Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 36
.36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER1986 er enn á ferðinni. Svo eru margir útlendingar, bæði fyrr og síðar, sem hafa haft áhuga á íslandi, blámamim og öllu þar undir. Þórð- ur Björnsson á geysilega gott safn af erlendum prentunum íslensks efnis, þúsundir eintaka. Mikið af því er hvergi nokkurs staðar til á íslandi. Heiðursmaðurinn Mark Watson gaf sitt safn til Lands- bókasafnsins, geysilega mikið að vöxtum og margt sem þeir áttu ekki til. En það er mikil eljuvinna að ná slíkum söfnum saman, tekur mikinn tíma. Svo eru til menn sem safna í fjárfestingarskyni og það er hægt en það er vandasamt. Ég gef út lista sem ég dreifi í 900 eintökum og af þeim eru 300—500 sem kaupa reglulega. Flestallir á einhverju lengra tíma- bili. Talsvert sel ég út á land, en það er áberandi hvað konur kaupa mikið, konur sem búa einar. Einu sinni seldi ég öllum prestum á landinu, um 100 prestum, bóka- lista og um 50 konum sem hafa búið einar í búskap. Frá prestun- um komu 4 pantanir en frá konun- um komu 20 pantanir. Bókin heldur velli í mynd- bandabylgjunni Það er augljós verulegur áhugi á bókinni á Islandi. Það er alltaf hæg aukning í fornbókasölunni. Þetta datt svolítið niður fyrst eftir að myndbandabylgjan skall yfir, en það hefur jafnað sig. Þó er greinilegt að það er mun meira lesið í skammdeginu en á sumrin. Bæði söfn erlendis og einstakl- ingar hafa mikinn áhuga á ís- lensku efni og það er t.d. furðu- legt, hve margir ástralskir ein- staklingar kaupa íslenskar bækur, bæði á erlendum málum og ís- lensku. Það eru einir 8 Ástralir sem kaupa reglulega af okkur. Það er einnig víða í erlendum háskól- um, sem einhver kann fornís- lensku og það er alltaf einhver hreyfing þess vegna á bókum til útlanda. Það er enginn vafi á því að stofnun eins og Árnastofnun gæti selt meira en þeir gera, en þeir hugsa meira um að framleiða og gefa út. Það er þó að mínu mati ekki nóg að gefa þetta út til geymslu í kjallara, þótt það sé spor áleiðis. Heilu bókasöfnun- um hent á haugana Jú, oft koma menn með fágætar bækur sem þeir vita ekki hvers virði eru. Það er alltaf verið að henda bókum. Oft sést eitthvað verulega merkilegt og dýrmætt í fórum fólks, án þess að það hafi hugmynd um verðmætið. Hér kemur t.d. reglulega maður, sem vinnur á öskuhaugunum og oft kemur hann með fágætar bækur innan um ruslið, ef svo má segja, en heilu bókasöfnunum er oft hent á öskuhaugana með heilu inn- búunum. Hitt er svo að því fer fjarri að allar bækur séu dýrar og verðmætar og það gengur mikið úr, en hver einasta bók er einhvers virði. Ég hef aldrei rekist á bók sem hægt er að meta algerlega verðlausa. — á.i. Áttræður á morgun BJÖRN G. Björnsson, fyrrverandi forstjóri Sænska frystihússins og Hilti hf, verður áttræður á morg- un, mánudaginn 7. október. Hann ' tekur á móti gestum á afmælis- í daginn milli klukkan 16 og 19 í f 'Oddfellowhúsinu. Björn G. Björnsson Ragnar Sigbjörnsson, en ekki Sigurjónsson f FRÉTT í Morgunblaðinu í gær, laugardag, um ferð fjögurra ís- lenskra vísindamanna til Mexíkó, misritaðist föðurnafn eins manns- ins. Ragnar Sigbjörnsson, fram- kvæmdastjori Verkfræðistofnunn- ar Háskólans, var sagður Sigur- jónsson. Morgunblaðið biðst afsök- unar á þessum mistökum. Nafn féll niður Þau mistök áttu sér stað við birtingu minningargreinar um Árna 0. Daníelsson á Akranesi hér í blaðinu, að niður féll nafn greinarhöfundar, Herdísar Olafsdóttur. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. H. .. •i \W »; ■ • f : > |k , gjjmr > ;• • ■ fj Heffur þú bragðað m&m jökul ffró Duiry Queen? (Ef ekki, þá áttu mikið eftir.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.