Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST1985 SÍÐASTI HÁLFTÍMINN Enn er beðiö endan- legrar skýringar á orsök flugslyssins í Japan, hins mesta í sögunni, þegar 520 fórust með Boeing 747SR-flugvél jap- anska flugfélagsins (JAL). Önnur tveggja lík- legra skýringa á slys- inu gæti orðið til þess að hundruð flugvéla af þessari gerð yrðu sett- ar í langt flugbann svo að hægt verði að rann- saka þær. Reynist hin skýringin rétt þarf lít- ið að lagfæra. Staðfest hefur verið að fundizt hafi stórt þrýstingsskilrúm, sem var aftast í flugvél- inni, og á því hafi ver- ið sprungur á sex stöð- um. Reynt hefur verið að ganga úr skugga um hvort sprungurnar hafi verið helzta orsök slyssins eða afleiðing þess. Einnig hefur verið talið hugsanlegt að tæplega 40 sentimetra langur skrúfbolti, sem festi fremsta hluta stélkambsins við búk flugvélarinnar, hafi losnað þegar hún hækkaði flugið, að gat hafi komið á skrokk- inn og að afleiðingin hafi orðið mikið þrýst- ingsfall og sprenging. Ef skrúfboltinn er orsökin er lítill vandi að kippa því í lag. Síðasti klukku-’ tíminn • Saku Osutaka-fjall Missir stjórn 6.47 e.h. Flugstjóra leiöbeint frá Haneda, en hann segir •V« 6.57 e.h. Flugvélin hverfur af ratsjá í Haneda 6.55 e.h. Flugstjóra sagt aö hefja aö- flug 6.54 e.h. Flugstjóra sagt frá staösetn- ingu vélar og hann svarar. JAPAN Missir hæð 6.57 e.h. 6.54 6.55 Tirni 6.47 Y«ir landi 6.31 6.28 6.25 m ÍM 25.000 20.000 X 15.000 10,000 ^ S-000 Ylir sjó 6.12 e.h. Hvers vegna varð bilaður stélkambur 520 að bana Ef bilun hefur orð- ið á þrýstings- skilrúminu getur það haft alvarleg- ar afleiðingar fyrir Boeing. All- ar Boeing-747- flugvélar, jafnvel þær sem hafa farið heimingi færri ferðir en flugvél JAL, yrðu settar í flugbann svo að rannsókn geti far- ið fram. Alls eru tæplega 600 Boeing- 747-flugvélar í notkun í heiminum og a.m.k. 150 og allt að 300 yrðu stöðvaðar. Fyrirtækið yrði neytt til að endurskoða mat sitt á end- ingu Boeing-747-flugvéla og gera nýjar og nákvæmar áætlanir um viðhald flugvélanna til að tryggja nákvæmt eftirlit með þrýstings- skilrúmunum þegar þær eldast. Flugfélög, sem stæðu andspænis tekjumissi vegna stöðvunar flug- véla, yrðu að taka á sig jafnvel enn meiri kostnað til að halda þeim við. William Tench, fv. yfirmaður rannsóknarnefnda flugslysa í Bretlandi, segir: „Um það er ekk- ert hægt að segja hvað olli slysinu fyrr en fyrir liggja óyggjandi sannanir og ýmislegt getur komið til greina. En hafi orðið bilun í þrýstingsskilrúminu verður að setja flugvélar í flugbann. Ef gera þarf breytingar á þrýstingsskil- rúminu verður það umfangsmikil endursmíði. Verið getur að ódýr- ara verði að kaupa nýjan skrokk." Flugvélin sem fórst var smíðuð 1974 og var sú þriðja af sérstakri gerð, sem var ætluð til flugs á stuttum leiðum í Japan. Þótt hún væri aðeins 11 ára gömul — og hefði átt að endast helmingi leng- ur og vel það — hafði hún lent og hafið sig til flugs 38.000 sinnum. Mikið álag hefur verið á þrýst- ingsskilrúminu í 18.830 ferðum flugvélarinnar. Venjulega er það aðeins skoðað með hjálp vasaljósa og spegla. Hugsanlegt er að tær- ing hafi gert vart við sig án þess að því hafi verið veitt eftirtekt. Síðustu daga hefur athyglin eink- um beinzt að þessu atriði. Hálftíma barátta Ljóst er að flugstjóri japönsku flugvélarinnar, Masami Taka- hama, missti ekki stjórn á flugvél- inni þegar stélkamburinn fór að tætast í sundur. Honum tókst að fljúga flugvél- inni af mikilli leikni í rúman hálf- tíma og ætlaði að reyna nauðlend- ingu eftir aðeins nokkrar mínútur þegar hún fór allt í einu að missa hæð og rakst á fjallshlíð. Fyrstu fréttir bentu til þess að flugvélin hefði ætt stjórnlaus í norður eftir að þrýstingsskilrúmið gaf sig og loft úr loftþrýstu far- þegarýminu æddi upp í stélkamb- inn með þeim afleiðingum að hlið- arstýrið og vökvabúnaðurinn eyði- lögðust (vökvabúnaðurinn er notaður til að hreyfa hallastýri, vængblökur, hæðarstýri og hlið- arstýri). Eftir það hafi flugvélin verið dauðadæmd. En samkvæmt hljóðritanum, sem greinir frá síðustu 32 mínút- um japönsku flugvélarinnar og fannst á slysstað, liðu a.m.k. 16 mínútur frá því stélið rifnaði og þar til þrýstingurinn minnkaði. Flugvélin fór frá Haneda- flugvelli í Tókýó kl. 6.12 e.h. að staðartíma á mánudegi. Hún var í 24.000 fetum og enn að klífa í áætlaða flughæð þegar Masami Takahama flugstjóri tilkynnti 'I flugturninum í Tókýó að hann ætti í erfiðleikum og yrði að gera neyðarráðstafanir. Þá var klukkan 6.25 og flugvélin yfir Sagami-flóa. Takahama tilkynnti að hann ætlaði að lækka flugið úr 24.000 fetum í 22.000 fet, en í staðinn hækkaði flugvélin flugið í 24.900 fet á næstu tveimur mínútum samkvæmt ratsjárupplýsingum. Þetta sýnir að hæðarstýrið hefur valdið Takahama erfiðleikum, þótt ekki sé vitað til þess að það hafi fokið. Eina skýringin getur hafa verið alvarleg bilun á vökva- kerfinu. Takahama minnkaði aflið til allra hreyflanna fjögurra til að lækka flugið hægt. I ljós kom á ratsjá að það tók flugvélina 15 mínútur að lækka sig í 11.900 fet úr 24.900 fetum, kl. 6.31. Vökvakerfi óvirk Kl. 6.35, um tíu mínútum eftir að Takahama ákvað að grípa til neyðarráðstafana, tilkynnti áhöfnin: „öll vökvakerfin óvirk." Samkvæmt hljóðritanum gaf einhver, sennilega flugstjórinn, nokkrar skipanir, m.a. „beygið til hægri“, „aukið afl til hreyflanna".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.