Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 29
MUKUUXStíLAUlU, SUIMÍMUUAOUK Zö. AUUÖl 1^00 JL> Árlegt sumarmót ísleifs- reglunnar ÍSLEIFSREGLAN, félag um Greg- orsöng, heldur sitt árlega sumarmót í Selfosskirkju dagana 27. til 28. ágúst nk. Á mótinu verður sunginn tíða- söngur eins og tíðkaðist hér áður. Sá tíðasöngur sem sunginn verður er Prím, Sext, Vesper og Complet- orium. Smári ólason mun halda erindi um samanburðarrann- sóknir á „gömlu“ passíusálma- lögum Hallgríms Péturssonar. Þriðjudaginn 27. heldur Björn Sól- bergsson orgeltónleika og síðari daginn verður aðalfundur ísleifs- reglunnar haldinn kl. 15. Mótinu lýkur með hámessu í Selfosskirkju kl. 18. (FrétUtilkynning) Fyrirlestur í Norræna húsinu: Ólafur helgi í víking NORSKI rithöfundurinn Vera Hen- riksen flytur erindi í kvöld kl. 20.30 um Ólaf Helga í víking. Fyrirlestur- inn verður haldinn í Norræna hús- inu. Norski Ijósmyndarinn Johan Bruun sýnir litskyggnur meðan á fyrirlestrinum stendur sem hann hefur unnið um efnið. Vera Henriksen er þekktur rit- höfundur í heimalandi sínu og hefur einkum skrifað sögulegar skáldsögur. Þekktastar eru án efa þrjár skáldsögur, „trílógía", um Ólaf konung Haraldsson. Árið 1983 byrjaði hún að rita skáld- sagnaröð um íslenskt efni með „Bodvars saga“, en þar eru ætt- menn Egils Skallagrímssonar söguhetjurnar. Johan Bruun starfar við blaðið „Dagbladet" í Ósló, en vinnur auk þess að því að gera litskyggnur úr náttúru Noregs og sýnir hann þær með a.m.k. fjórum sýningarvélum í einu og leikur tónlist með. Þau Vera Henriksen og Johan Bruun hafa unnið saman í mörg ár og eru stödd á Islandi núna til þess að undirbúa nýja bók og í sambandi við kvikmynd, sem fjall- ar um fund Vínlands. Kork-o-Plast Gólf-Gljái Fyrir PVC-filmur, linoleum, gúmmí, parket og steinflísar. CC-Floor Polish 2000 gefur endingargóða gljáhúð. Notkun: Þvoið gólfið. Berið CC-Floor Polish 2000 óþynnt á gólfið með svampi eða rakri tusku. Notið efnið sparlega en jafnt. Látið þorna í 30 mín. Á illa farið gólf þarf að bera 2—3svar á gólfið. Til að viðhalda gljáanum er nóg að setja í tappafylli af CC-Floor Polish 2000 í venju- lega vatnsfötu af volgu vatni. Til að fjarlægja gljáann er best að nota R-1000 þvotta- efni frá sama framleiðanda. Notið aldrei salmíak eða önn- ur sterk sápuefni á Kork-o- Plast. Einkaumboð á ísland: l>. I>orgrímsson & Co., Ármúla 16, Reykjavík, s. 38640. Mörgblöd med einni áskrift! Er skiptíborðið að springa? Sérðu fram á að þurfa að fjárfesta i nýju skiptíborði fyrir nokkur hundruð þúsund krónur! Við getum bent þér á ódýrari lausn! Þú heldur gamla skiptiborðinu, en færð þér STANDARD DESK 2500/2 tveggja línu sím- ann fyrir þá starfsmenn sem þurfa að hringja mikið. Aðra línuna á STANDARD DESK 2500/2 læturðu tengja við skiptiborðið en fyrir hina línuna færðu nýtt númer. STAND- ARD DESK 2500/2 getur geymt samtal og minnir þig á það með grænu ljósi. STAND- ARD DESK 2500/2 notar hvort sem er Tón- val eða Púlsval við val á númerum, og sé númerið á tali er nóg að ýta á einn takka til STANDARD DESK 2500/2 síminn sem minnkar álagiö. Verð: 6.250,- Skiphoiti 19, sími 29800 MARKMIÐ NÁMSKEIÐSINS er að veita þeim, er starfa við áætlanagerð og flókna útreikninga, innsýn í hvernig nýta megi Multiplan-áætlanagerðarkerfið í starfi. ■ Efni: - Uppbygging Multiplan - (töflureikna) - Helstu skipanir -Uppbygging líkana - Meðferð búnaðar Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja sem nota eða ætla að nota Multiplan (töflureikna). Leiðbeinandi: Páll Gestsson, starfsmaður Skrifstofuvéla hf. Tími: 2.-4. seotember kl.13-17 Tilkynnið þátttöku í síma 62 10 66 Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 ■ Sími: 6210 66 MULTIPLAN Multiplan er áætlanagerðarkerfi (töflureiknir), sem öll fyrirtæki geta notfært sér viö útreikninga. Við áætlanagerð getur Multiplan sýnt ótal valkosti, eftirlíkingar og gert tölulega úrvinnslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.