Morgunblaðið - 15.10.1985, Side 1

Morgunblaðið - 15.10.1985, Side 1
72SÍÐUR B STOFNAÐ1913 232. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Belgar styðja efna- hagsstefnu Martens Brussel, U. október. AP. WILFRIED Martens, fráfarandi forsætisráöherra, er óumdeilanlega sigurvegari þingkosninganna í Belg- íu um helgina. Búist er við að Bald- vin Belgíukonungur feli honum stjórnarmyndun og að ný stjórn taki við völdum um næstu mánaðamót. Stjórnarflokkarnir juku þingmeiri- hluta sinn um tvö sæti. Kristilegir demókratar og Frjálslyndiflokkurinn, sem skipt- ast í fylkingar frönskumælandi og hollenskumælandi manna, hlutu 115 sæti af 212, en höfðu fyrir kosningar 113 þingsæti. Martens hafði gert kosningarnar að eins konar þjóðaratkvæði, þar sem farið var fram á dóm kjósenda um efnahagsstefnu stjórnar hans. Martens sagði kjósendur nú hafa lýst stuðningi við þær fórnir, sem hefur orðið að færa til þess að rétta úr efnahag landsins, og sagði hann stjórnarflokkana reiðubúna að halda áfram á sömu braut. Flokkar jafnaðarmanna og um- hverfisverndunarmanna bættu við sig fylgi á kostnað annarra flokka stjórnarandstöðunnar, einkum á kostnað kommúnista, sem féllu út af þingi, en þeir hafa átt þar full- trúa frá árinu 1925. Jafnaðarmenn hlutu 67 þingmenn, bættu við sig 6, og umhverfissirinar, sem höfðu 4 þingmenn áður, hlutu 9. Flæmsk- ir þjóðernissinnar hlutu 17 þing- menn, töpuðu fjórum. Frönsku- mælandi þjóðernissinnar hlutu 3 þingmenn en voru með 6, og flokk- ur, sem vill afnema skatta, hlaut 1 þingmann en var með 2. Myndi samsteypuflokkarnir nýja stjórn, eins og allt bendir til, er tryggt að áfram verður haldið við að koma stýriflaugum NATO fyrir í Belgíu. Hefur 16 flaugum verið komið þar fyrir en 32 bíða uppsetningar til ársins 1987. Stjórn Freddy Martens, sem tók við í Belgíu 17. desember 1981, hét því að reisa efnahaginn við með því að bæta aðstöðu einkarekstrar, halda aftur af launahækkunum og draga úr opinberum útgjöldum. Árangurinn er að verðbólga hefur AP/Símamynd Stuðningsmenn Samstöðu í mótmælagöngu í Gdansk á sunnudag. Fjölmenni gekk um götur borgarinnar eftir messur á sunnudagsmorgun til að lýsa stuðningi við hin óháðu verkalýðssamtök, sem hvöttu Pólverja til að sitja heima á kosningadaginn. Skammstöfunin á fána göngumanna, RSA, stendur fyrir „Hreyfing fyrir nýrri þjóðfélagsgerð". minnkað um helming og er nú undir 5% og lántökur hins opin- bera nema innan við 12% af þjóð- artekjunum, en voru 15,5% árið 1981. Atvinnuleysi hefur hins veg- ar aukist. Tvo daga í haugasjó Osló, 14. október. Frá Jmn Erik Lauré, frétUriUra Morgunblaósins. ÞAÐ ER kraftaverk að Sigfrid Kristiansen frá Risör skuli á lífi eftir óvenjulega hrakninga á skektu sinni í fárviðri á Skagerak. Sigfrid ætlaði að leggja net á föstudagsmorgni við Risör, en skyndilega drap utanborðsmót- orinn á sér. Um leið tók að hvessa og hana rak á haf út. Brátt var komið aftakaveður og bátskrílið tók sjó, enda ölduhæð 8-9 metrar. Varð Sigfrid að ausa nær linnulaust í sólarhring til að haldast ofansjávar. Á laugardag gekk veðrið niður og loks tókst henni að þurrausa bátinn. En hún fannst ekki fyrr en á sunnudag eftir tveggja sól- arhringa volk. Mikill fagnaðar- fundur varð er hún kom heim, enda ekki að undra, þar sem fjölskyldan hafði gefið upp alla von um að hún bjargaðist. Kjörsókn aldrei minni í Póllandi Varsjá, 14. október. AP. PÓLSKA stjórnin tilkynnti í kvöld að kjörsókn í kosningunum á sunnu- dag hefði verið “yfir“ 78% en Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, hinna útlægu óháðu verkalýðsfélaga, taldi kjörsóknina hafa orðið ennþá minni. Walesa vísaði á bug fullyrðing- um stjórnvalda þess efnis að pólsk- ir kjósendur hefðu þverskallast við áskorunum Samstöðu um að hundsa kosningarnar. Hann sagði álit Pólverja á stjórninni og traust mundu ekki aukast, þrátt fyrir fullyrðingar um góða kjörsókn. Walesa sagði að á morgun, þriðjudag, yrðu birtar tölur Sam- stöðu yfir kjörsókn. Hann sagði athugun Samstöðu benda til að kjörsókn í Gdansk-kjördæmi hafi verið 45-47%, en stjórnin sagði kjörsókn þar “um“ 70%. í þingkosningum í marz 1980 var kjörsókn 98,87%, samkvæmt opin- berum tölum. Kjörsóknin nú er sú minnsta frá lokum heimsstyrjald- arinnar síðari. Talsmaður stjórn- arinnar tjáði fréttamönnum að ekki væri hægt að skoða fjarvistir frá kjörstöðum sem stjórnarand- stöðu, því flestir þeirra sem ekki kusu hefðu gert slíkt af persónu- legum ástæðum eða fjölskyldu- ástæðum. Kosið var um 460 þing- sæti, en 85% sætanna eru frátekin fyrir Kommúnistaflokkinn og tvo litla fylgiflokka hans. Sjóræningjarnir fluttir til ókunns dvalarstaðar RómaborK, 14. október. AP. SJÓRÆNINGJARNIR fjórir, sem rændu ítalska farþegaskipinu Achille Lauro, voru fluttir úr fangelsi því, sem þeir hafa verið í haldi í, eftir yfir- heyrslur í dag, en ekki var vitað hvert. Snurða hefur hlaupið á þráðinn í samskiptum Itala og Bandaríkjamanna þar sem þeir fyrrnefndu leyfðu for- sprakka sjóræningjanna, Mohammed Abbas, leiðtoga Frelsisfylkingar Palest- ínumanna, PLF, að fara úr landi á laugardag í stað þess að framselja Bandaríkjamönnum hann. Kreppa er í stjórnarsamstarfinu á Ítalíu vegna málsins og mætti Giovanni Spadolini varnarmála- ráðherra ekki á sérstakan fund 7 valdamestu ráðherranna í stjórn Bettino Craxi í mótmælaskyni við að Abbas skyldi leyft að fara til Júgóslavíu, en hann var ekki hafð- ur með í ráðum er sú ákvörðun var tekin. Abbas yfirgaf Júgóslavíu í dag, að sögn heimilda innan PLF, og hélt til ókunns Arabaríkis. Virðast möguleikar Bandarikjamanna á að sækja hann til saka fyrir morð á Bandaríkjamanni, meðan á sjórán- inu stóð, fara dvínandi. Abbas var um borð í egypsku þotunni, sem neydd var til að lenda á banda- rískum flugvelli á Italíu er hún hugðist flytja sjóræningjana til Túnis. Hann mun samt ekki hafa tekið þátt i aðgerðum um borð í Achille Lauro. Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, krafði Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta, um afsökunar- beiðni fyrir að neyða egypsku þotuna til að lenda á Italíu. Kvaðst Mubarak enn of reiður til að lesa skilaboð frá Reagan, sem hann fékk í gær. Þar í segir Reagan Bandaríkjamenn hafa skilning á þeirri afstöðu Egypta að reyna koma ræningjunum til stöðva PLO í Túnis. ítalskir aðilar, sem vinna að rannsókn sjóránsins, segja að lík- lega hafi fjórmenningarnir ekki verið einir að verki, og að þeir hafi átt samstarfsmenn á Ítalíu. Kurt Waldheim, fyrrum fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sagði töku egypsku þotunnar réttlætanlega frá mannúðarsjón- armiði séð, en hún væri “óleyfileg" samkæmt alþjóðalögum. Blindur maður í ráðherrastól Stokkhólmi, 14. október. Frá fréttaríUra Morgunblaóoins. OLOF Palme forsætisráðherra tilkynnti í dag breytingar á stjórn sinni og vekur mesta athygli að blindur maður hefur verið gerður að ráðherra. Þá hefur Lennart Bodström verið færður úr utan- ríkisráðuneytinu og settur yfir menntamálin. Bengt Lindqvist, sem gerður var að aðstoðarfélagsmálaráð- herra, er blindur. Hann hefur setið á þingi fyrir jafnaðar- menn í þrjú ár. Hann er for- maður hins sænska blindrafé- lags. Annars fólust breytingarnar fyrst og fremst í því að fimm ráðherrar skiptu um stóla. Nýr utanríkisráðherra Svíþjóðar er Sten Andersson, sem verið hefur félagsmálaráðherra síð- ustu þrjú árin. Við sæti hans tók Gertrud Sigurdsen, fyrr- verandi heilbrigöismálaráð- herra. Fyrrum menntamála- ráðherra, Lena Hjelm-Wallen, flyzt yfir í utanríkisráðuneytið og tekur þar við málefnum er snerta þróunaraðstoð. Við varnarmálunum tekur Roine Carlsson, en Anders Thunborg, fyrrum varnarmálaráðherra, bauð sig ekki fram við kosning- arnar. Auk Bengt Lindqvist er annað nýtt nafn í stjórninni, Sven Hulterström, sem verður samgönguráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.