Morgunblaðið - 25.08.1985, Side 8

Morgunblaðið - 25.08.1985, Side 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 SÍÐASTI HÁLFTÍMINN V X •t H m m Minningarathöfn japanskra glfmumanna í flakinu. Eiginkona og tvaer dætur leiðtoga þeirra fórust hugavert við viðgerð er afturhluti vélarinnar rakst í flugbraut í iendingu 1978. Þá var skipt um neðri hluta þrýstingsskilrúms. Ýmsir telja að þrýstingsfallið hafi stafað af því að stélkambur- inn losnaði, en ekki að stélkamb- urinn hafi losnað vegna þrýst- ingsfallsins. Sumir segja að hægt þrýstings- fall og leki í gegnum þrýstings- skilrúmið hafi losað hluta stélsins á einhvern hátt. Þegar flugvélin hækkaði flugið hafi hraði loftsins, sem lék um hina Iausu hluta stéls- ins, togað stélið í burtu yfir Sag- ami-flóa. Aðrir segja að snöggt þrýst- ingsfall og sprenging hafi orðið, en ekki fyrr en loftið úr farþega- klefanum lak greiðlega í gegnum þrýstingsskilrúmið. Samkvæmt því hafi Takahama þá neyðzt til að lækka flugið í örugga hæð, en flogið hættulega nærri fjallinu og því hafi vélin farizt. Sérfræðingar Boeing útiloka að bilun á þrýstingsskilrúm hafi valdið slysinu. Þeir telja að „utan- aðkomandi þrýstingur" hafi valdið skemmdum á stélkambinum og álita útilokað að loft hafi skyndi- lega farið að streyma út úr loft- þrýstu farþegarýminu. Þeir hafa ekki útskýrt hvað þeir eigi við með slíkum þrýstingi, en kenningin um að hurðin hafi rekizt í stélkamb- inn hefur verið útilokuð að heita má, þar sem hún fannst óskemmd. Þessir sérfræðingar segja að stélflöturinn hafi verið veikastur fyrir efst og sá hluti hans hafi sennilega losnað fyrst, ef hann hafi orðið fyrir höggi innan úr flugvélinni. En svo virðist að stélkamburinn hafi fyrst brotnað neðst. Efsti hlutinn hefur ekki fundizt. Fjórtán tíma töf Sennilega hefði verið hægt að bjarga miklu fleiri mannslífum, ef björgunaraðgerðir hefðu ekki taf- izt í 14 klukkutíma vegna klúðurs og innbyrðis deilna japanskra hjálparsveita að sögn Observers Flestir þeirra 520, sem fórust, létust samstundis og 464 lík fund- ust, þar af 288 þekkjanleg, auk þeirra fjögurra kvenna, sem kom- ust lífs af. Læknarnir, sem stunduðu kon- urnar, segja að sterkar líkur séu á því að fleiri hafi lifað af brotlend- inguna, en dáið af völdum tauga- Sérfræðingar rannsaka hluta þrvstingsskilrúmsins, sem brast. og gat ekki hreyft mig. Eg missti meðvitund." „Ég heyrði gífurlega spreng- ingu, farþegar fylltust skelfingu, margir féllu í yfirlið og vélin hristist og skókst," sagði Hiroko Yoshizaki, átta ára, sem einnig komst lífs af. 1 erfðaskrá og skilaboðum, sem einn farþeginn, Hirotsugu Kawag- uchi, hripaði í vasabók síðustu mínútur flugsins sagði hann frá „reyk, sem virtist koma frá sprengingu í farþegaklefanum. Við misstum hæð,“ skrifaði hann. „Hvað gerist næst?“ Stjórnlaus „Verið góð við hvert annað og dugleg,“ skrifaði hann þremur börnum sínum síðustu mínúturn- ar þegar flugvélin hrapaði. „Vertu sæl. Hugsaðu vel um börnin," skrifaði hann konu sinni. Kl. 6.46 hafði Takahama aftur samband við flugturninn og ljóst var að áhöfnin var ekki lengur að- eins áhyggjufull — mikill ótti hafði gripið hana. Nú hafði flugvélin lækkað flugið í áformaða hæð, en nær ógerning- ur var að stjórna henni. Halla- og hæðarstýri voru óvirk og Taka- hama gat aðeins stjórnað flugvél- inni með hreyflunum. Framundan, í tæplega 40 km fjarlægð, var bandaríska flugstöð- in í Yokota (milli slysstaðarins og Tókýó). Aðalflugbrautin hafði ver- ið hreinsuð svo að flugvél JAL gæti nauðient þar. Flugvélin gat lent í Yokota og um tima var hún nær Nagoya en Tókýó. En Takahama ákvað að snúa heldur aftur til Tókýó vegna þess að þar var löng flugbraut og öruggari aðstæður. Sérfræðingar telja að það hafi verið rétt ákvörð- un. Takahama hefur líklega minnk- að aflið til hreyflanna á stjórn- borða til að beygja til hægri, aust- ur til Tókýó. Það getur hafa verið skýringin á miklum sveig sem flugvélin tók nálægt Fuji-fjalli, sem er 100 km vestur af Tókýó. Nokkrum mínútum síðar hafði flugvélin farið heilan hring (sjá kort). Það getur hafa stafað af því að Takahama hafi mistekizt að stjórna þotunni með hreyflunum einum með því að láta mismun- andi mikið eldsneyti fara til hvers hreyfils um sig og að stélkambinn vantaði svo að ekki var hægt að halda vélinni stöðugri. Takahama virðist enn ekki hafa vitað að hlið- arstýrið og mestallur stélkambur- inn voru horfin. Sjónarvottar, sem sáu Boeing- flugvélina á síðustu mínútum hennar, segja að hún hafi flogið mjög lágt norður með hlíðum Mikuni-fjalls, sem er 1828 metra hátt. Þar sem Takahama gat ekki hækkað flugið með venjulegum ráðum varð hann að gefa öllum hreyflum fullt afl til að komast yfir fjöllin. Flugvélin straukst við nokkra fjallshryggi, klauf trjáboli á einum þeirra og skall síðan á suðurhlið fjallsins Osutaka, sem Flugritinn fluttur (japanska sam- göngumálaráðuneytið. er 1639 metra hátt og 110 km norðvestur af Tókýó. Sumir telja að Takahama hafi ekki gert sér grein fyrir því í hvaða hæð flugvélin var og að við- vörunarhljóð í flugstjórnarklefa til marks um nálægð við jörðu hafi heyrzt of seint til þess að hægt væri að komast hjá brot- lendingu. En líklega hefur sérþekking Takahamas ekki nægt til að bjarga stýrislausri, óstýranlegri vél með óvirku hæða-, halla- og hliðarstýri og óvirkum vökvabún- aði. „Ef Takahama hefði ekki ver- ið flugstjóri í ferðinni hefði flug- vélin steypzt í sjóinn eða til jarðar miklu fyrr,“ segir talsmaður JAL. Þrjár kenningar Þeirri spurningu hefur enn ekki verið svarað hvers vegna stélið brotnaði með þeim afleiðingum að 520 létu lífið. Þrjár helztu kenningarnar eru þessar að sögn The Times: — Tæring vegna þéttingar raka og leka frá salerni hafi valdið bil- un í þrýstingsskilrúminu með þeim afleiðingum að stélið losnaði. — Málmþreyta eftir þúsundir flugferða á stuttum leiðum hafi valdið sprungumyndun á þrýst- ingsskilrúminu, eða orðið til þess að festingar stélkambsins losnuðu. — Stélkamburinn hafi losnað, þar sem eitthvað hafi verið at-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.