Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGAR 6. OKTÓBER1985 Ferðamenn sem skoða vilja sögustaði í Nýja íslandi stansa gjarnan þar sem nú heitir Árnes. Þar fæddist Vilhjálmur Stefánsson 3. nóvember 1879 á bænum Hulduárhvammi. Gamli bærinn er nú vitanlega löngu horfinn, en árið 1969 var afhjúpuð þar höggmynd af Vilhjálmi ásamt veggskildi, og var það gert að tilhlutan Kanadastjórnar í virðingarskyni við vísindamanninn og landkönnuðinn heimsfræga sem lést í New Hamp- shire í Bandaríkjunum 26. ágúst 1962. En þegar frá er talið minnismerkið góða á Árnesi er raunar ekki margt sem minnir á Vilhjálm í Kanada nú í dag. Lítil eyja við norðausturhorn Viktoríueyjar ber að vísu nafnið Stefánssonseyja, en nafn hans er ekki víða að finna í kanadískum ritum frá síðari tímum. Vilhjálmur Stefánsson Síðasta myndin sem tekin var af Karlúk áður en skipið stíkk í nóvember- 1913. I Um feril hans og skipti við sambandsstjórnina í Ottawa — eftir Margréti Björgvinsdóttur Þegar haft er í huga að hann var nokkurs konar þjóðhetja í Kanada á öðrum áratug þessarar aldar og átti að vinum alla helstu valdamenn þjóðarinnar kemur þessi gleymska á nafn Vilhjálms undarlega fyrir sjónir. En hér að baki liggur löng pólitísk saga um viðskipti hans við stjórnina í Ottawa sem endaði þannig að Vil- hjálmur féll í ónáð hjá þeim háu herrum. Þessu pólitíska banni var raunar ekki létt af Vilhjálmi Stef- ánssyni fyrr en undir lát hans. Ferill án hefðar Vilhjálmur var aðeins eins árs er foreldrar hans fluttust frá Manitóba til Norður-Dakóta. Árin fimm sem þau bjuggu í Nýja ís- landi voru erfið, vetur kaldir, upp- skerubrestur vegna flóða og síðast en ekki síst herjuðu plágur á ís- lensku innflytjendurna. Þau Jó- hann og Ingibjörg, foreldrar Vil- hjálms, misstu á þessum árum tvö börn sín og eins og margir landar Sirra fluttu þau búferlum suður í lendingabyggðirnar í Norður- Dakóta, þar sem Vilhjálmur ólst upp í fátækt á ystu mörkum byggðar í Norður-Ameríku. I ritum sínum minnist Vil- hjálmur sjaldan á foreldra sína og er helst á honum að finna að hon- um hafi þótt þau helst til undir- gefin í skiptum sínum við yfirvöld innflytjenda. Móðir hans veitti honum kristilegt uppeldi og átti sér þá ósk heitasta að hann yrði prestur. Á barns- og unglinsárum varð skólaganga stopul eða sam- anlagt um tuttugu og sjö mánuðir áður en háskólanámið hófst. Tíma sínum varði hann aðallega með bróðurnum Jóa, sem hafði tekið Buffalo Bill sér að fyrirmynd. Jói stóð löngum í braski með naut- gripi og tók Vilhjálm með sér í langar ferðir um slétturnar í norð- anverðum Bandaríkjunum. Háskólaár Vilhjálms voru að ýmsu leyti róstusöm, og á þeim árum fullmótuðust einnig per- sónulegir eiginleikar hans og ein- kenni. Þegar fram liðu stundir sá Vilhjálmur háskólaárin í talsverð- um dýrðarljóma, þótt þau væru í reyndinni tími fátæktar, von- brigða og sjálfsrýni. Hann hóf háskólanám í Norð- ur-Dakóta. Þar lenti hann þó brátt í útistöðum við kennara og aðra yfirboðara. Námið þótti hon- um litlaust og lítt andlega upp- byggjandi, þar sem úrelt stað- reyndastagl væri í hávegum haft. Enda taldi Vilhjálmur að hver vel gefinn nemandi myndi græða meira á sjálfstæðum lestri og rannsóknum en á formlegri skóla- göngu af þessu tagi. Hann vildi stefna að háleitu markmiði án þess að líta nokkurn tíma um öxl. Hann varð snemma sérstæður, en sakir ákveðinnar stefnu og skapandi gáfna varð hann oft ein- mana á æviferli sínum. Á háskóla- árum orti hann talsvert og dreymdi jafnvel um að verða heimsfrægt skáld. Hann þýddi talsvert af nítjándu aldar kveð- skap íslenskum, þar á meðal nokk- ur ljóð eftir þá Bjarna Thoraren- sen og Jónas Hallgrímsson. Sér- stakt dálæti hafði hann á vetrar- heimspeki hins fyrrnefnda. Þýð- ingarnar er að finna bæði í tíma- ritum og ljóðasöfnum. Vilhjálmur fór alla tíð sínar eigin leiðir. Þessi einstefna varð honum oft fjötur um fót á norðurferðum hans síðar á ævinni. Vilhjálmi var vikið frá háskól- anum í Norður-Dakóta en fékk inni við háskóla í Iowa þar sem hann lauk prófum í guðfræði. Og áfram lá leiðin til frekara guð- fræðináms við Harvard-háskóla. Naut hann til þess námsstyrks frá skoðanabræðrum sínum í unitara- kirkjunni bandarísku. Við Har- vard söðlaði Vilhjálmur loks um og hvarf frá guðfræðinni og sneri sér nú alfarið að mannfræði og þjóðfræði. í Iowa kynntist hann verkum breska heimspekingsins Spencers. Höfðu þau mikil áhrif á hann og urðu honum leiðarljós. í dagbók- um Vilhjálms frá 1904 má sjá hváða hugmyndir hann hafði á þeim tíma um þátt einstaklingsins í mannlegri framþróun. Að hans mati var fólki sérstök nauðsyn á að þjálfa og rækta með sér gott minni, dugnað, hæfileika til aðlög- unar, hugmyndaflug, fyrirhyggju o.fl. Auk þess bæri einstaklingum að vera ávallt reiðubúnir að læra hver af öðrum. Ferðalög og hvers kyns samanburðarfræði taldi hann veigamikinn þátt í slíkri framþróun. Á Harvardárunum fór Vil- hjálmur tvær ferðir til íslands, m.a. til rannsókna á sambandi milli tannskémmda íslendinga og kornneyslu. Heldur er óljóst um niðurstöður þessara rannsókna, en á íslandi fékk Vilhjálmur mikinn áhuga á fornum byggðum nor- rænna manna á Grænlandi og þá sérstaklega hvað orðið hefði af því fólki sem á 15. eða 16. öld virtist hafa horfið þaðan af sjónarsvið- inu. Hann skrifaði um það efni grein sem birtist 1906 í tímaritinu The American Anthropologist. Þar varpaði Vilhjálmur fram þeirri tilgátu að norrænir menn hefðu ekki, eins og fyrr var talið, runnið saman við skrælingja held- ur hefði norræni stofninn verið upprættur. Þetta mun hafa orðið kveikjan að áhuga hans á mann- fræði norðursins. Norðurferðirnar þrjár Á því tímabili sem hér um ræð- ir, þ.e.a.s. um og uppúr síðustu aldamótum, beindist rannsóknar- áhugi vísindamanna lítt að norð- urslóð. Var þá miklu fremur í tísku að mannfræðingar litu til Suður-Ameríku, Afríku og Suð- austur-Asíu. Árið 1906 var Vil- hjálmur ráðinn í að taka þátt í leiðangri á vegum British Museum til Austur-Afríku. En áætlanir hans breyttust er honum var boðið að fara með Anglo-American-Pol- ar-leiðangrinum til rannsókna í Beaufort-hafi. Einn af yfirmönn- um leiðangursins hafði lesið fyrr- nefnda grein Vilhjálms um íslend- inga á Grænlandi og þótti maður- inn líklegur til að vilja taka þátt í rannsóknarleiðangri á norður- hvelið. Þó launin væru léleg var þetta gullið tækifæri fyrir ungan vísindamann og Vilhjálmur tók boðinu. Mjög erfitt reyndist að afla fjár til þessarar ferðar og lagði það hömlur á leiðangursmenn svo árangur varð ekki sá sem vonast hafði verið til. Tiltölulega lítið var vitað um eskimóa, lönd þeirra og lifnaðarhætti nyrst í Kanada sem og í Alaska. Hudson-flóaverslunin hafði haft bækistöðvar á þessum svæðum og hvalveiðar voru stund- aðar þaðan frá því um 1880, og eskimóar höfðu af þeim sökum kynnst vestrænni menningu, en lítið hafði verið um þá skrifað frá vísindalegu sjónarmiði og rann- sóknir takmarkaðar á þessum landsvæðum. Fyrstur til að rita vísindalega greinargerð um Kan- ada-eskimóa var Franz Boas, sem gaf árið 1880 út mannfræðirit um eskimóa sem byggðu Baffinsland, sem er allmiklu austar en þau svæði sem Vilhjálmur rannsakaði. Þegar Vilhjálmur lagði í sína fyrstu ferð hafði hann því lítið í höndunum til undirbúnings við rannsóknir í mannfræði og þjóð- fræði á þessum slóðum. Þess verð- ur einnig að geta að á þessum ár- um voru vísindagreinar ekki eins afmarkaðar og síðar. Hugtökin mannfræði og þjóðfræði voru til að mynda mjög óskýr. Vegna fjárskorts gátu þeir Leff- ingwell og Hikkelsen, stjórnendur leiðangursins, ekki lokið þeim verkefnum sem þeir höfðu tekist á hendur. Vilhjálmur naut lítillar aðstoðar frá þeim og varð að vinna upp á eigin spýtur. Eskimóar á umræddu svæði voru orðnir háðir þeim fæðuteg- undum sem hvalveiðimennirnir fluttu til þeirra en veturinn 1906—1907, þegar Vilhjálmur dvaldist meðaí þeirra, varð mis- brestur á því að svo yrði og hurfu eskimóar því aftur til fyrri veiði- aðferða við fisk- og selveiði undan ströndum og hreindýraveiði inni í landi. Um tveggja mánaða skeið bjó Vilhjálmur að þessu sinni með eskimóum sem einn úr þeirra hópi og við sömu kjör og þeir. Safnaði hann um veturinn þjóðsögum og lærði mál eskimóanna. í þessari ferð hitti hann Roald Amundsen er hinn síðarnefndi kom á skipi sínu Gjaa til Herschel-eyjar þar sem Vilhjálmur hafði oft bækistöð sína. Þar fréttu þeir Amundsen og Vilhjálmur af eskimóum á Vikt- oríueyju og við Krýningarflóa (Coronation Gulf), sem ekki hefðu enn komist í kynni við vestræna menningu. Þangað vildi Vilhjálm- ur komast, en varð að slá þeirri för á frest þangað til í öðrum leið- angri sínum. Um fyrstu ferðina skrifaði Vil- hjálmur bókina Veiðimenn á hjara veraldar. Hún kom út 1922 og bar mjög merki þess að vera skrifuð löngu eftir að ferðin var farin. Farið var að fyrnast yfir ýmsa hluti og síðar sagði Vilhjálmur svo frá að e.t.v. hefði hann séð hlutina í full svo rómantísku ljósi þegar hann skrifaði bókina. Einnig ligg- ur eftir Vilhjálm fjöldi ritverka, bæði bóka og ritgerða. Munu þar frægastar Meðal eskimóa og Heimskautalöndin unaðslegu, sem báðar hafa komið út í íslenskri þýðingu. Hann þótti afburða góð- ur fyrirlesari og fór á langri ævi fjölmargar fyrirlestraferðir um Ámeríku og Evrópu. f augum Vil-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.