Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 ÁSTRALÍA — HINN NÝI TÖFRAHEIMUR dvalið í lúxusíbúðum Peninsula, við hvíld og skemmtun. Þar verður einnig boðið upp á kynnisferðir um nágrennið, meðal annars í heimsfrægt sjávardýrasafn, þar sem hákörlum er gefinn matur og sæljón leika listir sínar. Hinn 3. desember hittast heims- reisufarar á ný í Sydney og verður þaðan flogið til Denpasar, höfuð- borgar eyjarinnar Balí. Um Balí hefur verið sagt, að þar brosi fólk- ið og tilveran við mönnum með seiðandi dulmögnuðum töfrum sem séu líkt og af öðrum heimi. Eyjan sé vitnisburður um fegurð, samhljóm og samræmi, sem lýsi sér jafnt í fegurð landsins og lífi fólksins. Þar birtist háþróuð menning í handbragði og listum þessa nægjusama fólks, dönsum þess, tónlist og myndskurði. Næstu tvo daga verður dvalið á Nusa Dua Beach, um 20 km fyrir utan Denpasar á rólegum, friðsæl- um stað við pálmaekru og hvíta strönd. Farið verður í kynnisferðir um eyjuna, meðal annars í lista- þorpin og til fjallsins helga, Gun- ung Agung. Hinn 6. desember verður svo haldið heim á leið og lent í Amsterdam að morgni næsta dags, og þá er framhalds- flug til Keflavíkur fyrir þá sem þess óska. Möguleikar á framleng- ingu ferðarinnar eru margar, til dæmis í Amsterdam, viðbótarvika á Balí og einnig er hægt að verða eftir í Sydney og fljúga heim síðar um Balí. Hér hefur aðeins verið unnt að Norræna húsið: Tveir norskir myndlistarmenn KAARK Espolin Johnson málari og Knut Skinnarland myndhöggvari opna sýningu á verkum sínum í sýn- ingarsölum Norræna hússins í dag kl. 15.00. Kaare Espolin Johnson hefur sýnt verk sín víða, bæði heima og erlendis og á myndir á mörgum söfnum m.a. í Nasjonalgalleriet í Ósló. Hann hefur gert mikið af myndum frá Norður-Noregi, myndirnar eru oft dökkar og þungbúnar, en fullar af stórkarla- legri kímni. Hann er ættaður frá íslandi, nánar tiltekið frá Espihóli eins og nafnið bendir til. Hann vinnur myndir sínar oft í „naiv“- stíl og ein af þekktari myndum hans heitir „Bærinn hans langa- langafa á Islandi". Þar má sjá burstabæ, þar sem konur laga mat í einu af bæjarhúsunum, gestir blóta Bakkus i öðru, langafi faðm- ar kærustu sína í því þriðja og hestarnir bíta gras á þekjunni. Knut Skinnarland hefur oft tek- ið þátt í Listasýningu ríkisins í Noregi og sýnt bæði á einkasýn- ingum og samsýningum í Noregi og víðar um lönd. Hann hefur m.a. unnið að höggmyndum og skreyt- ingum við Niðarósdómkirkju. Hann sýnir hér bæði höggmyndir, skissur og vatnslitamyndir. Sýning þeirra félaga mun standa til 1. september. í vetur gefur Atlantik kost á dvöl á Mallorka, frá 21. októ- ber til 26. marz. í boöi er hiö glæsilega hótel Bosque Sol, í höfuðborg Mall- orca, Palma. Dvaliö er í stúdíó- íbúöum, sem eru stofa og eld- hús, en einnig er fullkomin hótelþjónusta, ásamt hitaöri sundlaug, sauna, nuddi, mini- golfi, þvottahúsi, verzlun, bar og fleiru. Innifaliö er hálft fæöi. Hótelið er vel staðsett, viö Belver Park, þar sem stutt er í allar verzlanir, veitingahús og yfirleitt allt er hugurinn girnist. m(KVTM( Feröaskrifstofa, lónaóarhúsinu, Hallveigarstíg 1, s. 28388. DINERS CLUB INTERHATIONAL á íslandi í 50ár KAUPMENN Höfum til afgreiöslu strax búöarvogir á mjög hagstœðu veröi. Ath. sérstaklega góð greiðslukjör Leitið nánari upplýsinga. ÖUVflJR OÍSIASOW 4 CO. HF SUNDABORG 22 104 REYKJAVIK SIMI 84800 Fullkomin viðgerða og varahlutaþjónusta að Smiðshöíða ÍO Sími 686970.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.