Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGAR 6. OKTÓBER1985 B 15 FRÆÐSLUÞÆTT1R HINS ISLENSKA NATTURUFRÆÐIFELAGS VORFLUGUR Eftir Gísla Má Gíslason Vorflugur eru eini skordýra- ættbálkurinn þar sem lirfur allra tegunda lifa eingöngu í vatni. Þær eru meðalstór skor- dýr, 10—20 mm á lengd, með tvö pör vængja. Framvængirnir mynda háreist þak yfir flugun- um þegar þær sitja. Fálmararnir eru mjóir og langir, svipaðir að lengd og vængir dýrsins. Flestar flugurnar eru brún- eða gráleit- ar og vekja ekki mikla athygli. Þær finnast oftast nálægt ám og vötnum. Hérlendis fljúga þær á daginn þegar hlýtt er í veðri og lítiil vindur. Náttúruskoðarar þekkja lirf- urnar betur, sem einnig ganga undir nafninu hýðormar, vegna þess að þær byggja sér hús úr sandkornum eða plöntuleifum, sem þær draga að. Nafnið vorfluga kemur úr dönsku: »várflue“. Sama nafn er á flugunum á norsku. Svíar nefna hana aftur á móti „natts- lánda", því að í nágrannalöndun- um flýgur hún á nóttunni. Á ensku er það „cattisflies“, en það nafn er af sama uppruna og hýð- ormar á íslensku. Fræðiheiti þessa ættbálks er Trichoptera, sem þýðir hárvængjur, en væng- irnir eru hærðir. Hér á landi eru þekktar 11 tegundir af um 7.000 tegundum, sem lýst hefur verið í heiminum. í Skandinavíu eru þekktar um 250 tegundir og á Bretlandseyj- um eru þær um 200. Nafnið vorflugur er ekki í samræmi við flughegðun þeirra hérlendis. Flugtími tegundanna á íslandi er mjög breytilegur. Fer það nokkuð eftir búsvæða- vali þeirra hvenær þær fljúga. Fullvaxnar vorflugur í lindám og stórum stöðuvötnum eru á flugi frá því snemma á vorin og fram á haust, en tegundir sem eru í grunnum tjörnum og flæðiengj- um verða ekki fullorðnar fyrr en um mitt sumar. Slík búsvæði eru oft botnfrosin yfir veturinn, og kemur það í veg fyrir að eggin þroskist á veturna og vaxa lirf- urnar því yfir sumarið. Ein teg- und, sem er nýkomin til landsins og er í ám á Áustur- og Norður- landi, flýgur aðallega á haustin. Þessi tegund er mjög stór, um 2 sm á lengd, og þar sem hún hef- ur sest að hefur hún útrýmt ann- arri minni vorflugnategund. Lirfur vorflugna á Islandi eru svokallaðar alætur, þ.e. lifa á flestu því sem er í fjörum stöðu- vatna eða á steinum í ám. Það 10 mm Lirfur tveggja vorflugnategunda sem lifa í ám. Stærri lirfan hefur nýlega sest að hérlendis, og flnnst í ám á Austur- og Norðurlandi. Minnilirfan flnnst í ám annars staðar á landinu og hefur verið útrýmt af þeirri stærri úr ám á Austur- og Norðurlandi. a: haus, b: lirfa, c: hús (hýði), d: haus, e: lirfa, f: hús. Vorfluga séð að ofan með út- breidda vængi og frá hlið sitjandi. eru aðallega þörungar, plöntur og plöntuleifar og smáar skor- dýralirfur. Ein tegund étur ein- göngu kísilþörunga, en hún er aðeins innan um steina í fjörum stórra stöðuvatna og í straum- vatni. Stangveiðimenn, sem hnýta flugur, líkja oft eftir vorflugum. Vorflugurnar eru stærstu skor- dýr í vötnum og ám og eru mikið étnar af silungi og fuglum. Á þeim tíma sem þær eru að skríða úr púpunum má segja að silung- x ur rífi þær í sig og magar þeirra eru úttroðnir af vorflugum og vorflugnapúpum. Þeir éta einnig vorflugurnar þegar þær setjast á yfirborð vatna eða kafa til að verpa eggjum. í ám eru vorflug- ur og lirfur þeirra mikilvæg fæða fyrir urriða og uppvaxandi lax. Höfundur er dósent í vatnalíffræði við Háskóla íslands. Það fer eftir því hvernig hver og einn er innstilltur, hvað honum dettur í hug þegar París er nefnd. Hvort það er mannkynssagan eða matstaðir, listasöfn eða verslanir, næturlíf, arkitekt- úr eða Birgitta Bardot. Við getum að vísu ekki lofað því að þið hittið Birg- ittu. Hinsvegar gætuð þið skoðað og keypt nýjasta tískufatnaðinn í Forum Les Halles, fram að hádegi, skoð- að Versali fram að kaffi, Pom- pidou safnið fram að kvöld- mat og þá snætt á veitinga- húsi á 59. hæð í turni Mont- llr parnasse. Þaðan er stórkost- legt útsýni yfir borgina, ekki síst þegar fer að rökkva og París næturinnar vaknar til lífsins með allri sinni Ijósa- dýrð. Eftir kvöldmat er svo hægt að líta inn á Rauðu mylluna eða Crazy Horse Saloon, og dingla sér fram undir morgun. (í alvöru talað myndum við nú ráðleggja ykkur að dreifa þessu á nokkra daga.) í samvinnu við Alr France býður Arnarflug upp á París- arferðir, með gistingu, á mjög hagstæðu verði. Ferða- tilhögun er þannig að flogið er með Arnarflugi til Amster- dam og þaðan áfram með Air France. í París er dvalið á mjög góðum hótelum í fjóra daga eða allt upþ í mánuð, eftir því hvað þið hafið mikinn tíma. Nánari upplýsingar hjá ferðaskrifstofum og á sölu- skrifstofu Arnarflugs. Bon voyagel ARNARFLUG Lágmúla 7, simi 84477

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.