Morgunblaðið - 06.10.1985, Side 5

Morgunblaðið - 06.10.1985, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER1985 5 Siglfirðingar eru búnir að slátra öllu sínu fé — Fengu synjun á sláturleyfi ekki breytt — Landbúnaðarráðherra vildi láta slátra öllu á Sauðárkróki SAUÐFJÁREIGENDUR á Siglufirði eru búnir að slátra öllu sínu fé, 300-400 fjár, þrátt fyrir að þeir hafí ekki fengið undanþágu til slátrunar í sláturhúsi sínu í haust eins og undanfarin ár. Kalla þeir þetta slátrun á blóðvelli, þar sem hver slátri fyrir sig, og telja engan geta bannað sér það. Þeir bændur í Fljótum sem lagt hafa inn í sláturhús Sameignarfé- lags fjáreigenda undanfarin 15 ár leggja fé sitt inn í sláturhús KEA á Dalvík og var því slátrað þar í gær. „Það er ekkert hægt að finna að sláturhúsinu. Okkur er nú orðið ljóst að húsið átti að sker- ast en ekki rollurnar. Ég tel að þetta sé allt af pólitískum toga spunnið. Þetta mál kom víst upp á bændafundi á Hólum og sveið mönnum þar að bændur sem leggja inn hjá okkur fá, og hafa alltaf fengið, haustgrundvallar- verðið greitt strax en þeir sem leggja inn hjá Kaupfélagi Skag- firðinga á Sauðárkróki ekki og kom fram um það krafa að við yrðum stoppaðir af,“ sagði ólaf- ur Jóhannsson lögreglumaður á Siglufirði, sem sæti á í stjórn Sameignarfélags fjáreigenda. ólafur sagði að sótt hefði verið um leyfi um undanþágu til slátr- unar i húsinu þann 23. júní sl. Héraðsdýralæknirinn hefði skoðað húsið að fyrirmælum yfirdýralæknis þann 1. ágúst. Að skoðun lokinni hefði héraðs- dýralæknirninn lýst því yfir að engin athugasemd væri gerð við húsið sem undanþágusláturhús og væri ekkert því til fyrirstöðu að hann mælti með leyfi til slátr- Frá Siglufírði unar á hausti komanda. Þá hefði fólk verið ráðið til vinnu í slátur- tíð og raðað niður á sláturdaga og þann 1. september hefði verið farið að keyra frystivélar á full- um afköstum á báða frystiklefa og væri reyndar svo enn. Ákveðið hefðu verið að hefja slátrun mánudaginn 23. september og ætlaði Gísli Halldórsson héraðs- dýralæknir að vera viðstaddur, skoða kjötið og fylgjast með slátrun eins og venjulega. Það hefði síðan ekki verið fyrr en 12. september að félaginu barst synjunarbréf frá ráðuneytinu, þar sem yfirdýralæknir hefði ekki getað mælt með veitingu sláturleyfis. ólafur kvaðst hafa sett sig í samband við Jón Helgason land- búnaðarráðherra sem hefði tekið erindi sínu ljúfmannlega og hefði hann verið í stöðugu sambandi við hann síðan, án árangurs. Sagði hann að ráðherrann teldi sig ekki geta gengið gegn umsögn yfirdýralæknis; hefði sagt að hrrir því væru engin fordæmi. Olafur sagðist hafa farið á fund Páls A. Pálssonar yfirdýralæknis þegar hann var á ferð á Sauðár- króki fyrir nokkru, og náð tali af honum í sláturhúsi KS. Sagði hann að Páll hefði í fyrstu sagt að allt væri í ólagi hjá þeim, en síðar dregið í land og neitað því að hafa lagt til að Siglfirðingum yrði synjað um leyfi til slátrunar í húsi félagsins. Hann hefði ein- faldlega sagt að það væri ráð- herra að gefa út sláturleyfi. ólafur sagði það lýsa málinu nokkuð að landbúnaðarráðherra hefði verið búinn að hringja í ólaf Friðriksson kaupfélags- stjóra á Sauðárkróki og biðja hann að taka við öllu fé Siglfirð- inga til slátrunar. Hann sagði að það hefðu menn síst af öllu viljað vegna þess sem á undan var gengið, Siglfirðingar hefðu slátrað sínu fé sjálfir og Fljóta- bændurnir lagt sitt fé inn hjá KEA á Dalvík og einnig hefði eitthvað fé farið til Sláturfélags Skagfirðina á Sauðárkróki en ekkert til Kaupfélags Skagfirð- inga. ÚTSÝN KYNNIR NÝJASTA GLÆSISTAO EVRÓPU SUMAR SEM VETU Benal Beach á Costa del Sol Töfraheim fegurðar, fjölbreytni og þæginda 1051 íbúö og stúdíóíbúöir rétt viö ströndina á Benalmadena meö glæsilegum nýtízkubúnaöi og fullkominni þjónustuaöstööu, 5 sund- laugum (úti og inni), sauna, íþróttasal, setustofum, börum, veitinga- sölum, verzlunum í unaösfögrum garöi, þar sem sumar er allt áriö. Útsýn hefur tryggt sér einkaumboö á íslandi bæöi fyrir sölu íbúöa og leigu fyrir farþega sína næstu tvö ár. Þetta verður staöurinn sem allir keppast um aö komsat til í leyfum sínum í framtíðinni — drauma- staöur sem selst upp fyrr en varir. i Mthagasai Hótel S^ HötelSogoog .,ramtiöinni. Dæmi um verö: Studíó-íbúö til kaups fra kr 940.000 50% lan meö 16% vöxtum til 10 ara. (Haö samþykkti Seðlabanka Islands og gjaldeyrisyf- irvalda). Útsýn hefur tryggt sér leigu- rétt á takmörkuöum fjölda íbúöa frá apríl—okt. '86. Pantanir teknar aö berast. V ■ . í riaa sunnudag, w* nn\st þessuro Annagasal Hótel Sogo ánóte\Sögu °9^ miiöinni. eTo'^fX^ 'Vf-r Xavier Bote» nýia, giæsilega av Gestur sr. geí- „ ,ráC?,ara uPP®°sin9ar um - Ka«We.t.ng°'- "JjTLÁ- Ferðaskrifstofan ÚTSÝN Austurstræti 17, sími 26611 Ath.: Sérstök kjör fyrir þá sem panta núna í ferðir næsta árs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.