Morgunblaðið - 06.10.1985, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.10.1985, Qupperneq 1
104 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 225. tbl. 72. árg.__________________________________SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1985________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/ólafur K. Magnússon A barmi Almannagjár Könnun bandarísks fjármálarits í 100 stórbönkum: Lánstraust íslendinga á alþjóðavettvangi minnkar Portúgölsku kosningarnar: Ekki búist við miklum breytingum á þingfylgi Lissabon, 5. október. AP. PORTTJGALIR ganga að kjör- borðinu á morgun í fimmta sinn á einum áratug. Fátt þykir benda til þess að miklar breytingar verði á þingfylgi stjórnmála- flokkanna, en óvíst er um gengi Lýðræðislega endurnýjunar- flokksins, sem stofnaður var í sumar. Alls eru það 11 flokkar, sem etja kappi um hylli 7,8 milljóna portúgalskra kjósenda, og tæp- lega 3000 frambjóðendur berjast um þingsætin, sem eru 250 tals- ins. Aðalkeppinautarnir í kosn- ingunum á morgun eru fyrrver- andi samstarfsflokkar í sam- steypustjórn Mario Soares for- sætisráðherra, Sósíalistaflokk- urinn og Sósíaldemókrataflokk- urinn. Skoðanakannanir eru bannaðar fyrir kosningar í Port- úgal, en stóru flokkarnir tveir þykjast báðir hafa haft betur í innbyrðis baráttu sinni. Mestur vafi ríkir um gengi nýja flokksins, Lýðræðislega endurnýjunarflokksins, sem stofnaður var í sumar í því skyni að tryggja pólitíska framtíð Antonio Ramalho Eanesar, frá- farandi forseta. Nái flokkurinn góðum árangri á morgun, getur það orðið til þess að skapa honum lykilaðstöðu við stjórn- armyndun að loknum kosning- unum. Búist er við, að Kommúnista- flokknum og Miðdemókrata- flokknum takist að halda sínu að mestu, en flokkarnir fengu 18% og 12,5% atkvæðafylgi í kosningunum 1983. New York, 5.október. AP LÁNSTRAUST íslendinga á alþjóða- vettvangi hefur minnkað, samkvæmt könnun, sem bandaríska fjármálari- tið Investor gerði hjá 100 alþjóðleg- um bönkum. Hefur lánstraustið minnkað hvort sem miðað er við 6 eða 12 mánaða tímabil. Á sama tíma hefur lánstraust ríkja Vestur-Evrópu sem heildar aukizt. Að sögn Investor virðast mestu erfiðleikar alþjóðlegrar fjármála- kreppu að baki, en samt sé fátt, sem bendi til verulegs bata á næstunni. Ritið gerir könnun á lánstrausti rikja á sex mánaða fresti. Þar kemur fram að í Vest- ur-Evrópu hefur lánstraust Breta og íslendinga hrapað langmest, eða um 0,7 stig. Segir ritið að miklar erlendar skuldir þjaki ís- lendinga og há verðbólga. Einnig hafi sjávarafli verið slakur. Segir um Breta að frammistaða þeirra í efnahagsmálum valdi vonbrigð- um og minnki eftirsókn i að lána þeim. Á lista Investor, þar sem rikjum er raðað í röð eftir lánstrausti er ísland i 37. sæti. Hefur ísland hrapað úr 34. sæti frá í marz. Bankar voru beðnir að gefa ríkjum einkunn á bilinu 0-100 og er út- koma ísiands 51,5 stig. Bandarikin eru efst með 96,1 stig, Japan i öðru sæti með 95,1 stig, Noregur í 8. með 86,1, Svíþjóð í 12. með 78,4, Finnland í 14. með 77,3 og Dan- mörk í 17. sæti meö 72,1 stig. Héldu Norðurlöndin sömu sætum og í marz, nema Sviþjóð, sem hækkaði um eitt sæti, úr 13. í 12. Stigagjöf bankanna ræður miklu um þau lánskjör, sem viðkomandi ríki bjóðast. Þegar á heildina er litið hefur lánstraust ríkja aukizt um 0,1 stig frá í marz og er meðaltalið 40,3 stig. Ræður hér miklu stóraukið lánstraust austantjaldsrikja, en af ðllum FÍkjúm helms jókst láns- traust A-Þýzkalands (5,2 stig), Tékkóslóvakíu (3,6 stig), Rúmeníu (3,5 stig), Búlgariu (3,5 stig) og Ungverjalands (3,0 stig) mest, hvort sem miðað er við marz sl. eða september í fyrra. Mörg þeirra skulda fremur lítið. Austantjalds- ríkin, að Sovétríkjunum undan- skildum, njóta svipaðs lánstrausts og ísland, frá 48,5—52,8 stiga, en eru á hraðri leið upp töfluna. Útkoma rikja Rómönsku Amer- íku er verst, lánstraust þeirra féll i heild um eitt stig, i 21,3 stig. í fyrsta sinn njóta riki þessa heims- hluta i heild sinni minna lán- strausts en riki Afríku (22,0). Mest lækkaði lánstraust Kólumbíu (2,4 stig, þ.e. úr 41 í 38,6), Perú (2,8 stig), Trinidad (3,2 stig, úr 48,4 i 45,2) og Filippseyja (2,2 stig). Auk þess lækkaði lánstraust Suður- Afríku um 2,2 stig frá i marz. Minnst lánstrausts allra ríkja nýt- ur Nicaragua, hlaut ríkið 4,4 stig i einkunnagjöf bankanna og lækk- aði um 0,9 stig frá I marz. Eiginmaður til sölu — ódýrt WestmÍMter, Maryland, Bandaríkjunum, 5. október. AP. KONA sem auglýsti eiginmann sinn til sölu, í gamni að sjálfsögðu, segir, að hún hafi fengið um 60 upphringingar út af auglýsingunni, sumar þeirra f fullri alvöru. Hún hefur þegar auglýst afturköllun sölutilboðsins. „Það flökraði ekki að mér, að nokkur mundi taka þetta alvar- lega," sagði konan, sem heitir Louise Horner, fertug hjúk- runarkona, sem starfar á spítala f Baltimore. Auglýsingin birtist þrjá daga i röð i þessari viku i blaðinu Caroll County Times undir fyrir- sögninni „Eiginmaður til sölu - ódýrt". I texta auglýsingarinnar mátti lesa eftirfarandi lýsingu: „Mann- inum fylgir fullkominn veiði- og viðlegubúnaður, einar gallabux- ur, tvær skyrtur, skór, svartur labrador-veiðihundur og 23 kíló af kjöti. Agætisnáungi, en litið heima frá því i október og fram i desember og frá því í apríl og fram á haust (veiðitímabilin). öll tilboð tekin til athugunar." Stanslausar hringingar og fyrirspurnir urðu til þess, að frú Horner setti eftirfarandi auglýs- ingu i föstudagsblað Caroll Co- unty Times: „Afturkalla fyrra sölutilboð. AUir vilja hundinn, en enginn eiginmanninn*. Frú Horner kvað eiginmann sinn, Charles Horner, hafa kunn- að að meta spaugið. Oryggisráðið vítir Israela Sameinuðu þjóðunum, 5. október. AP. ÖRYGGISRÁÐIÐ fordæmdi í nótt árás ísraela á stöðvar skæruliða PLO { Túnis með 14 atkvæðum. Fulltrúi Bandarfkjanna sat hjá við atkvæða- greiðsluna. Tillagan, sem samþykkt var, var málamiðlun, sem samkomulag náðist um eftir snörp orðaskipti i ráðinu. í samþykktinni eru lsrael- ar ekki gerðir skaðabótaskyldir og þeim er þar ekki hótað refsingu ef atburðir af þessu tagi endurtaka sig. Árásin er þar sögð hrein ögr- Benjamin Netanyahu, sendi- herra lsraela hjá Sameinuðu þjóð- unum, varaði við samþykkt tillög- unnar i umræðum og sagöi niður- stöðu af þvi tagi sigur hryðju- verkamanna. Með samþykkt væri stigið stórt skref aftur á bak f baráttunni gegn hryðjuverkum. Bandarikjamenn ætluðu að beita neitunarvaldi ef upprunaleg tillaga hefði komið til atkvæða, en því var forðað með orðalagsbreyt- ingum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.