Morgunblaðið - 06.10.1985, Side 9

Morgunblaðið - 06.10.1985, Side 9
>HOM ____________________MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGAR 6. OKTÓBER1985_ Óvinirnir eru Jane Fonda, Jimmy Carter og sjón- varpsstödvarnar sem sökuö eru um aö hafa tap- aö Víetnamstyrjöldinni SJÁ: GERVIGARPAR B 9 ✓------^ MMIKR OF FORTHNE NRKiLZIRK Th» JouimI Ol Advraluin* VIETNAM Frá Hue: engin viðbrögd. UMFERÐARMÁL Telja nútímabílinn hálfgerða slysagildru Bílar, sem tölvur hafa hannað með það fyrir augum að gera þá léttari og sparneytnari, standa sig yfirleitt vel í venjulegum ör- yggisprófunum en þegar kemur til raunverulegs áreksturs hættir þeim til að brotna illa. Kemur þetta fram í athugun, sem slysa- rannsóknadeild háskólans í Birm- ingham í Englandi hefur gert. Dr. Murray Mackay, yfirmaður rannsóknanna, sagði á ráðstefnu skurðlækna í London, að langflest dauðaslysin stöfuðu af því, að málmumgjörðin legðist að sætun- um. Breytti þá litlu um þótt bíl- belti væru notuð. Á skurðlæknaráðstefnunni, þar sem m.a. var fjallað um skýrslu breska heilbrigðisráðuneytisins um árangurinn af lögleiðingu bíl- beltanna, talaði einnig Ian Neil- son, starfsmaður á rannsóknastofu samgöngumálaráðuneytisins, og lagði hann mikla áherslu á, að framleiðendur styrktu bílhliðarn- ar. f skýrslunni, sem unnin var af hópi manna undir stjórn skurð- læknis frá Belfast, kemur fram, að bílbeltin hafa dregið úr dauða- slysum og alvarlegum slysum um allt að fjórðungi en hins vegar hlutu fleiri ökumenn alvarleg höf- uðmeiðsl, heilaskemmdir, áverka í andliti og höfuðkúpubrot. Áverk- um á hálsi og brjósti fjölgaði einn- ig. Sagði Neilson, að bílbeltin hefðu minnkað slysahættuna um 40% en hitt væri annað mál, að þau mætti vafalaust bæta því að engin breyting hefði orðið á þeim Í20ár. Dr. Mackay benti á, að lögreglan þyrfti að ganga betur eftir því, að bílbeltalögunum væri fylgt. Frá 1983 hefðu 7.000 manns verið dæmdir fyrir að brjóta þau en langflestir dómanna hefðu aðeins verið til málamynda. Aðeins 83 hefðu verið dæmdir fyrir að hafa barn undir 14 ára aldri bílbeltis- laust í framsæti. Meðal þeirra, sem ekki nota bílbeitin, eru sendibif- reiða- og flutningabílstjórar flest- ir, fólk á bílum, sem eru eldri en frá árinu 1976, og aldraðir menn. Mackay sagði, að bílbelti í aftur- sæti ættu að geta dregið enn frekar úr slysunum, en þau, sem nú eru notuð, eru svo illa gerð, að hætta er á, að þau auki meiðsl í kviði og á hrygg. Bifreiðaárekstrar kosta Breta 2,5 milljarða punda á ári hverju en dr. Mackey sagði, að árlega væri aðeins varið hálfri milljón punda til rannsóknastarfs og fyr- irbyggjandi aðgerða. — ANDREW VEITCH fyrra, þegar bandarískir sjón- varpsmenn voru að reyna að fylgj- ast með blaðamannafundi, sem Svetlana, dóttir Stalíns, hélt eftir að hún sneri aftur heim (þeir fengu ekki að fara inn i salinn), komust þeir að raun um, að einhver hafði losað um handbremsuna á bílnum þeirra þannig að hann hafði runnið niður hæð og rekist á ljósastaur. Liklegt er, að söknuður bresku blaðamannanna sex, sem reknir voru frá Moskvu, hafi verið dálítið blendinn. Allir áttu þeir þó góða vini í borginni og hafa heim með sér minningar um þá innilegu gestrisni, sem er einkennandi fyrir Rússa. Allir eru þeir líka reiðir yfir því að hafa verið reknir burt frá þessum vettvangi, sem gerir meiri kröfur til blaðamannsins en nokkur annar. — MARTIN WALKER um þessar mundir fær skýra inn- sýn inn í horfinn heim, þar sem einræðisherrar drottnuðu í glæstri tign. Keisarahöllinni ríkir auð og tóm og þar getur að líta í hálf- rökkrinu leifar af súlu sem fall- byssukúla hefur eyðilagt. Rætur fíkjutrés hafa grafið sig inn í vegg á leiksviði þar sem tígr- isdýr og fílar börðust fyrrum til að gleðja augu þjóðhöfðingjanna. Grasbreiður þekja nú gömlu og glæsilegu hallargarðana. Vatna- liljur breiða úr sér í tjörnum og virkisgröfum. Nguyen vn Nhi er aðstoðarfram- kvæmdastjóri stofnunar sem sér um varðveizlu sögulegra minja í Hue. Að sögn hans vinna nú um 100 manns, þar af 15 sérfræðingar að endurbyggingu á mannvirkjun- um, auk þess sem þeir reyna að hamla gegn stöðugri ásókn nátt- úruafla og tímans tannar. Eina framlagið sem UNESCO hefur veitt til þessarar starfsemi er bárujárn sem sett hefur verið til bráðabirgða yfir 15 hof, hallir og skála. í sumum byggingum hafa verið reistar nýjar súlur. Tré- klæðning hefur verið látin á veggi og reynt hefur verið að lagfæra þðk með því að klæða þau tígul- steinum sem fundizt hafa í öðrum rústum. Þá hefur verið reynt að bæta úr skemmdum sem orðið hafa af völdum sprengja og byss- ukúlna hinna stríðandi herja. Helztu mennningarverðmætin í Hue eru á tæplega tveggja fer- mílna svæði innan borgarmúranna en ennfremur í hæðum og giljum suður af henni þar sem sjö keisar- ar af 13 létu reisa sér voidug graf- hýsi. Glæsihallirnar eru að verða að ruslahaugum Keisaraborgin forna Hue í Víetnam er meðal helztu þjóðardýrgripa þar í landi og jafn- vel um víða veröld. Hún liggur nú undir skemmdum og er talið að hernaður Víetnama í Kambodíu eigi stóran þátt í því að tilraunir til að bjarga henni hafa ekki borið tilætlaðan árangur. Fellibyljir, hvítmaurar, hita- beltisgróður og vopnaskak hafa valdið óbætanlegu tjóni á hofum, höllum og skálum sem eitt sinn voru taldar merkustu menjar um list og menningu í Víetnam. Árið 1981 hafði UNESCO, Menn- ingarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, forgöngu um að stofnað- ur yrði sjóður til að bjarga þessum „meistaraverkum í borgarlist" eins og komizt var að orði. Að mati stofnunarinnar hefði kostað um 200 milljónir að endurbyggja eða lagfæra skemmdir á 17 helztu glæsiverkum borgarinnar. Fjórum árum síðar er orðið ljóst að við- brögð við þessu frumkvæði stofn- unarinnar eru „nánast engin" svo að notuð séu orð Pierre Pritchard ráðunauts. „Hið forna hof Borobodur á Jövu var endurreist í krafti alþjóðlegs átaks," sagði Cu Huy Can, menn- ingarmálaráðherra Víetnams, fyr- ir skemmstu í viðtali. „Hvers vegna gegnir öðru máli um Hue?“ bætti hann við. Ráðherrann áréttaði að Ví- etnömum væri mjög umhugað um að fá fjárhagsaðstoð erlendis frá, en eigi að síður ynnu þeir að smá- vægilegum lagfæringum sem byrj- að hefði verið á árið 1975 eftir að kommúnistar fóru með sigur af hólmi í Víetnamstríðinu. Sá sem leggur leið sína til Hue

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.