Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGOST 1985 Afl handa vorra og huga * Avarp við vígslu kirkju í Þorlákshöfn Hér fer á eftir ávarp sem Gunn- ar Markússon, formaður sókn- arnefndar, flutti við vígslu kirkju í Dorlákshöfn hinn 28. júlí sl. Hr. kirkjumálaráðherra — virðulegu biskupar og aðrir ágætir kirkjugestir. í upphafi 128. sálms Davíðs seg- ir: „Sæll er hver sá, er óttast Drottinn, er gengur á vegum hans. Já, afla handa þinna skalt þú njóta, sæll ert þú, vel farnast þér.“ (128. 1-2). Síðla sumars 1929 var byggður hér fjögurra metra breiður og 20 metra langur bryggjustúfur. Vel hefir oss farnast, að hafa mátt nota afl handa vorra og huga til þess að koma upp þeim hafnar- mannvirkjum, sem hér eru í dag. í septemberlok 1949 var 22 tonna báti lagt við festar hér úti á víkinni. Vel hefir oss farnast, að hafa mátt nota afl handa vorra og huga til að byggja upp þann rúmlega 4200 tonna fiskiflota, sem gerður var út héðan á síðustu vetrarver- tíð. Sumarið 1951 voru hér 14 íbúar og hófu þeir byggingu þriggja fyrstu húsa hinnar nýju Þorláks- hafnar. Vel hefir oss farnast, að hafa mátt nota afl handa vorra og huga til þess að skapa þann rúmlega 1.100 manna bæ, sem nú er heimili vort. Hinn 28. apríl 1979 var helgaður grunnur þess hús, sem nú hefir verið vígt. Svo vel hefir oss farnast, að vér höfum mátt nota afl handa vorra og huga til þess að nú er hér „risin höll á bjargi heilsteypt list verk, há til lofts og víð til veggja, vegleg, djörf og sterk. Hún ber svipinn frónskra fjall, fögur, línuhrein. Máttugt afrek huga og handa, hugsjón greypt í stein.“(Örn Arnar) Mér hefir hlotnast sá heiður að mega — fyrir hönd Þorláksbúa — þakka öllum þeim, sem hafa lagt fram orku huga og handa til þess að hægt væri að ná þeim áfanga, sem vér fögnum í dag og gert það með þeim ágætum að vér skuldum aðeins 5% af kostnaðarverði húss- ins. En hverjum á að þakka — og hvernig? Það hefir verið rætt um að birta skrá yfir þá, sem lagt hafa fram orku huga og handa til þess að lyfta því Grettistaki, sem hér hef- ir verið lyft. Það er því miður ekki hægt nema með því að prenta íbúaskrá Þorlákshafnar siðustu 6 árin svo til óbreytta — og ekki aðeins íbúa- skrána — heldur og skrá yfir nær öll félög hér á staðnum og gildir þá einu hvort þau eru stofnuð til þess að veiða og verka fisk eða starfa að líknar- og menningar- málum — allflest eiga þau sinn stein í þessari byggingu — og sum stóra —. Vér yrðum einnig að birta langa lista yfir vini vora í öðrum byggðarlögum — bæði einstaklinga og félög. Þetta yrði æði langur listi og því hætt við, að eitthvert nafnið gleymdist. Því skal þakklæti vort flutt á þann hátt að biðja þann Guð, sem engu okkar gleymir — já meira að segja telur hvert hár á höfði voru — að blessa hvern þann, sem hér hefir lagt hönd á plóginn. — Hvort sem sú hönd hefir stýrt blý- anti eða bifreið — hvort sem hún hélt á hamri eða gólfklút — hvort sem byggingunni var unnið gagn með því að hreinsa mótatimbur eða flytja okkur verk mestu tón- snillinga veraldar. En það fer hér sem endranær, að engin regla er án undantekn- ingar og ég treysti mér ekki til að flytja hér þakkir fyrir störf við þessa kirkjubyggingu án þess að nefna 4 nöfn og flytja þeim sér- stakar þakkir. Fyrst skal ég nefna nöfn þeirra Ingimundar Guðjónssonar og Sverris Sigurjónssonar. Þessi tvö nöfn eru nefnd hér vegna þess að það er fjalltraust vissa sóknarnefndarinnar, að Ingimundur hafi verið eini íbúi þessa bæjar, sem hafi verið fær um að koma kirkjubyggingunni svo langt sem raun bar vitni um fyrir jólin 1982 og án Sverris stæðum vér ekki hér í dag í kirkj- unni svo búinni, sem hún nú er. Kvenfélagi Þorlákshafnar skulu færðar sérstakar þakkir fyrir að hafa haft þor og getu til þess að gefa kirkjunni þá vegulegu altar- istöflu, sem prýðir hana. Söngfélaginu skulu og færðar sérstakar þakkir — ekki fyrst og fremst fyrir hlut þess í bygging- unni — þó ósmár sé. Heldur fyrir þann stóra þátt, sem það hefir átt í hinu daglega lífi voru í þriðjung aldar. Er vér gátum sagt með Jerimía: „Þá munu meyjarnar skemmta sér og unglingar og gamalmenni gleðjast saman“ (31.13) var kórinn tilbúinn til að auka á gleði vora — og er vér hrópuðum með Job: „Andlit mitt er þrútið af gráti og svarta myrkur hvílir yfir hvörm- um mínum“ (16.16) þá kom kórinn og söng í oss kjark og beindi sjón- um vorum frá myrkri til ljóss. Þetta er sá stóri hlutur, sem kórnum skulu nú færðar sérstakar þakkir fyrir. Að lokum vil ég þakka öllum þeim — lærðum og leikum — sem hafa lagt fram orku huga og handa til þess að gera þessa stund hér í kirkjunni svo ánægjulega, sem raun ber vitni um. En fyrst og síðast þökkum vér honum, er oss styrka gjörði og færa um að takast á við það verk- efni, sem nú hefir verið af hendi leyst því „ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis. Ef Drottinn verndar ekki borgina, vakir vörðurinn til ónýtis." (Sálm. 127.1.) Megi Guð blessa þetta hús og byggð vora alla um ókomnar tíðir. í sumarskapi með n OFF/VOtUME .0*3 'OD UKW 88 92 961 Q-O MW 5« 6 7 8 9 tO 100 104 108 MHz 13 16 kHz SK TUNING 8ALANCE A <3D CASSETTE STEREO FT900V (I SSi MW r UKW } sk’ •SANYO Tónmögnun: 40 „musicwatts". FM stereo/mono, LW og MW bylgj- ur. Sjalfvirk tiðnisstjorn fyrir FM mottöku. Rafeindastyrður truflanadeyfir fyrir FM mottöku. Sjálfvirkur og handvirkur FM stereo/mono rofi. Sjálfvirk síspilun (Auto Reverse). Sjálfvirkt flækjuöryggi (jan proof). Innbyggöur styrkstillir á milli fram- og aftur hátalara (Fader). Tónstillir og hægri/vinstri jafnvæg- isstilling (balance). Kraftmögnunarrofi fyrir bassatóna Næturlýsing. I SAIMYO Geysimikið úrval af jensen og Tnman hátölurum í allar gerðirbíla. Gunnar Ásgeirsson hf. Si; 'uilm l-.í • liít 1C Simi91 35200 Verð aðeins kr. 9.995.- stgr. tofgjuiiHfiMfr Metsölublaó á hverjum degi! Pennavinir Þrettán ára sænsk stúlka, ljós- hærð, sem býr í litlu þorpi fyrir utan borgina Arsunda, óskar eftir pennavinum. Hefur margvísleg áhugamál. Vill skrifa á ensku. Heitir Magdalena en kallar sig Mysan. Á þrjú systkini: Mysan Rönnberg, PL 545, Lingbo, S-810 22 Ársunda, SWEDEN. Átján ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist, lestri, matseld, ferðalögum: Akiko Tsuboi, 831-37 Joto, Kurashiki-shi, Okayama, 701-01 Japan. Frá Englandi skrifar 58 ára kona, sem gjarnan vill skrifast á við ís- lenzkar konur á svipuðum aldri: Mrs. N.E. Brealey, The Moorings, 3 Gresley Wood Road, ('hurch Gresley, Burton on Trent, Staffs DEl 1 9QL, England.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.