Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGAR 6. OKTÓBER1985 B 11 Brids Arnór Ragnarsson íslandsmótin í október Bridssamband íslands minnir á skráningu í íslandsmót kvenna í tvímenningskeppni, sem verður spilað helgina 12.—13. október. Lokafrestur til að tilkynna þátttöku rennur út miðvikudag- inn 9. október. Skráð er hjá skrifstofu sambandsins. Spilað- ur verður Barometer, allir v/alla og 3—4 spil milli para (ræðst af þátttöku). Þátttökugjald er kr. 1.500 pr. par. Einnig er skráð i mótið hjá Bridsfélagi kvenna í Reykjavík (Sigrún Pétursdóttir). Islandsmótið í parakeppni (blönduðum flokki) verður helg- ina þar á eftir, 19.—20. október. í það mót er einnig skráð hjá Bridssambandinu og rennur frestur til að tilkynna þátttöku út miðvikudaginn 16. október. Fyrirkomulag verður Baromet- er, allir v/alla, 3—4 spil milli para (ræðst af þátttöku). Keppnisgjald er einnig kr. 1.500 pr. par í það mót. Bæði mótin verða spiluð í Gerðubergi í Breiðholti og hefj- ast kl. 13 á laugardeginum. Spil- að er um gullstig, auk verðlauna í báðum mótunum. Keppnis- stjóri verður Agnar Jörgensson. Nv. íslandsmeistarar í tvímenningskeppni kvenna eru þær Ingibjörg Halldórsdóttir og Sigríður Pálsdóttir, Reykjavík. Islandsmeistarar í parakeppni eru þau Esther Jakobsdóttir og Sigurður Sverrisson, Reykjavík. Bridsfélag Hveragerðis Hafin er hraðsveitakeppni með þátttöku 8 sveita. Spiluð verður tvöföld umferð og eru spilaðir tveir 14 spila leikir á kvöldi. Staðan: Hans Gústafsson 47 Ragnheiður Guðmundsdóttir 42 Gunnar óskarsson 39 Jón Guðmundsson 33 Einar Sigurðsson 30 Næstu 2 umferðir verða spilað- ar á þriðjudagskvöldið kl. 19.30 í félagsheimili Ölfusinga. Bridsfélag Breiðholts Eftir tvö spilakvöld af þremur í hausttvímenningi félagsins er staða efstu para þessi: Anton R. Gunnarsson — Friðþjón Þórhallsson 279 Guðjón Jónsson — Friðrik Jónsson 250 Ragnar Ragnarsson — Stefán Oddsson 250 Baldur Bjartmarsson —Gunnlaugur Guðjónsson 240 Jóhannes 0. Bjarnason — Þórhallur Gunnlaugsson 238 óskar Sigurðsson — Róbert Geirsson 234 Næsta þriðjudag lýkur keppn- inni. Þriðjudaginn 15. okt. verður spilað eins kvölds tvímenningur en 22. okt. hefst Swiss team- sveitakeppni. Spilaðir verða stuttir leikir með Monrad-kerfi. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30 stundvíslega. Keppnisstjóri er Hermann Lárusson. Frá hjónaklúbbnum Tveimur kvöldum af þremur er lokið í tvímenningskeppni klúbbsins. Staðan: Sigrún Steinsdóttir — Haukur Harðarson 384 Ester Jakobsdóttir — SigurðurSigurjónsson 369 Sigríður Ingibergsdóttir — Jóhann Guðlaugsson 368 Kristín Þórðardóttir — Gunnar Þorkelsson 361 Sigríður Ottósdóttir — Ingólfur Böðvarsson 359 Ólöf Jónsdóttir — Gísli Hafliðason 352 Dúa Ólafsdóttir — Jón Lárusson 347 Hulda Hjálmarsdóttir — Þórarinn Andrewsson 346 Meðalárangur 312. Tafl- og brids- klúbburinn Úrslit í Barometerkeppni TBK urðu þessi: Ingólfur Lilliandahl — Jón I. Björnsson 165 Þórður Jónsson — Björn Jónsson 161 Tryggvi Gíslason — Guðlaugur Nielsen 139 Jón Þorvarðarson — Þórir Sigursteinsson 77 Bragi Björnsson — Þórður Sigfússon 52 Þórhallur Þorsteinsson — Auðun Guðmundsson 31 Næsta keppni félagsins hefst nk. fimmtudag 10. nóvember og er það hraðsveitarkeppni er verður spiluð í Domus Medica eins og venjulega. Allir þeir sem hafa áhuga á þátttöku og hafa ekki þegar látið skrá sig tilkynni þátttöku sína til Tryggva Gísla- Morgunblaðið/Arnór Flestir bridsáhugamenn þekkja þessa kunpána sem hér sitja að kaffidrykkju og meðlætið er ekki af verri endanum, tertur og rjómapönnukökur. Myndin er tekin sl. helgi í Gerðubergi á Samvinnuferða/Landsýn-mótinu. Guðmundur Kr. Sigurðsson til vinstri og Agnar Jörgensson. sonar í sima 34611 eða Jakobs Ragnarssonar í símum: 83508 og hs. 78497. Einnig má tilkynna til Reynis Eiríkssonar í síma 26045. Allt áhugafólk í brids er vel- komið. Bridsdeild Rangæingafélagsins Tvær umferðir eru búnar í tvímenningskeppninni og er staða efstu para þessi: Helgi Straumfjörð — Thorvald Ibsen 511 Sigurleifur Guðjónsson — Þórhallur Þorsteinsson 496 Daníel Halldórsson — Viktor Björnsson 490 Guðmundur Ásgeirsson — Ingólfur Jónsson 460 Gunnar Guðmundsson — Eyþór Bollason 458 Næsta spilakvöld verður 9. október í Ármúla 40 og hefst spilamennskan kl. 19.30. 1. MÓTORSTILLING 2. SKIPT UM KERTI 3. SKIPT UM PLATÍNUR 4. SKIPT UM BENSÍNSÍU 5. ATHUGA BLÖNDUNG 6. SKIPT UM VIFTUREIM 7. MÆLA HLEÐSLU 8. HREINSA OG SMYRjA RAFGEYMISPÓLA 9. SETjA ÍSVARA Á RÚÐUSPRAUTUR 10. STILLA RÚÐUSPRAUTUR 11. ATHUGA ÖLL LjÓS 12. LjÓSASTILLING 13. MÆLA FROSTPOL KÆLIVÖKVA 14. ATHUGA FjAÐRABÚNAÐ 15. ATHUGA STÝRISBÚNAÐ 16. ATHUGA HEMLA 17. ATHUGA HANDHEMIL 18. ATHUGA PÚSTRÖR 19. ATHUGA DRIFSKAFT OG HjÖRULIÐI 20. SMYRjA HURÐARLÆSINCAR INNIFALIÐ í VERÐI: VINNA, KERTI, PLATÍNUR, BENSÍNSÍA, VIFTUREIM, ÍSVARI Á RÚÐUSPRAUTUR. TOYOTA MjS, i ': « .... w® NybylavegtB 200Kópavogi S. 91-44144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.