Morgunblaðið - 06.10.1985, Page 23

Morgunblaðið - 06.10.1985, Page 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER1985 Höfuðstóllinn þrotinn Ingibjörg og starfsstúlkur, talið frá vinstri: Hildur Hermannsdóttir, Ingibjörg, Kristín Hermannsdóttir og Sigurbjörg Ólafsdóttir. Nú krefst hið opinbera að gefin séu út leyfi fyrir alls kyns rekstri, væntanlega rekstri sem þínum einnig. Hvernig er því varið? Bráðabirgðaleyfi fengið fyrir fímm heimilismenn „Það er rétt og hingað hafa komið fulltrúar hins opinbera og kannað reksturinn, en flestir heimilismanna eru hingað komnir að tilhlutan opinberra aðila eða félagsmálastofnana. Ég hef þegar fengið bráðabirgðaleyfi fyrir fimm heimilismenn, en það sér hver maður að sá fjöldi er of lítill til rekstrar heimilis sem þessa, en fleiri en 12 held ég að sé ekki æski- legt að hafa til að geta rekið þetta á heimilisgrundvelli. Auk Ingibjargar starfa tvær stúlkur á heimilinu, dóttir hennar ' - t Blesastaðaheimilið nýtur engra opinberra styrkja, en hvernig er það rekið kostnaðarlega séð? „Ég hef ekki farið fram á neina opinbera styrki og ætla mér ekki að gera. Húsið er reist með sölu- andvirði jarðarinnar, en ég verð að viðurkenna að það er farið að fanga á þá fjármuni í reksturinn. !g er núna að byggja við húsið, svefnherbergi fyrir sjálfa mig og stærra þvottahús, og get með því móti fjölgað aðkomnu heimilis- fólki úr tíu í tólf, en ég held að ekki sé heppilegt að hafa stærra heimili. Það er því komið nokkurt strik í reikninginn hjá mér, því höfuðstóllinn er þrotinn. Ég sé því fram á að þurfa hærri fjárhæð með hverjum vistmanni til að reksturinn standi undir sér, en nú fæ ég aðeins lífeyrisgreiðslur og það sem hverjum ber og er það um kr. 15 þúsund á mánuði á mann. Það fylgja mjög miklir þvottar heimilishaldi aldraðra, sérstak- lega þegar veikindi bætast við, og fleiri kostnaðarliðir hafa bætzt við, sem ég hélt að ekki yrðu eins stórir og þeir í raun eru.“ (Þess má geta, að kostnaður á hvern sjúkl- ing á sjúkrahúsi í Reykjavík, það- an sem margir heimilismenn Ingi- bjargar koma, er um og yfir kr. 6.000 á dag, þ.e. um 180 þús. kr. á Ingibjörg og Fillippía við skrifborð Ingibjargar í stofunni. Úr setustofu, barnabarn Ingibjargar, Hermann Kristjánsson, sigur hjá sjónvarpinu. og systurdóttir, en hún sagðist ætla að fastráða eina stúlku núna fljótlega. „Það halda margir að þetta sé einhver óskapleg tekju- lind, en fram til þessa hef ég ekki getað reiknað mér laun. Þ6 þetta sé bindandi og peningalegur af- rakstur ekki mikill, þá er ég sannfærð um að ég hefði ekki get- að fundið mér betra starf í ellinni. Ég get verið áfram hér á jörðinni, í góðu nábýli við kaupendur jarð- arinnar og starfið gefur mér mikla ánægju. Mér finnst ég ætíð hafa nóg að gera og þakklátara starf er varla að finna,“ sagði Ingibjörg Jóhannsdóttir að lokum. „Að mér hlúir Ingibjörg, eins og bezta móðir“ Við röbbuðum við heimilisfólk áður en við þáðum kaffi og veit- ingar í eldhúsinu með Ingibjörgu, starfsstúlkum og nokkrum heimil- ismanna, sem ýmist sátu með okkur eða kíktu inn og fengu sér kaffibolla. Einna hressastur við- ræðu var aldursforsetinn, Ólafur Þorkelsson, sem þrátt fyrir sín 90 ár rifjaði upp æviferilinn allt frá barnæsku og miðlaði okkur óspart úr kveðskaparbanka sínum. Hann marglýsti ánægju sinni með dvöl- ina á Blesastöðum og til vitnis um það fór hann með kveðskap sinn til Ingibjargar húsmóður, sem við látum fylgja hér með að lokum í frásögn af heimsókn til Blesastaða að þessu sinni: „Ingibjörg er ektafrú, engir hana lasta. Hún er bæði traust og trú töfra vinsemd fasta. Hennar lund er hvergi körg, kærleiks Ijóma glóðir. Að mér hlúir Ingibjörg eins og besta móðir. Texti: FRÍÐA PROPPÉ Ljósm.: JÚLÍUS SIGURJÓNSSON betri þarna en í Reykjavík. Lækn- ir kæmi reglulega frá Laugarási og ef eitthvað amaði að kæmu þeir samstundis. „Ég er viss um að þjónustan er betri hér en í Reykjavík. Ég hef að minnsta kosti lent í að bíða lengur eftir lækni í bráðatilfelli í Reykjavík en hér,“ sagði hún. mánuði, innskot blaðamanns.) Ingibjörg sagðist alls ekki fara fram á neina styrki af hendi hins opinbera, einvörðungu að eðlilegur kostnaður við uppihald fengist greiddur þannig að hún þyrfti ekki að ganga áfram á eigin fjármuni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.