Morgunblaðið - 06.10.1985, Síða 30

Morgunblaðið - 06.10.1985, Síða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAG AR 6. OKTÓBER1985 I I liEIMI rVIKMyNDANNA Kvikmyndalökumaðurinn Vittorio Storaro (Reds, Apocalypse Now) meö Maximilian Schell viö upptökur í Sovétríkjunum á Pétri mikla, sem er 10 stunda framhaldsmyndaflokkur fré NBC-sjónvarpsstööinni í Bandaríkj- unum. Amerísk-sovésk sam- vinna um Pétur mikla Nýlega luku NBC-sjónvarps- stöövarnar í Bandaríkjunum og Sovinfilm, hin ríkisrekna kvik- myndastofnun í Moskvu, upptökum á 10 klukkustunda framhalds- myndaflokki um Pétur mikla Rússlandskeisara en tökur fóru aó mestum hluta fram i Sovétríkjunum. Myndaflokkurinn verður sýndur í fjórum hlutum en frumsýning í Am- eríku er áætluö i febrúar á næsta ári. Þaö tók niu mánuói aó filma þættina (rúmur mánuöur á klukku- timann) en þeir eru geróir eftir ævi- sögu keisarans sem Robert nokkur Massie hefur skráö. Kvikmyndaliö og leikarar voru ráönir frá ellefu þjoðlöndum, sem gerir þetta aö fyrstu meiriháttar alþjóöaverkefn- inu i langan tíma. Meöal leikara má finna stór- stjörnur eins og Laurence Olivier sem leikur Vilhjálm konung, landi hans Trevor Howard leikur visinda- manninn ísak Newton og John Mills leikur flotaforingjann David Mitch- ell. Hvorki fleiri nó færri en fjórir menn fara meö aöahlutverkiö, þ.e. leika keisarann, og austurríski leik- arinn Maximilian Schell er einn af þeim. Breska leikkonan Vanessa Redgrave leikur Soffíu prinsessu á móti honum. Kvikmyndatökumaöur mynda- flokksins var Vittorio Storaro en hann er margverölaunaöur fyrir sina iön. Tvisvar hefur hann hlotiö hinn eftirsótta Óskar en þaö var fyrir myndirnar Reds og Apocal- ypse Now. Leikstjóri þar er Marvin Comsky. Og þá er bara aö bíöa eftir Pétrí mikla i íslenska sjónvarpinu. Eleni — Peter Yates kvikmyndar sögu Nicholasar Gage um leit hans aö móður sinni sem kommúnistar myrtu á Grikklandi PETER Yates hefur nýlega lokiö viö mynd sína Eleni, sem er byggö á samnefndri bók eftir Nicholas Gage. Myndin veröur frumsýnd vestanhafs i október eöa nóvem- ber og er væntanleg hingaö til lands snemma á næsta ári. í bókinni, sem seldist eins og heitar vöfflur fyrir nokkrum árum og Sverrir Hermannsson, iönaöar- ráöherra, las viö eldhús- dagsumræóurnar fyrir tveimur ár- um, segir Nicholas Gage frá móöur sinni, Eleni, sem kommúnistar myrtu i valdabaráttunni i Grikk- landi skömmu eftir heimsstyrjöld- ina síöari. Sagan er því sannsöguleg, nokkurs konar rannsóknarblaöa- mennska á bók, því Nicholas Gage sagói upp starfi sínu hjá New York Times seint á áttunda áratugnum til aö geta helgaö sig leitinni aö moröingjum móöur sinnar. Hann hefur einn mann grunaöan en skortir sannanir. Peter Yates er leikstjóri, eins og áöur sagói, en hann er þekktur fyrir ólíkar myndir eins og Bullit meö Steve McQueen og The Deep meö Nick Nolte og The Dresser meö Albert Finney. Yates hefur safnaö kringum sig mörgum góöum leikurum. Aöal- hlutverkiö, Eleni sjálfa, leikur leik- konan Kate Nelligan, en hún slas- aöist þegar tekiö var eitt mesta og erfiðasta glæfraatriói myndarinn- ar. i fyrstu var atriðiö taliö mein- laust, svo leikkonan ákvaö aö rúlla gegnum þaö sjálf, vildi sem sagt ekki statista, en eftir fimmtán tök- Hér sést Eleni flýja undan ainni sprengjunni, en þetta atriOi var tekiö alls fimmtán sinnum, Kate NelNgan til mikillar skapraunar, og é litlu myndinni sést leikstjórinn Peter Yates huga aö sárum Nelligans eftir allar sprengingarnar. George Lucas og Jim Henson gera „Labyrinth“ Þaó eru tveir leikarar af holdi og blóöi og eitt raun verulegt barn i Labyrinth (Völundarhús) en slík- ar upplýsingar þykja nauösynleg- ar þegar náungi eins og Jim Hen- son, faöir Prúöuleikaranna, gerir kvikmynd. Flestir hans leikarar eru nefnilega úr járni, plasti og gúmíi og má nefna frægustu brúöur í heimi eins og f roskinn Kermit eöa Svínku, því til sönn- unnar. Þaö eru 30 ár liöin frá því hann skapaði Kermit. „Þaö er svo langt síöan aö óg hef löngu gleymt hvaö ég var aó hugsa þegar ég geröi hann, “ segir Henson. Labyrinth kemur til meó aö kosta 25 milljónir dollara og aðalleikar- inner 14árastúlkaaönafni Jenni- fer Connelly. Hún leikur Söru, sem verður aö rata um óhugnanlegt völdunarhús og komast í miöju þess ef henni á aö takast aö bjarga kornungum bróóur sínum frá dauóa. Goblinar hafa rænt honum og þaö er enginn annar en David Bowie, sem leikur Gobl- inkónginn. Aörir leikarar eru úr plasti og ööru slíku. Þetta er í fyrsta sinn, sem Hen- son og George Lucas gera kvik- mynd saman, en Henson leikstýrir Labyrinth og Lucas hefur fram- kvæmdastjórnina með höndum. Fyrir nokkrum árum hjálpaöi Henson Lucas aö skapa Yoda, eitt furöudýrió í Stjörnustríðs- myndunum. „ Viö fáumst báöir viö aö gera barnamyndir og báöir gerum viö fantasíur," segir Lucas um samstarfiö. Ég hef lengi boriö viröingu fyrir því sem Henson er aö gera meö brúöur og hann er eins og ég, hljóður og næstum einfaldur. Hann er góöur, og þaö skín ígegn íöllu sem hann gerir.” Upphaf Labyrinth má rekja til þeirrar einu skekkju, sem Henson fannst hann hafa gert í annarri brúöumynd sem hét The Dark Crystal, og er frá 1983. Þaö voru engar mennskar verur í þeirri mynd og Henson vill nú bæta fyrir þau mistök. En The Dark Crystal gerði þaö sosem nógu gott án mannanna. Hún halaöi inn um 50 milljónirdollara. Þróunin í skrímslagerö er löngu komin yfir það stig þegar drekar og aörar örlagaskepnur voru færðar yf ir sviöiö meö því aö stoppa my ndavélina og ýta viö þeim meö höndunum. Þaö tók Henson og samstarfsmenn hans tvö ár aö hanna skepnurnar í Labyrinth og þær eru jafnvel enn vandaöri og f lóknari aögerö en R2D2 í Stjörnustríði eöa þá brúö- urnar í The Dark Crystal. -ai. ur (þaö er aö segja fimmtán sprengingar) höföu flísar læst sig i axlir hennar og víðar, þannig aö leikstjóranum Yates leist ekkert á blikuna. Nelligan harkaöi af sér, enda naut hún þess aö lifa sig inn í líf og kringumstæður Eleni sjálfrar. Meöal annarra leikenda er John Malkovich, sem vakti mikla athygli fyrir leik sinn í Places in the Heart og The Killing Fields, hann leikur Nicholas, soninn og rannsóknar- blaöamanninn. Og svo er þaö Linda Hunt, sem hlaut Óskars- verðlaun fyrir karlhlutverk sitt í ósýndri mynd hérlendls, The Year of Living Dagerousiy. Yates valdi einmitt þessa leikara þar sem þeir hafa mikla reynslu úr leikhúsinu. en Yates telur aö slíkir leikarar gefi meira af sjálfum sér i leikinn en leikarar aldir upp framan vió iinsuna. Hann haföi hugsaö sér aó taka myndina í Grikklandi, í fjöllunum viö albönsku landamærin, en veö- ur setti strik í reikninginn, og Yeat- es varö aö flytja sig um set, yfir til Spánar, og þar var myndin tekin. Stjörnugjöfin Stjörnubíó: Starman * * * Micki&Maude **1/4 Tónabíó: Ragtime * * * Laugarásbíó: Gríma ***'/4 Lærisveinn skyttunnar V4 Maöurinn sem vissi of mikiö * * * Austurbæjerbíó: Vafasöm viöskipti **1/4 Bíóhöllin: Augu kattarins * * * ÁrDrekans **1/4 Vígísjónmáli **V4 Regnboginn: Vitniö ***’/4 Örvæntingarfull lelt aö Susan **V4 Rambo **V4 Bestavörnin *V4 SV.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.