Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985 Kveðjuorö: Þórarinn Þórar- insson frá Eiðum Fæddur 5. júní 1904 Dáinn 2. ágúst 1985 Til eru þeir menn sem verða flestum ógleymanlegir, er þeim kynnast. Þeir standa ávallt fyrir hugskotssjónum okkar jafn glæst- ir og óbreytanlegir. Einn slíkur er nú genginn á vit feðra sinna, höfð- inginn Þórarinn skólastjóri frá Eiðum. Árið 1950—1952, var sá er þessar línur ritar nemandi í Eiða- skóla. Kom ég þangað liðlega fjórtán ára og fremur illa undir skóiavistina búinn, en settist þó í annan bekk. Hefði vísast átt að hefja námið í fyrsta bekk. En hvað sem því líður, þá slambraðist ég í gegnum landspróf eftir tveggja vetra nám. Er ég þess ávallt full- viss að hvergi nema á Eiðum hefði mér tekist þetta, vegna hand- leiðslu Þórarins Þórarinssonar skólastjóra og þess einvalaliðs er hann hafði sér til fulltingis við kennsluna. Þar var valinn maður í hverju rúmi. Er mér eigi kunnugt um annan skóla gagnfræðastigs- ins hér á landi er á hafði að skipa slíku einvalaliði kennara. Nægir að nefna nokkra þeirra, en allir eru þeir landsþekktir fyrir þessi og önnur störf. Þórarinn Sveins- son, Ármann Halldórsson, Hall- dór Sigurðsson, Gissur 0. Erl- ingsson og Björn Magnússon. Með góðum skipstjóra velst góð áhöfn. Aðeins með samstilltum og hæf- um mönnum næst góður árangur. Eiðaskóli skilaði frábærum árangri og naut óvenjumikils trausts um áratugaskeið. Er von- andi svo enn. Tel ég að á engan sé hallað þó Þórarinn Þórarinsson skólastjóri verði talinn fremstur þeirra er við skólann störfuðu og það um áratugaskeið. Frá því að Þórarinn kom að skólanum 1930 og allt til þess er hann lét þar af störfum 1965, hafði hann sívaxandi og mótandi áhrif á allt skólastarfið og stað- Þótt nokkur tími sé liðinn frá andláti minnar kæru og elskulegu frænku Ásu Vigfúsdóttur Nord- quist er lést í sjúkrahúsi ísafjarð- ar 15. júní sl., þá er mér bæði ljúft og skylt að minnast hennar með nokkrum orðum, þótt fátækleg verði. Fullu nafni hét hún Sigríður Þórunn Ása, en gekk eingöngu undir Ásu-nafninu alla tíð. Hún fæddist 2. apríl 1899 I Hlíðar- húsum við Gullhúsár á Snæfjalla- strönd. Foreldrar hennar voru hjónin Vigfús Sigurðsson sjómað- ur frá Flatey á Breiðafirði og Sig- ríður Andrea Guðmundsdóttir Þorleifssonar, bónda f Unaðsdal á Snæfjallaströnd og Elínar Jóns- dóttur Guðmundssonar bónda og hreppsstjóra og sáttanefndar- manns á Hóli í Bolungarvík frá 1840—62 og er því af hinni al- kunnu Hólsætt sem kennd er við það forna höfuðból. Hafa ættliðir búið þar mann fram af manni í nær fjórar aldir, allt frá því í byrj- un 17. aldar að forfeður okkar sátu þar, er voru þau Elin Magnús- dóttir prúða sýslumanns í ögri við Isafjarðardjúp og Sæmundur Árnason sýslumanns að Hllðar- enda í Fljótshlíð. Ása ólst upp í foreldrahúsum ásamt bróður sín- um Sigurði Viggó, fæddur 21. júlí 1884 en ferst af slysförum í blóma lífsins 24. febrúar 1921, af mb. Snarfara, að Langeyri i Álftafirði við ísafjarðardjúp. Þau áttu hálf- systur að móðurinni, Júlfönu Kolbeinsdóttur, fædd 17. júli 1891 en lést 19. mars 1938 og var þeirra arbrag. Ég er þess fullviss að margir munu rekja æviferil Þór- arins, nú að leiðarlokum, svo og hin fjölmörgu félagsmálastörf er hann vann, auk skólastarfsins. Vil ég freista þess að horfa af sjón- arhóli nemandans. Það er alkunna að Þórarinn Þórarinsson frá Eið- um var með glæsilegustu mönn- um. Hann bar og slíkan persónu- leika að hvarvetna var eftir tekið. Myndugleiki hans og færni, við hvaðeina sem hann tók sér fyrir hendur var öllum augljós, enda maðurinn fjölmenntaður og hafði jafnframt hlotið óvenjulegar gáf- ur í vöggugjöf. Allt sem Þórarinn sagði eða gerði festist svo i minni að með ólíkindum er. Skipti þá ekki máli þó nemandinn væri á stundum ögn ósáttur við aðgerð- ina. Skilyrðislaust var farið eftir ábendingum og fyrirmælum skólastjóra, þó í hlut ættu þrjóskir strákar, já og jafnvel harðfull- orðnir karlmenn, en þá voru nem- endur allt uppí 25 ára gamlir. Við nánari umhugsun varð nemendum og ljóst, að heilt var ráðið. Það var fleira en bóknámið sem Þórarinn skólastjóri lagði áherslu á. Hann vildi skila nemendum sín- um sjálfbjarga út í lífið. Orðið skóli skal haft í huga í víðtækustu merkingu, þegar til þessara tíma er hugsað. Vísast var agi mikill á Eiðum, en sanngirni ríkti þar um. AUt var í föstum skorðum, enginn happa- og glappabragur á hlutun- um. Mikið var lagt upp úr snyrti- legum kiæðaburði og að fólk þrifi sig, stundvísi, líkamsrækt og al- gjörri reglusemi á vín og tóbak. Hvern virkan dag skyldu nemend- ur mæta í útivist. Þar átti að koma blóðinu á hreyfingu með því að hlaupa, fara í fótbolta eða á skíði. Skipti engu hvernig viðraði, þá var bara að klæða sig eftir að- stæðum. Þessi 30—40 mínútna hressing um hádegisbil skerpti hugsun og jók mönnum heilbrigði. elst, en hún ólst upp hjá afa sfnum og ömmu í Unaðsdal. Árið 1919 giftist hún Jóni Nordquist Jónssyni, sjómanni í Bolungarvík, myndar- og dugnað- armanni, en hann lést fyrir mörg- um árum. Þau eignuðust fimm börn, vel gefin og mannvænleg, en urðu fyrir þeirri sáru sorg að mis- sa elsta son sinn, efnispilt, fyrir innan tvítugsaldur, Jón að nafni. Næstur honum í aldursröð er Sig- urður Viggó. Hann er kvæntur Kristjönu Jónsdóttur og þau eru búsett á ísafirði og eiga þrjú böm á lífi. Jónas Eiríkur, hans kona er Halla Jónsdóttir og eiga þau tvö bðrn og búa í Reykjavík. Elín Þór- unn, hún á eina dóttur og þær búa Sund og leikfimi var háttskrifað og þar voru nú ekki tekin til grjina „pöntuð" læknisvottorð eða sérviska einstaklinga um að sport væri bjánalegt. Nei, allir urðu að mæta og höfðu auðvitað gott af. Skróp þekktist ekki á Eiðum. Það blekkti enginn Þórarin á því sviði fremur en öðrum. Lestími var af- markaður fram undir kvöldverð og litið til með því að nemendur nýttu hann og væru á herbergjum sínum. Strákar tóku svo gjarnan eina bröndótta á kvöldin, og mátti mikið ganga á eða fast að húsbroti til þess að skólastjóri skakkaði þá leiki. Ekki var drollað frameftir á kvöldin, allir skyldu komnir á sín herbergi og uppí kl. 23.00. Þá gekk skólastjóri um vistir og bauð góða nótt. Jafnframt voru ljós slökkt og allt í ró eftir þann tima. Fjarri lagi var að fólk gerði sér ekki dagamun. Um helgar var dansað, haldnar kvöldvökur. Oft var setið að tafli og gripið í spil. Þeir allra seigustu nálguðust kvennavistir og hurfu fyrir horn með sína út- völdu. Sérstakar samkomur er nefndust samstund, voru haldnar svona mánaðarlega að jafnaði. Þá voru allir boðaðir í borðsal laust eftir kvöldverð. Skólastjóri stýrði þessu samkomuhaldi. Dagskrá var af ýmsum toga. Meginuppistaðan var að fræða nemendur, víkka sjóndeildarhringinn. Skólastjóri hafði sýnikennslu, t.d. í almennum borðsiðum, svo og hvernig menn ættu að bera sig að í veislum þeg- ar margréttað væri. Allt þetta gerði Þórarinn af slíkum „eleg- ans“ og með ívafi gamans og al- vöru, að allir hlustuðu grannt og meðtóku fræðsluna. Það kom og fyrir að nemendur voru áminntir eða hvattir til betri frammistöðu og prúðari hegðunar. Þórarinn skólastjóri ávarpaði þessar sam- komur ávallt þannig; „Kennarar, nemendur og annað staðarfólk." Eftir hljómfalli þessara orða skynjuðu allir hvers eðlis sam- stundin mundi vera hverju sinni. Þegar þróttmikil rödd skólastjóra hljómaði um salinn, hefði mátt heyra saumnál detta, svo algjör- lega hafði ræðumaður samkom- urnar á valdi sínu. Já, starfið var margt á Eiðum, ekki eingöngu bóknámið. Nemend- ur ræstu sjálfir herbergi sín i löngufrímínútunum. Þeir unnu i í Ameríku, og svo Theódór Sigur- jón, kvæntur Ingibjörgu Marin- ósdóttur og þau búa á ísafirði og eiga fjögur börn. Fyrir hjónaband eignaðist Ása son, Sverri Ormar Torfason, kvæntur Halldóru Guð- laugsdóttur, búsett hér í Reykja- vík og eiga þau tvær dætur. Frá þvi að ég var smábarn í Bolung- arvík man ég eftir þessari fallegu frænku minni á íslenska búningn- um sínum sem hún bar alltaf svo vel, og var alla tíð sparibúningur, þar til í seinni tíð, að henni fannst kjóllinn tilkippilegri eins og fleir- um og móðurinn breyttist og klippta hárið komst í tísku. Hún breyttist þó ekki sjálf þvi hún var að eðlisfari kát og létt í lund og lét ekki mótbyr lífsins buga sig. Hún var félagslynd, hafði fallega söng- rödd og tók mikinn þátt í söng- og leiklistarlífi i Bolungarvík öll þessi ár sem hún var þar búsett, meðal annars var hún i kirkjukór Hólssóknar og söng þar við mess- ur til fjölda ára. Já, það er margs að minnast þegar litið er til baka um langa ævi, en það verður ekki gert í smágrein, svo vel sé. Það var alltaf tilhlökkunarefni þegar mað- ur átti von á Ásu frænku í heim- sókn. Þá var brugðið á leik með glens og gaman. Búsett var hún á Isafirði síðustu árin, en oft lá leið hennar til Reykjavíkur til sona sinna og fjölskyldna þeirra þvi að hún var kærleiksrík móðir og amma. Einnig var hún trygg vin- um sinum og kunningjum og var ég ein af þeim sem nutu þess. Því kveð ég hana með söknuð í huga, og þakklæti fyrir allar samveru- stundirnar sem við áttum á lifs- leiðinni. Nú er hún vonandi búin að hitta vinina hinum megin og veit ég þeir hafa fagnað henni. Blessuð sé minning hennar. Elín Þóra Guólaugsdóttir, Skipasundi 4. eldhúsi við þvotta, ræstu ganga og anddyri, allt undir styrkri stjórn. Að jafnaði fór einn dagur í mán- uði í þessi störf hjá hverjum nem- anda. Þessum tíma var vel varið og hefur hin margvíslega reynsla vafalaust komið flestum að góðu gagni síðar í lífinu. Fáir voru vel færir í danstnennt þegar þeir komu í skólann, a.m.k. ekki strák- arnir. Úr þessu varð að bæta. Ekki var á þessum tímum hægt að kalla á danskennara úr Reykjavík. Kom heldur ekki að sök, þar sem Þórar- inn skólastjóri sá um þetta sjálf- ur. Nokkur kvöld voru nemendur kallaðir uppí leikfimisal og þar var dansað. Stúlkurnar voru flest- ar vel liðtækar og gerðu sitt besta til að kenna okkur strákunum. Þeir sem sérlega stirðir voru, fengu sérkennslu hjá skólastjóra. Var ekki laust við að sumir slótt- ólfar um tvítugt roðnuðu eilítið þegar Þórarinn geystist með þá um salinn í vals eða marsúrka og þrumaði taktinn. Þetta kom svo flestum af stað og leysti vanda ótrúlega margra. Söngur var í há- vegum hafður. Þar stjórnaði Þór- arinn af mikilli kunnáttu og röggsemi. Söngurinn var honum í blóð borinn. Það kom margur uppburðarlítill nemandinn í Eiðaskóla, fákunn- andi um tilveruna í fjölmenni og hafði lítið ígrundað hvern veg skyldi mæta lífinu sjálfu. Flestir fóru margs vísari úr skólanum, uppréttir á sál og líkama. Engum skólamanni hef ég kynnst sem með meiri rétti mætti segja um „flestum kom hann til nokkurs þroska“. Eiðamenn kveðja Þórarin Þór- arinsson skólastjóra með virðingu og þökk. Hann var engum líkur. Við minnumst öll með miklum hlýhug frú Sigrúnar Sigurþórs- dóttur er stóð við hlið manns síns af þótta og prúðmennsku. Þau hjón voru samhent og reisn Eiða- staðar var í beinum tengslum við starf þeirra og persónuleika. Börn þeirra hjóna urðu sjö að tölu. Atlt atgervis- og myndarfólk. Nú er miklu og farsælu dagsverki lokið. Þreyttur og hvíldarþurfi mun sá aldni jöfur hafa verið, þá yfir lauk. Blessuð sé minning Þórarins Þórarinssonar skólastjóra frá Eið- um. Eiginkonu, börnum, barnabörn- um og venslafólki bið ég guðs- blessunar, fullviss þess að þau munu huggun fá í endurminning- unni. Friðjón Guðröðarson ATHYGLI skal vakin i því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Viö þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur vinarhug og samúö viö andlát og jaröarför fóstursystur okkar, HELGU NÍELSOÓTTUR frá Hellissandi. Sérstakar þakkir til starfsliös Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir frábaera umönnun. Systkinin frá Gimli og fjölskyldur. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, INGIBJARGAR KORTSDÓTTUR. Hlýjar þakkir færum viö öllum þeim er önnuöust hana á árunum sem hún var á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Blessun fylgi því heimili. Sveinfríöur Sveinsdóttir, Jón Björgvin Sveinsson, Gunnar Reynir Sveinsson, Þór Sveinsson, Skapti Ólafsson, Erla Karlsdóttir, Ásta Thorstensen, Guörún Ástdís Ólafsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför, SIGURDAR S. HAUKDAL, fyrrverandi prófasts. Benedikta E. Haukdal, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum af aihug öllum þeim sem auösýndu okkur samúö og vinar- hug viö andlát og útför eiginmanns mins, fööur okkar, fósturfööur og tengdafööur, ÞORSTEINS JÓHANNSSONAR frá Búöardal, til heimilis aö Furugerði 1, Reykjavfk. Guörföur Guðbrandsdóttir, Gyöa Þorsteinsdóttir, Guömundur A. Bjarnason, Siguröur Markússon, Inga Arnadóttir, Halldóra Kristjánsdóttir, Hannes Alfonsson. Asa Vigfúsdóttir Nordquist - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.