir að nýja stjórnin ætlaði að fylgja óháðri stefnu. Ríkisrekin fréttastofa Egypta hefur greint frá því að Swaredda- hab fari til Bandaríkjanna í næsta mánuði til þess að flytja ræðu fyrir þingi Sameinuðu þjóðanna og ræða við Ronald Reagan og aðra þjóðar- leiðtoga. Stjórnardagblaðið i Súdan greindi frá því að sendinefndin sem fer til Moskvu myndi ræða leiðir til að bæta samskipti landanna, sér- staklega hvaö varðaði samvinnu á sviði hermála. Nimeiri, sem framdi valdarán 1969, hafði mikil samskipti við Sov- étmenn fyrstu tvö ár stjórnartíðar sinnar og fékk frá þeim vopn. Sam- bandið versnaði þegar tilraun vinstrisinnaðs foringja úr hernum til valdaráns var brotin á bak aftur og sneri Nimeiri sér þá til Banda- ríkjanna og annarra vestrænna ríkja eftir aðstoð og hergögnum. Eftir valdatökuna í apríl hétu hinir nýju ráðamenn að bæta sam- skipti Súdans við þau lönd sem Nimeiri hafði átt í deilum við. Þeir hafa þegar bætt samskiptin við Líb- ýu, Eþíópíu og íran. copco---- ELDHÚSÁHÖLDIlY gömul hugmynd Copco eldhúsáhöldin eru fram- leidd hjá N.A. Christensen & Co. AS. í Danmörku. Copco' eldhúsáhöldin eru framleidd úr potti í þremur lita útfa.>rslum, þ. e. í svörtu, hvítu og svart hvítu. Nvja Copco línan er hönnuð af Bernadotte & Björn og Michael Lax sem eru fremstu hönnuðir á þessu svicði í Danmörku og í Bandaríkj- unum. nútíma hönnun Copco eldhúsáhöldin má nota hvort sem er á hellu, vfir opn- um eldi eða inní ofni. Copco eldhúsáhcildin hitna mun fvrr en áhöld i öðrum gæðaflokk- um, þannig sparar Copco um- talsverða orku og tima. Opið laugardaga. Póstsendum. ELDHÚSÁHÖLD ÚR POTTI gomui hugmvnd - nutima hcmnun / _______/ ___ / KUNIGUND HAFNARSTRÆTIH RVIK S13469

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.