Morgunblaðið - 15.10.1985, Side 14

Morgunblaðið - 15.10.1985, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985 Þorsteinn Pálsson á Varðarfundi: Verðum að færa aðhaldið frá launamönnum til ríkisins Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur ræöu á fundi Varðar. Morgunblaðið/Bjarni „Aðeins með einurð og festu tekst okkur aö vinna okkur út úr þeim efnahagserfiðleikum sem við okkur blasa, en nú er ekki lengur hægt að láta aðhaldið bitna á launa- mönnum. Við verðum að færa aðhaldið frá hinum almenna laun- þega til ríkisins. Með þessu er ég ekki að segja að gefa megi lausan tauminn í kjarasamningum en ekki verður lengur hægt að leggja að- haldið á launamenn, þeir bera nógu þungar byrðar nú þegar,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, á fundi Lands- málafélagsins Varðar í Valhöll sl. fimmtudagskvöld. í ræðu sinni fjallaði Þorsteinn um stjórnmálaástandið og þau verkefni sem bíða ríkisstjórnar- innar nú þegar kjörtímabilið er rúmlega hálfnað, og vék einnig að þeim breytingum sem gerðar hafa verið á ríkisstjórninni. Þorsteinn sagði: „Menn hafa spurt hvort ekki hafi verið eðli- legra að efna til kosninga heldur en að stokka upp ríkisstjórnina. Það er ekki óeðlilegt að velta þesari spurningu fyrir sér. Nið- urstaðan var hins vegar sú að ekkert hafi komið fram í stjórn- arsamstarfinu er réttlætir þing- rof og nýjar kosningar. Mitt mat á stöðunni var að eðlilegra væri að nota þetta tækifæri til þess að endurskipuleggja stjórnina svo hún kæmi óbundin til starfa og ný stjórn og bind ég vonir við að meiri einurð og festa ríki í störfum hennar hér á eftir og Sjálfstæðisflokkurinn standi sterkari i stjórnarsamstarfinu nú en áður. Hér er um nýmæli að ræða í íslenskri stjórnmála- sögu að hluta þannig til um stjórn landsmanna á miðju kjör- tímabili og tíminn einn mun leiða í ljós hvort þessi tilraun hefur tekist." Þorsteinn ræddi síðan lítillega um þann árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn verð- bólgunni og sagði að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hefði ekki náð tilætluðum árangri á ýmsum sviðum þá væri svo margt sem gæfi mönnum tilefni til bjartsýni og engin ástæða væri til þess að fyllast bölmóði. Þorsteinn sagði: „Okkur hefur tekist að sigrast á óðaverðbólgunni en það var óða- verðbólgan sem leiddi til þess að lánskjaravísitalan hækkaði um- fram almenna verðlagsþróun. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa aftur og aftur reynt að telja okkur trú um að lánskjaravísital- an hafi hækkað vegna aðgerða núverandi ríkisstjórnar. Sann- leikurinn er hins vegar sá að uppruna hækkunar lánskjara- vísitölunnar má rekja til síðustu mánaða síðustu ríkisstjórnar en núverandi ríkisstjórn hefur aftur á móti tekist að ná lánskjaravísi- tölunni niður. Þetta sést best á línuriti er Þjóðviljinn birti á forsíðu fyrir skömmu undir slag- orðinu „ránskjaravísitala"; sjaldan hefur Þjóðviljinn opin- berað mistök Alþýðubandalags- ins með eins afgerandi hætti. En árangur hefur einnig náðst á öðrum sviðum. Tekist hefur í fyrsta skipti í hálfan annan ára- tug að auka peningalegan sparn- að í þjóðfélaginu. En sparnaður er forsenda hagvaxtar og eina leiðin fyrir okkur til þess að vinna bug á efnahagserfiðleikum okkar. Hafin er endurskipulagn- ing fjárfestingarsjóða, land- búnaðarráðgjöfin hefur verið endurbætt og fleira mætti nefna sem hlýtur að auka bjartsýni okkar og trú á framtíðina." Þorsteinn vék síðan að erlendri skuldasöfnun sem hann sagði að hefði hafist af fullum þunga upp úr 1980. Hann sagði að hugtakið „erlend skuldasöfnun" væri ekki bara hugtak er hagfræðingar og sérfræðingar í stofnunum þyrftu að hafa áhyggjur af. Erlend skuldasöfnun hefði íþyngt fram- leiðsluatvinnuvegunum og valdið spennu og erfiðleikum á vinnu- s markaðinum. Hann sagði að meginmarkmið ríkisstjórnarinn- ar hlyti að vera það að stöðva og draga úr erlendri skuldasöfn- un og stefna að hallalausum fjár- lögum og þetta hefði verið stað- Það eru hjólbarðarnir, sem ráða mestu um aksturshæfni bílsins í íslenskri vetrarfærð. 9 Goodyear Ultra Grip snjóhjólbarðarnir hafa sjálf- hreinsandi munstur og halda því spyrnu- og hemlunareiginleikum sínum, hvemig sem færðin er. # Með Ultra Grip snjómunstrinu hefur tekist að hanna form, sem heldur veghljóði hjólbarðans í algjöru lágmarki, þegar ekið er á auðum vegi. # Á Goodyear Ultra Grip snjóhjólbörðum mætir þú öruggur ramm-íslenskri vetrarveðráttu. # Þetta eru kostir, sem krefjast verður af vetrarbíl á nútíma snjóhjólbörðum. # Þessa kosti fær þinn bíll sjálfkrafa með Goodyear Ultra Grip. good'/year GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ ^0^Verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Austurströnd á Seltjamamesi Möguleiki er að skipta plássinu í smærri eða stærri einingar. Á 1. hæð eru stórir og bjartir gluggar, 2. hæðin hentug fyrir skrifstofur. - Kjallari hugsaður sem lager. Allar nánari upplýsingar og teikningar fyrirliggjandi á skrifstofu okkar. ’UINÍSl Reykjavík Skrifstofa Eiðsgranda. Símar: 26697 - 26609 fj 5!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.