Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 3
Frumvarp sjávar-
útvegsrádherra:
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER1985
3
Smábáta-
eigendur
mótmæla
Morgunblaðinu befur borist álykt-
un frá fundi smábátaeigenda á Hell-
issandi og í Ólafsvík:
„Fundur haldinn á Hellissandi
3.10. ’85 mótmælir hér með frum-
varpi sjávarútvegsráðherra um
stjórn veiða á bátum undir 10
tonnum þar sem við teljum veður-
far takmarka sókn okkar nægilega
mikið. Einnig teljum við þetta
frumvarp alvarlega aðför að til-
verurétt okkar, sem hluta að fisk-
veiðiflota landsins og óskum eftir
svari frá ráðherra um það hvort
hann telji þessa útgerð eiga rétt á
sér eða ekki. Einnig lýsir fundur-
inn sig andvígan fyrirhuguðum
stoppum á þessu ári. Hinsvegar
erum við tilbúnir til að taka á
okkur skerðingu eins og allir aðrir
og gætum hugsað okkur 113 daga
stopp á næsta ári með eftirtöldum
skilyrðum:
1. Smábátafélög á Breiðafirði
ráði hvenær stoppin verða, en þó
þannig að þau verði ákveðin fyrir-
fram.
2. Miðað sé við að engin afla-
mörk séu.
3. Netaveiðar séu leyfðar frá 6.
mars til 1. júní þannig að hver
bátur megi veiða 100 tonn í net
og stundað svo línu og skak frjálst.
Tillögur þessar eru miðaðar við
landshlutaskiptingu."
Haustmót Taflfélags
Seltjarnarness:
Jón A. Hall-
dórsson meist-
ari í 2. sinn
HAUSTMÓT Taflfélags SeJtjarn-
arness var haldið í Valhúsaskóla fyrir
skömmu og urðu úrslit þau að Jón
A. Halldórsson varð sigurvegari á
mótinu og varði hann því titil sinn
frá því í fyrra. Hann hlaut nú sex
vinninga af sjö mögulegum.
í öðru sæti varð Gunnar Gunn-
arsson með fimm vinninga. í
þriðja sæti urðu Ögmundur Krist-
insson, einnig með fimm vinninga,
en lægri að stigum. í fjórða sæti
varð Gylfi Magnússon með fjóra
vinninga og í fimmta sæti Baldvin
Viggósson, sem einnig hlaut fjóra
vinninga, en lægri að stigum.
Hraðskákmeistari taflfélagsins
varð Hilmar Karlsson, sem hlaut
14 1/2 vinning af 18 mögulegum.
í öðru til þriðja sæti urðu þeir
Þorsteinn Þorsteinsson og ög-
mundur Kristinsson, hlutu báðir
14 vinninga.
Gaukur á Stöng:
Spaugsögukeppni
Spaugsögukeppni verður haldin
dagana 8. 15. og 22. október á veit-
ingahúsinu Gaukur á Stöng. Keppnin
hefst kl. 22.30 og stendur til 23.00.
Sex manns taka þátt í keppninni
hvert kvöld og er hún opin öllu
gamansömu fólki. Kjörnir verða
tveir sigurvegarar í hvert skipti,
sem taka þátt í úrslitakeppni um
titilinn „Grínari Gauksins" og
verður hún sunnudaginn 27. októb-
er á sama tíma.
Hver keppandi hefur 5 mínútur
til umráða. Dómnefnd skipa: Sig-
urður Sigurjónsson og Örn Árna-
son. Skráning keppenda er á
mánudögum frá kl. 18.00 á staðn-
um.
Utsýn leggur heiminn
að fótum þér
Þrautþjálfað starfsfólk Útsýnar hefur áratuga reynslu og þekkingu á ferðamál-
um, utanlands sem innan.
Ferðaskrifstofan Útsýn er aðili að IATA og selur farseðla með öllum flugfélög-
um heims til allra heimsálfa á lægsta fáanlegu fargjaldi hverju sinni.
Þú sparar þér þúsundir í viðskiptaferðum þínum með því að láta þjálfað starfs-
fólk okkar finna hagstæðustu fargjöldin.
Öm Steinsen Gyða Sveinsdóttir Rögnvaldur Ólafsson Haukur Hannesson, Steina Einarsdóttir Pétur Bjömsson, Dísa Dóra HaBgrimsd. Hrefna Hannesdóttir Kristín Aðalsteinsdóttir,
sölustj. fulltr. Móra deildarsti aðalgjaldkeri aðalbókari gjaldkeri sölufuBtr. aðalfararstj. innheimtustj. American Express deMarsh - sóiardeild
- farseðladeild - eriendir skóiar
Valdís Jónsdóttir Kristín Karlsdóttir Þóra H. Ólafsdóttir Frifta Garftarsdóttir Eriingur Karisson Hclga Lára Guft- Andri Már Ingólfsson Guðbjörg Haraldsd. Kristín M Westlund
símavarsla - afgreiðsia sölum. - farseðlar aðst. gjaldkeri — ráftstcfnur starfsm Fríklúbbsins mundsdóttir söhim. sólardeild sölum. - sólardeild söium. - farseðlar
Lundúnaferðir “ vörusýningar - farscftlar
%
Eyjólfur Sigurðsson Ása Baidvinsd.
sölum. - farseðlar sölum. farseðlad
Marta Helgadóttir
alm. farseðlasala
Sigriður Pórarinsd
sölum farseðlad
Asa Asgrimsdóttir
sölum. - sólardeild
Unnur M. Briem
telex
Ingótfur Guðbrandsson
forstjóri
Guðbjörg Saridholt
sölum. sólardeiid
Lisbeth Thompson
sölum. sólardeild
Ferðaskrifstofan Útsýn hefur söluumboð fyrir ferðaskrifstofur í nágrannalönd-
unum sem bjóða fjölbreyttar ferðir í sól, snjó, stórborgir og fjarlægar heimsálfur.
Útsýn er eina ferðaskrifstofa landsins sem hefur tekið nútímatækni að fullu í
þjónustu sína = = = =
A
veita viðskiptavinum okkar ferðaupplýsingar
um allan heim hratt og örugglega.
Feröaskrífstofan
UTSÝN
AUSTURSTRÆTI 17, SIMI 26611.