Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 18
i8 é
og framfylgja skipunum, þótt þær
væru óframkvæmanlegar.
„EINRÆÐIS-
HERRA
ÆSKUNNAR“
Þar til önnur æskulýðsfélög en
Hitlersæskan voru bönnuð 1. des-
ember 1936 hafði hún heyrt undir
menntamálaráðuneytið, en sam-
kvæmt tilskipuninni varð Schir-
ach leiðtogi hennar og ábyrgur
gagnvart Hitler einum. Eins og
William Shirer bendir á varð
Schirach „einræðisherra æsku
Þriðja ríkisins".
Upp frá þessu tilheyrðu drengir
og stúlkur á aldrinum sex til 18
ára ýmsum samtökum Hitlers-
æskunnar og síðan tók við skyldu-
vinna og herþjónusta. í árslok
1934 voru félagar í Hitlersæsk-
unni 3,5 milljónir og í árslok 1936
um 6 milljónir.
Þar sem Hitlersæskan tók við af
fyrri ungmennafélögum varð
breytingin hægfara og varla
merkjanleg í fyrstu. Skipulagið,
starfsemin, ferðalögin, sumarbúð-
irnar, einkennisbúningarnir og
varðeldarnir — allt var þetta í
samræmi við það sem áður hafði
þekkzt, þótt boðskapurinn væri
annar og róttækari.
Foreldrar, sem voru fundnir
sekir um að reyna að koma í veg
fyrir að börn þeirra gengju i sam-
tökin, áttu yfir höfði sér þunga
fangelsisdóma. Viðurlögum var
beitt, þótt oft væri eina mótbára
foreldranna sú að þeir vildu ekki
að dætur þeirra væru í samtökum,
sem voru alræmd fyrir að stúlkur
í þeim yrðu oft barnshafandi.
GEGN SKYNSEMI
Menntun æskunnar var skipað
skör lægra en pólitískum mark-
miðum stjórnarinnar. Árið 1935
hafði verið nár þjálfunar" í ýms-
um myndum: líkamsþjálfunar,
herþjálfunar, „listaþjálfunar", at-
vinnuþjálfunar, „kynþáttaþjálfun-
ar“ og jafnvel „heimilisþjálfunar“.
Farið var niðrandi orðum um
skynsemi, þekkingu og gáfur.
Obergebietsfuhrer (yfirsvæðis-
stjóri) dr. Hellmuth Stellreicht
sagöi:
„Á þessu ári viljum við komast
á það stig að þýzkir drengir kunni
eins vel að fara með byssu og
penna. Það er furðulegt hugar-
ástand að eyða árum saman mörg-
um tímum á dag í skrautritun og
réttritun, en ekki einum einasta
tíma í skotfimi.
Þeir sem aðhylltust frjálslyndi
skrifuðu „þekking er máttur" yfir
skóladyrnar. En við lærðum það í
striðinu og á árunum eftir það að
vald þjóðarinnar hvílir að lokum á
vopnum hennar og þeim sem
kunna með þau að fara.“
Áhrifum innrætingarinnar í
Hitlersæskunni var lýst í bókar-
auglýsingu:
„Hvað gerist innra með svona
dreng þegar straumurinn hrífur
hann með sér? Hvað er það sem
rekur hann áfram? Hvað kallar á
hann, fyllir hann hugmóði, tor-
tímir honum?
Hvað fær 15 ára barn til að fara
frá móður sinni, hata föður sinn,
fyrirlíta fyrrverandi vipi sína?
Norkus og Preisser (ungir „písl-
arvottar" nazista) voru lítið eldri
þegar þeir létu lífið fyrir hugsjón-
ir, sem þeir voru of ungir til að
skilja ... hugsjónir sem þeir
höfðu aðeins hugboð um .“
„BLÓÐFÁNI“
Drengir á aldrinum sex til tíu
voru nokkurs konar lærlingar í
Hitlersæskunni. Hver drengur
fékk bók, þar sem skráðar voru
upplýsingar um frammistöðu hans
í hreyfingunni, m.a. hve miklum
„hugsjónaþroska" hann hefði náð.
Tíu ára gamlir gengu drengir í
samtökin Jungfolk, ef þeir stóðust
próf í líkamsíþróttum og sögu í
anda nazisma, og unnu svofelldan
eið:
„Ég sver í viðurvist þessa blóð-
fána, sem er tákn Foringja okkar,
að beita öllum kröftum mínum og
allri orku minni í þágu frelsara
okkar, Adolfs Hitlers. Ég er þess
albúinn að fórna lífi mínu fyrir
hann, svo hjálpi mér Guð.“
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985
Stúlkur úr Hitlersæskunni við hátíðlega athöfn í Berlín í júní 1936.
Nokkur veggspjöld Hitlersæskunnar.
Fjórtán ára gamlir gengu
drengir í Hitlersæskuna sjálfa og
voru í henni til 18 ára aldurs, þeg-
ar þeir gengu í skylduvinnusveit-
irnar og landherinn.
Hitlersæskan var geysistór og
öflug hreyfing, skipulögð og þjálf-
uð sem her líkt og SA. Ungmennin
fengu bæði skipulagða þjálfun í
útilegum, íþróttum og hugmynda-
fræði nazista og hermennsku.
Stundum fengu stúlkur þjálfun í
hermennsku. A aldrinum 10—14
ára voru þær „Jungmádel" (ung-
meyjar) og fengu yfirleitt sömu
þjálfun og drengir á sama aldri.
Þær urðu m.a. að fara í langar
gönguferðir um helgar með þunga
bakpoka og fengu sömu innræt-
ingu í hugmyndafræði nazista.
Hins vegar var á það lögð
áherzla í Þriðja ríkinu aö konur
væru heilbrigðar mæður, sem
ættu heilbrigð börn. Á þetta var
lögð aukin áherzla eftir fjórtán
ára aldur, þegar stúlkur gengu í
BDM (Bund deutscher Mádel), sem
þær voru í þangað til þær urðu 21
árs gamlar.
Nokkur þúsund átján ára stúlk-
ur störfuðu á bændabýlum í eitt ár
(Landjahr) og það samsvaraði
skylduvinnu pilta. Stúlkurnar
dvöldust einnig í vinnubúðum,
sem voru stundum í grennd við
vinnubúðir piltanna. Oft var
kvartað yfir lauslæti, bæði á býl-
unum og í búðunum.
Svipuð vandamál komu upp þeg-
ar 500.000 stúlkur úr Hitlersæsk-
unni voru vinnukonur á heimilum
í borgum í eitt ár.
Hins vegar segir Shirer að
sumar af konum þeim, sem stjórn-
uðu BDM, hafi brýnt fyrir ungum
stúlkum, sem voru undir handar-
jaðri þeirra, að það væri siðferði-
leg og þjóðleg skylda þeirra að ala
börn fyrir Hitlersrikið, helzt inn-
an hjónabands, en utan þess, ef
það væri nauðsynlegt.
ALISHERJAR-
KVAÐNING
í árslok 1938 voru rúmlega 7,7
milljón ungmenni í Hitlersæsk-
unni. Um fjórum milljónum
ungmenna hafði þá tekizt að
standa utan við samtökin.
í marz 1939 voru gefin út lög um
kvaðningu allra ungmenna í Hitl-
ersæskuna, á sömu forsendu og
menn voru kvaddir í herinn. For-
eldrar, sem hreyfðu mótbárum,
voru varaðir við því að þeir yrðu
sviptir forræði yfir börnum sínum
og börn þeirra sett á munaðar-
leysingjahæli eða aðrar stofnanir,
ef þau innrituðu sig ekki.
Urval Hitlersæskunnar gekk í
þrenns konar skóla: skóla, sem
voru kenndir við Adolf Hitler
(„AH-skólar“) og voru undir
stjórn Hitlersæskunnar, og póli-
tíska skóla og i „reglukastalala",
sem lutu stjórn flokksins.
Efnilegustu meðlimir Jungfolk
hófu nám í AH-skólunum 12 ára
og fengu sex ára þjálfun til undir-
búnings því að taka við forystu-
hlutverkum í flokknum og þjón-
ustu ríkisins. Þetta voru heima-
vistarskólar, þar sem járnagi
ríkti, og þeir sem útskrifuðust
fengu inngöngu í háskóla. Tíu slík-
ir skólar voru stofnaðir eftir 1937.
Tilgangur pólitísku skólanna
var að endurvekja kennslu, sem
áður hafði verið veitt í prússnesk-
um herskólum. Leitazt var við að
rækta „hermennskuanda og ein-
kenni hans, skyldurækni, ábyrgð-
artilfinningu og látleysi". Við
þetta bættist sérstök þjálfun í
grundvallarkenningum nazista.
Skólarnir voru undir umsjón
SS, sem lét í té skólastjóra og
flesta kennara. Þrír slíkir skólar
voru stofnaðir 1933 og þeir voru
orðnir 31 þegar heimsstyrjöldin
hófst, þar af þrír kvennaskólar.
„KASTALA-
KENNSLA“
Svokallaðir Reglukastalar
(Ordenburgen) skipuðu æðsta sess.
Þar var andi kastala Tevtónaridd-
aranna og reglu þeirra á 14. og 15.
öld endurvakinn og blómi nazista
þjálfaður.
Tevtónariddararnir höfðu bar-
izt fyrir landvinningum í austri og
reynt að hneppa Slava í ánauð.
Regla þeirra byggðist á skilyrðis-
lausri hlýðni við meistara hennar
(Ordensmaster). Reglukastalar
nazista voru reknir í svipuðum
anda og í iíkum tilgangi.
Aðeins ofstækisfullir ungir naz-
istar fengu inngöngu og þeir voru
venjulega úr röðum þeirra sem
fengu hæstu einkunnir í AH-skól-
unum og flokksskólunum.
Reglukastalarnir voru fjórir og
nemendur stunduðu nám í þeim
öllum.
Fyrsta árið af sex voru þeir
sérhæfðir í „kynþáttavísindum"
og öðrum þáttum hugmyndafræði
nazista. Áherzla var lögð á and-
lega þjálfun, en líkamsþjálfun sett
skör lægra. Annað árið var þessu
snúið við í öðrum kastala og meg-
ináherzla lögð á líkamsrækt og
íþróttir, m.a. fjallgöngur og fall-
hlífastökk.
Nemendur voru í þriðja kastal-
anum í eitt og hálft ár og fengu
þar pólitíska og hernaðarlega
fræðslu. Loks voru þeir sendir til
eins og hálfs árs dvalar í fjórða
kastalanum, Oldenburg í Marien-
burg í Austur-Prússlandi.
Sá kastali hafði verið vígi Tev-
tónariddaranna fimm öldum áður
og pólitísk og hernaðarleg þjálfun
nemenda þar beindist að land-
svæðunum í austri og þörf Þjóð-
verja á auknu „lífsrými" (Lebens-
raum) í löndum Slava.
LÍF OG DAUÐI
Þannig, segir Shirer, var æskan
„búin undir líf, störf og dauða í
Þriðja ríkinu". Hann skrifar:
„Þótt hugur þeirra væri eitrað-
ur að yfirlögðu ráði, venjuleg
skólaganga þeirra slitin í sundur,
heimili þeirra að mestu leyst af
hólmi sem uppeldisstofnanir, virt-
ust ungu mennirnir og konurnar
ákaflega hamingjusöm og full af
lífsþrótti í Hitlersæskunni.
Og á því lék enginn vafi að sá
háttur var í sjálfu sér góður og
heilbrigður að leiða saman börn
úr öllum þjóðfélagshópum og
starfsstéttum og láta jafnt þá sem
höfðu fæözt í fátækt og siðan
kynnzt betri kjörum og þá sem
komu frá heimilum verkamanna,
smábænda, kaupsýslumanna og
aðalsmanna vinna sömu verkin.
í flestum tilfellum varð borgar-
dreng eða stúlku ekki meint af því
að vera sex mánuði í skylduvinnu-
sveitum, lifa undir beru lofti og
kynnast gildi líkamlegrar vinnu
og öðrum af ólíkum uppruna ...
þetta var ótrúlega þróttmikil
æskulýðshreyfing, hversu skugga-
leg sem kennslan var.“
I ársbyrjun 1939 sömdu yfir-
stjórnir heraflans og Hitlersæsk-
unnar um alhliða þjálfun í öllum
greinum landvarna í sérstökum
þjálfunarbúðum. Sérstakar deildir
voru myndaðar innan Hitlersæsk-
unnar.
Árið 1938 voru 50.000 ungmenni
í flotadeild Hitlersæskunnar,
90.000 í vélvæddu Hitlersæskunni,
74.000 í flugdeildinni, 73.000 í
flugvélalíkanadeild og 29.000 í
fjarskiptadeild.
„ÆSKURÍKIГ
í stríðsglæparéttarhöldunum í
Núrnberg eftir stríðið sagði Schir-
ach að hann hefði reynt að koma á
fót „æskuríki innan Ríkisins“.
Sagnfræðingurinn Fest segir að
honum hafi að vissu leyti tekizt að
brúa kynslóðabilið. En ef betur er
að gáð, segir hann, var öllu snúið
við.
Foreldrar voru neyddir til að
verða háð börnum sínum og undir
þau gefin. Yfirvöld stóðu í stríði
við foreldra, kirkjur og kennara.
Eitt sinn sakaði Shirach þessa
aðila um að gleyma því „að í æðra
skilningi hefði æskan alltaf rétt
fyrir sér“. Æskan lagði áherzlu á
sérstöðu sína og yfirburði með eig-
in siðareglum, sálmum, leiðtogum
og píslarvottum. „Æskan verður
að leiða æskuna," sagði Hitler.
Þó hefur uppvaxandi kynslóð
sjaldan verið eins ósjálfstæð, að
sögn Fests, þótt hún gerði upp-
reisn gegn borgaralegu umhverfi.
Hitlersæskan var óaðskiljanlegur
hluti flokksins, varð að hlýða skip-
unum æðstu leiðtoga hans og varð
verkfæri í höndum leiðtoganna.
Unga kynslóðin skildi ekki hvað
vakti fyrir leiðtogunum, því að
hún var ópólitísk. Hún sá allt út
frá eigin þörfum og taldi þeim
fullnægt með leikjum og ævintýr-
um.
Kaldrifjuð valdapólitík varð
fögur hugsjón í augum ungu
kynslóðarinnar. Hún hélt alltaf að
reynt væri að höfða til skynsemi
hennar og lét sér aldrei til hugar
koma að hún væri notuð í annar-
legum tilgangi. „Fáar kynslóðir
hafa verið eins auðtrúa," segir
Fest.
Enn þann dag i dag er óvist
hvaða áhrif Hitlersæskan hafði í
raun og veru. Grafskrift hennar
gæti verið „Við fæddumst til að
deyja fyrir Þýzkaland", eins og
komizt var að orði í einum bar-
áttusöng hennar, þ.e. Þýzkaland
Hitlers.
GH tók saman.
(Ileimildir: rit Fests og Shirers
um Þriðja ríkið o.fl.)