Morgunblaðið - 06.10.1985, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER1985
25
ViðUl: FRÍÐA PROPPÉ
Ljósmyndir: RAGNAR AXELSSON
Góðar konur gleymdu mér
getu minnar yegna.
Efég vœri ungur hér
væri öðru að gegna.
menn gerðu. Þetta var góður lífs-
ins skóli.
Ég var síðan svo vitlaus að fara
ekki aftur á sjóinn þó mér byðist
það. Ég fór upp á Kjalarnes og
vann sumarið heima í heyskap með
krökkunum, systkinum mínum, að
Ártúni, en pabbi var þá orðinn
veikur og ég komst í réttirnar um
haustið. Eftir þær fór ég til systur
minnar, sem farin var að búa að
Kaldárhöfða í Grímsnesi, og var
þar vinnumaður um veturinn. Þar
fékk ég meðal annars að taka þátt
í murtuveiðum, sem ég hafði aldrei
kynnst áður. Þarna var ég fram á
Góu en fór þá gangandi til Reykja-
víkur með pokann minn á bakinu.
Systir mín og maðurinn hennar
höfðu ekki efni á að hafa mig
lengur, börnin voru að hlaðast á
þau og þröngt var í búi.
Árið 1914 flutti móðir mín með
tvær dætur sínar til Reykjavíkur,
hin börnin voru uppkomin, en faðir
minn dó veturinn 1913-1914. Sautj-
án, átján og nítján ára var ég
vinnumaður að Esjubergi hjá
ekkjumanni með þrjú börn. Ég fór
gangandi frá Esjubergi í Hofs-
hverfið, en þaðan var farið með
báti til Reykjavíkur þar sem ég
vann við ýmislegt tilfallandi næstu
árin.
Gangandi suður
frostaveturinn mikla
Frostaveturinn mikla, árið 1918,
var ég vetrarmaður að Skraut-
hólum á Kjalarnesi hjá Oddrúnu,
sem varð ekkja þá um haustið og
bjó meö börn sín. Vetrarharkan
var mikil og svo kalt í baðstofunni
að andardrátturinn fraus á ábreið-
unni. Alltaf var ég feginn að
komast í fjósið þann veturinn. Ég
lá viku veikur í miklu kuldakasti
og þegar ég komst á fætur var
frostið svo mikið að báturinn
komst ekki inn í Hofshverfið. Þá
fór ég gangandi suður með þrjá
tóma mjólkurbrúsa. Þennan vetur
gekk mikil veiki og aðkoman í
Reykjavík var voðaleg. Á sumum
heimilum var enginn til að hugsa
um hina sjúku, því allir lágu veikir.
Árið 1919 fer ég, þá 24 ára, að
Kollafirði til Kolbeins Högnasonar
bónda þar og má segja að líf mitt
hefjist þá því þar fór ég nokkurn
veginn að skila dagsverki. Kol-
beinn var fyrirtaks húsbóndi að
því leyti að hann uppfræddi, þó svo
hann vildi láta fólk vinna og sýndi
hörku í því efni. Hjá honum lærði
ég að yrkja. Hann kenndi mér
höfuðstafi og rímið. Ég man fyrstu
vísuna sem ég gerði. Hann kenndi
mér um leið og við kváðumst á.
Það var að hausti og við unnum
við slátt. Kolbeinn kemur frá því
að fá sér síðdegisblund og sagði
við mig: „Ég held að ég hafi aldrei
sofið betur." Ég vissi að hann hafði
lagt sig á rúmstæði sem vinnukona
hafði sofið á um sumarið og kvað
því:
/ Viktoríu bóli blund
bestanhefégnotib.
Ó, aö þessi unaösstund
aldrei hefbi þrotib.
Kolbeinn fór að slá en kom eftir
litla stund og segir við mig, en ég
gekk oft með sólgleraugu þetta
sumar:
Meöfjögur augu ogfreknótt nef
fús til mannvirbinga.
Ólafur leirskáld yrkir stef
andans horgemlinga.
Ég fór til hans eftir nokkra
stund og svaraði:
Lagbi ég snemma litla trú
á Ijóbagáfu mína.
En aldreifann ég eins og nú
yfirburbi þína.
„Farðu nú bölvaður,“ sagði þá
Kolbeinn en hjá honum var ég í
níu góð ár. Ég fór frá honum til
Reykjavíkur árið 1929 og þar með
lauk minni vist í sveit. Kolbeinn
hafði um árabil lofað mér skika
af túninu en ýtti frágangi þess
máls alltaf á undan sér og ég gafst
því upp. Þegar ég fór átti ég 30
rollur. Ég seldi þær og keypti fjór-
ar beljur á 400 kr. hverja. Síðan
hóf ég búskap inni við Múla þar
sem nú er við Suðurlandsbraut og
leigði aðstöðu hjá honum Óskari.
Konan hans annaðist mjólkursöl-
una fyrir mig meðan ég stundaði
heyskap um sumarið, en einhvern
veginn samdist okkur ekki um
haustið og óskar vildi kaupa belj-
urnar. Ég sá að þessi mjólkur-
búskapur var „glatað fyrirtæki" í
Reykjavík, eins og það er orðað
núna.
Þá fór ég í Fiskstöðina í Reykja-
vík — Oturstöðina svokölluðu. Þar
var gert að afla upp úr tveimur
togurum: Otri og togara sem
Halldór Þorsteinsson í Háteigi
átti. Bjarni Pétursson var þá for-
stöðumaður Oturs. Við fiskverkun,
vöskun og fleira var ég þar í níu
ár.
Ljóta vinnan
— Bretavinnan
Þá kom stríðið og Bretar gengu
á land. Það þurfti að búa til flug-
velli og „korpúlárar" fóru í það,
mældu og skipuðu fyrir. Ég vann
í mýrinni í Reykjavík við að steypa
og grafa þar sem nú er flugvöllur-
inn í Reykjavík. Það var ljóta
vinnan. Man ég að verkstjórarnir
kepptust viö að ná sem mestum
afköstum því þeir voru á prósent-
um. Þarna eignaðist ég það fyrsta
sem ég eignaðist efnalegt í lífinu
og í lok Bretavinnunnar átti ég 12
þúsund krónur sem ég lagði á bók.
Það breyttist margt á þessum
árum. Bretarnir fóru og seldu
okkur stórvirk tæki sín, því Banda-
ríkjamenn komu í kjölfarið með
sín eigin tæki. Ég keypti síðan af
þeim fyrsta bústað minn, bragga
á Skólavörðuholti, hann var númer
6, þar sem ég bjó fyrstu árin eftir
að ég kvæntist og þar áttum við
hjónin þrjú af fjórum börnum
okkar. Síðan réðst ég í að byggja
Langagerði 112 og það hús á ég
enn. Þá átti ég eftir 8 þúsund krón-
ur af Bretapeningunum og ég man
að það nægði fyrir timbri í upp-
sláttinn á hæðinni. Menn sögðu
allir að ég væri kolruglaður að
fara út í þetta, en ég hafði láns-
traust og fékk lánað og lánað.
Síðast fékk ég lán hjá borginni og
í dag er ég skuldlaus maður að
öllu leyti, hef greitt hverja krónu
af mínum lánum."
Nánar aðspurður um fjölskyldu
sína sagði Ólafur: „Ég var orðinn
50 ára þegar ég kvæntist Magneu
Ágústu Oddgeirsdóttur frá
Stokkseyri en hún er 21 ári yngri
en ég. Hún varð 69 ára gömul ný-
lega. Við eignuðumst fjögur börn
en hún átti einn dreng fyrir, sem
alltaf hefur verið mér sem besti
sonur og ég iít á sem minn eigin
'son. Yngsti sonur okkar er aðeins
29 ára. Magnea hefur ekki gengið
heil til skógar og það eina sem ég
harma nú í elli minni er að við
hjónin getum ekki eytt saman
síðustu árunum, en ekki verður á
allt kosið. Mér líður mjög vel hér
að Blesastöðum og ég veit að vel
er hugsað um hana þar sem hún
er.“
— Hvað tók við eftir hernámsár-
in og eftir að þú hófst búskap á
Skólavörðuholtinu?
„Um það leyti fékk ég eina
embættið sem ég hef gegnt um
ævina, en það var embætti fanga-
varðar í tugthúsinu við Skóla-
vörðustíg. Mér líkaði starfið að
sumu leyti vel en illa að öðru. Mér
fannst ég aldrei geta lokað klefa.
Margir af þessum mönnum voru
þarna fyrir það að kaupa vín af
ríkinu. Svo voru þeir lokaðir inni
í fimm til níu daga fyrir að drekka
þetta vín, sem ríkið seldi þeim. Það
fannst mér ekki björgulegt."
Úrtugthúsií
Hœstarétt
„Úr fangelsinu fór ég í atvinnu
sem ég stundaði í eitt ár, en það
var .við að bera skjöl fyrir hæsta-
réttardómara í Hæstarétt. Ég sat
þess á milli og hlustaði á sókn og
vörn og bar í þá vatn þegar þá
þyrsti. Þetta var skemmtilegt
starf, það skemmtilegasta sem ég
hef stundað.
Úr Hæstarétti hélt ég á höfnina
og var þar svolitla stund en síðan
lá leið í Harðfisksöluna. Ég vann
við að berja harðfisk fyrir Reyk-
víkinga með hamri stórum sem
heyrðist voðalega hátt í. Einu sinni
þegar ég var að berja harðfisk að
morgni frétti ég að forsetinn,
Sveinn Björnsson, væri dáinn. Þá
varð mér að orði:
Ennþá heggur heljans skarb
ung var þjóöarbráin.
Fetlur hregg umfrónskan garö
forsetinnerdáinn.
Síðustu tuttugu starfsárin vann
ég hjá Reykjavíkurborg, eða allt
fram til áttræðs, mestmegnis við
alls kyns verkamannavinnu.
Stærstan hluta tímans var ég við
að grafa holræsi og niðurföll og á
vetrum fór mikill tími í að losa
stíflur úr þessum sömu ræsum og
niðurföllum. Síðasta árið mitt í
starfi, áður en ég varð 80 ára, vann
ég á núllinu við Bankastræti við
salernisvörslu. Þar varð ég ríkast-
ur á ævinni, hafði meira upp úr
mér en í Bretavinnunni. Við seld-
um þar verjur, sem okkur var gefin
álagningin á í eigin vasa og það
voru mikil uppgrip," segir Ólafur
og hlær dátt við tilhugsunina.
„Góðarkonur
gleymdu mér“
Fyrir utan kölkun í mjöðm, sem
þjáð hefur ólaf síðastliðin 40 ár,
er hann nokkuð heilsugóður. Sjón-
in er góð en hann segist eiga
nokkuð erfitt með mál vegna
slappleika í andlitsvöðvum. Hverju
þakkar hann góða heilsu? „Léttri
lund, ég var leikmaður í öllu, ég
elska tafl og spil og svo íþróttir
þó aidrei hafi ég keppnismaður
verið. Geiri í Gufunesi kenndi mér
glímu. Hann var snillingur en það
varð ég aldrei. Ég var þó góður
hlaupari, þakka það góðri æfingu
í fjöllunum í Kollafirði. Ég reykti
hér áður og tók í nefið en hætti
því þegar mér fannst mér verða
illt í höfði af því. Aldrei tók ég upp
í mig, líklega af því að ég gubbaði
í fyrsta sinn sem ég reyndi það.
Oft hef ég drukkið brennivín og
konan mín vildi frekar að ég tæki
glas þegar við fórum út, þó aldrei
smakkaði hún vín sjálf. Henni
fannst ég þá léttari á fæti, en þá
var málæðið á mér líka miskunn-
arlaust. Nú er ég hættur þessu
öllu, kvennamennsku líka og því
sem að glaumi snýr,“ segir hann
kankvís og fær sér mjólkursopa á
meðan viðmælandi hans hellir sér
meira í bollann af góða kaffinu
hennar Ingibjargar á Blesastöð-
um. Hún notaði tækifærið og skaut
inn í, að eitt sinn er þær hefðu
verið seinar fyrir að sinna ólafi í
morgunverkunum hefðu þær sagt
honum í gamni að hann hefði
hreint og beint gleymst. Hann
svaraði þeim þá þessu til:
GóÖar konurgleymdu mér
getuminnar vegna.
Efég væri ungur hér
væri óbru máli ab gegna.
— Ertu trúaður maður, Ólafur?
„Ég hef ekki sótt mikið kirkjur
um ævina en ég hefi mína trú. Ég
trúi á tilveru eftir dauðann og ég
les mínar bænir á hverju kvöldi
áður en ég fer að sofa. Ég lærði
vel kverið mitt fyrir ferminguna
og margt af því man ég ennþá."
Er og verð ekkert
nema verkamaður
Ólafur ver ævikvöldinu að stór-
um hluta við lestur góðra bóka.
Uppáhaldsbækurnar segir hann
ljóðabækur. Hann treystir sér ekki
til að gera upp á milli þjóðskáld-
anna og aðspurður um hvar hann
setji t.d. Einar Benediktsson í röð
þeirra segir hann: „Ég er ekki nógu
mikiil maður til að skilja hann til
hlítar. Einar er svo stór í kveðskap
sínum en ég orti einu sinni um
hann:
Hert var í eldsm ibju stublanna stál,
á stebjanum hljómbrigbin sungu.
Fljúgandi gáfur ogferskasta mál,
sem flutt var á íslenska tungu.
„Verkamaður — númer eitt
verkamaður, — er og verð ekkert
annað," segir Ólafur sjálfur um
lífsstarf sitt. Hvort hann hefði