Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 B 7 Ótal viðvörunarmerki heyrðust í flugstjórnarklefanum síðustu 32 mínúturnar. Hljóðrituninni lýkur með skipuninni „upp með nefið“ og miklum skruðningum. Takahama var reyndur flug- maður og hafði að baki 12.400 flugtíma, þar af 4.588 í þotum af gerðinni Boeing 747. Þrjú síðustu árin kenndi hann flugmönnum að fljúga slíkum vélum. Hann var viðurkenndur sérfræðingur í þeirri erfiðu tækni að fljúga þess- um stóru flugvélum með því einu að auka eða minnka eldsneytisgjöf til hreyflanna. „Hann var einn af okkar beztu flugmönnum," sagði Yoshio Iwao, yfirflugmaður JAL um Takahama. Aðstoðarflugmaðurinn, Yotaka Sasaki, og flugvélstjórinn, Hiroshi Fukuda, höfðu einnig mikla reynslu að baki. „Afturhurðin brotin“ Þegar Takahama gerði sér grein fyrir því að ekki væri allt með felldu vissu hvorki áhöfnin né flugturninn að stélið væri að lið- ast í sundur. Áhöfnin sagði að vél- in léti illa að stjórn, en sneri henni í norður og ætlaði að fljúga í sveig aftur til Tókýó. Þótt áhöfninni gengi greinilega Keiko Kawaguchi og Chuioko, 17 ára gömul dóttir hennar. Faðir þeirra, sem var í jap- önsku farþegaþotunni, hripaði skilaboð til þeirra í vasabók, sem fannst í flakinu. illa að stjórna flugvélinni þegar hún sveigði inn yfir land, telja sér- fræðingar það sönnun þess að flugstjórinn hafi enn haft nokkra stjórn á vélinni að hann gat flogið henni umhverfis eldfjallið Fuji og sveigt henni í austur í átt til Tókýó á ný. Sú raunverulega hætta, sem flugvélin var í, kom ekki í ljós fyrr en kl. 6.41, 16 mínútum eftir að fyrst var gripið til neyðarráðstaf- ana. Viðvörunarljós kviknaði á mælaborðinu fyrir framan Taka- hama. Sasaki aðstoðarflugmaður tilkynnti flugturninum: „Áfturhurðin er brotin. Þar sem þrýstingurinn í farþegarýminu er að minnka neyðumst við til að lækka flugið úr 24.000 fetum. Við látum ykkur vita hvað flugstjór- inn hyggst fyrir." Áhöfnin virðist ekki hafa gert sér grein fyrir því hvað hafði gerzt í raun og veru. Sérfræðingar telja nú að hurðin hafi ekki brotnað, heldur þrýstingsskilrúmið aftast í vélinni. Það hafi orðið til þess að loft úr farþegarýminu hafi ætt inn í óloftþrýstan stélhluta vélarinn- ar, stélkamburinn og hliðarstýrið hafi tætzt í sundur og sennilega hafi öll fjögur vökvakerfi flugvél- arinnar orðið óvirk. Bilun getur orðið í vökvakerfi, ef bæði efri og neðri hluti hlið- arstýris eyðileggjast. Nokkuð af neðri hlutanum fannst í Sagami- flóa, en aðrir hlutar eru ófundnir. Auk þess sem áhöfnin tilkynnti að vökvakerfið væri óvirkt benda breytingar á hæð flugvélarinnar til þess að flugstjórinn hafi smám saman misst stjórn á hæðarstýr- inu. Áhöfnin óttaðist sprengingu þegar þrýstingurinn minnkaði í farþegaklefanum og loftið æddi út úr flugvélarbolnum. Áhöfnin réyndi því að lækka flugið til þess að komast í örugga hæð. Hún vildi að flugvélin væri í nógu lítilli hæð til þess að áhöfn og farþegar hefðu nógu mikið súrefni, en í nógu mik- illi hæð til þess að ekki þyrfti að óttast að hún rækist á fjöllin. En þegar flugið var lækkað lét hluti flugvélarbúksins, þar sem loftþrýstingnum var haldið eðli- legum, undan, og farþegaklefinn fylltist „hvítri þoku“ þegar loftið þéttist. Áhöfnin hélt áfram neyð- arfluginu, minnkaði enn eldsneyt- isgjöf til hreyflanna svo að hún geystist ekki til jarðar á ofsa- hraða, lét lendingarbúnaðinn síga til að hægja ennþá meir á ferðinni og rykkti upp nefi flugvélarinnar til að koma í veg fyrir að hún steyptist til jarðar. í farþegaklefanum duttu súr- efnisgrímur úr farangurshólfum fyrir ofan sætin og bakkar og ann- að lauslegt sogaðist út úr flugvél- inni. Tuttugu og sex ára gömul flugfreyja, sem var í leyfi og lifði af slysið, Yumi Ochiai, kvaðst hafa heyrt miklar drunur i flug- vélinni kl. 6.25 og séð himininn gegnum stórt gat á þaki farþega- klefans. Seinna sagði hún: „Ég hjálpaði flugfreyjunum að afhenda björgunarvesti og sá um að farþegarnir spenntu öryggis- beltin. Sjálf festi ég á mig beltið. Fljótlega tók vélin dýfu og hristist og púðar þeyttust út um allt. Sæti hrundu ofan á mig og ég gat ekki hreyft mig. Ég fékk sting í magann og mér tókst að ná af mér beltinu, en var föst milli sæta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.