Morgunblaðið - 15.10.1985, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985
Erlendar skuld-
ir þjóðarbúsins
Erindi flutt í Rotaryklúbbi Reykjavíkur
— eftir VUhjálm
Egilsson
Fyrir skömmu lét ég falla þau
ummæli að stærsta vandamál
þeirrar kynslóðar sem er að hasla
sér völl í þjóðlífinu væri að for-
eldrar hennar, sú kynslóð sem nú
er áhrifamest i kosningum, at-
vinnulífi, stjórnmálalífi og hjá
hinu opinbera, lifðu um efni fram.
Að foreldrarnir söfnuðu skuldum
sem unga fólkið þyrfti að borga.
Ég hef orðið var við að margir úr
kynslóð foreldranna hafa tekið
þessi ummæli mjög persónulega
og spurt, af hverju þetta væri sagt
um fólk sem aldrei hefði sjálft
komist í nein vanskil, staðið við
allt sitt og ætti nú miklar eignir,
skuldlausar, sem gengju til yngri
kynslóðarinnar.
Ég hef oft verið að hugsa um á
síðustu dögum hvort það hafi ver-
ið rétt af mér að segja þetta um
foreldrana. Sannarlega geta flest-
ir sagt um sína foreldra að þeir
hafi ekki lifað um efni fram á sín-
um heimilum og ég er einn í þeim
hópi. En eftir því sem ég hef hugs-
að meira um þetta held ég að ég
hafi gert rétt. Kynslóð foreldr-
anna hefur ekki lifað um efni
fram á heimilum sínum heldur
hefur hún jafnan valið sér stjórn-
málamenn bæði innan stjórn-
málaflokkanna og f almennum
kosningum sem hafa stýrt málum
þjóðarinnar með þeim hætti að
skuldum hefur verið safnað. Við
höfum oft talað um kunningja-
þjóðfélagið, að menn og málefni
séu ekki metin á efnislegum for-
sendum heldur eftir því hver
þekkir hvern. Kynslóð foreldranna
ber ábyrgðina á þessum stjórn-
málamönnum og þeim stjórnar-
háttum sem þeir hafa viðhaft.
Kynslóð foreldranna hefur kosið
þessa menn og undan því getur
hún aldrei vikist. Kunningjaþjóð-
félagið hefur tvímælalaust verið
það þjóðfélag sem hún hefur valið
sér.
Það er líka sagt að mikið hafi
verið gért þrátt fyrir skuldirnar
og að við búum að öllum þeim
fraihkvæmdum sem gerðar hafa
verið á undanförnum árum.
Ennfremur að mikið hafi verið
gert í menntamálum og heilbrigð-
ismálum. Vissulega hefur mikið
verið gert. En mikið hefur verið
gert af óskynsamlegum hlutum.
Fjárfestingarnar í atvinnulífinu
og hjá hinu opinbera hafa skilað
minni og minni arði. Vöxtur þjóð-
arframleiðslunnar er hvergi nærri
í takt við vöxt þjóðarauðsins, sem
þýðir að við fáum minna og minna
út úr hverri krónu sem við fjár-
festum. Menntakerfi okkar er
viðamikið, vissulega. En það hefur
hins vegar lagt mesta áherslu á að
mennta unga fólkið í störfum þar
sem það þarf að leggja skatta
hvert á annað til að borga sér
kaup. Og við megum um margt
vera stoltir af árangri okkar í
heilbrigðismálum. En hins vegar
höfum við keypt þann árangur
mjög dýru verði, og árangurinn
hefur hvergi nærri verið í sam-
ræmi við útþensluna í mannahaldi
og kostnaði. Á árinu 1970 voru
63% fleiri fullvinnandi í fiskiðnaði
en í heilbrigðisþjónustu, á árinu
1980 var þetta hlutfall komið
niður í 27%. En á árinu 1983 voru
3% færri fullvinnandi í fiskiðnaði
en í heilbrigðisþjónustu. Og ef lit-
ið er á fjölgun starfsfólks og aukn-
ingu á fjármunum í sjávarútvegi
og heilbrigðisþjónustu á þessum
árum held ég að það sé alveg
óhætt að fullyrða að við höfum
náð mun betri árangri í sjávarút-
vegi en í heilbrigðisþjónustu þrátt
fyrir öll skuttogaraævintýrin.
Verðmæti sjávarafurða hefur auk-
ist verulega. Jafnvel þótt miðað sé
við áfallaárið 1983 var fram-
leiðsluverðmætið í sjávarútvegi
40—50% meira en á árinu 1970, en
80—90% meira sé miðað við topp-
árið 1981. Ég tel óhætt að fullyrða
að samsvarandi árangur hefur
hvergi nærri náðst í heilbrigðis-
þjónustunni, þannig að útþenslan
í heilbrigðiskerfinu hafi verið enn-
þá óskynsamlegri en skuttogara-
veislan á sínum tíma og frysti-
húsaáætlunin, sem þó voru sann-
arlega ekki til eftirbreytni.
Kynslóð foreldranna skilur eftir
sig mikinn arf. Því neitar enginn.
En hún skilur líka eftir sig mikla
skatta og skuldir og á síðustu ár-
um hefur meira en einni milljón
króna verið bætt við erlendu
skuidirnar fyrir hvern þann sem
kemur nýr inn á vinnumarkaðinn.
óbreytt stefna í þessum efnum
mun þýða að hver úr kynslóð unga
fólksins mun bytja með milljón í
Vilhjálmur Egilsson
„Kynslóð foreldranna
skiíur eftir sig mikinn
arf. Því neitar enginn.
En hún skilur Ifka eftir
sig mikla skatta og
skuldir og á síðustu ár-
um hefur meira en einni
milljón króna verið bætt
við erlendu skuldirnar
fyrir hvern þann sem
kemur nýr inn á vinnu-
markaðinn.“
skuld. Það er gott ibúðarverð fyrir
hvert heimili ungs fólks.
Við skulum athuga nokkur línu-
rit til þess að við getum betur séð
hvað við erum að tala um. Við höf-
um sjálfsagt séð flest af þessum
línuritum áður en þau eru nauð-
synleg til þess að átta sig á hlut-
unum. Á fyrstu myndinni sjáum
við hvernig erlendar skuldir hafa
þróast í hlutfalli af þjóðarfram-
leiðslunni milli áranna 1973 og
1984. Á árinu 1973 skulduðum við
17,8% af þjóðarframleiðslunni er-
lendis en nú um siðustu áramót
var hlutfallið komið i 54,3%. Á ár-
inu 1966 var hlutfallið innan við
10%. Skuldum hefur því verið
safnað og á þessum skuldum ber
kynslóð foreldranna ábyrgð, hvort
sem það eru hagfræðingar foreldr-
anna eða stjórnmálamenn foreldr-
anna sem hafa ráðið ferðinni.
Kynslóðin getur ekki skotið sér
undan ábyrgðinni.
Oft hefur því verið haldið fram
að lánin væru tekin til þess að
auka útflutning eða til gjaldeyr-
issparandi framkvæmda. Á ann-
arri myndinni sjáum við hversu sú
fullyrðing stenst með því að bera
saman lánastöðuna í hlutfalli af
útflutningstekjum af vöru og
þjónustu. Á árinu 1973 var skulda-
staðan innan við helmingur út-
flutningsteknanna en um siðustu
áramót voru skuldirnar 20%
hærri en útflutningstekjurnar.
Á þriðja línuritinu sjáum við
hver hefur tekið lánin. Þetta línu-
rit sýnir þróun erlendu lánanna í
dollurum milli 1973 og 1984.
Opinberir aðilar skulduðu á árinu
1973 147 milljónir dollara en 879
milljónir um síðustu áramót.
Þetta er tæp 500% aukning á
skuldunum í dollurum. Lánastofn-
anir skulduðu 54 milljónir dollara
á árinu 1973 en 290 milljónir um
áramótin. Þetta er meira en 400%
aukning. Einkaaðilar skulduðu 49
milljónir á árinu 1973 en skulduðu
um áramótin 123 milljónir og hef-
ur þessi tala minnkað úr 186 millj-
ónum á árinu 1981. En á tímabil-
inu er þetta um 150% aukning. Á
sama tíma hefur verðbólgan í
Bandaríkjunum verið 113% sem
gefur vísbendingu um raunaukn-
ingu skuldanna. í heild voru löng
erlend lán 5400 dollarar á mann
en þessi tala 1200 dollarar á mann
í árslok 1973. Þetta er 350% aukn-
ing. Af þessum tölum sést að það
er hið opinbera sem er aðalskálk-
urinn í lántökunum.
Vaxtagreiðslurnar af erlendu
lánunum taka sífellt stærri toll af
Erl. skuldir í hlutf. af útfl.tekjum
1973-1984
CS333Í1 Hlutfall
Vaxtagreiðslur af erl. lánum á árslaun-
um verkamanna
1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984