Morgunblaðið - 06.10.1985, Side 62

Morgunblaðið - 06.10.1985, Side 62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER1985 62 Iþróttahátíö Grunnskóla Reykjavíkur í Laugardal IÞROTTIR UNGLINGA „Skemmtl- legra en í skólanum“ TALSVERÐ umferð var við limbóiö þegar við litum þar viö á föstudaginn fyrir rúmri viku. Hann Elías Samúelsson úr Hóla- brekkuskóla var að smeygja sér undir ránna þegar okkur bar að og gekk það bara vel hjá honum. „Ég er bara að leika mér hérna, ég keppi ekki í íþróttum en held með Liverpool og Fram í fótbolt- anum. Það er ágætt aö vera hérna, að minnsta kosti mun skemmtilegra en aö vera í skólan- um. Ég er búinn aö fara í þrjá leiki hérna og mér finnst þetta bara ágætt, en mér er svo illt í bakinu að ég reikna ekki meö aö mér gangi vel í limbóinu," sagöi Elías sem er 12 ára og alveg aö veröa 13. — segir Hlynur Bjarnason úr Breiðageröisskóla UM síöustu helgi var haldin íþróttahátíð grunnskólanna í Reykjavík eins og viö skýrðum frá hér á síöunni síðasta sunnudag. Blaðamaður ásamt Ijósmyndara, brá sér seinni hluta föstudags inn í Laugardal og ræddi þar viö nokkra grunnskólanemendur, þar sem þeir voru að leika sér í þeim fjölmörgu tækjum sem til staðar voru fyrir þau. Fyrstur á vegi okkar var Hlynur Bjarnason, 11 ára nemandi í Breiöagerðis- skóla en hann var aö leika sér í minigolfi þegar við ræddum viö hann. „Þaö er búiö aö vera ofsalega gaman hérna. Ég er búinn aö vera hérna í allan dag og reikna frekar meö aö koma hingaö aftur á morg- un. Ég er bara búinn aö komast í þrjú tæki þaö er svo mikiö af krökkum hérna og langar biöraöir til aö komast í tækin, en ég var líka aö keppa í boöhlaupi fyrr í dag. Þaö gekk ekki nógu vel hjá okkur, viö urðum í næst síöasta sæti", sagöi Hlynur. —Er skemmtilegra hér en í skól- anum? „Já, þaö er mun skemmtilegra hér en aö sitja inni í skólastofu", var svariö stutt og laggott. —Ætir þú íþróttir? „Ég æfi handbotta hjá Víkingum í Réttarholtsskóla og held meö þeim í handboltanum en ég held meö Breiöabliki í fótboltanum, ég á nefnilega heima í Kópavogi. Nei, ég hef aldrei komiö i mini- golf áöur. Mér finnst þetta ansi erf- itt, ég er svo óhittinn og kem kúl- • Hlynur Bjarnason unni sjaldan niöur í holurnar", sagöi Hlynur er viö spuröum hann hvort hann væri alvanur kylfingur. „Mér hefur gengiö vel“ „JÚ, JO, þetta er búið að vera alveg ágætt. Ég er búinn að fara i dálítið mörg tæki og mér hefur bara gengið vei. Þetta er mun skemmti- legra en að vera í skólanum, mér finnst stundum leiðinlegt þar. Ég æfi ekki neinar íþróttir en Fram er uppáhaldsliöið mitt,“ sagöi Daníel Vil- hjálmsson, 11 ára úr Austurbæjarskóla, þegar viö hittum hann þar sem hann var aö taka þátt í hjólböruakstri. Daníel tókst aö komast alla brautina án þess aö doilan dytti af hjólbörunum hjá honum og eins og sjá má á myndinni hér til vinstri, þá þarf talsverða einbeitingu til aö dollan detti ekki. En þaö tókst hjáhonum. ÍÞRÓTTAHÁTÍÐ Grunnskóla Reykja- víkur var haldin í Laugardal 27. og 28. september. Þar var mikið líf og fjör er blaðamaður og Ijósmyndari Morg- unblaösins komu vió. Unglingasíðan í dag — þiö takið eftir aö nafni síóunnar hefur nú veriö breytt úr „Unglinga- knattspyrnan“ í „íþróttir unglinga" því í vetur munum vió auðvitað fjalla um fleiri íþróttir en knattspyrnuna — er aö mestu lögó undir íþróttahátíð þessa í Laugardalnum. „Held með Vík- ingum í hand- bolta en UBK í fótbolta“ „Ágætt í skólanum“ ÞAÐ var mikiö um að vera þegar við litum viö á kassabílakapp- akstursbrautínni sem komið haföi verið ffyrir á bílastæðunum vestan við gervígrasvöllinn. Mikil biðröð var eftir því að komast í bílana og mikill handagangur í öskjunni. Þeir sem viö ræddum viö voru á sama máli um aö þaö væri „æðis- lega rosalega" gaman í kassabíl- unum. Sérstaklega fannst krökk- unum gaman ef þau náöu mikilli ferö og þá einkum í beygju einni mikilli þar sem auöveldlega var hægt aö velta bílnum ef ekki var ekið varlega. Viö hittum aö máli tvær stúlkur sem nýkomnar voru úr ökuferö þar sem lá viö aö þær meiddu sig því á leiðinni veltu þær bílnum. Þær sluppu þó meö skrekkinn aö þessu sinni. Þessar stúlkur heita Guörún Elísabet Stefánsdóttir og Svanfríð- ur Dóra Karlsdóttir. Þær eru báöar 10 ára gamlar og eru i 4 bekk Fossvogsskóla. „Það er nú talsvert skemmti- legra hér en í skólanum þó svo það sé ágætt þar. Viö erum aö byrja að fara í tækin en þaö eru svo langar biöraðir að viö verðum að koma aftur á morgun ef við ætlum aö fara í þau öll. Viö erum ekkert í íþróttum en fylgjumst svona dáldiö meö þeim samt," sögðu þær stöll- ur og voru roknar til aö komast í biörööina í næsta tæki. Tvær úr Fossvogsskóla efstar í víöavangs- hlaupi annars bekks EKKI ER ólíklegt að þessar tvær ungu íþróttakonur hafi fengiö fyrstu verölaunapeningana um hálsinn í Laugardalnum um síðustu helgi. Þær eru báðar úr Fossvogsskóla, Ragnheiöur Gunnarsdóttir, til vinstri, sigraöi í víöavangshlaupi 2. bekks og Kristín Inga Árna- dóttir varð í öðru sæti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.