Morgunblaðið - 25.08.1985, Side 20

Morgunblaðið - 25.08.1985, Side 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 Eg tryggi mér fasta keilutíma í vetur, en þú? Vetrardagskrá hefst 10. september KEILU- fltofigtiiiWftfcife Áskriftarsíminn er 83033 Otto Nadrasky að störfum. Vínhneykslið hefur dregið dilk á eftir sér í vínhéraðinu Rust í Burgenlandi. Sala á vínum smábændanna hefur dregist verulega saman. : *■ RATZ Wir fordern! ! Der Name Rust i nur fiir Weine' | aus der Freistadt Rust! Produktwahrheit fur Ruster Weineí 516, Abs. 4 mu(Uallen' Bt© Rust^r Vínhneykslið kemur sér illa fyr- ir austurríska smávínbændur Austurrískir stjórnmálamenn eru byrjaðir að karpa um nýju vín- lögin sem Fred Sinowatz, kansl ari, segir að eigi að verða hin ströngustu í allri Evrópu. 1‘ingið kemur saman til sérstaks fundar í lok ágúst og meiningin er að hafa lögin til í haust. Vínhneykslið hef- ur sett vínverslun Austurríkis aft- ur um mörg ár. Margir áhrifa- miklir vínframleiðendur og vín- heildsalar blandast inní málið en stjórnmálamennirinir hafa komist að samkomulagi um að gera þetta ekki að pólítísku máli og kenna ekki hvor öðrum um hvernig kom- ið er. Eitruðu austurrísku vínin voru blönduð diethylenglykoli, eða frostlegi til að gera þau sæt- ari. Þau eru flest framleidd í Burgenlandi sem er í austur- hluta Austurríkis. Burgenland hefur hingað til aðallega verið þekkt fyrir sólrík sumur, náttúrufegurð og ágæt vín. Það er vinsælt ferðamannasvæði og ekki hefur dregið úr ferða- mannastramnum í ár. Ferða- mennirnir drekka hins vegar nú mun meiri bjór en hvítvín, en það er nokkuð sem ekki hefur þekkst í Burgenlandi fyrr. Fjörutiu manns eru þegar á bak við lás og slá út af þessu máli. Helsti vínútflytjandi Austurríkis, Josef Grill, og bróðir hans eru meðal þeirra og fyrirtæki þeirra er þegar orðið gjaldþrota. Fæstir hafa samúð með þessum köppum en öðru máli gegnir um smávínbænd- urna. Megnið af þeim eru heið- arlegir menn sem hika við að sprauta nokkrum hlut á vínber- in sín af ótta við að hafa áhrif á vínuppskeruna. Þó leynast einn- ig skúrkar meðal þeirra. Ótrú- legustu uppskriftir og blöndur hafa komið í ljós við húsleitir og rannsóknir á vínum hjá vín- bændum í sumar. Einn 33 ára vínframleiðandi í Kleinrieden- thal í Nieder Osterreich, sem er norðan við Burgenland, var svo óheppinn að vera með uppskrift- ir að bæði frostlagarvínum og gervivínum í vasanum þegar verðir laganna bönkuðu uppá hjá honum. Smábændurnir rækta vín á 5 til 10 hekturum. Rust er svæði í Burgenlandi þar sem rúmlega 300 bændur rækta vín. Þeir voru allflestir mótfallnir því fyrir 20 árum þegar ný austurrísk vínlög heimiluðu mun stærra svæði en Rust sjálfu að kalla sín vín Rust-vín. Þessi heimild kemur Rust-bændunum mjög illa núna þar sem mikið af eitruðu vínun- um eru merkt Rust. Sala bænd- anna hefur dregist verulega saman, gamlir viðskiptavinir treysta þeim ekki fullkomlega lengur og heildsalar kaupa í mun minna magni af þeim nú en áður þar sem að þeir vita að erf- itt verður að losna við Rust- vínin. Bændurnir eru áhyggju- fullir og bitrir og sumir tala um að hætta vínrækt og snúa sér að annarskonar landbúnaði. „Snillingurinn Otto Nadrasky, sem fann upp frostlagarblönd- una, situr inni ásamt syni sín- um. Hann er efnafræðingur að mennt og tókst fyrir nokkrum árum að finna formúlu að bæði gervivínum, sem hafa ekkert með ávexti eða þrúgur að gera, og sætum vínum, sem líkjast „Pradikat“-vínum ef diethyl- englykoli var blandað saman við þau. Hann vann hjá Grill- bræðrunum en stofnaði sitt eig- ið fyrirtæki fyrir þremur árum þegar sonurinn lauk prófi í mat- vælaefnafræði og fékk leyfi til að skoða, meta og merkja vín. Eitruðu vínanna varð vart í vor þegar farið var að leita að frostlegi í þeim eftir að skatta- yfirvöld undruðust á magninu af diethylenglykoli sem einn helsti vínframleiðandi Austurríkis notaði. Málið komst þó ekki á alvarlegt stig fyrr en uppvíst varð um eitruð austurrísk og þýsk vín í Vestur-Þýskalandi. Bandaríkin og Japan bönnuðu þegar innflutning á austurrísk- um vínum en eitruðu vínin voru ekki fjarlægð úr búðarhillum í Austurríki fyrr en um miðan ág- úst. Eitraður ávaxtasafi var þá einnig gerður upptækur. Ávaxtasafinn hefur vakið sér- stakan óhug meðal fólks þar sem börn drekka hann aðallega og áhrif eitursins fer nokkuð eftir stærð og líkamsþunga neytenda. Þó nokkuð magn af diethylenglykoli var notað til að gera hvern lítra af vínum og ávaxtasafa sætari en einn bolli af efninu er bráðdrepandi. ab ÚTSALAI Gardínuefni í öllum Óperu- og ljóða- námskeið fyrir söngv- ara og píanóleikara DAGANA 9.-22. september halda prófessor Svanhvít Egilsdóttir frá Vínarborg og breski píanóleikarinn Charles Spencer námskeið fyrir söngvara og píanóleikara í sal Tón- listarskólans á Laugavegi 178. Nám- skeiðið verður opið öllum til hlustun- ar. Svanhvít Egilsdóttir er Hafn- firðingur. Hún byrjaði ung að læra á píanó og hélt sjálfstæða píanótónleika 1933. Árið 1961 varð hún prófessor við tónlistarháskól- ann í Vínarborg og hefur kennt þar síðan. Píanóleikarinn Charles Spencer fæddist í Jórvíkurskíri á Englandi árið 1955. Hann stundaði nám við Royal Academy of Music í London og hefur haldið tónleika víða um heim. Frá árinu 1979 hefur hann verið „solokorrepetitor" við tón- listarháskólann í Vínarborg. Fyrirlestrar og námskeið um byrjenda- kennslu Námsgagnastofnun gengst dag- ana 26. til 30. ágúst nk. fyrir dagskrá og sýningu undir yfirskriftinni „Hvað ungur nemur, gamall ternur", í samslarfi við Kennaraháskóla fs- lands, skólaþróunardeild mennta- málaráðuneytisins, Frsðslu- skrifstofu Reykjaness- og Reykja- víkurumdsmis og Bandalag kenn- arafélaga. Dagskráin verður f Kennslumiðstöðinni að Laugavegi 166. Tilgangurinn með sýningunni er að stuðla að skapandi skólastarfi með því að efla umræðu um fyrstu skólaárin og gefa kennurum og öðru áhugafólki kost á að kynnast stefnum og straumum í byrjenda- kennslu, náms- og hjálpargögnum og hentugum búnaði. Dagskráin verður með fjöl- breyttu sniði, haldnir verða fyrir- lestrar, kynningar og stutt nám- skeið. Þá verða starfrækt verk- stæði þar sem kennurum gefst kostur á að vinna að námsefnis- gerð. Leiðbeint verður um gerð móðurmálsverkefna og námsefnis í stærðfræði og kennd verður myndmennta- og leikbrúðuvinna. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir. (Úr frélUtiIkynningu) MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 B 21 Vestmannaeyjar: Sérstök Eyjakvöld á Gestgjafanum Vestmannaeyjum, 19. ágúst. GESTGJAFINN í Vestmannaeyj- um mun nú á haustmánuðum bjóða gestum sínum, jafnt heima- fólki sem ferðafólki er heimsækir Eyjar, uppá sérstök Eyjakvöld á veitingahúsinu. Þar verður í mat og skemmtiatriðum reynt aö skapa þá sérstæðu Eyjastemmn- ingu sem sögur fara af. Um helgar, föstudags- og laugardagskvöld, verður boðið uppá sérstaklega útbúið Eyja- hlaðborð á Gestgjafanum þar sem m.a. má finna bjargfugla- kjöt matreitt á marga vegu, s.s. súlu og lunda. Þá verða á hlað- borðinu hinir margvíslegustu sjávarréttir með öllu tilheyr- andi meðlæti. Á þetta girnilega hlaðborð geta gestir veitinga- hússins sótt sér það magn þeirra gómsætu og forvitnilegu rétta er það hefur að geyma meðan magamál leyfir. Skemmtiatriði verða á Gestgjafanum á þessum Eyja- kvöldum og að sjálfsögðu verða þau í Eyjastíl. Jónas Þórir, bræðurnir Helgi og Hermann Ingi Hermannssynir, Runólfur Dagbjartsson og Einar „Klink“ Sigurfinnsson flytja gömul og ný Eyjasönglög þar sem mest eru áberandi hin sígildu lög Oddgeirs Kristjánssonar við Ijóð Árna úr Eyjum og Ása í Bæ. Nú um helgina, þegar frétt- aritari heimsótti Gestgjafann á fyrsta Eyjakvöldið, lék Jónas Þ. Dagbjartsson á fiðlu í lögum Oddgeirs. Greinilegt var að þessi nýbreytni í bæjarlífinu féll í góðan járðveg því fullt var út úr dyrum á Gestgjafanum um helgina og rífandi góð Eyja- stemmning á staðnum. Hjónin Pálmi Lórensson og Mary Sig- urjónsdóttir reka Gestgjafann MorKunblaðiö/GuölauKur Slarfsfólk Gestgjafans við hlaðið borð af kræsingum. ásamt skemmtistaðnum Skans- starfsemi í samtengdum bygg- inum og hóteli, og er öll þessi ingum. - hkj. TÖL VUN ÁMSKEIÐ Einkatölvur og MS-DOS Markmiö námskeiösins er að veita þátttakend- um þekkingu á uppbyggingu og möguleikum einkatölva og stýrikerfisins MS-DOS. Fariö er m.a. í eftirfarandi atriöi: — Uppbygging og sérstaöa einkatölva. — Notendahugbúnaöur fyrir einkatölvur. — Skipulagning og uppsetning geymslumiðla. — Kerfisskipanir í MS-DOS. — Notkun skipanaskráa. — Afritataka og meðhöndlun afrita. Tími: 9.—11. september kl. 9:00—12:00. Multiplan I Markmið námskeiðsins er aö veita þátttakend- um haldgóða þekkingu og þjálfun í notkun töflu- reiknisins Multiplan. Farið er m.a. í eftirfarandi atriöi: — Stutt kynning á vélbúnaði. — Uppbygging töflureiknisins Muitiplan. — Vinnsluskipanir. — Afritataka og meðhöndlun gagna. — Tengimöguleikar við teikniritan Chart. Tími: 24.—26. september og 10. október kl. 9:00—12:00. Framework Ritvinnsla II Markmið námskeiðsins er að veita þátttakend- um haldgóða þekkingu og þjálfun í notkun sam- hæfða hugbúnaðarkerfisins Framework. Fariö er m.a. í eftirfarandi atriði: — Stutt kynning á vélbúnaði. — Uppbygging hugbúnaðarkerfisins Frame- work. — Kennd notkun einstakra kerfishluta. — Útprentanir og teiknimöguleikar. — Afritataka og meðhöndlun gagna. Tími: 16.—18. og 23. september 9:00—12:00. kl. Markmið námskeiðsins er að veita þátttakend- um haldgóða þekkingu og þjálfun í notkun rit- vinnslukerfisins Ritvinnsla II. Farið er m.a. í eftir- farandi atriði: — Stutt kynning á vélbúnaði. — Uppbygging ritvinnslukerfisins Ritvinnsla II. — Ritvinnsluskipanir og notkun kennsluskjals. — Afritataka og meðhöndlun gagna. Tími: 17.—19. 13:15—16:15. september og 3. október kl. TÖLVUNÁM ER FJÁRFESTING í FRAMTÍÐ ÞINNI INNRITUN: Innritun og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans að Síöumúla 27, Reykjavík, og í símum 39566 og 687434, frá kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 18:00. Stööugur straumur nýrra nemenda sýnir svo ekki verður um villst að Framsýn er tölvuskóli meö tilgang og nám viö skólann hentar allra þörfum, enda valdi tölvunefnd ríkisins Tölvuskólann Fram- sýn til aö annast námskeiðahald á IBM og Atlant- is-einkatölvur fyrir ríkisstarfsmenn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.