Morgunblaðið - 15.10.1985, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR15. OKTÓBER1985
i:
Akranes:
Hörpuútgáfan send-
ir frá sér 16 bækur
Akranesi 8. október
Hörpuútgáfan sendir frá sér 16
bækur nú í haust og eru þær eftir-
taldar:
Réttur dagsins —
Gómsætur gæðamatur
Höfundur þessarar nýju mat-
reiðslubókar er Margrét Þorvalds-
dóttir, sem annast hefur vikulegan
þátt með sama nafni í Morgun-
blaðinu. Fjölda margir hafa borið
fram óskir um að uppskriftirnar
væru gefnar út í bók og er hér
með orðið við þeim óskum. Höf-
undur hefur dvalið víða erlendis
og kynnst þar matargerð og mat-
arvenjum ýmissa þjóða. Sumar
uppskriftirnar eru frumsamdar,
aðrar af erlendum stofni, en aðlag-
aðar íslenskum aðstæðum og inn-
lendu hráefni. Áhersla er lögð á
að uppskriftirnar séu auðveldar
fyrir alla til matargerðar. Gætt
er hófs í hráefniskostnaði. Þá
hefur verið lögð áhersla á að rétt-
irnir falli að smekk barna enda séu
þeir „gómsætur gæðamatur".
Bókin er prýdd litmyndum, sem
Magnús Hjörleifsson ljósmyndari
tók.
Skagamenn skoruðu mörkin —
síðara bindi.
I þessari bók er áfram rakin
saga knattspyrnunnar á Akranesi
1970-1984, en á því ári urðu Skaga-
menn margfaldir meistarar, eins
og reyndar stundum fyrr. Bókin
er skrifuð á léttan og skemmtileg-
an hátt. Fléttað er saman frásögn-
um af spennandi augnablikum og
afdrifaríkum. Þá eru í bókinni ný
viðtöl við atvinnumennina Pétur
Pétursson, Teit Þórðarson, Karl
Þórðarson og Sigurð Jónsson, auk
fjölda annarra þekktra knatt-
spyrnumanna og frammámanna í
þeirri grein. Síðast en ekki síst er
í bókinni saga landsleikja íslands
og fullkomin skrá um fjölda leikja
einstakra liðsmanna, markafjölda
þeirra í leik og nánast flest það
sem máli skiptir á því sviði. Um
það bil 90 myndir prýða bókina.
Höfundar eru hinir sömu og fyrr:
Jón Gunnlaugsson, Sigtryggur
Sigtryggsson og Sigurður Sverris-
son. Hér er á ferðinni merkileg og
spennandi bók, enda vel við hæfi
þar sem fjallað er um frægasta
knattspyrnulið þessa lands.
Ég geng frá bænum
Ljóðabók eftir Guðnýju Bein-
teinsdóttur frá Grafardal í Borg-
arfirði.
Hin eilífa leit
Ljóðabók eftir Pétur Beinteins-
son, bróður Guðnýjar.
í Grafardal var ljóðagerð og
kveðskapur dagleg iðja og hvers
konar ljóðlist í hávegum höfð.
Börnin á heimilinu voru átta og
fengust öll við kveðskap. Hörpuút-
gáfan hefur áður gefið út í sam-
stæðri útgáfu ljóðabækur eftir
Einar, Sigríði og Sveinbjörn og í
undirbúningi er úgáfa ljóðabókar
eftir Halldóru systur þeirra.
Haustheimar,
nefnist ný ljóðabók eftir Stefán
Sigurkarlsson lyfsala á Akranesi.
Haustheimar er fyrsta ljóðabók
Stefáns, en áður hafa birst eftir
hann á prenti tvær ritgerðir auk
nokkurra ljóða.
Mitt heiðbláa tjald,
ný ljóðabók eftir Friðrik Guðna
Þórleifsson söngstjóra og tónlist-
arkennara á Hvolsvelli. Þessi nýja
bók er fjórða bók höfundar, en
áður hefur Hörpuútgáfan gefið út
eftir hann ljóðabækurnar Ryk
1970, Augu í svartan himin 1973,
Og aðrar vísur 1977.
Bragfræði og háttatal
eftir Sveinbjörn Beinteinsson.
Þessi bók kom fyrst út 1953 og var
strax tekin í notkun í framhalds-
skólum sem kennslubók í rímna-
og vísnakveðskap. Háttatalið var
síðar gefið út á snældu. Þar kveður
höfundurinn með rímnalögum. Um
langt árabil hefur bókin verið ófá-
anleg. Margir íslensku- og bók-
menntakennarar hafa óskað eftir
endurútgáfu hennar. Nú hefur
verið bætt úr því og bókin endur-
prentuð með leiðréttingum.
Snælda er einnig fáanleg.
Glampar í fjarska á gullin þil —
Búskaparár og veiðidagar —
síðara bindi.
Höfundur er Þorsteinn Guð-
mundsson á Skálpastöðum í Borg-
arfirði. Borgfirski bóndinn segir
hér frá búskapnum á Skálpastöð-
um. Þá eru í bókinni frásagnir af
samskiptum höfundar við menn
og málleysingja. Loks er svo þátt-
urinn „Grímsá og Grafarhylur",
þar sem rakin er saga laxveiði-
manna i Grímsá frá upphafi og
sagðar skemmtilegar veiðisögur
frá þessari perlu laxveiðiáa í Borg-
arfirði.
Skrýtnar skepnur —
Skopsögur,
eftir spéfuglinn og húmoristann
Ephraim Kishon, í þýðingu Ingi-
bjargar Bergþórsdóttur. Þessi bók
Kishons er eins og aðrar bækur
hans kiarnyrt og leiftrandi af
kímni. I henni eru bráðsmellnar
skopsögur um fjölskylduna og
„atvik" sem flestir þekkja. Á síð-
asta ári kom út hjá Hörpuútgáf-
unni bókin Hvunndagsspaug eftir
sama höfund. Kishon er höfundur
sem kitlar hláturtaugarnar og
gerir óspart grín að sjálfum sér.
Að handan
Bók fyrir alla sém velta fyrir sér
spurningunni um lífið eftir dauð-
ann. Bókin hefur vakið geysimikla
athygli og umræðu. Það eru 17 ár
síðan séra Sveinn Víkingur þýddi
bókina á íslensku, en hún kom út
árið 1968. Margir hafa sagt að
þessi bók hafi veitt þeim meiri
huggun en orð fái Iýst og borið
fram óskir um endurútgáfu henn-
ar. Þýðandi segir m.a. um bókina:
„Sá heildarboðskapur sem hún
flytur um lífið eftir dauðann er
harla fagur og bjartur." Bókin er
helguð þeim sem harma látinn vin.
Handan dauðans er eilíft líf og
ástin er sterkari en hel.
Hljómur hamingjunnar,
eftir ensku skáldkonuna Nettu
Muskett. Áður hefur Hörpuút-
gáfan gefið út þrjár ástarsögur
eftir þennan höfund.
Hamingjudraumar,
eftir Bodil Forsberg er 18. bókin,
sem út kemur hjá Hörpuútgáfunni
eftir þennan vinsæla danska höf-
und.
Barátta ástarinnar
er 10. bókin í bókaflokknum
„Rauðu ástarsögurnar" eftir
danska höfundinn Erling Poulsen
sem vart þarf að kynna fyrir ís-
lenskum lesendum.
Hefndarverkasveitin,
eftir DUNCAN KYLE, höfund
bókarinnar „t gildru á Grænland-
sjökli' og fleiri spennubóka sem
komið hafa út hjá Hörpuútgáf-
unni. Efni bókarinnar snýst um
flugrán, mannrán og flótta. Bresku
blöðin sögðu m.a. um bókina:
„Spennusaga í hæsta gæðaflokki.-
.. Harðsvíruð og æsileg atburða-
rás... Fyrsta flokks flóttafrásögn.
Exocet-flugskeytin
Ný bók eftir Jack Higgins höf-
und bókarinnar „Örnin er sestur",
sem varð stórsölubók hér á íslandi.
Þúsundir manna sáu samnefnda
kvikmynd sem hér var sýnd.
EXOCET-FLUGSKEYTIN var
oftsinnis í efstu sætum á metsölu-
listum erlendra blaða á síðasta ári.
Bækur Higgins eru metsölubækur
í mörgum löndum og kvikmyndir
hafa verið gerðar eftir nokkrum
þeirra.
Góða skemmtun gera skal
Ný leikjabók eftir Jón Kr. ísfeld.
í þessari bók eru leikir af ýmsu
tagi, leikrit, gátur, spilagaldrar,
spilaspá, huglestur, töfrabrögð,
skrýtlur, spurningaleikir. Þetta er
handhæg skemmtibók fyrir sam-
kvæmi í heimahúsum, skóla, fé-
lagasamtök og einstaklinga. Þessi
nýja leikjabók er með svipuðu
sniði og leikjabókin vinsæla „Leik-
ir og létt gaman“, eftir séra Svein
Víking, sem margir þekkja.
J.G.
Ódýrar íbúðir
3ja herb. 102 m2 brúttó
Höfum til sölu vandaðar íbúðir
með faUegum harðviðarínnréttingum í Selási
Stórkostlegt útsýni. íbúðimar afhendast tilbúnar að fullu
utan gólfefna. Sameign fullfrágengin.
Kr. 2.047.000.-
Útborgun:..............450.000 (er má skipta)
Húsnæðislán .......... 860.000 (fjölskyldustærð 2-4)
Eftirstöðvar..........737.000 (greitt á 3-6 árum)
AUar teikningar og nánari upplýsingar
fyrirUggjandi á skrifstofu okkar.