Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 B 15 rekja ferðaáætlun heimsreisunnar í grófum dráttum og margt ertn ósagt. Heimsreisuklúbbur Utsýn- ar var formlega stofnaður árið 1982, og er félagatala hans nú um 400. Takmarkið hefur frá upphafi verið að gera þessar sérstæðu ferðir á fjarlægar slóðir sem best úr garði og með sem minnstum tilkostnaði fyrir þátttakendur. Svo er einnig með heimsreisuna til Ástralíu í nóvember. Að meðtöld- um öllum fargjöldum, fararstjórn og gistingu á bestu hótelum á hverjum stað kostar ferðin aðeins svipað og tvær góðar ferðir til Evrópulanda, eða um 90 þúsund krónur. Til samanburðar má geta þess, að farseðill í áætlunarflugi á þessari flugleið kostar um 210 þúsund krónur. í alþjóðlegum ferðahandbókum fær Astralía mjög lofsamlega dóma sem vaxandi ferðamanna- land. Þar segir meðal annars að ferð til Ástralíu sé ekki ferð á einn áfangastað heldur til margra í senn. Landið sé enda heil heims- álfa með öllum þeim fjölbreyti- leika sem því fylgir, hvort heldur um er að ræða margbrotið mann- líf, landslag, gróðurfar, dýralíf og jafnvel loftslagið er breytilegt eft- ir stöðum. í Astralíuferð tvinnist saman hinir ólíkustu þættir, menningarlíf, náttúruskoðun, skemmtun og hvíld. Að viðbættri dvölinni í Bangkok og Balí er því viðbúið að heimsreisan í ár verði ekki aðeins einstakt tækifæri til að ferðast og skoða sig um á fjar- lægum og framandi slóðum, held- ur einnig stórkostlegt ævintýri, sem ef til vill á aldrei eftir að endurtaka sig. Sv.G. Heimsreisuforum gefst kostur á dvöl á Gullströndinni, einhverri glæsilegustu baðströnd heims. MMgHRI Grsenroetis- og ávaxtakynDíDi- gtænmefe nibursuðu sliKra &^uPPSk'Wr' -^rttónuvröSigtón: Fyrsti maraþon- hlauparinn flutti góðar fréttir og það gerum við líka: Þeir sem koma á undan Lesley Watson í mark í Reykjavíkur maraþoni fá glas af Gericomplex að gjöf Flestir þekkja söguna um fyrsta maraþonhlaupið. Vegalengdin sem hlaupin er enn í dag er sú sama og sendiboðinn hljóp frá vígvellinum á Maraþon til Aþenu. Engin kona hefur náð eins góðum árangri í langhlaupi og Lesley Watson. Hún hefur gert Gericomplex að órjúfanlegum þætti í þjálfun sinni. Við í Heilsuhúsinu fylgjumst spennt með árangri hennar í Reykja- víkur maraþoninu, og tökum á móti þeim fyrstu í mark með lítilli gjöf: glasi af Gericomplex. eilsuhúsið Skólavörðustig 1 Sími: 22966 101 Reykjavík. Reykjavíkur maraþon sunnudaginn 25. ágúst 1984

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.