Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 19
TREDIA
FOLKSBILL MED TORFÆRUEIGINLEIKA
Jafnvígur ísrijó, hálku og aurbleytu —
á malarvegum og malbiki
A
Verð frð kr. 597.000.-
Henry k og Rosemarie Koseda, foreldrar Heidi.
Amman tók að óttast um Heidi og
hafði samband við barnaverndar-
samtökin NSPCC; undirtektir
þeirra voru hins vegar litlar. Frú
Rickard fór bónleið til búðar og
sömu sögu var að segja af Lorraine
Martin, nágranna þeirra Price og
Rosemarie. Hún fékk snemma
hugboð um að eitthvað kynni að
vera athugavart við heimilislíf
þessara nágranna sinna. Einkum
hafði hún áhyggjur af öryggi Heidi
litlu. „Ég hafði á tilfinningunni að
eitthvað ægilegt væri á seyði. Ég
hringdi fjórum sinnum í barna-
verndarsamtökin NSPCC til að
leita aðstoðar en þeim virtist
standa alveg á sama. Þeir hjá sam-
tökunum vildu greinilega ekkert
mark taka á mér, héldu kannski að
ég væri eitthvað skrýtin. En ef þeir
hefðu aðeins hlustað á mig og gert
viðeigandi ráðstafanir í tíma væri
litla stúlkan kannski enn á lífi.“
Hvers vegna gripu barnavernd-
arsamtökin ekki til viðeigandi
ráðstafana þegar síendurteknar
viðvaranir bárust frá ungfrú Lorra-
ine Martin? Svarið við þessari
spurningu má einkum rekja til
ófyrirgefanlegra afglapa eins
starfsmanna samtakanna, Marcus
Colquhoun. í stað þess að fara á
vettvang og kynna sér rækilega all-
ar aðstæður gerði Colquhoun sér
lítið fyrir og falsaði skýrslu þess
efnis að hann hefði komið í íbúðina
og fengi ekki betur séð en að Heidi
tíðarfangelsi, sagði til dæmis að
samtökin ættu sinn þátt í því
hvernig farið hefði, með því að
sinna ekki endurteknum viðvörun-
um Lorraine Martin. „Hefðu
áhyggjur hennar verið teknar al-
varlega væri Heidi að likindum enn
á lífi,“ sagði dómarinn.
Forráðamenn NSPCC hafa á eng-
an hátt reynt að firra samtökin
ábyrgð á dauða Heidi Koseda. „Við
fengum mál í hendurnar og reynd-
umst ekki færir um að leysa það.
Skömm okkar er mikil,“ sagði fram-
kvæmdastjóri NSPCC, dr. Alan
Gilmour, við fréttamenn. Hann hét
því að starf samtakanna yrði stokk-
að upp og endurskoðað svo koma
mætti í veg fyrir fleiri atburði af
þessu tagi. „Við brugðumst ekki við
á réttan hátt og nú þurfum við að
komast að því hvað fór úrskeiðis,"
hélt Gilmour áfram. „Dauði Heidi
Koseda er hræðilegur harmleikur
og mikið áfall fyrir alla þá sem
standa að baki barnaverndarsam-
tökunum NSPCC. Litla stúlkan var
lokuð inni alein og látin deyja við
hinar skelfilegustu aðstæður. Það
er næsta ógerlegt að ímynda sér
hvílíkar þjáningar hún hefur þurft
að líða.“
eftir Valdimar Unnar
Valdimarsson
ný. Til dæmis lét einn þingmanna
íhaldsflokksins, Terri Dicks, hafa
það eftir sér að Price ætti skilið að
hanga í snörunni fyrir glæp sinn:
„Hafi nokkurn tíma verið ástæða til
að innleiða dauðarefsingu á ný, þá
er hún komin með þessu óhugnan-
lega máli.“
Viðvörunin
Óhætt er að segja að í morðmáli
þessu hafi fátt vakið jafn mikla
undrun og hneykslan og þáttur
barnaverndarsamtakanna NSPCC
(National Society for the Preven-
tion of Cruelty to Children). í ljós
hefur nefnilega komið að starfs-
menn samtakanna létu sem vind
um eyru þjóta viðvaranir, sem
komu úr fleiri en einni átt, þess efn-
is að ekki væri allt með felldu á
heimili þeirra Nicholas Price og
Rosemarie Koseda.
Meðal þeirra, sem stóð ekki á
sama um heimilishagi hjá þeim
skötuhjúum, var Ilsa Rickard, sem
á sínum tíma hafði gengið Rose-
marie í móður stað með því að ætt-
leiða hana. Frú Rickard hafði kom-
ist upp á kant við Nicholas Price í
kjölfar þess að hún neitaði eitt sinn
að lána honum peninga. Af þeim
sökum meinaði Price frú Rickard að
heimsækja Heidi litlu framar.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985
væri við hestaheilsu. Jafnframt
lagði hann til að málið yrði tekið af
dagskrá. Á sama tíma og Colqu-
houn taldi sig hafa öðrum hnöppum
að heppa en sinna viðvörunum um
að Heidi Koseda kynni að vera í
hættu, fjaraði líf litlu stúlkunnar
út.
Hvers vegna í ósköpunum kynnti
Marcus Colquhoun sér ekki mála-
vexti? Gífurlegt vinnuálag hefur
verið nefnt sem ein hugsanleg
ástæða. Maður nokkur, sem þekkir
Colquhoun, hefur látið hafa eftir
sér: „Hann vildi klifra upp meðtorð-
astigann í starfi sínu. Honum
fannst sem hann lægi undir þrýst-
ingi, málum þyrfti að ljúka með
hraði. Hann tók áhættu og tapaði.
Líf hans hefur verið lagt í rúst.“
Colquhoun var umsvifalaust lát-
inn taka pokann sinn þegar upp
komst hvernig málum hafði verið
háttað. Annar starfsmaður NSPCC,
Arthur Thompson, sagði einnig af
sér vegna þessa máls.
Ábyrgðin
Það er ekki að ástæðulausu sem
barnaverndarsamtökin NSPCC
hafa að hluta til verið dregin til
ábyrgðar á þeim harmleik sem nú
hefur orðið uppvís. Dómarinn, sem
dæmdi Nicholas Price í lífs-
Þú kemst til ádur ókunnra staða á
MITSUBISHI TREDIA med ALDRIFI,
85%Jæsingu á afturdrifi, 19 cm veghæð
og aflstýri. ~~
Bíllinn, sem alla hefur dreymt um
Bókasafna-
vikan í Borgar-
bókasafni
ÝMISLEGT verður á döfinni í Borg-
arbókasafni í Bókasafnavikunni 14.-
20. október.
Bæði í aðalsafni og útibúum
verður t.d. lögð sérstök áhersla á
safnkynningu fyrir þá sem gerast
lánþegar þessa viku. Yngstu safn-
gestunum verður heldur ekki
gleymt í þessari viku, þar sem
brúðuleikhús verður með í sögu-
stund í aðalsafni í Þingholtsstræti
29, þriðjudaginn 15. október kl. 10.
Um brúðuleikhús í útibúum verður
tilkynnt nánar síðar.
FrétUtilkynning
Dæml um stadladan búnað:
► Rafstýrdir útispeglar
► Midstýrðar hurðalæsingar
► Rúllu bílbelti í ollum sætum
HLÝTT
ÁHÖNDUNUM
ÖRUGGT
í UMFERDINNI
*
Utsðlustaoir: Torglö, Mlkllgarður. sportbúðln, stormarkaðurtnn. Utllff, Ultíma,
Bottamaðurlnn, Heatamaðurtnn og kaupfétðgin vtöa um land
V^terkurog
hagkvæmur
auglýsingamiðill!
NÝTT FRÁ MITSUBISHI
ryi HEKLAHF
LA4 Laugavegi 170-172 Simi 21240