Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 38
38 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 LR I EIUI rVrMyNDANNA V > The Right Stuff, væntanleg í Austurbæjarbíó, greinir frá árdögum geimvísindanna, þegar vestriö og austriö kepptust um aö komast út í geiminn. Myndin er byggö á bók Tom Wolfes, The Right Stuff. Geimfararnir eru kúrekar geim- aldar, en Philip Kaufman, sem var fenginn til aö skrifa handritiö eftir doöranti Wolfes og stjórna mynd- inni, lætur sér ekki nægja aö segja frá afrekum þessara manna, hann fer baksviös og segir frá einkalífi þeirra og þrotlausum æfingum. Myndin spannar 16 ár þótt hún sé byggö í kringum 9. april 1959, þegar Chuck Yeager (sem fyrstur manna rauf hljóðmúrinn), Alan Shepard, Virgil Grisson, John Glenn (síðar þingmaöur og for- setaframbjóöandi), Scott Carpent- er, Walter Schirra, Gordon Cooper og Donald Slayton skrifuöu nöfn sin í mannkynssögubækurnar og uröu fyrstu geimfarar hins vest- ræna heims. Fjöldi frægra leikara er i þessari mynd, þeirra á meöal eru Sam Shepard, Ed Harris, Scott Glenn, Dennis Quaid, Barbara Hershey og Kim Stanley. Sagan á bak viö þessa mynd er Sam Shephard ieikur Chuck Yeager, sem fyrstur varð til aö rjúfa hljóö- múrinn. fanga, bjargaðist hann úr ömurleg- ustu niðurlægingu innan múranna og er í dag háttvirtur listamaöur og forsvarsmaöur skoskra utan- garösmanna. Hann var frumkvöö- ull í gifturíku starfi, sem m.a. hefur aliö af sér The Getaway Exhange og starfrækir endurhæfingarmiö- stöövar vítt um Skotland fyrir afbrotamenn og eiturlyfjasjúklinga. Á næstu dögum veröur frum- sýnd í Tónabíó glæný kvikmynd, A Sense of Freedome, um þennan merkilega og athyglisveröa baráttumann. Hér er ekki um heimildarmynd aö ræöa, heldur er hún byggö á staðreyndum. Fram- an af er hún ekki falleg. Boyle var nefnilega harösvíruö glæpaspíra, óhugnanlegt hrottamenni, alinn upp í fátækrahverfi Glasgow borg- ar, einni illræmdustu gróörarstíu mannlegrar niöurlægingar í Evr- ópu. Boyle varö fljótlega afkastamik- ill glæpamaöur sem vakti sérstaka athygli fyrir hrottaskap og ónæmi fyrir ótta og sársauka. Leiö hans lá fljótlega inn fyrir múrana, þar sem hann hataöist viö verðina og dvaldist langtímum í einangrun. Árin liðu og Boyle átti æ skemmri frelsistímabil og innan veggjanna var hann oröinn mar- tröö fangelsisyfirvalda. En þá var hann sendur í Barlinne-fangelsiö sem er fyrir fanga sem enginn get- ur tjónkaö viö, þar er stjórnaö á annan hátt en í öörum fangelsum — fangar bera ábyrgö á stjórn stofnunarinnar og eigin lífi í sam- vinnu meö vöröunum. Þaö skipti sköpum þvi nú kynntist Boyle list- þjálfuninni og loks tilfinningunni fyrir aö vera frjáls maður. sv. Austurbæjarbíó: THE RIGHT STUFF DIANE Kúrekar geimaldar: Scott Glenn, Scott Paulin, Charles Frank, Fred Ward, Lance Henriksen, Dennis Quaid og Ed Harris. Tónabíó: Frelsisbarátta (A Sense of Freedom): Að finna un- að frelsisins löng, framleiöandinn talaöi viö fjöldann allan af leikstjórum, þeirra á meöal Michael Ritchie og John Avildsen, en þeir gátu ekki sætt sig viö fyrirfram gerð plön fram- leiöandans, og þaö gat handrits- höfundurinn William Goldman ekki heldur, en hann segir frá sárri reynslu sinni varðandi undirbúning myndarinnar í bók sinni Adventur- es in the Screentrade. Framleiöendurnir Chartoff og Winkler, sem eru frægir fyrir aö standa á bak viö myndir eins og Rocky og Raging Bull, voru meö ákveönar hugmyndir um myndina sem gera átti eftir The Right Stuff. Þegar þeir ræddu viö Goldman höföu þeir þegar sett fram bygg- ingu myndarinnar í stórum drátt- um: geimfararnir valdir, þjálfun þeirra, Shephard, Grisson, Glenn. Goldman byrjaöi á handriti, hann sagöist vilja hafa einhverja já- kvæða punkta um Ameríku í þess- ari mynd, en svo virtist sem Chart- off og Winkler mættu ekki heyra á þaö minnst, sögöu viö Goldman: takk fyrir samvinnuna, og fengu Philip Kaufman í staöinn. Og af- raksturinn at vinnu hans veröur hægt að sjá í Austurbæjarbíói inn- an nokkurra daga. KEATON Um helgina lauk í Norræna húsinu sýningu The Getaway Exchange, sem hefur aö markmiöi „að skapa mannsæmandi um- hverfi, þar sem hiö skapandi afl mannsins getur leyst úr læöingi og breytt li'fi hans til batnaöar", líkt og segir i bæklingi hópsins. Forsvarsmaöur þessa hóps Jimmy Boyle, er líkt og meölimir hans, fyrrverandi afbrotamaöur. Fyrir hjálp listþjálfunar, (art ther- apy), og núverandi konu sinnar, sem er geölæknir illmeöfærilegra David Hayman í hlutverki Jimmy Boyle, illræmds glæpamanns sem tók sönsum og er mikilsvirtur í dag sem listamaöur og frumkvöðull fyrir endurhæfingu utangarðsmanna. Úr myndinni A Sense of Free- dome, sem gerð er af hinu athyglisveröa fyrirtæki George Harrison og félaga, Handmade Films. Diane Keaton er ekki lengur sú leikkona af þeirri stæröar- gráöu sem hún var fyrir tæplega tiu árum. Þá var hún drottning bandarískra kvikmynda. lék í myndunum um Guöfööurinn og í myndum Woodys Allen, Ánnie Hall og Manhattan, hlaut Oskarsverð- laun fyrir þá fyrrnefndu, en eftir aö hún lék í Reds áriö 1981 tók hún sér þriggja ára frí, en núna er hún byrjuö aftur og lék í tveimur mynd- um á síðasta ári, en hvorug þeirra hefur rataö hingaö tii lands. John Le Carré haföi vonast til aö hálfsystir sín fengi aöalhlut- verkiö í mynd eftir bókinni The Little Drummer Girl, en meira aö segja stórir rithöfundar verða aö beygja sig undir ákvaröanir kvik- myndaveranna. Leikstjórinn George Roy Hill vildi fá Diane Keaton og Warners samþykktu aö greiða henni 1,5 milljónir dollara. Bókin er löng og flókin og myndin varö löng og flókin, sumir segja of löng og flókin, og ef til vill er þaö ástæöan fyrir aö myndin gekk ekki í áhorfendur, en eiga islendingar aö líöa fyrir smekk Engil-Saxa? Hin myndin sem Diane lék í heit- ir Mrs. Soffel og varö gerö af ástr- alska kvenleikstjóranum Gilliam Armstrong. Myndin sú arna hlaut jafnvel enn daprari viötökur en hin fyrri. Myndin segir sanna sögu um unga eiginkonu fangavaröar sem veröur ástfangin af dæmdum morðingja (Mel Gibson) og hjálpar honum að flýja. HJÓ. Diane Keaton Keaton í myndinni The Little Drummer Girl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.