Morgunblaðið - 13.10.1985, Síða 17

Morgunblaðið - 13.10.1985, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 B 17 Hrygnan hvflir mjúklega í greipum Sóleyjarbakkamannsins þótt hlaupið sé það var mikið kapp hlaupið í hann. Geir Birgir sat inni í bíl á hinn bóginn, rólegheitin uppmáluð og samdi drög að reglum, sem hann ætlaði að mæla með á næsta aðal- fundi veiðiklúbbsins Fjaðrafoks, sem þeir félagar eru aðilar að. Eina tillöguna las hann fyrir viðstadda: „Formaður einn hafi rétt til þss að skamma félags- menn. Var álitamál hvort þetta yrði samþykkt óbreytt. Nema hvað nú lá leiðin niður með ánni, að Bergsnös, einum frægasta veiðistað árinnar alla tíð. Þetta er mikill pottur, áin rennur niður með miklu bjargi og er geysidjúp, sérstaklega efst í hylnum. Þarna er oft mikið af laxi, sérstaklega síðsumars og á haustin, og oft eru þarna stærstu laxarnir. Var nú hafður sami hátturinn á og fyrr, nokkrir óðu yfir með net- Sá stærsti að þessu sinni, 22 punda hængur, og aðdáunarsv:purinn leynir sér ekki... endann. Eyþór óð yfir fyrir neðan og tók við netinu, síðan var farið að draga og ekki laust við að eftir- vænting svifi yfir vötnunum, enda hafði lax stokkið svo að segja strax og menn voru að hefjast handa. Þarna veiddist samt lítið eða ekkert á stöng í sumar. Þarna, eins og í Kálfhaganum, á laxinn greiða undankomuleið niður úr hylnum, því bændur eiga ekki net til að strengja yfir til fyrirstöðu. Samt hefur þetta blessast og mik- ið veiddu þeir í Bergsnösinni haustið 1984 þó menn sæju „undir iljarnar" á einum 50 löxum niður Það var þess virði að draga á Bergsnösina þó aðeins einn lax næðist Hrygn- an er hin fallegasta og Stefán Á. Magnússon er hæstánægður nýstiginn upp úr ánni í bókstaflegum skilningi, svo mikið vatn er í vöðlunum að þær hanga niðri á nafla ... hylnum og urðu nokkrir blautir við að losa það, ekki síst Stefán Á., sem gekk hart fram og hlífði sér hvergi. Fyrir neðan allt saman stóð Eyþór eins og drangur út í miðri ánni og freistaði þess að stöðva mögulegan flótta laxa úr hylnum. Nú tók hringurinn að þrengjast og brátt urðu menn þess vísari að það var bara þó nokkuð af laxi innilokaður, samt höfðu menn séð slatta af löxum laumast yfir, und- ir og fram hjá. Hringurinn lokað- ist og sjá, þetta var torfa af laxi. Var nú handagangur í öskjunni, menn óðu þarna hver um annan þveran og gripu laxa, sem þeir færðu strax í vatnsfylltan tank, sem dráttarvél hafði ekið á stað- inn. Mátti vart milli sjá hvort var áhrifameira, ærslin í löxunum að öðlast frelsi á ný, eða veiðigleðin hjá „liðinu". Þarna voru stórir lax- ar innan um þó sumarið 1985 hafi verið „smálaxasumar", einn fór á vogina og reyndist 22 pund, ægi- legur hængur. Annar var um 20 pund, einnig hængur og tvær hrygnur voru áætlaðar 18—19 pund hvor. Auk þess var talsvert af 9—12 punda hrygnum, eftirlæti klakmamnsins, og þegar upp var staðið var næstum helmingur afl- ans hrygnur, sem eiga eftir að koma að góðum notum við styrk- ingu stofnsins í Stóru Laxá. Þarna voru saman komnir 64 laxar og 4—5 vænir sjóbirtingar, litlu minni afli en metsumarið 1984. og svo í Bergsnös „Nú förum við í Bergsnös, þar eru drekarnir," sagði Stefán Á. og Eftirvæntingin við Bergsnös í þann mund að leysast upp í vonbrigði, allir í viðbragðsstöðu, en aðeins einn lax var í netinu ... Vonbrigðin við Bergsnös, reynt að gera urriða að laxi... úr hylnum meðan dregið var á. Eftirvæntingin breyttist í hálf- gerð vonbrigði er hringurinn lok- aðist og aðeins einn lax var í net- inu, um það bil 10 punda hrygna, hinn glæsilegasti fiskur. Tveir sjó- birtingar voru þar líka, annar býsna vænn, svo vænn, að menn fóru með vonarglampa í augum að velta því fyrir sér hvort þetta væri ekki Iax eftir allt saman. Silungur var það, heillin. „Eigum við að reyna aftur?“ hljómaði í loftinu, en Eyþór fullyrti að hann hefði fundið þegar margir laxar „keyrðu“ í netið þó aðeins hafi náðst þessi eini. „Þarna við nefið er hylurinn um 5 metra djúpur og netið nær ekki niður. Þarna er ör- ugglega talsvert af laxi, að minnsta kosti 7—8 hængar, sem alltaf má búast við að séu að snudda í kring um svona fallega hrygnu," sagði kempan og þegar lax er annars vegar má búast við því að hann hafi lög að mæla. Það var samt úr að láta þetta gott heita, enda komnir um 70 laxar úr ánni og vissa fyrir því að talsvert væri af laxi eftir til að sjá um náttúrulega klakið. Héldu menn til síns heima og blaðamaður í bæ- inn að setja ævintýrið á blað. -gg- Texti: GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON Myndir: HERDÍS BENEDIKTSDÓTTIR OG GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.