Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 28
MORffUNRLAÐIÐ, POSTUDAGUR16, ÁGÚST1988 * 2» Stórgott í Laxárdal „ÞAÐ stefnir í algert met ef það er ekki þegar í höfn, ég þarf að kynna mér það nánar, en nú eru komnir 1.350 silungar á land, 35 sentimetra langir eða stærri. Auk þess er geysimikið af undir- málsfiski sem ber að sleppa aft- ur, flestir veiða mikið af slíkum fiski í bland við þá stærri og út- koman er mjög lífleg veiði, sagði Halla Bergsteinsdóttir ráðskona í veiðihúsinu við Laxá i Laxárdal í Þingeyjarsýslu í samtali við Morgunblaðið. Halla sagði að yfirmálsfiskur- inn væri yfirleitt 2—3 pund að þyngd, en að þessu sinni vantaði verulega 4—5 punda fiskana þó nokkrir slíkir hefðu veiðst. Stærsti fiskurinn til þessa vóg 6,5 pund, en hann veiddi Gunnar Rafn Jónsson í Ferjuflóa á öfug- an Þingeying. Hér er eingöngu um fluguveiði að ræða og sagði Halla Þingeying og Blach Ghost koma best út er á heildina væri litið, veiðimaður á staðnum sem einnig var rætt við bætti við að Black Sheep væri vinsæl um þessar mundir. Veiði hefur geng- ið þokkalega að undanförnu, en slýrek truflar menn dálítið. Enn góð veiði í Mývatnssveit „Það er aðeins farið að hægja á þessu hjá okkur, en þó er al- gengt að menn fái svona 2—5 yf- irmálsfiska á dag og talsvert af smærri urriðanum, en fáir ná öllum kvótanum. Þess ber þó að geta, að það hafa verið ókunnug- ir menn í ánni að undanförnu, kunnugir menn eru nú að byrja að koma aftur og maður finnur strax að þeir fá meiri afla," sagði Hólmfríður Jónsdóttir, veiði- vörður við Laxá í Mývatnssveit, efra svæði urriðaveiðanna. Hólmfríður sagði um 3.000 yf- irmálsfiska komna á land og veiðin væri fyrir löngu komin langt fram úr björtustu áætlun- um, „metið hér var svona 1.800 silungar yfir sumarið. í Laxár- dalnum er einnig um met að ræða, þar hafa veiðst þetta Frá vatnasvæði Lýsu, útfallið úr Torfavatni. Heldur dræm veiði hefur verið á þessum slóðum, glefsur hafa þó komið þegar ský hefur dregið fyrir sólu eða önnur tilbrigði í veðrinu hafa skapað fjölbreytni. Talsvert af fiski er gengið í vötnin og lækina, bæði lax og bleikja, auk þess sem heimalningsurriði er þarna einnig á ferðinni. 6—800 fiskar mörg síðustu sumrin, en eru nú hátt í 1.400,“ sagði Hólmfríður. Stærsti urrið- inn í sumar veiddist 29. júlí, Rögnvaldur Ingólfsson veiddi hann, 13 punda hrygnu, á Haga- tá í Geldingaey á Þingeying, straumflugu nr. 2/0. Fiskurinn var 75 sentimetrar á lengd, 50 sentimetrar í ummál við bak- ugga. Var Rögnvaldur klukku- stund að glíma við ferlíkið. Á mánudag veiddist sá næst- stærsti, Jón Helgi Jónsson veiddi þá rúmlega 7 punda fisk í Langa- virki í Geldingaey og er skammt á milli veiðistaðanna tveggja. Besta flugan í sumar hefur verið Þingeyingur, skammt á eftir koma Micky Finn og Black Ghost, allt straumflugur, en þeg- ar menn hafa snúið sér að smærri flugum hafa Black Zulu og Peter Ross reynst skæðastar. Þá sagði Hólmfríður brögð hafa verið að því að menn reyndu þurrflugur þegar þannig hefði viðrað, „einn og einn hefur veitt vel á þessar flugur," sagði Hólmfríður. Þorskafli togara í júlí: Nær 50 % meiri en sama mánuð í fyrra ÞORSKAFLl landsmanna um síðustu mánaðamót var tæplega 51.000 lestum meiri en á sama tíma í fyrra. í júlí var þorskafli togara nær 50% meiri en í sama mánuði í fyrra. Annar botnfiskafli það, sem af er árinu, er rúmum 34.000 lestum minni en í fyrra og aflinn samtals 77.310 lestum minni. Munar þar mest um loðnuaflann, sem var 93.113 lestum meiri í fyrra. Erlendis hefur nú alls verið landað 52.465 lestum en 34.971 á sama tíma í fyrra. Af þorskkvótanum eru eftir um 60.000 lestir. Þorskafli báta í júlímánuði var 10.627 lestir, en 8.109 i sama mán- uði í fyrra. Annar botnfiskafli nú var 7.445 lestir á móti 8.833 i fyrra. Heildarafli bátanna nam '22.395 lestum nú en 21.006 sama timabil á siðasta ári. Afli annarra tegunda en botnfisks var svipaður nú og í fyrra. Þorskafli togara í júlí var nær 50% meiri en í fyrra, 31.636 lestir á móti 21.582. Annar botnfiskafli togaranna var nú 15.304 lestir en 17.398 í fyrra. Heildarafli togar- anna var því 7.960 lestum meiri nú. Samtals var afli báta og togara í júlímánuði 69.335 lestir á móti 59.986 í sama mánuði í fyrra. Það sem af er árinu er þorskafli bátanna 123.591 lest, en á sama tíma í fyrra var hann 96.892 lestir. Annar botnfiskafli bátanna nú er 58.916 lestir, 6.471 lest minni en í fyrra. Loðnuafli bátanna nú er 93.113 lestum minni nú og er heildaraflinn samtals 73.579 lest- um minni. Þorskafli togara þetta tímabil er 103.472 lestir en var í fyrra 79.268. Annar botnfiskafli er 101.540 lestir, 27.935 lestum minni en í fyrra. Heildarafli togaranna er því 3.731 lest minni nú en í fyrra. Alls nemur þorskaflinn það sem af er árinu 227.063 lestum á móti 176.160 lestum sama tímabil í fyrra. Annar botnfiskafli er nú 160.456 lestir á móti 194.862 lest- um á síðasta ári. Loðnuaflinn var 344.572 lestir þetta tímabil en 437.685 í fyrra. Heildaraflinn var 752.936 lestir en 830.346 á síðasta ári. Tölur þessar eru frá Fiskifélagi íslands og eru aðeins til bráða- birgða. Þær miðast við afla kom- inn á land frá áramótum til júlí- loka bæði árin, 1984 og 1985. Uppboð á ýmsum lausa- fjármunum féll niður „Á UPPBOÐINU var ekki seldur einn einasti hlutur af þeim sem auglýstur var í fjöl- miðlum í síðustu víku, að færi á nauðungaruppboð,“ sagði Jónas Gústavsson borgarfógeti þegar blaða- maður innti hann eftir nauð- ungaruppboði á ýmsum lausafjármunum sem halda átti að kröfu Gjaldheimtunn- ar og fleiri aðila á miðviku- dag í dómssal borgarfógeta- embættisins. Að sögn Jónasar var hér um að ræða stærri gripi, svo sem prent- vélar og báta, sem erfitt er að bjóða upp á almennu lausafjár- uppboði í Tollhúsinu. „Það á ef- laust sinn þátt í þvi að ekkert var selt í morgun. Margs konar at- vinnurekstur byggir á þeim og án efa hafa skuldarar greitt sínar skuldir eða samið hefur verið um greiðslur. Einnig mættu sumir þeirra lögmanna sem áttu kröfu- rétt í nokkra hluti ekki og féllu nokkrir gripir þannig sjálfkrafa af uppboðslistanum." Jónas sagði það algengt að ekkert yrði af lausafjáruppboði, sér í lagi þar sem um væri að ræða stærri hluti til atvinnu- rekstrar eða svipaðra nota því í þannig málum, legðu skuldarar sig fram við að ná samningum við kröfuhafa. Meðal þess sem bjóða átti upp í gær var sýningarétturinn á kvikmyndinni um Jón Odd og Jón Bjarna, en ekkert varð af þeirri sölu og sagði Jónas að rétturinn hafi í raun ekki átt heima á þessu uppboði því eins og fyrr greinir hafi einungis staðið til að bjóða upp þá lausafjármuni sem erfitt væri að flytja á almennt uppboð í Tollhúsinu. Alaskalúpína: Fræsöfnun í Heiðmörk, .Skorradal og Haukadal Morgunblaöið/SiK. Jóns. Erlingur Ingvarsson, Þorlákur Helgason og Helgi Bergmann Sigurðsson forsvarsmenn teiknistofunnar Hannar. Teiknistofan Hönn opnuð á Seifossi MORGUNBLAÐINU hefur borist eft- irfarandi fréttatilkynning frá starfs- hóp um alaskalúpínu: „Nú um helgina stendur starfs- hópur um alaskalúpínu fyrir fræ- söfnun í Heiðmörk, í Skorradal og í Haukadal. Tilgangurinn með fræ- söfnuninni beinist einkum að tvennu: í fyrsta lagi að safna fræi til sán- ingar í fræakra Landgræðslu ríkis- ins í Gunnarsholti og auðvelda þannig frætöku með vélum. í öðru lagi að safna fræi til til- raunastarfsemi og kynbóta á lúp- ínu. Það var árið 1945 sem Hákon Bjarnason fyrrverandi skógræktar- stjóri flutti inn fræ af aiaskalúpínu. Fljótt kom í ljós að þessi harðgerða og þroskamikla jurt vex mjög vel við íslensk vaxtarskilyrði. Alaskalúpínan er belgjurt og á rótum hennar lifa gerlar sem fram- leiða köfnunarefni úr lofti. Lúpínan nær mikilli uppskeru án áburðar- gjafar því auk niturnámsins hefur hún mikla hæfileika til að losa nær- ingarefni úr jarðvegi. Lúpínan er landnámsplanta í upphaflegum heimkynnum sínum. Þar hverfur hún verulega að vissu árabili liðnu en skilur eftir sig al- gróið land. Lúpínan hefur þegar sannað gildi sitt sem ódýr og var- anleg leið til uppgræðslu mela, holta og kyrra sanda. Lúpínan getur valdið byltingu í hefðbundnum landbúnaði ef ræktuð eru með kynbótum úr henni svo- kölluð alkaloidefni sem takmarka sem stendur nýtingu hennar til fóð- urs. Þær takmörkuðu rannsóknir sem gerðar hafa verið sýna að upp- skeran er mikil en tilkostnaður sáralítill. Lúpínan er með allra fyrstu plöntum til að vori og heldur hún næringargildi langt fram á haust. Lömb sem gengu í tilraun með haustbeit á einærar alkaloidlausar lúpínur í Gunnarsholti þyngdust yf- ir 400 g á dag. Kostnaður við rækt- un einærrar lúpínu er hins vegar mikill enn sem komið er. Mikil eft- irspurn er nú þegar eftir fræi af ókynbættri lúpínu til uppgræðslu en framboð er lítið sem ekkert. Fræ af alaskalúpínu er hvergi til á markaði erlendis. Strætisvagnar Reykjavíkur munu aka sjálfboðaliðum upp í Heiðmörk á laugardag og sunnudag kl. 10.00 frá Rauðarárstíg um Skiptistöðina í Kópavogi kl. 10.15 og til baka kl. 16.00. Fjölskyldufólk er hvatt til að koma á eigin bílum og leggja þessu málefni lið og njóta um leið útivist- ar. Er fólki bent á að taka með sér nesti og að vera vel búið til handa og fóta, því þó að óskað hafi verið eftir góðu veðri, er engu hægt að lofa.“ Selfoíwi, 12. áffúst- NÝ TEIKNISTOFA var formlega opnuð á Selfossi sunnudaginn 11. ágúst. Teiknistofan ber nafniö Hönn og er til húsa á Austurvegi 44. Að teiknistofunni standa Helgi Bergmann Sigurðsson arkitekt, Erlingur Ingvarsson tæknifræð- ingur og Þorlákur Helgason hag- fræðingur. Teiknistofan mun taka að sér skipulagsvinnu, hönnun húsa og breytingar á húsum ásamt tilboðs- gerð fyrir verktaka. Að sögn þeirra félaga er nokkuð um að arkitektastofur og verk- fræðistofur í Reykjavík starfi sem byggingafulltrúar minni sveitar- félaga. Þetta telja þeir að sé auð- veldara að vinna frá Selfossi og að hægt sé að færa alla hönnunar- vinnu austur fyrir fjall þannig að ekki þurfi að leita annað með slíkt. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.