Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLADID, SUNNUDAGAR 6. OKTÓBER1985 B 13 Vilhjálmur Stefánsson viA hátíðleg athöfn skömmu ádur en lagt var af stað í þriðja leiðangurinn árið 1913. hjálms var norðrið hvorki harð- býlt né illbyggjanlegt, kúnstin var aðeins sú að laga sig að lifnaðar- háttum eskimóanna. Þetta viðhorf var á sínum tíma nýtt af nálinni. Heimskautafarar höfðu hingað til ekki tileinkað sér þessa lifnaðar- hætti og braut Vilhjálmur að þessu leyti blað í sögu heim- skautaferða. Hugmyndir sínar setti hann fyrst fram í grein i bandariska tímaritinu Eskimo Methods of Winter Travel in Sci- entific Explorations. Vilhjálmur lagði til að skipta á vestrænum heimskautabúningi og venjulegum skinnklæðnaði eskimóanna, á sér- tilbúnum heimskautasleða og hundasleða eskimóanna o.s.frv. Hugmyndir hans vöktu athygli ekki síst vegna þess að sýnilegt var að kostnaður við heimskauta- ferðir myndi lækka verulega ef þeim yrði hrint í framkvæmd. í næstu ferð norður fór Vil- hjálmur 1908 og lauk henni 1912. Nú var með honum í för kanadíski náttúrufræðingurinn Anderson og lögðu þeir upp tveir saman en réðu til sín eskimóa sem samferða- menn. Samvinna þeirra gekk þol- anlega þessi fjögur ár, en síðar á lífsleiðinni áttu þeir Anderson og Vilhjálmur í miklum deilum sem spruttu upp í þriðja leiðangrinum og lituðu þær deilur líf beggja ti) dauðadags. Eins og í fyrri ferðinni lá leiðin frá Edmonton í Albertafylki og norður eftir Mackenzie-ánni. Ferðin var kostuð af The Americ- an Museum og Natural History farin til rannsókna í Norður-Kan- ada og skyldi þeim aðallega beint að fyrrnefndum eskimóum á Vikt- oríueyju. Vilhjálmur skipulagði förina og þótt ekki hefði honum tekist að fá loforð fyrir nema tak- mörkuðum fjármunum áður en hann lagði af stað hafði hann þá trú að þegar einu sinni væri búið að fá vilyrði fyrir peningum mætti alltaf herja út meira. Ferðin tók reyndar fjögur ár þó ætlast væri til þess af hálfu American Muse- um of Natural History að hún yrði miklum mun styttri. Vilhjálmur lét ekki sérlega vel að stjórn yfir- boðara sinna og þrátt fyrir ítar- legar fyrirskipanir um að snúa aftur sinnti hann því engu. Svæðið sem Vilhjálmur kannaði í þessari ferð, þ.e.a.s. vestari hluti hinna svonefndu Northwest Terr- itories, var síðasta sneiðiri fyrir norðan heimskautsbaug í Kanada, sem enn hafði ekki verið frum- rannsökuð, og hlaut Vilhjálmur heiðurinn af þeim rannsóknum. Á þessu svæði bjuggu hópar eskimóa sem áttu það sameiginlegt að þeir notuðu eir í vopn sín, og gaf Vil- hjálmur þeim sameiginlega nafnið eir-eskimóar. í þriðja leiðangri Vilhjálms hélt mannfræðingurinn Diamond Jenness áfram rann- sóknum á eir-eskimóum og eru verk hams álitin bestu lýsingar sem til eru á einstökum eskimóa- kynþætti. Einn hópur eir-eskimóa var sérstakur að því leyti að þeir virtust ljósari á hörund en ná- grannar þeirra. Sumarið 1910 dvaldist Vilhjálmur með þeim og setti fram þá kenningu við heim- komuna að e.t.v. væru þeir komnir af norrænum mönnum á Græn- landi. Þessi tilgáta kom miklu róti á hugi manna og spruttu af um- fangsmikil blaðaskrif og deilur. Hversu mikla áherslu Vilhjálmur sjálfur lagði á þessa uppgötun er ekki auðvelt að fullyrða, en víst er að hann vildi ekki þvertaka fyrir hana. En hann benti líka á aðrar skýringar á svipmóti eskimóa með Evrópubúum. Taldi hann einnig að bandarískir blaðamenn hefðu gert óeðlilega mikið úr tilgátum sínum og snúið út úr þeim. Frið- þjófur Nansen og Roald Amund- sen réðust harkalega á Vilhjálm fyrir þessar hugmyndir og tók hann árásir þeirra mjög nærri sér. Þegar á þessum árum var Vil- hjálmur orðinn umdeildur og skiptust umsagnir um hann nokk- uð í tvennt. Sumir kölluðu hann nánast bullukoll og efuðust jafn- vel um hæfni hans og heiðarleik sem vísindamanns, en aðrir dáðu hugrekki hans, ósérhlífni og dirfsku í viðureigninni við harð- ræði heimskautalandanna. Þriðja ferð Vilhjálms varð jafn- framt hin lengsta. í þeim leiðangri voru unnin mörg vísindaafrek af Vilhjálmi og mönnum hans, en þar gerðist einnig harmleikur er aðalskip leiðangursmanna, Karl- úk, gamalt hvalveiðiskip, fórst í ís og af völdum þess skipbrots ellefu manns. Eftir þessa för gaf Vil- hjálmur út bókina Heimskauta- löndin unaðslegu eða The Friendly Arctic. Ef litið er á alla þá erfið- leika sem steðjuðu að leiðangurs- mönnum og hve mörg mannslíf leiðangurinn kostaði virðist þetta heldur vafasamur bókartitill (að vísu er ekki svona fast að orði kveðið í frumtitli bókarinnar um unaðssemdir norðursins). Þessi síðasta heimskautaferð hófst 1912 og lauk 1918. Upphaf- lega ætlaði Vilhjálmur að fara til enn frekari rannsókna á íbúum Viktoríueyjar, en þær áætlanir hans breyttust. Upphaflega átti einnig að fjármagna þennan leið- angur frá Bandaríkjunum, en þau urðu endalok að Kanadastjórn annaðist alla fjármögnun. Þeir Anderson voru nú aftur ferðafé- lagar og átti leiðangurinn að skiptast í nyrðri og syðri deild. Fimmtán vísindamenn voru með í förinni auk annarra starfsmanna og alls höfðu þeir þrjú skip, Karl- uk, Mary Sachs og Alaska, en skútuna North Star keypti Vil- hjálmur eftir að Karluk fórst. Kanadastjórn varði miklu fjár- magni til leiðangursins og lagði mikla áherslu á að hann hæfist sem fyrst. Undirbúningstími var því allt of naumur, eða aðeins frá því í febrúar fram í júní. Vil- hjálmur var auk þess oft fjarver- andi þessa mánuði, bæði að kaupa tæki fyrir leiðangurinn og við ráð- stefnur og fyrirlestrahald í Evr- ópu. Því féll mikið af undirbúningi á herðar Andersons, sem m.a. réð alla vísindamenn til fararinnar. Karluk keypti Vilhjálmur sjálfur og voru menn síður en svo á eitt sáttir um ágæti farkostsins. Þessi flausturslegi undirbúningur átti eftir að draga dilk á eftir sér og varð m.a. rót að deilum þeirra Andersons og Vilhjálms. Skipulag af hendi Kanadastjórnar var einn- ig nokkuð í molum. Leiðangurinn féll undir a.m.k. tvö ráðuneyti. Anderson var foringi syðri deildar en Vilhjálmur stjórnaði nyrðri deild, eða þannig túlkaði Ander- son skipanir þess ráðuneytis sem hann heyrði undir. Vilhjálmur taldi sig hins vegar ábyrgan fyrir öllum leiðangrinum. Að fyrirskip- an stjórnarinnar átti Vilhjálmur og hans leiðangur (þ.e. nyrðri deildin einungis) að einbeita sér að landafundum í norðrinu og auk þess landfræðilegum og haffræði- legum rannsóknum á áður lítt þekktum svæðum nyrst í Kanada. Með Karluk týndist mestur hluti rannsóknartækja þeirra, sem ætl- aður var nyrðri leiðangrinum, sem auðveldaði ekki störf Vilhjálms. En þrátt fyrir andstreymi og grimmar deilur innan leiðangurs- ins lauk Vilhjálmur, ásamt Stork- er Storkerson og fleirum, því verk- Minnisvarði um Vilhjálm Stefánsson við Árnes. Sumarið 1914 höfðu nokkrir skipbrotsmanna af Karluk komist til eyjarinnar og dvalist þar um tíma. Svo virðist sem Hadley, einn þeirra sem lifðu af hörmungarnar, hafi gefið Vilhjálmi i skýrslu sinni ósanna mynd um aðstæður á eyj- unni til fæðuöflunar. Vilhjálmur, sem aldrei kom sjálfur á Wrang- el-eyju, lagði til við Kanadastjórn að hún teldi þar til eignarréttar. Málið þvældist á ýmsa vegu, en fékk fljótlega mótbyr innan stjórnarinnar. Enda var hér um viðkvæmt milliríkjamál að ræða, þar sem í hlut áttu Kanada, Bret- land og Rússland. Vilhjálmur tók sjálfur af skarið í trú á málstað- inn, stofnaði fyrirtæki og sendi fjóra unga menn, einn Kanada- mann og þrjá Bandaríkjamenn til Wrangel-eyjar. í fylgd með þeim var ein eskimóakona. Mennirnir fórust allir, týndust á ísnum milli Síberíu og Wrangel-eyjar en sá fjórði lést úr skyrbjúg. Eskimóa- konan, Ada Blackjack, var sú eina sem komst lífs af. í skýrslum og bréfum þessara manna kemur fram að mun minna var um veiði en þeir höfðu búist við. Maurer — einn þeirra sem lagði upp í ferðina til Síberíu — sagði í bréfi til konu sinnar, að fæðuskortur hefði knú- ið þá félaga til brottfarar frá Wrangel. Hér er ekki tóm til að ræða þær sviptingar sem áttu sér stað í kanadískum stjórnmálum á þess- um tíma og höfðu einnig áhrif á gang þessa máls. En eftir afskipti Vilhjálms af Wrangel-eyju, sem eins og fyrr segir var viðkvæmt milliríkjamál, féll hann endanlega í ónáð í Ottawa. Vilhjálmur hafði sjálfur þá bjargföstu trú að tækist hann á hendur viðfangsefni yrði að ná takmarki hvað sem það kostaði, jafnvel þó beita þyrfti smávægi- legum klókindum. Hverju máli varð skilyrðislaust að fylgja fram til sigurs. Þessi sannfæring nýtt- ist honum í norðrinu, þar sem hann barðist ótrauður áfram gegn náttúruöflunum og sigrar hans sem landkönnuðar voru stórfeng- legir. En þegar um var að ræða skipulagningu eða mannaforráð gegndi öðru máli. Vilhjálmur Stefánsson fluttist eftir þetta til Bandaríkjanna. Þar beindi hann athyglinni frá norð- urhéruðum Kanada að vandamál- um heimskautalandanna í víðtæk- ari skilningi og þá sérstaklega efnahagslegu og hernaðarlegu mikilvægi Álaska fyrir Bandarík- in. Hann varð einn helsti sérfræð- ingur Bandaríkjamanna í öllu sem að einhverju leyti varðaði norður- heimskautssvæðiö. En fram á síð- ustu áratugi leit Kanada til hans með tortryggni. Líklega skildi hann aldrei sjálfur orsakirnar sem lágu þar að baki. Dr. Rudolf Martin Anderson ásamt eiginkonu sinni, Mae Belle. Leiðir þeirra Vilhjálms lágu fyrst saman við háskóla 1 lowa. Síðar á ævinni lentu þau hjón í hörðum deilum við Vilhjálm. efni sem hann hafði tekist á hend- ur. Rannsóknir leiðangursmanna á rekaís og dýptarmælingar voru óvefengjanleg þrekvirki. Heim- skautafarinn Peary komst svo að orði er Vilhjálmur var sæmdur gullorðu af the National Geo- graphic Society, að hann hefði bætt 350.000 ferkílómetrum við kanadískt land. Hann varð ekki einungis • heimsfrægur heldur þjóðhetja Kanadamanna. Andstaða stjórnvalda Þegar Vilhjálmur kom úr síð- asta leiðangri sínum átti hann greiðan aðgang að stjórninni í Ottawa og var slyngur við að koma ár sinni vel fyrir borð hjá háttsettum embættismönnum. Hann var hlaðinn hugmyndum um hvernig nýta mætti auðlindir norðursins í framtíðinni í þágu Kanada. Hann talaði gjarnan um Miðjarðarhaf norðursins og vildi endurmennta þjóðina til skilnings á því hvað hér væri í boði og sá þá ekki fram á þær augljósu tálmanir sem síðar urðu á veginum. Ein af hugmyndum hans var sú að í norðrinu væri prýðis haglendi árið um kring og tilvalið til ræktunar á hreindýrum af karibúkyni, sem og til ræktunar á sauðnautum. Hélt hann því fram að umbætur á 2,5 milljón ferkílómetra svæði ónot- aðs haglendis í Kanada gætu brátt gert norðurhluta landsins að mesta ullar- kjöt- og mjólkur- framleiðslusvæði Vesturheims. Meighen, þáverandi innanríkis- ráðherra Kanada, féllst á að at- huga málið og setti á laggirnar stjórnarnefnd í því skyni. En hér var farið flausturslega af stað, asi og skortur á vísindalegum undir- búningsrannsóknum urðu til þess að fyrirtækið fór út um þúfur. Vilhjálmur var einþykkur og óút- reiknanlegur í samskiptum við ráðuneyti og starfsmönnum þeirra féll miður er hann sniðgekk þá og leitaði úrlausna hjá þeim sem hærra voru settir. Vel er hugsan- legt að fjárhagslegur grundvöllur fyrir hreindýraræktinni hefði reynst nægilega traustur ef undir- búning hefði ekki skort, en miðað við kanadískar aðstæður eftir heimsstyrjöldina fyrri, eins og þær voru á árunum 1920—21, var ekki nógu haganlega á málunum haldið. Hreindýraævintýrið rýrði traust það sem borið var til Vil- hjálms í Ottawa. Hann virðist hafa haft þá bjargföstu trú að þrátt fyrir augljósa erfiðleika og undirbúningsskort leystust málin af sjálfu sér þegar framkvæmd væri hafin. Um svipað leyti varð annars konar ágreiningur milli Vilhjálms og Kanadastjórnar. Varð eyjan Wrangel, sem liggur 160 kílómetra norður af Síberíu og er nú hluti Sovétríkjanna, tilefni hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.