Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.08.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1985 B 11 ÖRLITIÐ ERLENT Hljómsveitin smáfríöa, The Pogues, sendi frá sér síö- asta mánudag lítiö lag á lítiili plötu. Þaö heitir Dirty Old Town. Skemmtilegheitin í kringum það er aö þaö er samið af pabba söngkonunnar og lagasmiðsins Kirsty McCall. Karlinn heitir Ewan og lagiö er orðið hundgamalt. Þaö er Elvis Costeilo sem stjórnar upptöku ... Hljómplata frá Madness, réttara sagt stór plata, kemur út um mánaðamótin september/október og hyggjast þeir fylgja henni eftir meö hinu greindarlegasta hljómleika- feröalagi... Popparar halda nú hvern konsertinn á fætur öörum til styrktar hinum ýmsu málefnum. Skemmst er aö minnast Live Aid og tónleikar gegn heróíni hafa veriö nokkrir í Bretlandi, misstórir. Nú er veriö að leggja drögin aö risa- tónleikum í lok ársins á Wembley Arena í London. Aöal- maðurinn á bak viö þaö er Philip nokkur Sallon, góövinur Boy George. Líklegt þykir að Culture Club veröi með ásamt Queen, Elton John og Eurythmics. Og hvert er málefniö? Jú, AIDS eða ónæmistæring ... Baltimora er nafn á flytjendum sem margir kannast viö hér á landi. Lag flokksins, Tarzan Boy, ómar um gjörvallt ísland 12. hverju mínútu, annan hvern dag. Jæja. Lagið hefur slegið gjörsamlega í gegn í henni Evrópu og flestir halda aö hér sé á feröinni eitthvert ítalíuband. O sei sei nei. Ekki er þaö nú rétt, því maðurinn sem kallar sig og sína Baltimora heitir Jimmy McShane og er írskari en allt írskt... Vinnu- þjarkurinn Phil Collins r Phil Collins er vinnuþjarkur. Hann leikur á tromm- ur á annarri hverri hljómplötu sem kemur út og stjórnar upptökum á afgangnum. Nei, nú ýkir popp- arinn, en þaö er sama. Maóurinn er alls staóar. Gjör- samlega. Síðustu fréttir herma aö hann hafi hætt við að stjórna upptökum á væntanlegrí plötu frá Bar- böru Streisand. Héldu þá vinir hans að kappinn væri farinn aö læra aö slaka aðeins á. En þaö var nú öðru nær. Karlinn hefur lofaö að stjórna upptökum hjá Lizu Minelli í staðinn sem ætlar aö gera ekta rokk- plötu, sína fyrstu rokkplötu. Og hana nú! Man einhver eftir KING? KING heitir fullu nafni Paul Francis Luke. KING fæddist á Irlandi. KING á afmæli 20. nóvember og veröur þá 20 ára. Getraun dagsins: Hvenær er kappinn fæddur? KING langaöi einu sinni voðalega mikiö að komast i liöið hjá Coventry City. KING komst náttúrlega ekkert i liðiö. „Ég vildi ég væri eins góður og George Best," sagöi hann vinnufélaga sínum. KING dáöi Marc Bolan á unga aldri og fyrsta platan sem hann eignaöist var meö T.Rex. Þaö var Hot Love. KING á 20 pör af uppreimuöum kulda- skóm. Já, ættingjar hans voru ekki frumlegri en þetta i fermingargjöfunum. En þaó er nú í lagi. KING á sér fatahönnuö. Sá heitir David Chamgers og hannar líka föt McCartn- eys og söngvarans í Roxy, Bryan Ferry þiö vitiö. KING var eitt sinn í hljómsveitinni Rel- uctant Steretypes. KING kallaöi sig þá Winston Smith, eftir söguhetjunni úr bók George Orwells, 1984. KING var boöiö aö vera meö í sveitinni útlitsins vegna. Strákarnir í hljómsveit- inni höfðu ekki einu sinni heyrt hann raula. KING fer í bíó viö og viö eins og viö. Uppáhaldsmyndin hans þessa dagana er eftir Coppola: „One from the Heart". KING langar til aö veröa Tommy Steele 9. áratugarins. KræstH KING var starfsmaöur hjá Rolls Royce- bílaverksmiöjunum í tvö ár. Karl faðir hans hélt þaö nú lengur út. Aðeins í 27 ár. The Troggs alveg á fullu. Trommarinn faldi sig inni í bassatrommunni er hann sá Ijósmyndarann. Mornunbiaðið/Bjami Swinging Blue Jeans á Broadway í september Innflutningur breskra gullaldarsveita til islands hefur vakiö mikla og veröskuld- aöa ánægju Frónverja sem hafa haft tækifæri til aö berja augum og hlusta á gömul goö eins og Searchers, Tremeloes, Dickie Mickie og þá alla eöa hvaö þeir heita. Troggs og ýmsa í þeim dúr og moll. Broadway menn segjast ánægöir meö viötökur og aösókn, sérstaklega ef tillit er tekiö til þess aö tónleikar sveitanna voru um sumar sem ekki hefur ver- iö talinn besti timi ársins upp á aösókn í véitingahús aö gera. Og nú er nýtt komið upp úr kafinu. Haldiði ekki aö Swinging Blue jeans séu væntanlegir í septem- ber. Upp á tiu! Hippy Hippy Shake verður þá væntanlega kyrjaö eina feröina enn. Og meiri fréttir: Searchers koma aftur í nóvember. Og aö lokum: Broadway menn vinna nú aö þvi öllum árum aö fá Fats Domino eða/og Jerry Lee Lewis til aö koma til landsins í haust. Þaö gæti oröiö feikifjör. Paul Francis Luke KING á þessi forláta sólgleraugu alveg einn. Popparann minnir meira aö segja aö hann hafi keypt þau á bazar. Sú besta Prefab Sprout — Faron Young Tvímælalaust eitt albesta lag ársins. Frábær lagasmíö. Paddy er auk þess meö skárri söngvurum nútímans. Aö síöustu: I þessu lagi heyrast nær allar tónlistarstefnur sem til eru svo sem kántrý, diskó, a la break og gamalt rokk. Samt fellur allt sem flis í rass. Aörar ágætar Midnight Oil — Best of Both Worlds Nokkuö sniðuglega útsett. Rifnir gítararnir koma vel út og laglínan í SMASKIFUR VIKUNNAR góöu lagi, þó hljómasamsetning forleiksins minni óþyrmilega á Working for the Weekend — þiö muniö ... Animal Nightlife — Love Is Just the Great Pretender Þaö er sjaidan sem Popparinn hrífst af fönkuöu poppi en loksins geröist þaö. I þessu tilfelli af Ani- mal Nightlife. Skemmtilegt lag og flutningurinn hreint út sagt ágæt- ur. Tina Turner — We Don’t Need Another Hero Rödd dömunnar er sérdeilis stórbrotin og nýtur sín vel í laga- smíö Terry Brittens. Lag sem er Presley söngvari Troggs sýndi greindarlega og vel tennta takta á Broadway um daginn og kveikti bál í hjörtum kvenn- anna. Eþíópíulagió íslenska: Stuðmenn ekki með? „Ég hef haft samband viö megnið af framvörðum íslenska poppsins og langflestir ætla að vera með. Vissulega eru þó nokkrir sem hafa aöra skoðanir á málunum, finnst við íslendingar vera að herma eftir öðrum og verða ef til vill ekki með,“ sagði Björgvin Halldórsson i samtali við Popparann í vikunni. Hann er einn aðalmaðurinn á bak viö væntanlegt framlag íslenskra poppara til Eþíópíusöfnunarinn- ar, sem veröur lag eftir þá Axel Einarsson og Jó- hann G. Jóhannsson. Hljómplatan mun eiga aö koma út í október. „Ég held því fram að þetta sé einstakt tækifæri til að sýna mátt íslenskra poppara þegar þeir loks- ins taka sig saman um að gera eitthvað og þetta yrði mikil lyftistöng fyrir íslenska dægurtónlist. Ég er ekki í vafa um það,“ sagöi Björgvin ennfremur. Stuðmenn ætla sér ekki aö vera með í þessu? „Þaö er ekkert komið á hreint en eins og ég sagði áðan þá eru sumir á því aö þetta sé bara hallærisleg eftiröpun. Máliö er bara það að þetta er gert hvarvetna í heiminum." einkennandi fyrir þaö sem Tina er aö gera þessa dagana. Huggulegt popp. Afgangurinn Nena — Feuer und Flamme Hmmm? Popparinn ætlaöi aö segja eitthvaö en aö vandlega at- huguðu máli hætti hann viö. Hmmm? Madonna — Into the Groove Á þaö sameiginlegt meö söng- konunni Nenu aö geta ekkert sungiö. Madonna má nú heröa sig í lagasmíðunum fyrir Popparans smekk því Into the Groove nær varla aö teljast mikil lagasmíö. Bú- iö aö semja 90.000 sinnum (bara í Bóliviu).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.