Morgunblaðið - 06.10.1985, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.10.1985, Qupperneq 31
MORGUNBLADID, SUNNUDAGAR 6. OKTÓBER1985 B 31 Hudson AQTI1“ r — loksins sýnd hér á landi eftir nokkurra .ára bið Tónabió hefur loksins eftir rúm- lega þriggja ára biö hafiö sýningar á Ragtime, stórmynd Milos Formans sem var fraeg og umtöluö á sínum tíma. Samkeppni reykvískra kvik- myndahúsa hefur greinilega lítil áhrif haft á þjónustu Tónabíós viö bíógesti sina. Þaö er vægast sagt léleg frammistaöa aö sýna stór- mynd á borö viö Ftagtime fjögurra ára gamia. Og til aö kóróna allt saman fylgir myndinni danskur texti. Bókin Ragtime kom út 1975, og keypti Dino kallinn Laurentiis kvikmyndaréttinn fyrir væna summu. Robert Altman átti aö gera myndina og vann hann aö handriti, en Dino ýtti honum út í kuldann þegar mynd Altmans, Buffalo Bill, sem Dino stíö aö, kolféll. Forman skrifaöi ekki undir samninga fyrr en hann haföi fengiö fullvissu um aö Altman bæri engan kala til hans. Altman sagöi aö gera þyrfti minnst tíu einnar klukkustunda sjón- varpsþætti til aö koma bókinni allri fyrir á filmu. Altman sannfæröi Forman um aö hann gæti engan veginn unniö fyrir Dino. Þá gat Forman hafist handa. Hann fékk Michael Weller, sem einnig haföi unniö meö honum aö Hárinu, til að skrifa meö sér hand- ritiö, sem ekki var minnsti höfuð- verkurinn viö þessa framleiðslu. Forman ætlaði sér ekki þá dul aö svo mikið sem reyna aö filma alla söguna eins og hún kom frá hendi Doctorows. Hann hugsaöi sér held- ur ekki aö endurskapa hiö kröftuga og kynlega sögusafn sem myndar listræna heild hjá skáldinu. Hins vegar langaöi hann aö ieggja áherslu á síöari hluta bókarinnar, hlutskipti svertingjans í Bandaríkj- James Cagney leikur hinn aldna yfirlög- regluþjón sem stjórnar um- sátrinu um bókasafnið dýr- mæta sem Co- alhouse Walker hreiðrar sig um um þessa tímabils, ragsins. Þaö er saga Coalhouse Walkers, ungs svertingja sem segir hvíta mannin- um stríö á hendur vegna móögunar sem í fljótu bragöi virkar harla lítil- væg, en reynist vera mælikvaröi á stolt mannssálarinnar. Persónusafnið er litríkt, og er vissara fyrir bíógesti aö sætta sig stax viö áherslur Formans í mynd- inni; sumar persónur úr bókinni minnka eða hreinlega hverfa. í myndinni ber mest á áöurnefndum Coalhouse Walker, sem Howard Rollins leikur; yngri bróöurnum, sem Brad Dourif leikur; fööurnum sem James Olsen leikur; móöurina sem Mary Steenburgen leikur og gálunni sem Elizabeth McGovern leikur. Af minni hlutverkum skal nefna yfirmann lögreglunnar, sem James gamli Cagney leikur; Stan- ford White sem rithöfundurinn Nor- man Mailer leikur og svínslæriö „fyndna“ Willie Conklin sem Kenn- eth McMillian leikur, en sagan snýst aö miklu leyti kringum skrá- veifu hans. Það sem vakti einna mesta at- hygli viö hlutverkaskipanina var leikur James Cagneys, en hann haföi ekki leikið i kvikmynd í tuttugu ár, þegar Forman bauö honum hlut- verk. Cagney var lasburöa, en læknir hans mælti eindregiö meö þessu og segir sagan aö Cagney, sem er aö komast á níræöisaldur- inn, hafi haft svo mikið yndi af aö leika á ný aö hann hafi verið stál- sleginn síöan. Ekkert hefur enn frést hvaöa mynd Milos Forman muni næst gera, hann tekur sér venjulegan góöan tíma. Milos hjálpaöi Saul Za- entz, sem ætlar að framleiða mynd eftir bók Kunderas, Óþolandi léttúö tilverunnar, og fékk Forman gamlan kunningja, Philip Kaufman (The Right Stuff) til verksins. Annars er Forman aö leika þessa dagana meö Jack Nicholson og Meryl Streeþ i Heartburn sem Mike Nichols stjórn- ar. gerir Byltingu Hugh Hudson ræöst greinilega ekki á garöinn þar sem hann er lægstur. Hann byrjaði í auglýsing- um í Bretlandi, fyrsta stóra kvik- myndin hans, Chariots of Fire, var ein stærsta mynd ársin's 1981; önnur mynd hans var hin mikla og dýra Greystoke, konungur apanna; og þriöja, sem veröur frumsýnd um næstkomandi jól, heitir Bylting (Revolution) og er sennilega viöamesta mynd hans til þessa. Bylting fjallar um uppsteit Bandaríkjamanna gegn yfirboður- um sínum, Bretum, á árunum 1776—83. Donald Sutherland leikur liösforing ja í breska hernum, en Al Pacino leikur vandræöa- gemling Bandaríkjamegin, og Nastassia Kinski leikur skvísu, sem ég veit ekki hvaöa hlutverki gegnir. Þaö er breska samsteypan Goldcrest sem á veg og vanda aö myndinni, sem hefur nærri gert út af viö fyrirtækiö. Upphaflegur kostnaöur var 11 milljón sterlings- pund, en kvikmyndatökur töföust úr von og viti og þegar síðast frétt- ist var hann kominn í 18 milljón pund. En ekki nóg meö þaö. Meö- framleiöandi Goidcrests dró sig út Donald Sutherland Mkur liö- þjálfa í breska hernum og verður egnt gegn Al Pacino í myndínní, ef aö líkum lætur. úr myndinni og sín 4 milljón pund, sem þýöir aö Goldcrest ber allan kostnaðinn. Þaö aftur á móti geröi það aö verkum aö fyrirtækið varö aö fresta gerö tveggja annarra mynda. Goldcrest framleiöir einn- ig The Mission, sem Roland Joffé (Killing Fields) stjórnar meö De Niro í aöalhlutverki. Þaö er ekki hægt aö segja annaö en Bretar séu stórhuga. Irwin Winkler, sem er skráöur framleiöandi myndarinnar fyrir hönd Goldcrest, gerir sér miklar vonir um mynd þessa, sem og hina myndina sem hann stendur að, Rocky IV. Þær veröa báöar meðal aöaljólamyndanna vestanhafs næstkomandi desember. Irwin Winkler er enginn viðvaningur á sviöi kvikmynda, hann hefur staöiö aö myndum eins og New York, New York og The Raging Bull með De Niro, fyrir utan allar myndirnar um stálhnefann Rocky Balboa. HJÓ Hór sést Hugh Hudson (annar frá vinstri) ásamt sérfræöingum úr tækniliöinu. Blaðamennska er aftur komin í tísku Blaöamenn eru aftur komnir í tísku í Hollywood-myndum en ólíkt því, sem áður var, eru þeir ekki lengur gallalausir með öllu. Þeir eru ekki eins og Bernstein og Woodward í All The Prese- dents Men. I Perfect (hefur lítillega verið minnst á hana áöur á þessum staö) og The Mean Season (Árstíö óttans, sýnd í Regnboganum) eru blaðamennirnir ( besta falli vafa- samir. Báöar sögurnar, sem myndirnar segja, eru skrifaöar af blaöamönn- um og báöar fást viö ýmsa siöferði- lega þætti blaöamennskunnar (þá er átt við dagblöð, tímarit, sjónvarp og útvarp). I perfect leikur John Travolta blaðamann á bandaríska timaritinu Rolling Stone, sem skrifar grein um rekstur heilsuklúbbs í Los Angeles og tekur viötal viö kaupsýslumann, sem sakaöur er um aö selja kókaín. Myndin er byggö á sannsögulegum atburöum, sem handritshöfundur- inn, Aaron Latham, uppliföi, þegar hann var blaðamaður á Rolling Stone. í myndinni þykir ritstjóran- um Jann Wenner (leikur sjálfan sig) grein Travolta um heilsuklúbbinn ekki nógu góö, krassandi eöa eitt- hvaö og breytir henni í haröa árás í staöinn. Og þegar líöa tekur á myndina á Travolta yfir höfði sór fangelsisdóm fyrir aö neita aö láta ríkissaksóknara hafa upptöku á viðtali hans viö dópsalann. Myndin gefur öörum þræði inn- sýn í þau áhrif sem frægir blaöa- John Travolta (Perfect. Kurt Russell og Maríel Hemming- way í The Mean Season. menn geta haft meö skrifum sínum og líf ákveöins úrvalshóps blaöa- manna, sem þeysir um landiö og lætur sem ekkert sé þeim heilagt. Óforskammaöir og óprúttnir gera þeir allt til aö ná i frétt. Einnig sýnir hún hvernig hin svokallaöa nýja fjölmiölun sjöunda áratugarins sem einkenndist af persónulegri skrif- um hefur snúist upp í frétta- mennsku sem sniðin er aö fyrir- framgefnum fordómum. Travolta lét raunar reyna svolítiö á þaö hvernig blaöamaöur hann væri og reit lýsingar á samleikurum sínum og öörum undir leiösögn Lathams og árangurinn af því birtist í Rolling Stone. Þar velti Travolta því m.a. fyrir sér hvort mótleikari hans í myndinni, Jamie Lee Curtis, heföi vilja sofa hjá sér eöa ekki (honum fannst þaö svonafrekar). The Mean Season er mun hóg- værari og alvarlegri mynd. Hún er byggö á glæpasögu eftir John Kat- zenbach, en hann skrifaði eitt sinn um lögreglumál í Miami Herald. Kurt Russell er í aðalhlutverki og leikur blaðamanna viö Hiami Her- ald. Katzenbach segir viöfangsefni myndarinnar tvíræöni og mót- sagnakennd blaöamennskunnar um þá grundvallarspurningu hvern- ig „ég get veriö aö kassast upp á fólk í sorg þess“ en samt langaö til aö skrifa þessa „frábæru“ frétt? Russel, sem eins og Travolta, bjó sig vei undir hlutverk sitt og fylgdist m.a. meö blaöamanni viö Miami-blaöiö aö störfum á staö þar sem framið haföi verið fjöldamorö. Þar tók Russell eftir Ijósmyndara, sem olnbogaði sig áfram þar til hann gat náö mynd af því eina barni sem komst lífs af undan moröingj- anum. „Ég gat ekki séö hvernig hægt var aö réttlæta svona nokk- uö,“ sagöi Russell. „Ég spuröi Ijós- myndarann útí þetta og hann sagöi að þaö væri mikilvægt aö segja ýt- arlega frá fórnarlömbum morö- ingja. Þaö væri eina vitneskjan, sem fólk almennt heföi af moröingj- um. Þaö færir okkur einnig heim sanninn um hvaö morö í rauninni er.“ I myndinni leikur Russell blaöa- mann, sem fjöldamoröingi notfærir sér til aö komast í blööin og veröa frægur. Morðinginn treystir ekki öörum en blaðamanninum og hringir í hann þegar hann hefur framið eitthvert ódæöisverkið. Þannig situr blaöiö fyrst allra aö fréttinni og blaðamaðurinn veröur frægur fyrir tengsl sín viö morðingj- ann og um leið flækist hann inní hrottaleg áform hans. — ai.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.