Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 4
4 B MORGt/NBLÁÐIÐ, 3UNNUDÁGAR6.0KTðBER 1986 Stelpumar á Stöðinni Þröngt í þingi í langlínusalnum um 1957. Glæsilegar símadömur að skemmta sér á Höllinni í Austurstræti. Myndin er tekin 1946. Þarna var slagæð þjóð-1 félagsins I Viðtal við Ásthildi Steinsen | Ásthildur Steinsen hefur unnið í meira en 30 ár á Landssímanum, kom þar 16 ára gömul á árinu 1947 og hætti 1980 „þegar allt var að verða tölvuvætt og öll persónuleg tengsi horfin", eins og hún orðar það. Hún byrjaði á langlínumiöstöðinni og var í afleysingum í „boxinu“ svokallaöa, innheimtunni o.fl. og síðustu 15 árin á talsambandinu við útlönd. Og á öllum þessum stöðum voru að sjálf- sögðu mikil samskipti við fólk. „Maður talaði við fólkið á stöðvun- um úti á landi og eins erlendis og þekkti það, þar til sjálfvirki síminn kom. En eftir það kemur aðeins til okkar kasta þegar búið er að reyna mikið að ná í einhvern og gengur ekki. Það er allt annað". „Þarna var slagæð þjóðfélagsins hvort sem maður var á langlínunni eða talsambandi við útlönd,“ segir Ásthildur. „Þegar t.d. eldgos urðu, þá loguðu allar línur. Eg minnist þess að í Heklugosinu 1970 skildum við ekkert í því að skyndilega seint að kvöldi varð allt vitlaust í borð- inu. Við höfðum ekkert útvarp, máttum ekki hafa það, og vissum ekkert hvað var að gerast. En nú voru allir blaðamenn, bæði erlend- is og innanlands komnir í símann og við vorum í miðri hringiðunni. í mínum huga ber þó síldarárin hæst. Þá varð allt brjálað yfir sumarið, Siglufjörður, Raufarhöfn og svo radíóið. Ekkert afgreitt nema i forgangsröð, sem var á tíföldu gjaldi. Hraðsamtöl komust ekki að einu sinni og biðu í bunk- um. Þið á Morgunblaðinu urðuð að vera á „blaðaforgangi" til að fá síldarfréttirnar á kvöldin. Það var mikið um að vera og ægilega garnan," segir Ásthildur. „Fólkið var mjög samstillt og mikið hleg- ið.“ Þegar við hittumst allar og rifj- uðum upp minningar fyrri ára voru mörg skemmtileg atvik upp- lifuð á ný. Við litum kannski hver á aðra og veltum fyrir okkur: Hver er nú þetta? En þegar farið er að tala, þá þekkjum við röddina. Ýmislegt leitar á hugann frá fyrri tíð. þetta verður eins og myndaröð þar sem maður kannast við alla á myndunum. Á mínum fyrstu árum á Lands- símanum höfðu ekki allir íbúar Reykjavíkur síma, enda náði Reykjavík ekki nema inn að Hring- braut, þar sem nú heitir Snorra- braut. Allt annað var úthverfi. Daglega þurfti að senda boð til fólks um að koma í síma. Það var boðað til viðtals á símstöðina í Reykjavík, þar sem afgreiðslan fór fram, á tilteknum tíma. Oft var þá þröng á þingi í afgreiðslusaln- um. Menn sátu stundum og biðu eftir símtali í margar klukku- stundir í einu og margt spjallað. Sumir gerðu sér til gamans að yrkja vísur til okkar afgreiðslu- stúlknanna ef ekki til annarra. Þarna var í fjöldamörg ár mjög skemmtileg kona, Imma Jóns, og margar sögur sagðar af tilþrifum hennar þegar við erfiða viðskipta- vini var að eiga og allt fullt út á Austurvöll. Einhvern tíma hafði Jón Hjart- ar frá Flateyri beðið lengi og látið óþægileg orð falla, ekki að ástæðu- lausu. Þegar hann svo hafði fengið samtal sitt stakk hann þessari vísu að mér sem nokkurs konar afsök- unarbeiðni: Stutt var biðin, stór var leiðin stúlkan góð hjá símanum, enda rann nú af mér reiðin er rauk í mig fyrr á tímanum. Aftur tek ég orðin sex aumur mjög í sinni. Augnablikið ekkert vex inni á símstöðinni. Við sem sátum uppi í langlínu- salnum á 3. hæð í Landssímahús- inu, eins og það hét þá, höfðum nóg að gera. Við gengum á 6 tíma vaktir og þótti svo gaman í vinn- unni að ég man að nokkrar okkar báðu alltaf um að fá að vera áfram ef vantaði á vaktina. Þurfti ekkert að dekstra okkur," heldur Ást- hildur áfram. „Smástöðvarnar voru opnar og komu inn kl. 9-10 á morgnana og kl. 16-17 á daginn og á meðan var allt í botni. Þær línur voru fáar og stærri stöðvarnar áttu bágt með að skilja þetta og þola það. Ég minnist þess að útvarpssalurinn var þá beint fyrir ofan okkur á næstu hæð og ósjaldan var ég send þangað upp klukkan rúmlega fjög- ur til að biðja útvarpshljómsveit- ina um að bíða með æfingu á meðan smástöðvarnar væru inni. Ekki heyrðist mannsins mál á meðan þeir voru að spila og þeir gleymdu okkur oft, blessaðir. I salnum hjá okkur var einnig skiptiborð fyrir Landssímahúsið, sími 1000 — og þar sátu til skiptis Ebburnar — Gísla og Bjarnhjeðins — og kunnu þessi reiðinnar býsn af símanúmerum í Reykjavík, sem voru fjögurra stafa númer. Ég man að við urðum að læra símanúmer hjá öllum stærstu fyrirtækjunum í bænum þegar við byrjuðum nám i Símaskólanum. En það var lítið hjá því sem Ebburnar kunnu. Seinna fengum við svo að leysa þær af og þá lærðist þetta fljótt. Ebba Bjarnhjeðins þéraði okkur allar, en það var ekki óalgengt í þá daga. Við þéruðum alla við- skiptavini, annað var ókurteisi hjá opinberri stofnun. Þetta voru vissulega skemmti- legir tímar. Og þvílíkir afbragðs vinnufélagar, að ekki sé talað um hláturinn sem var ríkjandi, þessi eðlisþáttur sem gerir alla að vin- um,“ segir Ásthildur að lokum. Þess má geta til gamans að hennar árgangur motaði að nokkru tíma- mót. Fram að þeim tíma hafði þótt sjálfsagt að „stelpurnar" sem giftu sig hættu að vinna úti og kæmu ekki inn aftur. En ári eftir að hún gifti sig og hætti vantaði í afleys- ingar og þessar vönu, giftu konur komu til að leysa af. Þetta var árið 1953 og eftir það þótti sjálfsagt að giftar konur héldu áfram að leysa af á sumrin og sfðar að þær ynnu áfram. E.Pá. Hvað er þetta maður, meðgangið þér! Viðtal við Helgu í Finnbjörns- i dóttur Það var árið 1925 að ung Reykja- vfkurmær, Helga Finnbogadóttir, hóf störf hjá Landsímanum. Var um sumarið látin vera við símaborðið á Þingvöllum, en flutti um haustið á Miðstöð í Reykjavík, eins og það var kallað, og hafði áður en yfir lauk unnið á Landsímanum í 54 ár. Land- síminn var þá í Pósthússtræti, þar sem síðar var lögreglustöðin. Unnið var á tveimur vöktum, 13 stúlkur á hvorri vakt, enda þurfti að gefa hverjum símnotanda númerið sem hann vildi fá með handafli. Unnið var fram til klukkan 8 á kvöldin eða jafnvel til kl. 10 eða 11 ef mikið var að gera. En á nóttunni var látið duga að hafa einn vaktmann. „Menn voru misjafnlega þolin- móðir, en í heildina ágætisfólk," segir Helga er hún minnist þessara daga. „Sumir voru að flýta sér meira en aðrir, sættu sig þá kannski ekki við að númer var á tali. Þá þéruðust allir og jafnt þótt þeir væru að hundskammast. Jafn- vel heyrðist: „Haldið þér kjafti." Þó man ég þegar sjálfvirka stöðin tók til starfa árið 1932 að einn hringdi og sagði við kurteisa stúlku á símanum: „Feginn er ég að heyra aldrei í yður framar!" Þegar ég lít til baka þá var þetta ákaflega skemmtilegur tími. Á stöðinni var mikið af ungum og kátum stúlkum og mikil samstaða. Aldrei neitt þref eða læti. Við fór- um líka mikið út saman í smáhóp- um að skemmta okkur. Á árinu 1930 missti ég föður minn og þurfti þá að fá betur launað starf en á Miðstöðinni. Þar unnu margar heldri manna dætur sem voru þar meira sér til afþreyingar og til að komast af stað út á vinnumarkað- inn, sem var þröngur á þeim tíma og launin voru ekki til að lifa af. Ég fór því 1931 á langlínuna, en sambandið við útlönd var ekki komið. Aðeins loftskeytasamband. f sambandi við launin man ég eftir vísu, sem Bjarni Ásgeirsson orti 1930 í tilefni þess að símameyjar fóru fram á launahækkun og fjöl- menntu á þingpallana: Símameyjar sátu á bekk sendu augnaglæður sérhver vitlaust númer fékk svona er vaninn skæður. „Línurnar voru svo fáar og allt á síðasta snúningi í gamla húsinu i Pósthússtræti. En 1. desember 1932 var flutt í nýja húsið við ^ Austurvöll. Ég var þar á langlín- . Unni fram til 1947, fór þá á skrif- ■Btofu bæjarsímans og endaði í símaskránni. Auðvitað hafa orðið gífurlegar tækniframfarir á þess- um 54 árum og það hefur verið mjög skemmtilegt að vera þátttak- andi í því.“ Hvað hefur nú verið minnis- stæðast? „Bruninn í Keflavík þegar sam- komuhúsið brann, slysið í Brúará þegar Guðrún Lárusdóttir og dætur hennar drukknuðu og at- burðurinn þegar Pouquoi pas? fórst vestur á Mýrum haustið 1936. Þessir atburðir hafa eins og greypst í minnið. Man þetta eins og það hefði gerst í gær, enda var Stelpurnar á Stöðinni. Á myndinni eru þær sem unnu á Miðstöð fyrir 1932 og mættu nú á Hótel Loftleiðum 7. sept. sl. Þær eru: Aftari röð, frá vinstri: Svanhvít Guðmundsdóttir, Katrín Helgadóttir, Elín Sigurðardóttir, Þóra Þorsteins- dóttir, Ásta Thorstensen, Dagmar Dahlmann, Vilborg Ólafsdóttir f. aftan, Asta Björnsdóttir, Valgerður Guðmunds- dóttir, Gyða Þórðardóttir, Sigríður Jónsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Sigurbjörg Lárusdóttir. Fremri röð, frá vinstri: Lilja Sigurðardóttir, Matthildur Petersen, Helga Finnbogadóttir, Bjarnveig Bjarnadóttir, Þórdís Daníelsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.