Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985 43 VELVAKANDI ^ SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ‘kwuManoL Uhj-n If BréfriUri segir það hafa verið hörmulega sjón að litast um í Þjórsárdal um verslunarmannahelgina. Sannarlega hrikaleg sjón Hilmar Jónsson, Keflavík, skrif- ar: Ég kom á útisamkomuna um verslunarmannahelgina í Þjórs- árdal kl. 10 á laugardag og dvaldi þar í klukkutíma. Þar var sannar- lega hrikalega sjón að sjá. Um 80—85% þátttakenda voru drukk- in; sumir lágu ósjálfbjarga. Pústra og átök gat að líta víða á svæðinu. Þrír leigubílar voru rétt fyrir utan aðalhliðið. Á leiðinni á staðinn mættum við (ég og félagi minn) meiddum gæslumanni. Hann var stokkbólginn í andliti og bitinn á fæti, hafði lent í hörðum átökum við einn hinna drukknu unglinga, sem flestir virtust vera á aldrin- um 13—25 ára. Félagi minn þorði ekki að yfirgefa bíl sinn af ótta við að bíllinn yrði skemmdur. Mér er sagt að formaður Skarphéðins (þ.e. nafnið á mótshaldaranum) hafi í fjölmiðli látið vel af þessari samkomu. Mig brestur orð að lýsa slíku samviskuleysi. Hvað rekur sterkasta ungmennafélag landsins að standa fyrir slíkum drykkju- samkomum fyrir unglinga ár eftir ár? Úr Fossvogskirkjugarði. Þessir hringdu . . . Vanhirða í kirkjugarði Soffía hringdi: Mig langar til að spyrja yfir- völd Fossvogskirkjugarðs að því, hvort enginn hafi þann starfá með höndum að halda garðinum sæmilega hreinum og lausum við illgresi. Ég lagði leið mina þang- að fyrir skömmu og ég hef aldrei á ævi minni séð garðinn eins hörmulegan. Það er eins og það hafi ekki verið hreyft við honum í langan tíma, njólar upp undir hné sums staðar og allt óslegið, a.m.k. neðst í garðinum. Mig langar einnig tii að koma á framfæri spurningu til forráða- manna Ríkisútvarpsins. Á ekki að útvarpa lögum frá tónleika- ferð Pólýfónkórsins? Manni skilst að ferð hans hafi heppnast afskaplega vel. Það er sjálfsagt að leyfa hlustendum að njóta þess. Fann gleraugu á Esjunni Ragnar Árnason hringdi: Um verslunarmannahelgina var ég á gangi á Esjunni og kom f Gunnlaugsskarð. Þar urðu á vegi mínum gleraugu, greinilega ætluð fjarsýnum manni. Þau eru í málmlitum umgjörðum. Sá sem týndi þeim getur hringt f síma 79820. Týndi gleraugum Ung stúlka hringdi: Á föstudagskvöldið tapaði ég gleraugum í ljósbrúnni umgjörð með hálsól fyrir utan Holly- wood. Finnandi er vinsamlega beðinn um að hafa samband við Morgunblaðið. Öfært að láta mata sig Anna Helgadóttir hringdi: Mér finnst að kirkjunnar menn ættu að spyrja sjálfa sig að því hvort rétta leiðin til að hjálpa sveltandi fólki f Afrfku sé sú að kaupa handa því mat fyrir milljónir og aftur milljónir. Væri ekki nær að kenna þessu fólki eitthvað sem getur hjálpað því til þess að komast af af sjálfsdáðum? Það er ófært að fólkið sitji bara þarna á mold- inni með hendur í skauti og láti mata sig á þessu sem Vesturlönd útvega. Það þarf að kenna þcssu fólki að komast af i sínu eigin landi því það verður enginn sjálf- bjarga sem alltaf er mataður. Kannski má sumsstaðar kenna einhverjar fiskveiðar og annars staðar reyna að bæta skilyrði til landbúnaðar, með áveitum til dæmis. Mér finnst alltof miklir peningar fara í tóma vitleysu, sem hefur engin áhrif þegar litið er til lengri tíma. Bakdyra- óþefur 7167-5625 hringdi: Otto A. Michelsen flutti prýði- legt erindi um daginn og veginn í útvarpið síðastliðinn mánudag. Hann reifaði mörg mál sem hæst ber um þessar mundir. Er- indið var vel flutt og skipulega, á skýru máli og hreinu. í fáum orðum sagt: Þáttur um daginn og veginn að hætti Jóns Ey- þórssonar og fleiri fyrri tíma út- varpsmanna sem hæst bar. Til- laga flutningsmanna, að leigja rás 2 til frjálsrar fjölmiðlunar er snjöll og ætti stjórn ríkisút- varpsins að taka hana til alvar- legrar yfirvegunar. Og svo er það hvalurinn. Áfergja sjávarútvegsráðherra og Hvals hf. er til skammar og liðveisla eins vísindamanns óskiljanleg. Hvernig fór með loð- nuna og síldina? Hvers vegna vakna nú allir við vondan draum með kvótum á allar fiskveiðar? Lofsvert er það: Neyðin kennir naktri konu að spinna. Á hvalur- inn að fara sömu leið og síldin og loðnan á sínum tíma? Finnst kannski einhver íslenskur „vís- indamaður" sem vill veita veiði- þjóðum Asíu og Afríku leyfi til að veiða I vísindaskyni á þeim dýrum sem nú eru í útrým- ingarhættu? Sæng týndist Ingibjörg Gunnarsdóttir hringdi: Ég var á ferð um Austfirði seinni hluta júlímánaðar. Á þaki bílsins geymdi ég ýmiss konar farangur. Á leiðinni frá Egils- stöðum í Möðrudal, þaðan til Vopnafjarðar og yfir Öxarfjarð- arheiði týndi ég sænginni minni. Hún var í svörtum plastpoka. Ef einhver skyldi hafa verið svo eft- irtektarsamur að finna sængina er hann beðinn um að hringja á kvöldin í síma 74877. Svartur köttur Kona hringdi: Svartur köttur er í óskilum. Þeir sem kannast við hann geta hringt í síma 10393. BT7TTTTŒI SYNING laugardag KL. 10—18 Hamrar Nýbýlavegi 18, sími 641488. Sumarhús í Skorradal Til sölu er sumarhús í Vatnsendalandi í Skorradal. Frábært skógivaxiö land. Húsið afhendist fullfrágengiö meö rennandi vatni og rafmagni. Nánari uppl. gefur KR SLMARMLJS Krístinn Ragnarsson, húsasmíöameistari, Kársnesbraut 128, Kópavogi. símar 41077 — 44777. Bauhaus borðstofustólar á aðeins kr1.135 Staðgreitt. Sem sagt... ... á óumflýjanlega hag- stæðu verði. dlH QXD Bláskógar Ármúla 8. S: 686080 — 686244.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.