Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985 13 setur sitt í Art’s Theatre West End í London, en nokkrum leikhúsum er boðið þangað árlega með gestasýn- ingar. Þarna sýndum við sex sinn- um leikritið Storyland sem ég hafði skrifað og fengum við frábærar móttökur. T.d. var uppselt á allar sýningarnar áður en við vorum mætt á staðinn. Okkur var svo boðið að sýna verkið annars staðar á Bretlands- eyjum en til þess fékkst ekki fjár- styrkur að heiman. Urðum við því að taka saman pjönkur okkar og halda heim. Var það sárt að þurfa að neita svo góðu boði.“ Höfum fengið betri viðtökur í sumar en nokkru sinni fyrr Hvað með framhaldið, hyggist þið sýna Light Nights áfram? „Ég vil engu spá um framtíðina, en sýningar hafa gengið mjög vel hingað til. Fólk kemur allsstaðar að úr heiminum til að sjá okkur og ég held að menn skemmti sér yfir- leitt mjög vel. í sumar höfum við og fengið betri viðtökur en nokkru sinni fyrr og er skýringin líklegast sú að undanfarna mánuði höfum við unnið að því að „endurnýja" mörg atriði sýningarinnar. Öll tónlist hefur verið tekin upp að nýju, skyggnum hefur verið fjölgað og eins höfum við samhæft skyggnur og tónlist, þannig að þær nálgast það að vera kvikmynd. Framtíð Ferðaleikhússins ræðst þó af því hver fjárveiting okkar verður á næsta ári. Það er ekki réttlæti í öðru en að við sitjum við sama borð og önnur atvinnuleikhús í þessu landi," sagði Kristín G. Magnús að endingu. í sýningarhléi tók blm. nokkra sýningargesti tali sem voru að gæða sér á ljúffengum veigum sem boðið var upp á í tilefni afmælisins. Huldufólkið mest heillandi Hjónin Gilboa Jehudith og Weiss Michael komu til landsins í síðustu viku, alla leið frá fsrael, í þeim til- gangi að kynna sér lífshætti fram- andi eyjaskeggja norður i Atlants- hafi. Kváðust þau vera fædd og uppalin í Tékkóslóvakíu en flúðu þaðan til ísrael í síðari heimsstyrj- öldinni. Aðspurð sögðust þau bæði vera mjög hrifin af sýningu Ferðaleik- hússins. „Þegar maður dvelur ekki nema tvær vikur í ókunnu landi þá getur maður engan veginn séð það Gilboa Jehudith og Weiss Michael, komin alla leið frá ísrael. MorgunbiaAið/Þorkell. Michael J. Lonsdale, starfsmaður í breska sendiráðinu, ásamt eiginkonu sinni Glenys og dótturinni Caroline. sem vert er að sjá né fræðst um allt sem vert er að fræðast um. Því höfum við bæði gagn og gam- an af því að geta skyggnst eina kvöldstund inn í fortíðina og reynt að ímynda okkur hvernig Islend- ingar bjuggu fyrr á öldum. Ekki sakar að við lásum okkur dálítið til um ísland áður en við komum, en það gerum við alltaf áður en við förum til framandi lands." Þau hjónin voru á einu máli um að sögurnar af huldufólki, sem sagðar voru á sýningunni, væru mest heillandi, sérstaklega vegna þess að enn tryðu margir á „þessa ósýnilegu menn“. Kváðust þau ætla að nota tímann sem eftir væri hér til að skoða það markverðasta og reyna að kynnast lítillega forvitni- legu landi og þjóð. Stórhrifin af sýningunni Hjónin Alex og Mary Porter Ow- en frá Wallingford í Bandaríkjun- um, höfðu komið til landsins fyrr um daginn og kváðust aðeins geta dvalið í tvo daga. „Við erum á leið til Evrópu og áttum í rauninni að- eins að stoppa nokkrar klukku- stundir í flughöfninni í Keflavík. Vinir okkar, sem hafa verið hér, hvöttu okkur hins vegar til að nota tækifærið og skoða okkur um í Reykjavík og nágrenni í leiðinni. Við sjáum svo sannarlega ekki eftir því að hafa gert svo.“ Þau hjónin kváðust vera ákaf- lega glöð yfir að hafa fengið tæki- færi til að sjá Light Nights. „Við erum stórhrifin af sýningunni, svo ekki sé meira sagt. Bæði höfum við að undanförnu lesið okkur þó nokk- uð til um land og þjóð, en sýning sem þessi segir meira en allt sem við höfum lesið. Sextán ára sonur okkar, sem er hérna með okkur, er alveg hjart- anlega sammála, því rétt áðan sagði hann að sér fyndist miklu sniðugra að fara til framandi landa og kynnast þeim af eigin raun, í stað þess að þurfa að lesa um allt í bókum!“ Þakklát fyrir að vera boðin á sýninguna Meðal gesta á hátíðarsýningu Ferðaleikhússins voru nokkrir starfsmenn breska sendiráðsins í Reykjavík. Einn þeirra, Michael J. Lonsdale, stóð á tali við konu sína, Glenys, og sjö ára dóttur þeirra, Caroline, þegar Morgunblaðsmenn Alex og Mary Porter Owen frá Wallingford í Bandaríkjunum. báðu leyfis um að fá að trufla and- artak, og spyrja þau örlftið út í sýningu Ferðaleikhússins. Leyfið var auðfengið og kváðust þau hjónin vera himinlifandi yfir sýningunni. „Við erum ákaflega þakklát þeim hjónum Kristínu og Halldóri fyrir að hafa boðið okkur að vera viðstödd þessa hátíðarsýn- ingu á Light Nights. í kvöld höfum við fengið heilmikla innsýn í sögu þjóðarinnar, á bæði fræðandi og skemmtilegan hátt. Sýningin er mjög fagmannlega unnin og skyggnurnar sem sýndar voru, sérstaklega fallegar og skemmtilegar. Við eigum von á vin- um hingað frá Indlandi og Nígeríu og það fyrsta sem við gerum verður að fara með þá á Light Nights." Michael og Glenys kváðust vilja fræðast sem mest um land og þ.jóð, enda ættu þau eftir að dvelja hér í fjögur ár, og sagðist Michael t.d. um þessar mundir vera að lesa enska bók um ísland. Caroline, dóttir þeirra hjóna, hafði staðið álengdar og fylgst hljóð með því sem fram fór. Er hún var spurð hvernig henni hefði furrdist sýningin svaraði hún stutt og laggott: „Það sem ég skildi fannst mér æðislega skemmtilegt." Ferðaleikhúsið mun sýna Light Nights út ágústmánuð. Sýningar eru fjórum sinnum í viku í Tjarn- arbíói: á fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum og hefjast sýningarnar kl. 21. Pretty Maids og hin hollenska Vengeance. Þá má hafa gaman af Madam X og Kick Axe finnst mér ágætis sveit. Pretty Maids og Vengeance, hvers söngvari hljómar ótrúlega líkt og söngv- ari Vandenbergh (báðar eru sveitirnar hollenskar), leika tónlist sem stundum hefur verið kölluð hryðjuverkarokk (Total Death gjarnan á ensku) og svip- ar stundum meira til pönks, þar sem hraðinn og djöfulgangurinn skipta mestu. Bæði Pretty Maids og Vengeance eru þó t.d. mun heflaðri en Metallica, sem er ein sú allra harðasta á þessu sviði. Báðar mjög frambærilegar. Hanoi Rocks, Quiet Riot, 220 Volt, Fastway og Trust eru allt sveitir sem maður þekkir, misvel þó, og lög þeirra á þessari plötu eru yfirleitt ágæt. Trust og Quiet Riot mega þó muna fífil sinn fegurri. Þeim þremur ótöldu, Horizon (hollensk), Stevie (söng- kona) og Black’n’blue (dæmigerð bandarísk), hafði ég aldrei heyrt í fremur en Pretty Maids og Vengeance, og eru þær lítt minn- isstæðar. Stevie er þó best þeirra þriggja. The New Gladiators er eins og heyra má plata, sem er vel þess virði að menn gefi henni gaum. Þarna eru á ferð sveitir, sem flestar eru fremur lítt þekktar í þungarokkinu en eiga greinilega sumar hverjar framtíðina fyrir sér — aðrar ekki. Svo einfalt er það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.