Morgunblaðið - 06.10.1985, Page 1

Morgunblaðið - 06.10.1985, Page 1
3Hoör0ttttÞ(nkI^ PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS SUNNUDAGAR 6. OKTÓBER1985 BLAÐ M-Þ Símaskráin. Myndin tekin 1960. Stelpumar á Stöðinní liff®®1 Stelpurnar á Stööinni eru deyjandi stétt. Þeirra veröur sárt saknaö. Banameiniö tæknin, sem hefur smám saman ver- iö aö saxa á hópinn. Fyrsta stóra blóðtakan 1932 þegar Bæjarsíminn varö sjálfvirkur. Nú hefur sjálfvirkni símans ekki aöeins breiðst út um landiö heldur líka til útlanda. Og í stað þess aö biöja þýöa konurödd um aö ná í þennan eöa hinn, veröa símnotendur nú aö bjarga sér sjálfir, velja númer og draga eigin ályktanir um hvaö sé aö gerast. Minningarathöfnina sáu stelpurnar um sjálfar og fyrirfram, er þær nýlega komu saman á Hótel Loftleiöum og Ijós- myndari Morgunblaösins festi þær á filmu. Af 370 Landssímastúlkum, sem hafa veriö á skiptiborðunum hjá Landssímanum frá upphafi árið 1906, voru þær mættar rúmlega 180. Það var glaðvær hópur, enda kom þeim saman um aö alltaf heföi verið einstaklega gaman og glatt á hjalla á þessum vinnustaö. Samstaða mikil. Orðiö „skemmtilegt“ kom titt fyrir í samræöum við þær. Varla veröur því lýst fyrir þeim sem nú þekkja aðeins sjálfvirkt símasamband hvílíkar hjálparhellur þessar stúlkur á símanum hafa verið þjóðinni í 80 ár. Blaðamenn minnast meö söknuöi þeirra tíma þegar hægt var að biöja góöa konu aö hafa uppi á einhverjum, sem ekki svaraöi í símann heima hjá sér. Vísast aö hún vissi hvar helst væri aö leita. „Hann spilar alltaf á miövikudagskvöldum meö félögum sínum, sem eru ... “ Og svo var haft uppi á manninum. Eöa aö maður fékk þaö svar aö ekki þýddi aö reyna þetta númer, þegar mest lá á, heldur væri vænlegra að leita annars staöar. Og ófá skipti brutust stúlkurnar á Lands- símanum í gegn af hörku, fullar skilnings, þegar blaðið var aö fara í prentun og engin leið aö ná sambandi. Þeirra veröur sem sagt víöa saknað. Við rifjuöum upp þessa tíma með þremur af „Stelpun- um á stööinni", Helgu Finnbogadóttur, Ástu Björnsdóttur og Ásthildi Steinsen, sem störfuðu þar á ýmsum tímum. Sjá bls. 4 og 5C

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.