Morgunblaðið - 15.10.1985, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÖBER1985
5
Slysavamafélagið borgar á borðið:
Varðskipið ÞOR
selt á 1000 krónur
— verður gert að fræðslu- og þjálfunarmiðstöð sjómanna
mmÞ
r
I
Slysavarnafélag íslands keypti í gær
varðskipið Þór og borgaði það út í
hönd, að sögn Alberts Guðmunds-
sonar fjármálaráðherra. Kaupverðið
var eitt þúsund krónur.
„Þetta er framlag ríkisins til
öryggismála sjómanna," sagði
fjármálaráðherra í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins eftir
að afsal fyrir skipinu hafði verið
gefið út í gær. „Slysavarnafélagið
hyggst nota skipið til allsherjar
þjálfunar fyrir íslenska sjómenn.
Félagið, samtök sjómanna og
Öryggismálanefnd sjómanna,
höfðu óskað eftir skipinu fyrir
nokkru síðan og þegar kaup, sem
búið var að semja um fyrir all
löngu, gengu til baka í sumar, ósk-
uðu þessir aðilar eftir skipinu á
nýjan leik. Að höfðu samráði við
forsætisráðherra og dómsmála-
ráðherra fannst okkur sjálfsagt
að verða við þessari ósk enda lá
ekkert annað fyrir en að selja
skipið í brotajárn."
Fjármálaráðherra minnti á, að
varðskipið Þór hefði þjónað vel
sínum tilgangi á Islandsmiðum.
„Nú getur það haldið áfram að
þjóna íslenskum sjómönnum og
öryggismálum þeirra. Ég vona að
eftir að Slysavarnaféiag íslands,
það ágæta félag, eignast Þór þá
verði félagið enn betur fært um
að gegna sínu mikilvæga hlut-
verki."
varðveislu elsta varðskips okkar,
sem á sér merkilega sögu,“ sagði
Haraldur Henrysson að lokum.
„Þór þjónaði dyggilega í öllum
þorskastríðum okkar og því er full
ástæða til að geyma þetta skip sem
best.“
Slysavarnafélagið borgar rúm-
lega þúsund sinnum lægra verð
fyrir Þór en samið var um við
nokkra unga athafnamenn i
Reykjavík og víðar á síðasta ári.
Samningurinn við þá hljóðaði upp
á hálfa elleftu milljón króna en
þeir ætluðu að selja skipið aftur
eða leigja til eftirlitsstarfa með
olíuborpöllum í Norðursjó. Þeir
samningar tókust ekki og var
kaupunum því riftað af hálfu fjár-
málaráöuneytisins í sumar leið.
Morgunbiaðid/RAX
Nýir eigendur elsta varðskipsins IfU i gripinn í Straumsvíkurhöfn í gsr:
Hannes Hafstein framkvæmdastjóri SVFÍ og Haraldur Henrysson
foraeti félagsins.
Unglingar 11
3 glös á dag
Haraldur Henrysson, forseti
SVFÍ, sagðist vera mjög ánægður
með viðskiptin við fjármálaráðu-
neytið. „Við höfum barist fyrir þvi
í nokkur ár að fá skip, til að nota
sem fræðslu- og þjálfunarmiðstöð
fyrir íslenska sjómenn," sagði
hann. „Við höfum áður sóst eftir
þessu skipi í félagi við Sjómanna-
samband Islands og Farmanna-
og fiskimannasambandið en þá var
það selt öðrum. Þegar við fréttum
af því nú, að verið væri að flytja
skipið suður í Straumsvík, þar sem
átti að geyma það, þá fórum við
af stað aftur í félagi við öryggis-
málanefnd sjómanna. Albert Guð-
mundsson brást fljótt og vel við
og kunnum við honum bestu þakk-
irfyrir."
Haraldur sagði að nú myndi
hefjast vinna við að koma föstu
skipulagi á slysavarnaskóla félags-
ins. Hugmyndin væri að láta skipið
einkum liggja við bryggju eða
nærri landi, því dýrt væri að gera
það út, og auk þess myndi það
fullkomlega þjóna sínum tilgangi
sem fræðslumiðstöð sjómanna og
geymsla fyrir ýmsan öryggis- og
þjálfunarbúnað án þess að það
væri á sjó. óvíst væri hvar skipið
yrði látið liggja - væntanlega
myndu fljótlega hefjast viðræður
við hafnar- og borgaryfirvöld í
Reykjavík um það atriði.
„Við viljum einnig stuðla að
Tveir ökumenn
stinga af
ÖKUMENN tveggja bifreiða stungu
af eftir árekstra er urðu aðfaranótt
laugardagsins. Annars er leitað, en
hinn gaf sig fram í gær. Ekið var á
kyrrstæða bifreið, sem stóð fyrir utan
Hverfisgötu 12 laust fyrir hálffjögur
um nóttina.
Ökumaður hvarf út í myrkið á
tveimur jafnfljótum eftir árekstur
á gatnamótum Grensásvegar og
Suðurlandsbrautar um hálffimm
um nóttina og síðan hefur ekki til
hans spurst. Eigandi bifreiðarinn-
ar, stúlka, kvaðst í yfirheyrslu,
hjá lögreglu ekki vita náin deili á
ökumanni. Slysarannsóknadeild
lögreglunnar í Reykjavík vinnur
að rannsókn málsins.
þegar vöxturinn er hraður*
Unglingar verða að fá uppbyggilegt fœði vegna
pess hve vöxtur þeirra er hraður ö tiltölulega föum
örum. Þar gegnir mjólkumeysla mikilvœgu hlutverki
því ön mjólkur, og kalksins sem f henni er, nö
unglingarnir síður fullri hœð og styrk.
Komið hefur í Ijós að neysluvenjur unglinga
fullnœgja sjaldnast lógmarks kalkþörf og er þeim
því einkar hœtt við hinum alvarlegu afleiðingum
kalkskorts síðar ó œvinni. Sérstaklega eru stúlkur í
hœttu þvf þeim er hœttara við beinþynningu og
Mjólk í hvert mál
hörgulsjúkdómum f kjölfar bameigna. Kalksnauðir
megrunarkúrar og lélegt matarœði virðist einnig
einkenna neysluvenjur stúlkna fremur en drengja.
Fjögur mjólkurglös ö dag innihalda lögmarkskalk-
skammt fyrir unglinga og neysla undir því marki
býður hœttunni heim. Það er staðreynd sem
unglingar og foreldrar þeirra œttu að festa í minni
því þegar vöxturinn er hraður er hver dagur
dýrmœtur.
* Mjólk: Nýmjólk, léttmjólk,
eða undanrenna.
Aldurshópur Ráðlagður dagskammtur af kalki í mg Samsvarandi kalk- skammtur f mjólkur- glösum (2,5 dl glös)* Lágmarks- skammtur í mjólkurglösum (2,5 dl glös)**
Böm 1-10 ára 800 3 2
Unglingarll-18óra 1200 4 3
Ungt fólk og fullorðið Ófrískarkonurog 800“ 3 2 <
brjóstmœður 1200“* 4 3
* Hér ©r gert róð fyrlr að allur dagskammturlnn af kalki komi úr mjólk.
" Að sjálfsögðu er mágulegt að fá allt kalk sem llkaminn þarf úr óðrum matvœlum ©n mjólkurmat
©n slíkt krefst nákvœmrar þekkingar á nœringarfrœðl. Hór ©r miðað vlð neysluvenjur ©ins og
þœr tíðkast í dag hér ó landi.
“ Margir sérfrcBðingar telja nú að kalkþórf kvenna ©ftir tfðahvörf sé mun melri ©ða 1200-1500
mg á dag.
**** Nýjustu staðlar fyrlr RDS í Bandaríkjunum gera ráð fytir 1200 tll 1600 mg á dag fyrir þennan hóp.
Mjólk inniheldur meira kalk en ncer allar aðrar fœðutegundir og auk
þess B-vítamfn, A-vftamín, kalíum, magnfum, zink og fleiri efni.
Um 99% af kalkinu notar líkaminn til vaxtar og viðhalds beina og tanna.
Tœplega 1 % er uppleyst f líkamsvókvum, holdveljum og frumahimnum,
og er það nauðsynlegt m.a. fyrir blóðstorknun, vöðvasamdrótt,
hjartastarfsemi og taugaboð. Auk þess er kalkið hluti af ymsum
efnaskiptahvötum.
Tll þess að líkaminn geti nýtt kalklð þarf hann D-vftamfn, sem hann fœr
m.a. með sólþöðum og úr ýmsum fœðutegundum, t.d. lýsi. Neysla
annarra fœðutegunda en mjólkurmatar gefur sjaldnast meira en
300-400 mg ó dag, en það er langt undir ráðlögðum dagskammti. Úr
mjólkurmat fœst miklu meira kalk, t.d. 800 mg úr u.þ.b. þremur glðsum
af mjólk.
Helstu hemnlidir: Bækíngurinn Kak og beinþynning efbr dr. Jón Óöar Ragnarsson og Nutriton and Ptiysical Fitness, 11. úlg.,
0 ____ efbr Briggs og Caloway, Holt Reinhaidt and VWiston, 1964
MJÓLKURDAGSNEFND
- MJÖLK ER GÓO