Morgunblaðið - 06.10.1985, Síða 14

Morgunblaðið - 06.10.1985, Síða 14
14 B__________MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGAR 6- OKTÓBER1985_ Þróunarsamvinna ís- lands og Grænhöfðaeyja t Fengur — áður en siglt var til Grænhöfðaeyja. — eftir Edgar Guðmundsson Þróunaraðstoð almennt Mikið hefur þótt skorta á að íslendingar hafi náð því marki sem velmegunarríki Sameinuðu þjóðina hafa sett sér um þróun- araðstoð, þ.e. að hún verði 0,7% af þjóðaframleiðslu af hálfu hins opinbera og 0,3% með frjálsum framlögum — eða 1% alls. Úr þessu verður vonandi bætt hið allra fyrsta. Til skamms tíma var þróunar- aðstoð okkar veitt að mestu leyti gegnum alþjóðastofnanir og höfðum við því takmarkaða möguleika á að fylgjast með í hvaða verkefni aðstoðinni var veitt. Fyrir fáum árum var þó breytt út af þessari meginreglu og m.a. að dæmi frændþjóða okkar á Norðurlöndum var framlögum að hluta beint til tvíhliða samvinnu- verkefna fslands og einstakra þróunarlanda á sviðum þar sem íslensk sérþekking fær best notið sín. Þróunarsamvinnu- stofnun íslands í samræmi við lög nr. 43/1981 var svo Þróunarsamvinnustofn- un íslands falið að vinna að und- irbúningi og framkvæmd þróun- arsamvinnuverkefna í tengslum við ráðuneyti utanríkismála. Þróunarsamvinnustofnun lét smíða hjá Slippstöðinni á Akur- eyri mjög vandað og fjölhæft fiski- og rannsóknarskip, Feng, sem var sérhannað til nota í þróunarlöndum. Fengur Fyrsta verkefni Fengs var að stuðla að uppbyggingu fiskveiða á Grænhöfðaeyjum (Cabo Verde) og er fyrsta áfanga nú nær lokið. Af þessu verkefni hefur fengist mjög mikilvæg reynsla og árang- ur af því mjög góður ef málið er skoðað af sanngirni. Þróunaraðstoð til tvíhliða samvinnuverkefna svo sem milli íslands og Grænhöfðaeyja er ekkert einfalt mál frekar en þróunaraðstoð af öðru tagi. Markmið og leiðir þróunaraðstoðar Markmið allrar þróunarað- stoðar er að hún komi þiggjend- um að gagni en að baki hug- myndinni um tvíhliða samvinnu- verkefni býr skynsamleg leið að því markmiði. Leiðin er sú að breyta þróunar- aðstoðinni í enn verðmætari ígildi fyrir þiggjandann þannig að hann verði færari um að bjarga sér sjálfur eftir aðstoðina en áður. Með því að breyta aðstoðinni í íslenskt skip, fiskveiðiþekkingu og tækniþekkingu, þá stöndum við miklu nær markmiðunum en t.d. með beinum matargjöfum. Þróunaraðstoð — ráðgjafastarfsemi — iðnaður Þekking og reynsla á sviði fisk- veiða hefur dugað okkur til að komast í fremstu röð og við erum því líklegir til að stuðla að fram- förum hjá öðrum. Hliðstæðir eig- inleikar hafa dugað frændum okkar á Norðurlöndum svo vel að í tengslum við tvíhliða sam- vinnuverkefni og þróunaraðstoð hefur verið byggður upp geysiöfl- ugur útflutningur á ráðgjafa- starfsemi auk mikils útflutnings á ýmiss konar iðnaðarvörum. Þó hefur í engu verið slakað á þeirri grundvallarhugsjón að aðstoðin komi þiggjendum fyrst og fremst að gagni. Mörkuð tímamót Með tilkomu Þróunarsam- vinnustofnunar íslands og tví- hliða samvinnuverkefnum á borð við samstarf íslands og Grænhöfðaeyja um Feng hafa vissulega verið mörkuð tímamót. Verkefnið á Grænhöfðaeyjum er fyrsta stórverkefnið sem Þróunarsamvinnustofnunin fæst við af þessu tagi. Hér er því um brautryðjandaverk að ræða. Það væri með ólíkindum ef ekki væru einhver ljón á veginum í slíkum verkum. Úthald — Þrautseigja — Árangur Velmegun okkar íslendinga hefur um langan aldur byggst á úthaldi og þrautsegju við að nýta auðlindir við erfiðar aðstæður. Vinna um borð í Feng. J KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR AVEXTIR JKUNHAR Bananar Dal Monte — Appelaínur — Appeftínur argentímkar — Appelainur Uruguy - Mandarínur Argentína - Epli rauð USA Virginla - Epli rauð USA — Epli gul trðnak — Epli rauð frönak Royal Gala — Sítrónur ítalakar — Greipfruit Roae — Greipfruit hvítt — Greipfruit hvítt Honduraa — Greipfruit Ruby Read Honduraa — Melónur gular apénakar — Vatnamelónur ítalakar — Vínber gr»n gríak — Vínber gr»n apðnak — Vínber blá apönak — Vínber blá frönak - Vínber blá gríak - Vínber blá ítölak - Perur franakar - Perur holtenekar — Avocado — Ptómur bláar þýakar — Plómur bláar ítalakar — Plómur rúmenakar — Ananaa — Kiwi — Granadaepli — Hnetur í akel. Ath. Einnig mikið úrvalgratnmetia. EGGERT KRISTJÁNSSON HF Sundagörðum 4, sími 685300. Edgar Guðmundsson „Leiðin er sú að breyta þróunaraðstoðinni í enn verðmætari ígildi fyrir þiggjandann þannig að hann verði færari um að bjarga sér sjálfur eftir aðstoðina en áður. Með því að breyta að- stoðinni í íslenskt skip, fiskveiðiþekkingu og tækniþekkingu þá stöndum við miklu nær markmiðunum en t.d. með beinum matargjöf- um.“ Okkur hefur tekist oftar en ekki aö snúa vörn í sókn þegar á móti hefur blásið. Arangur á því sviði sem hér er gert að umtalsefni næst ekki nema með úthaldi og þrautsegju. Fyrsta verkefni Þróunarsamvinnustofnunar fs- lands á Grænhöfðaeyjum gefur að mínum dómi góð fyrirheit um framhaldið. Uöfundur er rerkfrædingur í Keykjavík. Háskólafyrirlestur: Daniel S. Barnes frá Bandaríkjunum BANDARÍSKI þjóðfræðingurinn Daniel S. Barnes frá Ríkisháskól- anum í Ohio flytur opinberan fyr- irlestur í boði félagsvísindadeildar og heimspekideildar Háskóla ís- lands nk. mánudag, 7. október 1985, kl. 17.15 í stofu 422 í Árna- garði. Fyrirlesturinn nefnist „The Modern Comic Legend: A Cross Genre Study", og verður fluttur á ensku. Öllum er heimill aðgangur. Vestmannaeyjar: Eldsvoðií Þvotta- og efnalaug- inni Straumi Vestmannaeyjum 2. október. Slökkvilið Vestmannaeyja var kvatt út um hádegisbilið í dag að Þvotta- og efnalauginni Straumi við Flatir. Þar var talsverður eldur laus í risi fyrir ofan vinnusal þvottahússins og lagði upp af húsinu mikinn reyk. Slökkviliðsmenn rufu gat á þak hússins og hleyptu út hitanum. Tókst að ráða niðurlögum eldsins á skömmum tíma. Talið er að eld- urinn hafi kviknað út frá rafleiðsl- um í loftinu og eru skemmdir á rafkerfi hússins talsverðar. Auk þess varð eitthvert tjón af völdum reyks. Slökkvistarfið tók alls um eina klukkustund. - Hkj.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.