Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985 Fylki gert úr land- námi Ingólfs? — eftir Björn Sigfússon FYRRI HLUTI I Stjórnsýsla, sem færa má nær kjósendameiri- hlutum, frá ríkinu. Alþingi mun láta nefnd semja frumvarp til stjórnsýslulaga og glímir við að gera það sem fyrst að lögum. Það frv. segir til um hverj- ir skipti með sér framkvæmd á opinberu valdi, í fyrsta lagi á þrepi stjórnarráðs, sem hefur ekki skipt um eðlisfar síðan það fékk fyrst þingkjörinn ráðherra 1904, en í öðru lagi á þrepi sveitarstjórnar- mála, þar sem mest veltur á lýð- kjörnum bæjarstjórnum og hreppsnefndum, sem til stendur að fái nú réttarstöðu jafna á við bæjarstjórnir. Þorri sýslumanna og fleiri aðil- ar telja nauðsyn á millistigi valds milli hinna tveggja; því hlutverki gegna liðlega 20 sýslunefndir, sem sýslumenn, sem einkum þjóna dómsmálaráðuneyti og svo inn- heimtum fyrir hið opinbera, gegna formennsku i. En allar dugandi ráðgjafarnefndir í sveitarstjórn- armálum vilja leggja niður bæði heiti þau, sem sýslur og sýslulegar stofnanir bera og allt ákvörðunar- vald sýslunefnda, ásamt hverri íhlutun, sem sýslumenn geti beitt á umræddum stjómsýslustigum. Ekki er enn vitað nema komandi stjórnsýslufrv. framlengi dauða- stríð þess eftirlits- og úrskurðar- valds, sem fjárvana sýslufundir hafa enn; þar dregur samt að lok- um. Rabb mitt snýst því bráðum að hugmyndum, sem stefnt hafa næstliðin 30—40 ár að endurlífgun valdsterkra amtsráða, er yrðu milli- stig að parti í sýslna stað. En oddvitar hreppa og bæjarstjórar (sveitarstjórar í mörgum tilfell- um) staðhæfa: „Hugmyndir um fylki og sjálfstjórn héraða (sem og um amtstjórnir) munu væntan- lega einungis tefja framfarir á þessu stigi. Það verður að vera næsta skref valddreifingar í landinu að koma þeirri skipan á ef hún nær þá tilgangi í okkar litla landi." Valddreifing er hugmynd, sem hver einn þingflokkur á Norður- löndum kýs sér að kjörorði en hann breytir undantekningarlítið þveröfugt nái hann ráðherrasæt- um. Af engri illgirni kemur það, heldur hafa menn beygt sig fyrir hagkvæmnikröfum og samræm- ingu þótt þau rök séu sögð munu veiklast á tölvuöld sbr. hin ný- sögðu orð um „næsta skref í vald- dreifingu" á íslandi. Við heimtum valddreifingu svo fremi að stærð- arstaðall (economics of scale) ná- ist viðunanlegur í amti, fylki eða hvað menn annars kysu að nefna eindir hins téða millistigs. Um er að ræða „plúralisma" — skipting stjórnsýslu en hvorki tæring á valdi né afhending þess til lítt ábyrgra þrýstihópa. Hvaða staðal leggja menn hér- lendis í hugtakið fylki, amt eða lén (sænsk og finnsk lán) í þessari umræðu? Ýmsan en víðast svo smáan að hvergi hefur reynst nothæfur í Evrópu. Ekkert kjör- dæmi landsins gæti staðið undir því nafni og hlutverki en þau kynnu tvö eða þrjú í samvirkum hópi að geta það. Málafærslu mína byrja ég á rökum fyrir því að Reykjanes- og Reykjavíkurkjör- dæmin geti slegið sér saman í fylki, sem þyldi eftir nokkrar við- bótaraðgerðir norskan saman- burð. Umræðan hvort hin „lands- byggðin" dugi svo til skiptanna í 2—3 fylki liggur utan við rúmtak greinar minnar. Leggjum saman stærðir í þeim tíu fylkjum Noregs þar sem íbúa- fjöldi hvers er á bilinu 80—200 þúsund en sleppum þeim 8 (af 18 fylkjum Noregs alls) sem hafa talsvert fleiri menn. í þessum 10 býr hálf önnur milljón, svo að meðalfjöldinn er um hálft annað hundrað þúsunda og kemur því vel heim við íbúatölu, sem verður í „landnámi Ingólfs" á seinustu ár- um 20. aldar. Að meðaltali eru þessi tíu norsku fylki 20 þús. kmz hvert og hafa flest teygðari fjörð- ótta strandlengju en Suður- landskjördæmin okkar hafa. Smæst af fylkjunum er Vestfold, hið frjósama aðsetur sænskætt- aðra Ynglingakonunga, sem forn- haugar þeirra og upphaf Heims- kringlu binda stofnun norrænna ríkja við. Vestfold er 2.214 km' og því heldur minni en það, sem Ing- ólfur á að hafa helgað sér, ef ég reikna honum vatnasvið Þing- vallalægðar allt, i trausti til Hauksbókartexta Landnámu. Næstsmæst af norsku fylkjunum tíu er Austfold eð 4 þús km', sem ekkert söguheilagt hérað á Garð- arshólma hefur breidd til jafns við. Norðmönnum er farið að þykja ótækt að borg eins og Þrándheim- ur, sem er hóti fjölmennari en höf- uðborg vor er með kringbæjum sínum, eða Björgvin, sem má reiknast eins mannmörg og ís- land, myndi mjög landþröng eind, sem verði fylki ein fyrir sig (hálfrar milljónar Osló er öðruvísi hlutur). Augljóst verður þá af sömu rökum að engum hugkvæmist að skera Hveragerðis- og Ölfushreppa af Suðurlandshéraði þó landnám Reykjavíkurgoðans næði yfir þá og geri það enn í landfræðisögu. Þeir merku hreppar, með 1% landsmanna, vega talsvert en ekki svo þungt að mjög rugli það sam- anburðinn við norsk stærðarmeð- altöl. Út kemur að Ingólfssvæðið, þannig skert, hafi nægan vöxt til að standa sig sem fylki. Hvert norskt fylki hét í nokkrar aldir amt, eins og Suðuramt og Norðuramt (síðan 1684) gerðu á Islandi. Sérstök amtmannsstaða fyrir Vesturamt var hér til í 85 ár, 1787—1872, en aldrei fyrir Aust- urland, sem aðeins í 14 vetur, 1890—1904, hafði sitt amtsráð og sjálfstætt nafn amts, undir norð- Dr. Björn Sigfússon „Valddreifíng er hug- mynd, sem hver einn þingflokkur á Noröur- löndum kýs sér aö kjör- orði, en hann breytir undantekningarlítiö þveröfugt nái hann ráöherrasætum.“ lenskum amtmanni við Eyjafjörð. Ef Suðurland (nú 4 sýslur með 20 þús. íbúa) vildi eins og 1770—1904 vera með höfuðstaðnum í upp- vöktu Suðuramti, og þá víst með flóknum sérskilmálum, hef ég ekkert á móti. En manni er sagt að sú hugmynd fengi hvergi byr en austan fjalls yrði hins vegar ekki fyrirstaða gegn því ef Austfirð- ingar kysu af tvennu illu að segja sig inn í amt, er hefði Selfoss fyrir miðstöð frekar en í amt tengt Ak- ureyri, sem amtasagan styður. Með 1. jan. 1908 dóu amtsráð „fjórðunganna" út og nutu fram eftir bernsku minni hins besta eft- irmælis, sem greiddi aftur fyrir upptöku fjórðungssamtaka hálfri öld seinna. Eftir að Svíar felldu þann úrskurð fyrir eigið land að þar megi kommúnur (sveitarfélög) ekki vera fámennari en 8 þúsund, en tvöföld eða þreföld sú tala veiti betri hagstærðir, kom hér upp sú kenning, sem er einsdæmi í ver- öldu, að stækkaður hreppur (= hópur samvirkra hreppa = „hér- að“) megi vel fá nafngiftina fylki (= amt?) og svo taka á bilaðar herðar sínar mest af byrðunum, sem Thatcherismi telur að ríkið ætti að losa sig við, og það „dreifi valdinu" með þeirri sjálfsafneitun sinni. Vægt orð er að segja að slíkt sé ekkert raunsæi, fái ekki heldur þingfylgi. Og grein mín spyr að öðrum hlutum. Pólitísk einskorðunarhætta felst í því ef gera á hvert dreifbýl- iskjördæmi að yfirkommúnu (sænskri stærð), sem þingmenn hennar hlytu meir eftir það, að skipuleggja persónubundnar valdstöðvar sínar í. Þess vegna m.a. ættu fylki að vera víðlendari og samsettari. Og ég bið ekki. um að fyrir 1999 verði raskað neinum skorðum, sem þingflokkar eiga nýgerðar í kjördæmastreitu. Náskylda hættu benti sveitar- stjóri úr Stykkishólmi á í Mbl. 27.3. 1985 ef millistig (amts?) endurrísi: „Blasir þá sú hætta við að sett verði upp nýtt öflugt bákn millistigs, sem hefði ráð stjórn- sýslu? hreppanna í hendi sér og kaupstaðina og stærri hreppana sem tekjulind. Þessi hætta er fyrir hendi, ekki síst vegna þess að ýms- ir þingmenn vilja seilast til valda á sviði sveitarstjórna. Deila og drottna á þeim vettvangi og van- treysta sveitarstjórnum (svikist er um) ... að efla sveitarfélögin svo sem tillögur endurskoðunarnefnd- ar gera ráð fyrir. Sá undansláttur er ekki til hagsbóta fyrir lands- byggðina. Það mun koma í ljós.“ Svo er það héraðsnefnda að þær annaðhvort slokkni út af eða þær reki mest erindi ríkisvalds. Þó tillögurnar um íslensk fylkí hafi fyrst lifnað í móðurkviði fjórðungssamtaka og þær seinki víst lögtöku á því frv. nýrra sveit- arstjórnarlaga (úr endurskoðun- arnefndinni), sem strandaði á Al- þingi 1985, þarf sem fyrst að gera ljóst hvert fyrirkomulag „land- mán Ingólfs" geti samið við Al- þingi um, sem verðandi fylki. Tómt mál væri að skipuleggja í trássi við Reykjavík önnur óhaganiegri „smábákn“, sem við það ættu á hættu að verða hreyfihamlaðir hæl- issjúklingar, án ástar frá sveitarfé- lögum sínum. f krafti 60%af atkvæðisbærum ís- lendingum geta fulltrúar suðvestur- horns vors fengið framgengt öllu, sem þeir telja fylki sínu brýnt. Eitt af því brýna er þá að þjóðin klofni ekki heldur skapi aratasamvinnan nýja farvegi í stjórnsýslu og fjar- miðlun. Þeir fulltrúar geta tryggt sinn fylkiskostnað góða þróun vegabóta, skólahalds, vistheimila, heilsugæslu o.s.frv. gegn því að ríkið láti þar af hendi beinu skatt- ana (ekki þó skatt á innlánsstofn- anir). Þeir geta aukið eins miklu og þeir vilja af Bláfjalla- og Heng- ilssvæði líka Þingvallahreppnum óskiptum, við hið ráðgerða Kjal- arneshérað (möguleikar í frv. til sveitarstjórnarlaga 1985). Ég fengi seint lokið upptalningu á því sem ríkisvald sæi sig knúið til að „dreifa“ frá sér í svo traustar og þjóðlegar fylkishendur ef fólk höf- uðstaðarsvæði.s bara vill. Og hví skyldu fulltrúar þess ekki riða á það vaðið, sem þeim sýnist fært? Eftir á sjá „fjórðung- ar“ hvernig þeim yrði minnst um megn að skásneiða yfir sama vað til að auka valddreifingu. Um leið og umrætt suðvestur- horn þarf sjórnsýslulega séð að komast fyllilega í jafnstöðu við þúsund ára fjórðunga þarf það heiti, sem endar líkt þeim á land. Best sýnist mér nýnefndið Reykja- land, sem er samdráttur orðanna Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. í Mosfellssveit eru líka Reykja- hlíð, Reykjahvoll, hinir lands- kunnu Reykir (syðri og nyrðri), Varmá auk óteljandi jarðhita- augna, sem úr rýkur milli Ölfus- vatns, sem borgin á, og Reykja- nestáar. Höfundur er fyrrrerandi bíakóla- bókarörður. Fundað um stöðu íslenskra ferðamála Fundað var fyrir skömmu um stöðu og framtíð íslenskra ferða- mála og hittust þar fulltrúar Ferðamálaráðs, Arnarflugs og Flugleiða. Ennfremur var fjallað um möguleika á auknu samstarfi að landkynningarmálum og mark- aðsmálum almennt. Á myndinni eru frá vinstri: Böðvar Valgeirsson, Pétur Ei- ríksson, Sigfús Erlingsson, Vil- hjálmur Guðmundsson, Sigurður Skagfjörð, Kjartan Lárusson, Davíð Vilhelmsson, Hans Indriða- son, Ómar Benediktsson, Birgir Þorgilsson, Steinn Lárusson, Magnús Oddsson og Jóhann Sig- urðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.