Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGAR 6. OKTÓBER1985
B 23
Hann býr ásamt hundruðum
fugla og hundinum sínum
Randulf Ádnesen hefur unn-
ið að því í fimmtíu ár að
skapa fuglunum sínum skemmti-
legt umhverfi og nú býr hann 91
árs á heimili sínu í Noregi ásamt
mörg hundruð fuglum og hundin-
um sinum, Tusse.
Það hló nú mikið að mér fólkið
þegar ég stóð úti í mýri 1935 og
sagðist stoltur af landinu mínu
þar sem ég ætlaði að rækta fal-
legan garð með tjörnum, eyjum
og litlum brúm fyrir fuglana. En
ég hélt mínu striki og í dag á ég
hér fallegan samastað með vin-
um mínum dýrunum, segir þessi
öldungur.
BALDUR OG KONNI
„Tíu ár síðan við hættum
alveg að koma fram“
Hann Konni er búinn að vera
tólf ára í ein fjórtán ár og
leyndarmálið er að það þarf að
skipta um haus á nokkurra ára
fresti því Konni er t.d. búinn að
slíta þremur hausum á 14 árum,
nema það er alltaf sama heilabúið.
Það er Baldur Georgs, eigandi
brúðunnar Konna, sem hér segir
frá fyrir 25 árum, en fyrir þá sem
muna ekki mörg ár aftur í tímann
voru þeir feðgar landsmönnum
flestum kunnungir hér á árum
áður.
Þá fóru þeir út um land allt og
skemmtu fólki og gerðu jafnvel
garðinn frægan erlendis, fóru til
Danmerkur og Færeyja, og út voru
gefnar fimm hljómplötur með
þeim.
Er þetta samtal var tekið við
þá fyrir 25 árum voru þeir að lesa
undir stúdentsprófið.
En hvað varð um þá Konna og
Baldur?
Það eru svona tíu ár síðan við
hættum alveg að koma fram og
skemmta fólki. Ég reyndi nokkrum
sinnum að prófa á ný, en það gekk
einfaldlega ekki, sagði Baldur.
— Þið hafið lokið stúdentspróf-
inu?
„Já, það gerðum við 1961. Ég
lagði svo leið mína í ensku í háskól-
ann og kenndi að því loknu um
skeið. Annars átti ég í árafjölda
við illan sjúkdóm af stríða."
— Hvað er að frétta af Konna?
„Konni hefur það sallafint og er
nú kominn í algjört frí frá vinnu.
Hann er reyndar ekkert of hrifinn
af því og segir þetta ekkert vit,
því nú fái hann aldrei tækfæri til
að fara í frí.“
—Mega landsbúar eiga von á því
að heyra frá ykkur aftur?
„Ekki held ég það. Aftur á móti
er ég að byrja með galdraskóla
heima í Kópavoginum og ætla þá
að miðla þeim sem hafa áhuga af
þekkingu minni, þvi eins og margir
vita var það starfi minn í áratugi
að búktala og gera töfrabrögð."
— Lærðirðu taltæknina eða
töfrabrögðin í skóla?
„Nei, ég er sjálfmenntaður eftir
bókum og það er eflaust svolítið
skrítið, sérstaklega hvað varðar
taltæknina, að hún skuli lærð af
bókum.
— Blaðamaður vonar bara um
leið og hann gengur út af Kökuhús-
inu, þar sem kaffi var sötrað með
Baldri, að einhverjum væntanleg-
um nemendum eigi eftir að takast
jafn vel upp og honum og gera
garðinn frægan.
Bflar til sölu
1. Mercedes Benz 280 SE ’80 ekinn 86 þús. km.
Sjálfskiptur, loftkæling, sportfelgur, pluss.
2. Ford Sierra Laser 1600 ’85, ekinn 12 þús. km.
Sóllúga, rafmagn í rúöum o.fl.
3. GMC Van Dura húsbíll. Original innrétting,
sjálfsk., loftkæling o.fl. Sérstætt lakk.
Hvers konar greiöslukjör koma til greina.
Sími 41944.
lii Starfsmaður
IJP óskast
tilaöstoöarviöböö aöNoröurbrún 1.
Uppl. á skrifstofu félagsstarfs aldraöra, sími
686960.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar.
--------------------------------------<
Landsmálafélagiö
Vörður
Almennur félagsfundur Landsmálafélags-
ins Varöar veröur haldinn í Valhöll Háaleit-
isbraut 1, fimmtudaginn 10. október kl.
20.30.
Dagskrá:
1. Kjörnefnd valin
vegna stjórnarkosn-
ingar áaöalfundi.
2. Þorsteinn Pálsson
formaður Sjálfstæö-
isflokksinsræöir
stjórnmálaviöhorfiö.
Landsmálafélagiö Vörður.
-
Baðinnréttingar fyrir þá sem hafa
góðan smekk.
Opið í dag frá kl. 2—5.
VALD. POULSEN S
Suöurlandsbraut 10. Sími 686499.
Innréttingadeild 2. hæð.