Morgunblaðið - 15.10.1985, Page 2

Morgunblaðið - 15.10.1985, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985 Vinnustofa Kjarvals á sýningu í Háholti í TILEFNI aldarafmælis Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals opnar Þorvaldnr Guðmundsson sýningu á 150 verkum eftir Kjarval, sem unnin eru í olíu, með vatnslitum, tússi auk teikninga í Háholti í Hafnarfirði á laugardaginn. A sýningunni verður „Lífshlaup“, mynd sem Kjarval málaði á veggfóður vinnustofu sinnar í Austurstræti sýnt og hefur vinnustofa Kjarvals eins og hún var, með gluggum, hurð og ofnum verið sett upp í sýningarsalnum. Að sögn Þorvalds voru þessar myndir sýndar á sínum tíma á Kjarvalsstöð- um en sú sýning stóð í skamman tíma og má því segja að myndirnar hafi vart verið sýndar almenningi fyrr en nú. Stefnuræða forsætisráðherra: Kaupmáttur ráöstöfunartekna eykst um 4,5 % á þessu ári í STEFNURÆÐU Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra, sem væntan- lega verður flutt nk. fimmtudag, kemur fram að þjóðhagsáætlun gerir ráð fyrír því að verðbólga muni á ný fara hjaðnandi síðustu mánuði þessa árs og verði í árslok liðlega 20%. Jafnframt kemur fram að gert er ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna á þessu ári muni aukast um 4,5% og er þá talið að hann verði 6% meiri á síðari hluta þessa árs, en hann var á 4. ársfjórðungi 1983. Kristján Guðmunds- son bæjarstjóri í Kópavogi: Ræða verður framtíð Foss- vogsdals í alvöru „ÉG VÆNTI þess að fulltrúar Reykjavíkur og Kópavogs komi saman hið fyrsta til þess að ræða um framtíðarskipan Fossvogsdals- ins,“ sagði Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri Kópavogs, í samtali við Morgunblaðiö er undir hann voru borin ummæli Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, í Morgunblaðinu sl. sunnudag þar sem hann sagði að Reykjavíkurborg hefði neitunarvald um byggingu golfvallar í Fossvogs- dal. Davíð sagði þá að samkvæmt samningum sem gerðir voru um lögsöguskipti og land, þá byggðu Kópavogsbúar ekki golfvöll nema með samþykki Reykjavíkurborgar. Kristján sagði að samningurinn, sem borgarstjóri hefði vitnað í, hefði verið gerður árið 1973 milli byggðarlaganna þar sem ákveðið var að skjóta á frest breytingum á mörkun Fossvogsdalsins í tvö ár. ^Nú eru hinsvegar liðin 12 ár og ekkert hefur verið ákveðið enn svo að það er kominn tími til að menn fari að ræða þessi mál í alvöru." Að sögn Kristjáns átti að nota þennan tveggja ára frest m.a. til að endurskoða umferðarkerfi höf- uðborgarsvæðisins, gera athugan- ir á nauðsyn Fossvogsbrautar og skoða hvernig hægt væri að nýta dalinn m.t.t. samtengingar á úti- vistarsvæðum sveitarfélaganna. í umræddum samningum segir enn- fremur að Fossvogsbraut verði ekki lögð nema með samþykki beggja aðila og rísi ágreiningur í því efni verði málið lagt fyrir gerðardóm. „Ég þykist vita að margir hugsi til þess að Fossvogsdalurinn verði ákjósanlegt útivistarsvæði. Ef Fossvogsbrautin verður lögð verð- ur þessi hugmynd sem komið hefur fram um golfvöllinn að engu. En á liðnum árum hefur margoft komið fram að bæjarstjórn Kópa- vogs er andvíg lagningu Fossvogs- brautur," sagði Kristján Guð- mundsson að lokum. í ræðu forsætisráðherra kemur fram að halli ríkissjóðs á þessu ári sé áætlaður 1800 milljónir króna, en við afgreiðslu fjárlaga 1985 var hann áætlaður 700 milljónir. Þyngst eru sagðir vega launasamn- ingar þeir sem gerðir voru sl. vor. Forsætisráðherra greinir frá því að eftirspum eftir fjármagni sé mjög mikil og hafi leitt til þess að mikið sé selt af skuldabréfum með miklum afföllum á opnum markaði. Um þá starfsemi þurfi að setja lög og reglur og það sé ráðgert að gera á þessu þingi, sem nú er að hefjast. Forsætisráðherra segir að lækk- un erlendra skulda verði að mati ríkisstjórnarinnar meginmarkmið í efnahagsmálum þjóðarinnar næstu árin, jafnframt því sem nauðsyn- legt verði að leggja áherslu á að hjöðnun verðbólgu haldi áfram. Gert er ráð fyrir því í þjóðhags- áætlun að viðskiptakjör haldist í meginatriðum óbreytt næstu 3 árin, þótt gengi dollara lækki en Ev- rópugjaldmiðla hækki. Byggt sé á 5% árlegri aukningu útflutnings næstu 3 árin og að aflaverðmæti aukist um 4 til 5% á ári. Forsætisráðherra segir að ekki sé hægt að gera ráð fyrir að við- skiptajöfnuður náist fyrr en á árinu 1988. Því valdi hinar miklu erlendu skuldir. Áætlað sé að erlendar skuldir þjóðarinnar í árslok í ár nemi um 53% af landsframleiðslu og á næsta ári 54%. Þær lækki síðan 1987 í 52,5% af landsfram- leiðslu og í 49% árið 1988. Forsætisráðherra bendir á sparnaðarleiðir, bæði í ríkisrekstri og hjá almenningi, sem leiðir að ofangreindum markmiðum. Segir hann að stjórnarflokkarnir hafi ákveðið að leita leiða til þess að draga enn frekar úr ríkisútgjöldum, þannig að sem minnst viðbótar- skattheimta verði nauðsynleg til þess að tryggja hallalaus fjárlög. Ásgeir M. Ásgeirsson Ásgeir í Sjóbúð- inni látinn ÁSGEIR M. Ásgeirsson, fyrrverandi skipstjóri og kaupmaður í Sjóbúðinni við Grandagarð, lést mánudaginn 14. október. Ásgeir var fæddur 20. febrúar 1910 að Tröð í Álftafirði í N-ísa- fjarðarsýslu. Hann stundaði sjómennsku í tæp 30 ár á línuveiðurum, togurum og flutningaskipum og sigldi hann t.d. öll stríðsárin til Englands sem stýrimaður og skipstjóri. Ásgeir lét af skipstjórn 1950 vegna heilsu- brests og rak eftir það Sjóbúðina við Grandagarð í Reykjavík. Eigin- kona Ásgeirs, Sigríður Soffía Guð- mundsdóttir, lést árið 1965. Ásgeir lætur eftir sig sex bðrn. Kjarvalsstaðir: Yfirlitssýning á verkum Kjarvals Á KJ ARVALíiSTÖÐUM verður í dag opnuð yfírlitssýning á verkum Jóhann- esar Sveinssonar Kjarval í tilefni þess, að nú eru liðin eitt hundrað ár frá fæðingu hans. Málverkin eru flest úr einkaeign og hafa mörg þeirra ekki verið sýnd opinberlega áður. Á göngum Kjarvalsstaða er sýning á munum og minjum úr fórum Kjarvals. Þá eru og sýndar Ijósmyndir af listamanninum frá ýmsum tímum. „Það má segja að sýningin sé búin að vera í deiglunni síðastlið- in þrjú ár,“ sagði Einar Hákonar- son, formaður stjórnar Kjarvals- staða. „Vegna sýningarinnar var jafnframt sett í gang umfangs- mikil skráning á verkum eftir Kjarval og hafa þegar verið skráð um þrjú þúsund verk sem valið var úr á þessa sýningu. Það kom á óvart hvað Kjarval var afkasta- mikill listamaður og er nú talið sennilegt að verk hans séu á bilinu sjö til nfu þúsund. Skráningu verður haldið áfram núna næstu daga og er tekið á móti upplýsing- um um óskráð verk á skrifstofu Kjarvalsstaða." Sýningin á per- sónulegum munum Kjarvals á göngunum er einungis lítið brot af því sem hann ánafnaði Reykja- víkurborg. Á sýningunni eru 177 málverk og er elsta myndin frá 1901 og yngstu myndirnar frá 1967—’68. Þá eru á sýningunni 35 teikningar og vatnslitamyndir úr eigu Reykjavíkurborgar. I sýningar- skrá, sem er 86 blaðsíður að stærð og prýdd fjölda ljósmynda af Kjarval og verkum hans, skrifa Davíð Oddsson borgarstjóri, Matthías Johannessen ritstjóri, listfræðingarnir Bera Nordal og Guðbjörg Kristjánsdóttir og Árni Sigurjónsson bókmenntafræðing- ur. I tilefni sýningarinnar hefur verið gerður myndbandsþáttur er nefnist „Meistari Kjarval" þar sem í stuttu máli er rakinn ferill Kjarvals í máli og myndum. Þátt- urinn verður sýndur i fundarsal, umsjónarmaður hans er Þóra Kristjánsdóttir listráðunautur. Þá verða fluttir fyrirlestrar i tengslum við sýninguna i næsta mánuði. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur fjallar þá um bóka- skreytingar Kjarvals, Árni Hjart- arson jarðfræðingur og Hallgerð- ur Gfsladóttir sagnfræðingur greina frá Hellamyndum Kjarv- als og Valtýr Pétursson flytur erindi um listamanninn. Safna- kennarar Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis, þær Bryndís Sverrisdóttir og Sólveig Georgsdóttir, hafa unnið fræðslu- efni fyrir skólanemendur á grunnskólastigi og mun skipu- leggja kynnisferðir á sýninguna. Verndari sýningarinnar er for- seti íslands, Vígdís Finnbogadótt- ir. í sýningarnefnd eru Einar Hákonarson formaður stjórnar Kjarvalsstaða, Gunnar Kvaran listfræðingur, ólafur Jónsson lögfræðingur, Steinþór Sigurðs- son listmálari, sem jafnframt hannaði sýninguna og Þóra Kristjánsdóttir listráðunautur Kjarvalsstaða. Að undirbúningi sýningarinnar hafa auk þess unnið Jóna Guðbrandsdóttir og Stefán Halldórsson starfsmenn Kjarvalsstaða, Guðmundur Magnússon myndlistarkennari og starfsmenn trésmiðaverkstæðis Reykjavíkurborgar auk fjölda annarra. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-22 fram til 15. desember. Morgunblaðið/Árni Sœberg Hluti þeirra muna og minja Kjarvals, sem sýnd eru á göngum Kjarvalsstaða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.