Morgunblaðið - 15.10.1985, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 15.10.1985, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985 15 fest á Stykkishólmsfundinum svokallaða. „Það er ekki einfalt verk að draga úr ríkisútgjöldum og án efa verður hörð glíma um fjár- lagafrumvarpið á Alþingi. En þetta verður að takast því það er borin von að árangur náist í íslenskum efnahagsstjórnmálum nema árangur náist á þessu sviði," sagði Þorsteinn. Síðan ræddi hann um þær lausnir er stjórnarandstaðan byði upp á og sagði hann að fátt væri fýsilegt í þeim efnum. Hann sagði: „Alþýðuflokkurinn boðar skattahækkanir til þess að leysa vandamálin. Skattahækkanir eiga að leysa allan vanda. Tillög- ur Alþýðuflokksins ganga langt frammúr því sem við höfum verið að velta fyrir okkur og eru með öllu óraunhæfar. Alþýðuflokks- menn vilja stórauka söluskatt og m.a. leggja söluskatt á oinbera þjónustu. Ekki er það nú til þess fallið að létta undir með heimil- um í landinu. Þeir vilja þrefalda eignaskatt sem þýðir að hæsta skattþrep myndi hækka um 500% frá því sem nú er. Þannig hljóma tillögur Alþýðuflokksins, en hvað hefur Alþýðubandalagið framm að færa? Hjá þeim ræður gamli kreppuáraboðskapurinn ríkjum. Kjarninn í þeirra mál- flutningi er alltaf sá sami, þeir hvetja til verkfalla til lausnar hjá okkar erfiðleikum. Þessi boðskapur hefur ekki átt upp á pallborðið hjá kjósendum, enda fer fylgi þeirra hríðminnkandi dag frá degi samkvæmt skoðana- könnunum. En við verðum að átta okkur á að því aumari sem stjórnarandstaðan er því meiri ábvrð hvílir á okkar herðum." I lokaorðum sínum minnti Þorsteinn fundarmenn á orð sr. Heimis Steinssonar er hann við- hafði við setningu Alþingis, að stjórnarathafnirnar væru fyrir fólkið en ekki stjórnmálamenn- ina eða hagfræðinga og eftir því yrðu stjórnmálamennirnir að starfa. Að lokum sagði Þor- steinn: „Við þær aðstæður er nú ríkja er óhjákvæmilegt að sýna festu og aðhald til þess að viðun- andi árangur náist í efnahags- málunum. Við verðum að halda af öryggi um stjórnvölinn og vona ég að þær breytingar sem nú hafa verið gerðar á ríkis- stjórninni stuðli að því.“ Góður rómur var gerður að máli Þorsteins á fundinum og hvöttu flestir þeirra er til máls tóku á fundinum Sjálfstæðis- menn til að sýna samstöðu og styðja dyggilega við bakið á for- manni flokksins. Eða eins og einn fundarmanna Sigurður E. Hall- dórsson orðaði það: íþróttir og stjórnmál eiga það sameiginlegt að það er ekki nóg að velja góða menn til forrystu, það eru oft stuðningsmennirnir sem ráða úrslitum um það hvort góður árangur náist. Fundarstjóri var Anna K. Jónsdóttir. Flateyri: VarnargarÖ- urinn fyrir neðan Kamb- inn styrktur Flateyri, 30. sept Á FLATEYRI er verið að endurbæta varnargarðinn fyrir neðan Kambinn eða Brimnesið. Það er Flateyrar- hreppur sem sér um verkið en ríkið borgar verkið úr sérstökum sjóði sem sérstaklega er ætlaður vörnum við sjó. Búið er að safna í þennan sjóð í rúm fjögur ár. Verkinu er þannig háttað að klappir eru sprengdar inn með firðinum, því síðan ekið að Kambnum og þar er því sturtað niður í fjöruna. Riörp tncri MCX50F Nýtt og glæsilegt létt bifhjól frá Honda í „Chopper“st(l. MCX50 er búið steyptum ál- felgum, vökvadiskabremsum að framan, ferhyrndri fram- lukt, stóru fullkomnu mæla- borði, bögglabera og ýmsu öðru. Hagstætt verð og greiðslu- skilmálar. HONDA-UMBOÐIÐ VATNAGÖRÐUM 24 SÍMAR: 38772, 82086 MCX50 hefur frábæra aksturseiginleika og mjúkan fjaörabúnað. EIGANDINN ber ábyrgð á að engin slysahætta skapist af grýlukertum. Húseigandinn ber líka ábyrgð á að ekki skapist verulegt tjón af frosti í niðurföllum, því um leið og utanaðkomandi vatn kemst ekki venjulega leið í niðurfall þá leitar vatn að öðrum leiðum, sem getur leitt til að leki myndist í híbýlum þar sem hans er síst von. Hitastrengina frá Rönning má m.a. leggja í eftirfarandi: Þakrennur, niðurföll = tryggir eðlilega lelð vatnslns. Rör = vörn gegn frostmyndun. Tröppur = vörn gegn hálku. Bílskúrsaðkeyrslur = snjóbraeðsla. Gólf = upphitun híbýla. Hitastrengirnir frá Rönning vinna í þágu húseig- enda. Itarlegri upplýsingar fást hjá sölumönnum okkar. iJJJ Jtf RÖNNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.