Morgunblaðið - 06.10.1985, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 06.10.1985, Qupperneq 17
ÞANU SI6LIR EIHHVERIHH. Pegar talað er um rómantík I höfuöborginni jafnast varla nokkuö á viö gömlu höfnina í Reykjavík síðla kvölds, bátarnir vaggandi I kvöldgol- unni og ungir elskendur. . . Er hægt að hugsa sér rómantískari senu? Eöa á sólskinsdegi ( miöri viku þegar öll hjólin snúast, skip aö fara og koma, ferma og landa. Lítil trilla aö smokra sér framhjá ógnandi hvalveiöiskipi sem lagst er að bryggju eins og gömul orustuhetja aö safna kröftum fyrir næstu törn. í slippnum er verið að gera upp togarajálk. Sjóða saman plötur, dytta aö skrúfunni. I hverri einustu glufu og gati sést hafnarverkamaður vopnaður verkfærum að berja á ferlíkinu. Minnir óneitanlega á söguna af Gulliver I Putalandi. „Vá, bara kvenmaður á svæöinu," heyri ég útundan mér. Það fer greinilega lítiö fyrir veikara kyninu á þessum slóöum. En mér sýndist ég sjá karlmenn allt frá tiu ára og upp úr hamast I góöa veörinu. Síðdegis eftir sleitulaust skak síga trillurnar undir þéttu máfaskýi heim í höfn. Trillukarlarnir skófla aflanum á land. Fiskur á disk. Eftir vellukkaöan dag er báturinn spúlaður og greitt úr netinu, allt klárt fyrir næstu ferö. Síðan er jafnvel drukkinn kaffisopi á Kaffivagninum eöa Skeifunni I Tryggvagötu, en þaö kaffihús gæti vel verið skúlptúr eftir einhver meðlim þýsku Bauhaus-hreyf- ingarinnar. Dorgararnir eru líka aö vinna viö aö ná slnum bita úr fjársjóöi hafsins. Eins og atvinnumenn þekkja þeir bestu staöina til aö flatmaga yfir hafnarbakkann meö öngul á snæri. Erlent skip staldrar dag einn í höfninni. Ferðamenn meö myndavélar á maganum streyma (land, hverfa inn í bæinn og dreifa sér um götur og öngstræti. Þegar líður á daginn týnast þeir einn af öörum aftur um borö meö lopapeysu í plastpoka og smella af seinustu myndinni áöur en lagt er úr höfn. Stúlka horfir löngunaraugum á hafið . . . og hinu megin eru útlöndin. Alda Lóa Leifsdóttir. Samtök um byggingu tónlistarhúss: Happdrættisherferð og tónleikahald KINS OG fram hefur komið í Morg- unblaðinu standa Samtök um bygg- ingu tónli.starhúss fyrir tónleikahaldi í beinni útsendingu á rás tvö næst- komandi sunnudagskvöld í samvinnu við Kíkisútvarpið. Munu þar koma við sögu margir ólíkir listamenn, sem allir eiga það þó sameiginlegt að vera þekktir á sínu sérsviði. Allir koma þátttakendurnir fram endurgjalds- laust og gefst hlustendum kostur á að styrkja málefni þetta með því að panta happdrættismiða samtakanna gegnum síma meðan á tónleikunum stendur og mun ágóðinn, sem þannig safnast, því óskiptur renna til bygg- ingar hússins. Það var glatt á hjalla í húsa- kynnum Tónlistarfélagsins í Garðastræti 17 síðdegis á fimmtu- daginn, er listamenn og forsvars- menn framtaksins komu þar sam- an til skrafs og ráðagerða. Gat þar að líta mörg þekkt andlit úr tón- listarlífi landsmanna undanfarin ár, allt frá óperusöngvurum til poppsveita. Tilgangurinn með sam- kundu þessari var tvíþættur, ann- ars vegar að leggja lokahönd á und- irbúninginn, hins vegar að kynna fjölmiðlum starfsemi samtakanna og markmið þessa músíkviðburðar. „Við verðum ekki fullmannaðir, það er alveg ljóst,“ fullyrti Valgcir Guðjónsson Stuðmaður. „Endur- menntunarstefnan er nefnilega I hávegum höfð hjá okkur, menn í skólum út um allan heim,“ bætti hann við til útskýringar. Upplýs- ingar á borð við þessar voru sam- viskusamlega skráðar niður af um- sjónarmönnum útsendingarinnar, þeirra sem um hljóðfæraskipanina og uppstillingar sjá. „Það er heil- mikill hugur í okkur núna,“ sagði Bragi Jónsson, sem sæti á í happ- drættisnefnd samtakanna, er hann var inntur eftir því hvernig gengi. „Verkefnið er líka viðamikið, tón- listarhús með tveimur sölum, sem allt í allt eiga að rúma u.þ.b. 1800—2400 manns. En, við höfum þó enga ástæðu til annars en að vera bjartsýnir, erum staðráðnir í að gera þennan draum að veruleika og höfum nú lagt út í heilmikla happdrættisherferð, sem við von- um að gefist vel. Samhugur er mik- ill innan hópsins og allir eru reiðu- búnir að leggja sitt af mörkum, málinu til framdráttar. Þó hefur sú tillaga nú skotið upp kollinum að húsið verði staðsett annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu, en það er nú meira í gamni en alvöru," sagði Bragi. Þessa síðustu athugasemd Sjálfboðaliðar við sölustörf á Sinfóníutónleikum. heyrði Valgeir Guðjónsson og var nú ekki lengi að finna lausn á þeim vanda. „Ja, svei mér þá,“ sagði hann. „Það skyldi þó aldrei fara svo að við fjárfestum bara í hjólhýsi?" Meðal þeirra sem fram koma á útvarpstónleikunum á sunnu- dagskvöld eru þau Kristján Jó- hannsson, Kristinn Sigmundsson, Elísabet Eiríksdóttir, Maurizio Barbacini, Bubbi Morthens, Martin Berkofsky, Stuðmenn, Blásara- kvintett Reykjavíkur, Ófétin, Skólakór Kársness, Jónas Dag- bjartsson, Jónas Þórir Jónasson, Ingimar Eydal, Kolbeinn Bjarna- son, Páll Eyjólfsson og Stórsveit Kópavogs undir stjórn Arna Schev- ing. Kynnir á tónleikunum verður Svavar Gests og umsjónarmenn þeir Sigurður Einarsson og Magnús Einarsson, sem einnig munu ræða við listamennina milli atriða. IAA ---------------------------------------\ Buxur Herra-terelynebuxur á kr. 1.000.- Kokka-og bakarabuxurá kr. 900.- Saumastofan, Barmahlíð 23, (gengið inn frá Lönguhlíð). Sími 14616. f " > Hef opnaö tannlæknastofu aö Þverholti, Mosfellssveit. Viötalstímar eftir samkomulagi í síma 666104. Elmar Geirsson, tannlæknir Vegna flutninga í eigið húsnæði í november n.k. seljum við á næstunni allar sýningainnréttingar okkar með afslætti. SKALINN GRENSÁSVEGI12,108 REYKJAVÍK, S 91-39520*

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.