Morgunblaðið - 16.08.1985, Page 4

Morgunblaðið - 16.08.1985, Page 4
'4 M‘dR"d'trN>BLÁbfo,,>0'sTtUGfAGtfR 16. ÁteffsT* jýfe Ólafsfjörður: Höfum ekki vélar til vinnslu annarra tegunda en þorsks — segir Valtýr Sigurbjörnsson bæjarstjóri „HÉR i Ólafsfirði hefur lengst af verið atvinnuleysi annað slagið undan- farin haust. Atvinnulífið er einhæft og snýst allt um fiskveiðar og vinnslu aflans, sem gerir það að verkum að hér verða miklar sveiflur," sagði Valtýr Sigurbjörnsson bæjarstjóri en nú eru um 150 manns á atvinnuleysisskrá á Ólafsfirði. Valtýr sagði að fiskveiðikvótinn væri ákveðinn fyrirfram og því vitað að hverju væri gengið. Hinsvegar væri alltaf vonast til að hægt væri að fá keyptan kvóta annarstaðar að ef á þyrfti að halda, því erfitt væri að segja til um í janúar hvernig gæftirnar yrðu á veiðitímabilinu. Þegar vel aflast á skömmum tíma eins og núna þegar þorskveiðikvótinn væri að verða búinn, kæmi það niður á fiskvinnslunni, þar yrði atvinnuleysi. Sjómenn og útgerð- armenn sem hefðu náð inn sinum afla á stuttum tíma væru vænt- anlega með allt á þurru. Tveir af þremur togurum á Ólafsfirði eru um það bil að ljúka við sinn þorskveiðikvóta en Sigur- björgin á eftir af sínum. Hinir togararnir eru að reyna að verða sér út um viðbótarkvóta eins og gert var í fyrra en útlitið er ekki gott því allstaðar virðast menn vera að fylla kvótann sinn. „Ólafsfirðingar hafa þá sérstöðu umfram aðra staði á landinu að atvinnulífið byggir nær eingöngu á þorskveiðum og vinnslu á honum en ekki í iafn ríkum mæli á karfa og ufsa. Astæðan mun vera sú að fiskvinnslustöðvarnar hafa ekki þau tæki og vélar sem til þarf við vinnslu annarra tegunda en þorsks," sagði Valtýr. „Á meðan þorskaflinn var mikill og góður sáu menn ekki ástæðu til að binda fé í annarskonar vinnslu. Ef fara á út í vinnslu á öðrum tegundum þá þarf að fjárfesta frekar í frysti- húsunum. En margir hafa gagn- rýnt að ekki sé reynt að stjórna fiskveiðum þannig að hvert sjáv- arpláss hafi sína sérhæfingu í afla og vinnslu." Með það í huga að auka fjöl- breytni í atvinnulífinu á ólafsfirði hefur verið stofnað hlutafélag, Sæver, um vinnslu sjávarafurða. Hefur í því sambandi verið nefnd kavíar- og rækjuvinnsla auk þess sem loðnuverksmiðja verður til- búin til notkunar á vertíðinni í haust. „Hjá þessu verður ekki komist ef við eigum að geta tekið þátt í slagnum á meðan ekki er stjórnað þannig að rækjan sé unnin á ein- um stað og þorskur á öðrum. Margir hafa hinsvegar bent á að þegar hafi verið fjárfest of mikið í fiskiðnaði til dæmis í rækju- vinnslu og að þegar eru til vinnslustöðvar í landinu, sem ráða við allan þann afla sem berst á land, en hvað getum við gert, við eigum engra annarra kosta völ viljum við vera með,“ sagði Valtýr að lokum. í ungmennaskiptum á íslandi Á VEGUM Alþjóðlegu ungmennaskiptanna er komið til landsins 21 ungmenni frá Evrópu, Afríku, Banda- ríkjunum, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Mið- og Suður-Am- eríku. Þau eru á aldrinum 16 til 25 ára og munu dvelja hér í eitt ár. Eftir tveggja vikna námskeið í íslensku ásamt kynningu á landi og þjóð byrjuðu flest á því að fara út á land og vinna þar við ýmis störf. Þann tíma sem ungmennin dvelja hér munu þau auk hefð- bundinna starfa í fiskvinnslu og öðru taka þátt í sjálfboðavinnu, t.d. á barnaheimilum, elliheimilum og með þroskaheftum. Þetta er 24. árið sem þessi ungmennaskipti fara fram en Alþjóðlegu ung- mennaskiptin tóku við af Skiptinemasamtökum þjóðkirkjunnar árið 1983. Athugasemd frá Þorsteini Pálssyni Morgunblaðinu hefur bor- izt eftirfarandi athugasemd frá Þorsteini Pálssyni, for- manni Sjálfstæðisflokksins: í Morgunblaðinu í dag er birt grein undir fyrirsögn- inni: „Hlutabréfaværingar og upplýsingalekar". í greininni er m.a. fjallað um svokallaðan upplýsingaleka vegna sölu hlutabréfa ríkisins í Flugleiðum hf. í því sambandi segir, að at- hyglin beinist að fundi, sem ég átti með ráðherra Sjálfstæðisflokksins þriðju- daginn 6. ágúst sl. Þessi aðdróttun er eðli- lega órökstudd með öllu og er því hér með vísað á bug sem tilhæfulausri. Þorsteinn Pálsson Vfgslubiskup að Hólum: Hef fullan hug á að verða við ósk- um heimamanna — segir biskup „ÉG HEFI rætt þetta mál bæði við noröanmenn og vígslubiskup Hóla- stiftis, séra Sigurö Guðmundsson próf- ast, og hefi fullan hug á að geta fyrir mitt leyti orðiö við óskum þeirra," sagði hr. Pétur Sigurgeirsson, biskup íslands, þegar blaðamaöur innti hann álits á frétt er birtist í Morgunblaðinu og fjallaði um hugsanlegan flutning á embætti vígslubiskups til Hóla í Hjaltadal. „Þegar Hólaprestakall í Skaga- firði losnaði var eðlilegt, að fram kæmi ósk að norðan um aðsetur vígslubiskups þar á staðnum, sem um leið þjónaði sem sóknarprestur þar. Hins vegar er ljóst að meðferð þessa máls verður að vera gagn- kvæm hvað Skálholts- og Hólastifti snertir, svo fremi sem aðstæður leyfa. Ég hefi tekið upp viðræður um þetta mál við kirkjumálaráð- herra og ráðuneyti og mun það verða rætt í kirkjuráði og á kirkju- þingi." Jafnframt sagði biskup að vænt- anlega yrði hægt að finna viðunandi lausn hvað varðaði störf og stöðu vígslubiskupanna, þar til frumvarp um starfsmenn kirkjunnar verður afgreitt frá Alþingi. Það hefur verið sent kirkjumálaráðherra eftir um- fjöllun hinna kirkjulegu aðila. í því frumvarpi er gert ráð fyrir þeirri meginbreytingu að biskup- dæmin verði þrjú í landinu. Biskup- ar verða því bæði á Hólum og í Skál- holti, en biskup íslands situr í Reykjavík og fer áfram með ýmis sameiginleg mál kirkjunnar. „Það er ljóst að aukin umsvif og margþættari störf kirkjunnar nú á dögum kalla á ýmsar skipulags- breytingar," sagði biskup enn frem- ur. „Á það bæði við kirkjustarf hér á landi og samstarf við kirkjudeildir á erlendum vettvangi. Um þetta hef ég áður látið álit mitt í ljós og nú síðast á nýliðinni Skálholtshátíð." Herra Pétur Sigurgeirsson er nú í Svíþjóð, þar sem hann mun sitja fund í samkirkjuráði Norðurlanda. Þá mun hann einnig sitja fund höf- uðbiskupa á Norðurlöndum. Vamarliðið flytur inn hrátt kjöt flugleiðis: Innflutningurinn ótvírætt leyfilegur — segir Sverrir Haukur Gunnlaugsson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að heimila áfram inn- flutning á hráu kjöti flugleiðis til varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli, en banna hins vegar flutning á kjötinu út af vallarsvæðinu til þeirra varnarliðsmanna sem þar búa, að sögn Sverris Hauks Gunnlaugssonar, skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanrík- isráðuneytisins. Þrjár flutningavélar hafa komið með kjötsend- ingar til varnarliðsins á síðustu þremur vikum með samtals 5,6 tonn af nautakjöti. Síðasta sendingin kom í gær. Innflutningur á hrámeti til varnarliðsins hefur mjög verið til umræðu undanfarnar vikur, eða allt frá því að fjármálaráð- herra, Albert Guðmundsson, lét kyrrsetja frystigáma með mat- vælum, sem flutningaskipið Rainbow Hope hafði í farmi sín- um til varnarliðsins þegar það lagðist við bryggju í Njarðvík þann 25. júlí sl. Var skírskotað til laga frá 1928 um gin- og klaufaveiki, en samkvæmt þeim er innflutningur á hrámeti bannaður. Fjármálaráðherra sagði að varnarliðsmenn yrðu að fara að íslenskum lögum eins og aðrir, en heimilaði þó að kjötmetið yrði flutt út á völl í þetta sinn, þar sem varnarliðið hefði um árabil flutt inn hrátt kjöt í góðri trú. Hins vegar yrði algerlega tekið fyrir þennan innflutning í fram- tíðinni. Geir Hallgrímsson utanríkis- ráðherra hefur ekki verið á sama máli og álitið að samkvæmt varnarsamningnum frá 1951, sem öðlaðist lagagildi með lög- um númer 110 á sama ári, væri varnarliðinu heimilt að flytja inn matvæli sem aðrar vörur tollfrjálst. Sverrir Haukur Gunnlaugsson benti á það í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að lögin um varnarsamninginn hefðu m.a. verið sett í því skyni að ná til ýmissa sérlaga sem hugsanlega gætu stangast á við varnarsamninginn ef hann hefði ekki öðlast lagagildi. Nefndi Sverrir sem dæmi lög númer 69/1936 um skotvopn og skot- færi, sem kveða á um að leitað skuli leyfis dómsmálayfirvalda um slíkan innflutning. Sverrir sagði, að auk þess sem varnarsamningurinn væri í sjálfu sér nægilegur grundvöllur að mati utanríkisráðuneytisins til að leyfa innflutning á hráu kjöti, mætti nefna margar aðrar ástæður sem réttlættu þennan innflutning. Komin væri lög- helguð venja á kjötinnflutning- inn, sem hefði þokað úreltum ákvæðum laganna frá 1928 til hliðar vegna breyttra aðstæðna, enda hefði gin- og klaufaveiki ekki komið upp í Bandaríkjunum sl. 50 ár. Þá benti Sverrir á að Bandaríkjamenn eru með eina ströngustu löggjöf sem til er hvað varðar inn- og útflutning á kjöti, og eru ennþá strangari með kjöt sem fer til bandaríska hersins. Sverrir sagði að varnarmála- skrifstofan hefði í gegnum tíðina notið leiðbeininga Páls Á. Páls- sonar yfirdýralæknis í þessu sambandi og hefði Páll haft áhyggjur af kjötflutningnum til varnarliðsmanna sem búa utan vallar. „En nú höfum við ákveðið að banna þennan flutning út af vellinum," sagði Sverrir. Á Keflavíkurflugvelli búa 5.300 manns, þar af 3.100 her- menn og 2.200 makar og börn. Árlega neyta íbúar vallarins 200 tonna af nautakjöti, 111 tonna af fuglakjöti og 70—80 tonna af svínakjöti. Þessar kjöttegundir hafa allar verið fluttar mn fram til þessa, en undanfarið hefur neysla varnarliðsmanna á ís- iensku lambakjöti aukist nokkuð og var á síðasta fjárhagsári 4 tonn og er búist við að hún nái 11 tonnum á því fjárhagsári sem nú er að Hða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.