Morgunblaðið - 06.10.1985, Síða 5

Morgunblaðið - 06.10.1985, Síða 5
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGAR 6. OKTÓBER1985 B 5 Þegar sjálfvirk* síminn var tekinn í notknn í Reykjavík 1932 og sfmastúlknrnar i Miðstöö uröw éþarfar. vor þær kvaddar meö virktum, eins og sjá má á blómakörfunum og öðrum gjefum sem sendar voru til þeirra. Myndin er tekin í Reykjavík þegar þær hættu kl. 24 1. desember. Aftasta röö frá vinstri: Guórún Siguröardóttir, Svanhvít Guðmundsdóttir, Vilborg Vilhjálmsdóttir, Asta Thorstensen, Ingibjörg Þóröardóttir, Unnur Benediktsson, Frföa Bjarnhjeöins, Dagmar Jónsdóttir, Sigríöur Árnadóttir, Karitas Jónsdóttir, Ókunn, Unnur Eggertsdóttir, Gyöa Þóröardóttir. Ókunn, Svava Zoega. Kristín Björnsdóttir, Helga Kalmann. Sonja Morthensen, Margrét Finnbogadóttir, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Lilja Siguröardóttir, Jenny Guðbrandsdóttir. Miðröö vinstri: Ebba Gísladóttir, Dagmar Dahlmann, Nanna Helgadóttir, Guörún Guðjónsdóttir, Sigríöur Jónsdóttir, Elín Sigurðardóttir, Asta Björnsdóttir, Elín Hafstein, Katrín Helgadóttir, Eyþóra Thorarensen, Helga Finnbogadóttir, Auöur Pálsdóttir, Vilborg Ólafsdóttir, Magnús Þórláksson, næturvöröur, Elín Ellingsen, Steinunn Helgadóttir, Þóra Þorsteinsdóttir, Unnur Bjarnadóttir. Fremsta röö frá vinstri: Hólmfriöur Jónsdóttir, Inga Pálsdóttir, Unnur Þorsteinsdóttir, Ágústa Hallgrímsson, Ebba Bjarnhéöins, Ingibjörg Ólafsdóttir, Lára Jóhannsdóttir, Anna Jónsdóttir, Matthildur Petersen, Herdís Maja, Ágústa Forberg, Ásta Jóhannesdóttir Briem, Gróa Dalhoff, Kristín Sigurðardóttir, Elín Melsted, Torfhildur Dalhoff. maður eins og þátttakandi í at- burðunum. Við vorum komin í nýja Landsímahúsið. Ég kom á vakt klukkan tvö og var sett á vestur- borðið á stöðinni, en þaðan voru línurnar upp í Borgarnes og að bænum Straumsfirði. Sími var á bænum. Vitanlega lágu allir á línunni, því þetta var svo mikill atburður. Og allir blaðamenn voru að leita frétta. Fljótlega kom fram að allir mundu hafa farist. Því andrúmslofti sem þá ríkti gleymi ég ekki. Jú, vitanlega lágu allir á línunni og þá veitti ekki af að vera höstug- ur og hrópa „Út af línunni", annars heyrðist ekkert. Oft þurfti maður að bera á milli. Einhvern tíma var verið að reyna að fá mann til að meðganga barn, en einhverjar vöflur voru á honum. Ein síma- stúlkan lenti í því að þurfa að bera á milli, en við hinar fylgdumst með í spenningi. Mundi þetta nú takast? Lokst sagði hún: Hvað er þetta maður, meðgangið þér! Og það tókst. Hann segir já, hrópaði símastúlkan upp yfir sig. Og við fögnuðum allar. Við skrifðum undir þagnarheiti þegar við byrjuðum á símanum um að segja aldrei frá því sem maður heyrði og það var tekið alvarlega. Var ákaflega sterkt í manni að þegja. En maður heyrði oft sagt: Þetta kemur frá stelpunum á Stöð- inni! En ég man ekki eftir neinum leiðindum af því tagi. Það þótti mjög gott að vinna á Stöðinni á þessum árum og var viðburður allt fram að heimsstyrj- öldinni ef einhver hætti, nema ef hún gifti sig. En 1932 kom sjálf- virki síminn í Reykjavík og ekki var hægt að bæta nema fáum af þeim sem þá misstu vinnuna á annars staðar. Það var fyrsta skrefið í að útrýma stúlkunum á Stöðinni. Lítill óöur til símastúlkunnar Að tala vel í síma er talsvert mikil Iist, tökum nokkur dæmi — þau varasömu fyrst: Vertu ekki heimarík né hörkutól í svörum, hafðu gát á orðunum, er streyma af þínum vörum. Vertu ekki hikandi né hverful, góða mín, hafðu traust á eigin getu — þetta er línan þín. Sístreymandi orðaflaumur ekki reynist vel, „Æðibuna “ getur talað hraustan dreng í hel. Láttu ekki þreytuna þjaka hug og mál, þú, sem ert á tali við lifandi sál. Starfið þitt lifandi og listrænt í senn, lát ei sem þú talir við steindauða menn. Varast skaltu meinfýsinn og hortugan hreim, hroki í svörum er sem eitur í bein. Óþolinmæði engan leysir vanda, erfitt reyndist mörgum að glíma við þann fjanda. Nú er von þú spyrjir, heillavina mín. „Hvernig skal hún vera, símastúlkan þín ?“ Hún skal vera háttvís með hlýjuorð á vör, hiklaus í svörum, örugg og snör. „Brosandiu rödd hennar bera skal til þín boðin, sem þig vantar — þetta er stúlkan mín. Með greind og Ijúfu sinni hún greiðir vanda þinn, svo gaman er að hringja á vinnustaðinn minn. Jón Bjarklind. Afskaplega fínt og eftirsótt starf Vifttal við Ástu Björns- dóttur Ásta Björnsdóttir var ein af stelp- unum á Stööinni meöan þær af- greiddu öll númer í Reykjavík í Miöstöö. Byrjaöi þar voriö 1926. „Þetta þótti afskaplega fínt, besta starf sem stúlkur gátu fengið", segir hún. „Þegar ég útskrifaðist úr Kvennaskólanum 4. maí langaði mig óskaplega til aö koraast í Miöstöö. Mamma fór til Magnúsar Guö- mundssonar atvinnumálaráðherra og ég var ráðin. Dugöi ekki minna, þetta var svo eftirsótt. Ég var ekki nema 17 ára gömul og fannst erfitt að byrja þarna. Maöur byrjaði á að læra aö segja: „Miöstöö," og eftir að hafa gefjð númerið sagöi maöur „Til“ eöa „Á tali". Gróa Dalhoff var yfir annarri vaktinni, en Ágústa Erlendsdóttir yfir hinni. Og ég átti hauka í horni þar sem voru Þórdís Daníelsdóttir, Eyþóra Thoroddsen og síöar Kristín Björns. Á nóttunni var Magnús blessaður Þorláksson á vakt einn og hann vakti margan manninn í borginni á morgnana." „Þeir sem hringdu voru misjafn- ir og við þekktum allar hver var þægilegur og kurteis og hver óþægilegur. Við máttum auðvitað ekki verða óþægilegar á móti. Og höfum ekki verið það, því okkur var oft mikið þakkað. Fyrirtæki sendu okkur blóm, gosdrykki, konfekt og þessháttar með þakk- læti fyrir góða þjónustu. En ekki áfengi, nema 1932 þegar sjálfvirka sambandið kom á og stúlkurnar voru að hætta. Þá var sent kampa- vín. Þegar við fengum 15 mínútna hlé einu sinni á dag þá fórum við gjarnan út og gengum rúntinn í Austurstræti. Mættum mörgum sætum mönnum. Þá var Mensa upp á sitt besta og þar voru þeir oft skáldin Tómas Guðmundsson, Sigurður Grímsson o.fl. Og við litum í búðir. Við vorum með 75 krónur í laun á mánuði, sem þótti gott. Var heilmikið hægt að fá fyrir það. Ég held að verkamenn hafi haft um 209 kr. Maður fór því í helstu búðirnar i Austurstræti, til Egils Jaeobsens sem enn er til og til Haraldar Árnasonar. Stúlk- urnar á símanum voru margar ungar og glæsilegar i þá daga og mikið móðins í bænum. Þær voru mikið boðnar út, og fóru oft, saman í boð. En Hjörtur (Hjartarson kaupmaður á Bræðraborgarstíg 1) bjargaði mér, því ég var trúlofuð. Það var ekki til siðs að trúlofaðar stúlkur væru á einhverju flandri. En oft langaði mig,“ segir Ásta og hlær. „Ég varð því að hætta á símanum þegar ég gifti mig. Það kom af sjálfu sér. Enn það þótti ekki viðeigandi að giftar konur ynnu úti. Ég varð að gifta mig með konungsleyfi, því ég var svo ung og pabbi varð meira að segja að skrifa fyrir mig undir kaup- málann sem við hjónin gerðum. Tímarnir eru svo ótrúlega breyttir. En ég hefi hakiiö sambandi við stelpurnar á Stöðinni, við höfum nokkrar verið reglulega í sauma- klúbb og síðar spilaklúbb og aðrar hittast sjaldnar. En við höldum hópinn. Andrúmsloftið á vinnu- staðnum var svo sérlega létt og kátt. Alltaf jafn gaman að hitta þær hinar. Þetta eru yfirleitt svo sérstaklega hressar konur, sumar komnar um áttrætt. Þetta sam- band sem myndaðist skilja ekki aðrir. Þegar ég tala um stelpurnar á Stöðinni, spyrja krakkarnir: Hvaða Stöð ertu að tala um? En á þeim tíma fór það ekki fram hjá neinum, enda þurftu allir á aðstoð okkar að halda. Þegar ég byrjaði á stöðinni var Forberg landssímastjóri og Guð- mundur Hlíðar bæjarsímastjóri. Síminn var í gamla húsinu í Póst- hússtræti og gluggarnir okkar í miðstöð sneru í suður og austur, út að pósthúsinu. Landssíminn var norðan megin í húsinu og gangur á milli. Ég bar óttablandna virð- ingu fyrir þeim sem þar unnu. Þær voru í einhverjum æðri flokki, að mér fannst. Enda var þeirra starf mjög vandasamt. Þær þurftu að hafa bein í nefinu til að brjótast í gegn með símtölin fyrir sína kúnna. Það var mikið að gera hjá okkur og vandasamt líka, en ef við vissum ekki númer sem við vorum beðnar um höfðum við varðstjór- ana í bakhöndinni. í rauninni er kannski ekki frá svo mörgu að segja sem varðar aðra en okkur, sem allar munum hve skemmtilegt var að vera á Stöðinni. — E.Pá. Hópur símameyja, myndin tekin í Þjóöleikhúskjallaranum veturinn 1957. Aftasta röð frá vinstri: Sigríður Jóhannsdóttir frá Húsavík, Ragnheiöur Jónasdóttir, Ásdís Vilhelmsdóttir, Lilja Howser, Doris Blummenstein, Guörún Skúladóttir, Keflavík, Þóra Marinósdóttir, Elva Ólafsdóttir. 3. röö frá vinstri: Petrína Magnúsdóttir, Rósa Gunnarsdóttir, Jakobína Stefánsdóttir, Álfhildur Jóhannsdóttir, Inga Þorláks- dóttir, Dóra Laufey Siguröar, Guðrún Agnars, Svanborg Daníelsdóttir. 2. röö frá vinstri: Erna Guðjónsdóttir, Margrét Ársælsdóttir, Guöfinna Gyða Guðmundsdóttir, Jóhanna Laura Hafstein, Lára Lárusdóttir, varöstjóri, Ásta Friðjónsdóttir, Hólmfríður Þórhallsdóttir, Þórunn Pétursdóttir, Selma Júlíusdóttir, Málfríður Jónsdóttir, Unnur Kristjánsdóttir, Maria Kröyer, Erna Kristinsd. Fremsta röö: Guörún Ingveldur Guöjónsdóttir, Auður Pálsdóttir, Benny Hannesdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Ásthildur G. Steinsen, Jóhanna Antonsdóttir, Guðný Kagnheiöur Hjartar- dóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.