Morgunblaðið - 06.10.1985, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.10.1985, Qupperneq 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGAR 6. OKTÓBER1985 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON VE5TfU-LOrTSSTADlR 1890 Slátur Um súrmat Ibók Þóru Andreu Nikólínu Jónsdóttur frá 1858 „Ný matreiðslubók ásamt ávís- un um litun, þvott o.fl.“ er uppskrift af „kornsýru". Hún hljóðar svo: „Kornsýra“ „Til þess að búa til kornsýru skal taka 2 potta af rúgi og sjóða í 35 til 40 pottum af vatni þangað til rúgurinn er sprunginn vel í sundur; síðan skal hella öllu saman í vel helda tunnu, helzt sem súr hefur verið í áður, láta saman við þetta xh pela af brennivíni og láta svo standa vel til byrgt þangað til súrt er orðið. Skán kemur ofan á, og skal hún sem lengst látin vera ofan á og kornið allt af niðri í. Sýru þessa er bezt að búa til framan af sumri, svo hún hafi tíma til þess að súrna. Hún er góð til þess að súrsa í á haustum og blanda með henni á sumrum." Líklegt er að þetta sé hin besta sýra, en nú notum við skyrmysu, sem við kaupum úr búð. Mysan er þó tæplega nógu súr til þess að sýra með, og er ágætt að láta hana standa í nokkra daga á eldhúsborðinu og súrna áður en henni er hellt yfir slátrið. Einnig getur veirð gott að setja rúgmjöl í smágrisjupoka ofan í mysuna. Það flýtir fyrir súrnun. Sú mysa sem við fáum í dag er gerilsneydd og breytir það miklu. Sláturgerð hefur tíðkast á íslandi í alda- raðir. Geyma þurfti slátrið, jafnvel í heilt ár, og ekki voru frystikistur í þá daga, en ísíendingar dóu ekki ráðalausir. Þeir notuðu sýru sem þeir fengu af skyri og ostum. Skyr var búið til á íslandi til forna, en getið er um að það hafi verið sopið eða drukkið. Bendir það til að það hafi verið notað ósíað í fyrstu. Sennilega er ver'kun á því skyri sem síðar var búið til, önnur en þá var. Þegar farið var að sía skyrið, fékkst mysan sem bæði var notuð til drykkjar og geymslu á matvælum. Allt fram á þessa öld voru kvíaær mjólkaðar að sumri. Smjöri, skyri og ostum var safnað saman til vetrargeymslu, en mysan geymd í tunnum og keröldum. Mysan súrnaði við geymslu, og því hraðar sem hlýrra var í veðri. Ýmis matvæli voru lögð í súr. Má þar nefna lifrarpylsu og blóðmör, svið, bringukolla, lundabagga, ær- og kýrjúgur, hrútspunga, gollur, selshreifa og hausa, hvalspik, sund- maga, hrogn, fyllta kútmaga, hveljur af hrognkelsi og roð af harðfiski. Einnig var feitum kjötbitum oft stungið í tunnuna. Oft var skyrgrindin látin standa ofan á tunnunni með súrmatnum, og bættist þá ný mysa við til frekari súrmyndunar. Ef þið ætlið að súrsa svið, bringukolla og annað kiötmeti, er best að hafa blóðmör eða lifrarpylsu í tunnunni. Margir Islendingar hafa mikið dálæti á súrmat, en geymsíu- skortur kemur oft í veg fyrir að fólk noti þessa gömlu og góðu aðferð, og er það miður. I þætti þessum birtast uppskriftir sem birtust í fyrra með „sláturpættinum". Sá þáttur var nokkuð seint á ferðinni vegna verkfalls og því líklegt að uppskriftirnar hafi farið fram hjá mörgum, en að sjálfsögðu eru þær enn í fullu gildi. Um slátur! Víðast hvar eru vambirnar hreinsaðar, þegar slátrið er keypt, jafnvel hægt að kaupa þær saumaðar. Því þarf ekki að hafa mikið fyrir þeim. Þó þarf að leggja þær í kalt vatn strax og gæta þess að þær séu ekki lengi á hlýjum stað. Hentugt er að láta renna á vambirnar í vaskinum og síðan þarf að skafa þær, ef eitthvað situr eftir á þeim. Algengt er að fá 4—6 keppi úr hverri vömb. Vélindis- keppurinn eða fagrikeppur er einnig notaður utan um slátrið, og þarf aðeins að sauma fyrir gatið á honum. Yfirleitt þarf að kaupa aukavambir ef maður ætlar að búa til slátur úr öllu blóðinu og lifrinni, og er hæfilegt að kaupa 2 aukavambir með fimm slátrum. Þegar keppir eru sniðnir úr vömbinni, er best að leggja hana á trébretti og skera með beittum hnífi. Síðan er notaður bómullar- þráður og góð stoppunál til að sauma keppina saman. Gott er að skilja eftir smáspotta við opið. Þræða nálina upp á hann og sauma fyrir opið, þegar búið er að fylla keppinn. Ef þið ætlið að frysta slátrið, er hægt að hálfsjóða það fyrir frystingu eða geyma það hrátt. Slátrið tekur mun minna pláss í fryst- inum, sé það fryst hrátt, en vefjið hvern kepp í plastfilmu og setjið í kassa eða álmót. Setjið síðan plast eða álpappír vel yfir allt slátrið. Nauðsynlegt er að snöggfrysta slátrið við eins mikið frost og hægt er. Þegar slátrið er soðið, er það sett frosið í sjóðandi salt- vatn. Hæfilegur suðutími á frosnu slátri er 3—3 % klst. Blóðmör 2 lítrar blóð lk lítri vatn 2l 2 3 4 5 6 7 8k sléttfullar mskgróft salt 500ghaframjöl 1200g rúgmjö! 800gmör 1. Saxið mörinn smátt. 2. Blandið salti í vatnið og setjið út í blóðið. 3. Blandið saman rúgmjöli og haframjöli. 4. Hrærið blóðið út í mjölið. Þetta á að vera meðalþykk hræra. 5. Hrærið mörinn út í. 6. Setjið í vambakeppi, fyllið aðeins að þremur fjórðu, saumið fyrir gatið, pikkið keppina með nál. 7. Sjóðið saltvatn, setjið keppina hvern af öðrum í salt- vatnið um leið og þeir eru tilbúnir og sjóðið í 3 klst. Hafið hægan hita og pikkið meðan á suðu stendur. Færið keppina, sem fljóta upp, í kaf með spaða. 8. Snöggkælið keppina. Athugið: Þessi hræra er í 10—12 keppi. Ef þið viljið búa til rúsínuslátur, stingið þið hnefafylli af rúsínum í hvern kepp. Merkið keppina með því að sauma pjötlu við opið. Lifrarpylsa 2 lifrar, u.þ.b. 1 kg 4 nýru, u.þ.b. 150 g 2 msk gróft salt 2 msk. gróf t salt xk lítri mjólk 'k lítri kjötsoð (hægt er að nota soðteningsvatn) öOOgrúgmjöl 250 g haframjöl 200 g hveiti 800 g mör 1. Brytjið mörinn smátt 2. Hreinsið allar taugar og æðar úr lifrinni. Takið himnuna af nýrunum og klippið úr þeim æðar. Hakkið síðan lifur og nýru tvisvar í hakkavél. 3. Blandið saman rúgmjöli, haframjöli og hveiti. 4. Leysið saltið upp í soðinu. 5. Hrærið lifrina, soðið og mjólkina út í mjölið. Þetta á að vera þykk hræra. Blandið síðan mörnum í. 6. Setjið í vambakeppi. Þeir mega vera nokkuð fullir. Saumið fyrir. Pikkið keppina með nál. 7. Hitið vatn með salti. Sjóðið keppina í vatninu við hægan hita í 2 klst. Pikkið keppina meðan á suðu stend- ur og færið þá í kaf, sem fljóta upp. Soðinn blóðmör með hvítkáli og gulrótum í súr/sætum legi Handa4 1 frekar lítill blóðmörskeppur 250 g hvítkál 2 meðalstórar gulrætur 1 msk. smjör 1 msk. matarolía lk dl. borðedik Va tsk. negull 1. Hitið olíuna og smjörið á pönnu. 2. Saxið hvítkálið og gulræturnar, steikið það í feitinni í 10 mínútur. 3. Hellið edikinu út í og stráið púðursykri og negul yfir. Hrærið saman. 4. Skerið blóðmörinn í sneiðar og leggið ofan á græn- metið. Setjið lok á pönnuna, minnkið hitann og sjóðið í 7 mínútur. 5. Berið fram á pönnunni eða setjið á fat.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.