Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985 Sinn er siður ... m Isjötta þætti breska heimilda- myndaflokksins Kyrrahafslönd (The New Pacific) nú á miðviku- daginn var rætt um hina fjölþættu hjúskaparsiði íbúa Kyrrahafs- landanna eða eins og sagði í dagskrárkynningu: Að þessu sinni eru kynntir hjúskaparsiðir óiíkra Kyrrahafslanda, en þeir gefa ein- att vísbendingu um það samfélag sem þeir spretta úr. Tja, hvað skal segja — ef þeir hjúskaparsiðir er við kynntumst í síðasta þætti frá Japanseyjum gefa vísbendingu um það samfélag sem þeir spretta úr... þá er sannarlega vá fyrir dyrum í Japan. Eða hvað finnst mönnum um að borga jafnvirði fimm milljóna króna fyrir gift- ingarathöfn, þar sem sjálf brúð- kaupstertan er úr plasti með rauf í svo hægt sé að festa skurð fyrsta tertubitans á myndband? Ég verð að segja eins og er að mér ofbauð þessi rándýra giftingarathöfn þar sem hápunkturinn var skurður á fjölnota plasttertu. Einhvern veg- inn fannst mér þátttakendurnir í þessum skrípaleik líkari fjarstýrð- um vélmennum en manneskjum af holdi og blóði. Og ekki tók betra við er bresku þáttarstjórarnir þeystu með sjónvarpsvélarnar suður á Hawai þar sem obbinn af japönskum brúðhjónum skundar í brúðkaupspakkaferð. Þessar pakkaferðir eru með ýmsu móti. Þannig geta menn eins farið f „giftingarpakkaferð“. En þar með sleppa menn við giftingartilstand- ið heima fyrir og svo kosta herleg- heitin ekki nema 13.000 krónur og er innifalinn akstur í límúsínum á giftingarstað, sjálf athöfnin og svo beið brúðkaupskjóllinn og smókíngurinn heima á hótelher- berginu þegar unga fólkið kom þangað af flugvellinum. Trúboðinn Við kynntumst einu slíku pari í miðvikudagsþættinum. Þetta var ósköp venjulegt fólk nema að því leyti að það lét gifta sig í kirkju án þess að vera kristið. En slíka smá- muni setja Japanir ekki fyrir sig. Er ekki að orðlengja það að þegar unga parið skrýðist giftingarföt- unurn skundar það út í límúsínu er flutti það í litla kirkju þar sem trúboði nokkur, er hafði áður starfað í Japan, beið. Þessi ágæti maður gifti blessað fólkið í snar- hasti, vísaði þeim svo aftur út í bílinn og þau óku á brott. Sonur „guðsmanns“ þessa veifaði á eftir fólkinu um leiö og hann hvíslaði í labb-rabb-tæki: „Þau eru farin. Geriði svo vel.“ Enn ein silfurgljá- andi límúsínan renndi upp að kirkjudyrunum. „Ég gifti svona fimmtíu pör á viku. Ég tel að ég nái árangri í trúboðinu með þessu móti,“ mælti sá prestsvígði og hraðaði sér á ný inn í kirkjuna. Þess ber að geta að sonur trúboð- ans átti hinar silfurgljáandi lím- úsínur er ferjuðu hina heiðnu Jap- ani í kirkjubrúðkaupið. Japan hf. Mér hefir annars fundist ansi áberandi í fyrrgreindum Kyrra- hafsþáttum að almennt líta Kyrrahafsbúar á Japan sem ótví- rætt forysturíki á þessu svæði. Virðast japanskir ferðamenn til dæmis skipa heiðurssess á vinsæl- ustu ferðamannastöðunum. Ekki er gott að spá fyrir um hvert Jap- anir stefna, en eitt er víst að margt í siðum þeirra og háttum vekur ugg í brjósti þeirra er fylgja mannúðarstefnu fremur en stál- afli múgmennskunnar en það afl hefir gjarnan sigrað mannúðar- stefnuna eða hvað um stálfleina þjóðernisjafnaðarmanna í Þýska- landi, bolsévíka í Rússlandi og fal- angista á Ítalíu? ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Spurt um tónlist ■■■■ Lög og lausnir, nA 00 spurningaþátt- — ur um tónlist af ýmsu tagi, er á dagskrá rásar 2 í kvöld kl. 20.00. Umsjónarmaður þáttar- ins er Adolf H. Emilsson. Þáttum með þessu nafni hefur verið útvarp- að á hverju föstudags- kvöldi í allt sumar. Spurn- ingaleikurinn er þríþætt- ur. Einn hlutinn er svo- kölluð krossagetraun. Þá eru leikin tíu lög og ein- hvers spurt um hvert þeirra. Hlustendum eru gefnir þrír möguleikar á svari við hverri spurn- ingu. Þeir geta síðan sent umsjónarmanni þáttarins svör sín svo framarlega sem þeim tekst að svara öllum spurningunum inn- an viku. Annar hlutinn er nefndur símagetraun. Tveir hlustendur sem hringja á rás 2 eru látnir leiða saman hesta sína í keppni um hvor er fyrri til að þekkja lög sem spil- uð eru fyrir þá og aðra hlustendur. Þriðji hlutinn er eink- um miðaður við hlustend- ur sem hafa sérþekkingu á málum. Níðþungar spurningar eru lagðar fyrir hlustendur og þeim gefinn kostur á að hringja á rásina og svara þeim. Adolf H. Emilsson mun ekki sjá um fleiri þætti af þessu tagi að sinni. Hann er á leið til Gautaborgar þar sem hann hefur eytt síðustu sjö árum við nám og störf en hánn er fjöl- miðlafræðingur að mennt. Adolf kemur þó alkom- inn heim næsta sumar og mun þá væntanlega taka upp þráðinn að nýju. Á sautjándu stundu Á föstudaginn | /» 20 kl. 16.20 er á A O — dagskrá þáttur- inn Á sautjándu stundu, í útvarpinu á rás 1. Sigríður Haraldsdóttir og Þorsteinn Vilhjálms- son sjá um þennan þátt, en honum er útvarpað í beinni útsendingu. „Við spjöllum nú bara svona vítt og breitt um hvað sé á seyði um helg- ina,“ sagði Sigríður. „Á milli atriða eru auðvitað leikin létt lög.“ I»orsteinn Vilhjálmsson sér um þáttinn Á sautjándu stundu ásamt Sigríði Har- aldsdóttur. Robert Mitchum og John Wtiyne leika aðalhlutverkin í El Dorado. Lögreglustjórinn og leigumorðinginn 21 ■■ EI Dorado er 55 amerískur — vestri sem sjón- varpið sýnir í kvöld. Það eru ekki ófrægari menn en Robert Mitchum og John Wayne sem fara með aðalhlutverkin. Gamlir vinir hittast eftir margra ára aðskiln- að. Báðir hafa þeir verið kaldir karlar á sínum yngri árum. Nú er annar orðinn lögreglustjóri en hinn hefur gerst leigu- morðingi. Síðar kemur einnig í ljós að fyrrver- andi ástkona leigumorð- ingjans er nú í tygjum við lögreglustjórann. Lögreglustjórinn (Mitchum) tekur á móti þessum gamla vini sínum með byssu á lofti, því ■ hann hefur komist að því að hann hefur verið leigð- ur af búgarðseiganda í nágrenninu til aðstoðar við að sölsa undir sig vatnsból nágranna síns. Leigumorðinginn (Wayne) veit ekki um þessar fyrirætlanir vinnu- veitandans og ákveður að standa með sínum gamla vini. Fer nú leikurinn heldur að æsast. Kvikmyndahandbækur eru nokkuð á eitt sáttir um myndina, gefa henni ýmist þrjár stjörnur eða þrjár og hálfa. I UTVARP FÖSTUDAGUR 16. ágúst 7.00 Veöurtregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpið. 7.20 Leik- timi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómassonar frá kvöldinu áð- ur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Þórhildur Ólafs talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Matthlas" eftir Barbro Lindgren. Sigrföur Sigurð- ardóttir lýkur lestri þýðingar sinnar (10). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10A5 „Þaö er svo margt að minnast á.“ Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.15 Morguntónleikar. Tónlist eftir Lachner, Liszt og Ar- ensky. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12JÍ0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 „Lamb“ eftir Bernard MacLaverty. Erlingur E. Hall- dórsson les þýðingu slna (8). 14.30 Miödegistónleikar. a. Fiðlukonsert nr. 5 I a-moll eftir Henri Veiuxtemps. Ky- ung-Wha Chung leikur með Sinfónluhljómsveit Lundúna; Lawrence Foster stjórnar. b. Flautukonsert ettir Joaqu- in Rodrigo. James Galway leikur með hljómsveitinni Fll- harmonlu I Lundúnum; Edu- ardo Mata stjórnar. 15.15 Létt lög. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 A sautjándu stundu. Um- sjón: Sigriður 0. Haralds- dóttir og Þorsteinn J. Vil- hjálmsson. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 17 J5 Frá A til B. Létt spjall um umferðarmál. Umsjón: Bjðrn M. Björgvinsson. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.15 A döfinni. Umsjónarmaöur Karl Sig- tryggsson. 19.25 Ævintýri Berta. (Huberts sagor). 5. þáttur. Sænskur teiknimyndaflokk- ur. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. (Nordvision — Sænska sjón- varpiö). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Skonrokk. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Til- kynningar. Daglegt mál. Guövarður Már Gunnlaugsson flytur páttinn. 19.55 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Þilskipaútgerð á Norður- landi (2). Jón frá Pálmholti tekur saman og flytur. b. Skotist inn á skáldaþing. Ragnar Agústsson flytur visnaþátt þar sem farið er með vlsur um stökuna. c. Kórsöngur. Kór Söngskól- ans I Reykjavlk syngur undir stjórn Garðars Cortes. d. Rauðhöfði. Hrefna Ragn- arsdóttir les Islenska þjóö- sögu. Umsjón: Helga Agústsdóttir. FÖSTUDAGUR 16. ágúst Umsjónarmenn Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 21.00 Heldri manna llf. (Aristocrats). Þriöji þáttur. Breskur heimildamynda- flokkur I sex þáttum um aðalsmenn I Evrópu. Frescobaldi-ættin á Itallu stendur á gömlum merg, en höfuð ættarinnar býr nú I Róm og starfar þar sem blaöamaöur. Þýöandi og þulur Þorsteinn Helgason. 21JS5 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveinsson kynnir „Formgerð H“ eftir Herbert H. Agústsson. 22.00 Hestar. Þáttur um hesta- mennsku I umsjá Ernu Arn- ardóttur. 22.15 Veðurtregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orðkvöldsins. 22.35 Úr blöndukútnum — Sverrir Páll Erlendsson. RÚVAK. 23.15 Samnorrænir tónleikar 1984. Sintónluhljómsveit tinnska útvarpsins leikur á tónleikum I Finnlands-húsinu I Helsinki 25. janúar 1984. Stjórnandi: Esa-Pekka Sal- onen. Einleikari: Eero Hein- onen. 21.55 El Dorado. (El Dorado). Bandarlskur vestri frá árinu 1967. Leikstjóri: Howard Hawks. Aöalhlutverk: John Wayne, Robert Mitchum, James Caan og Charlene Holt. Tveir annálaðir haröjaxlar hittast aftur eftir langan tlma og er þá annar þeirra orðinn lögreglustjóri, en hinn leigu- morðingi. Reyndin er þó sú að þeir eiga sér sameigin- lega fjandmenn. Þýðandi Guöni Kolbeinsson. 23.55 Fróttir I dagskrárlok. a. „Okologi l“ eftir Olli Kort- ekangas. b. Planókonsert nr. 1 I b-moll op. 23 eftir Pjotr Tsjalkovskl. c. Sinfónla nr. 4 I a-moll op. 63 eftir Jean Sibelius. Umsjón: Guömundur Gils- son. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og Asgeir Tómasson. 14.00—16.00 Pósthólfiö Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—18.00 Léttir sprettir Stjórnandi: Jón Ólafsson. Þriggja mlnútna fréttir sagö- ar klukkan 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. 20.00—21.00 Lög og lausnir Getraunaþáttur um tónlist. Stjórnandi: Adolf H. Emils- son. 21.00—22.00 Bögur Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. 22.00—23.00 A svörtu nótun- um Stjórnandi: Pétur Steinn Guðmundsson. 23.00—03.00 Næturvaktin Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. (Rásirnar samtengdar aö lokinni dagskrá rásar 1.) SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.