Morgunblaðið - 15.10.1985, Page 24

Morgunblaðið - 15.10.1985, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÓBER1985 Tíu ár frá útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 sjómflur: Markaði þáttaskil í baráttunni fyrir efnahagslegu sjálfstæði UTFÆRSLA fiskveiðilögsögu íslands í 200 mflur fyrir áratug, hinn 15. október 1975, markaði þáttaskil í baráttu þjóðarinnar fyrir efnahagslegu sjálfstæði. Ýmsir efuðust um að rétt væri að stíga þetta stóra skref á þessum tíma, en framvinda mála hefur leitt í ljós að þetta var skynsamleg ákvörðun og fyllilega tímabær. L." 4tet aata# #*■■ ■•-*•* JPfcv MBW a# afeite JSSfe •» Osló-samningurinn 1. júní 1976 batt endi á þriðja þorskastríðið við Breta. Fyrir fundinn höfðu verið gerðar margar árangurslausar tilraunir til að ná samkomulagi. Myndin er frá fundi sem Geir Hallgrímsson, þáverandi forsætisráð- herra, átti með Harold Wilson, þáverandi forsætisráðherra Breta, og James Callaghan, þáverandi utanríkisráð- herra, í Lundúnum 26. janúar 1976. Stjórnmálasambandi viö Breta var slitið stuttu eftir þennan fund. Þegar hugmyndinni um 200 mílna útfærslu var fyrst hreyft af krafti í júlí 1973 voru deilur vegna útfærslunnar í 50 mílur í september 1972 enn óútkljáðar. Fiskveiði- mörkin voru færð úr 12 sjómílum í 50 með reglugerð, sem gefin var út 14. júlí 1972 og undirrituð af Lúðvík Jósepssyni, þáverandi sjáv- arútvegsráðherra. Samningar höfðu tekist við Færeyinga, Belga, Norðmenn, en ekki við Breta og Vestur-Þjóðverja. Samkomulag tókst hins vegar við Breta í október 1973. Áskorun 50 menninganna Það var 26. júlí 1973 að fimm þjóðkunnir menn, Eiríkur Kristó- fersson, Magnús Sigurjónsson, Guðjón B. Ólafsson, Einar Sigurðs- son og Hreggviður Jónsson, gengu á fund Einars Ágústssonar, sem.þá gegndi embætti forsætisráðherra í fjarveru ólafs Jóhannessonar, og afhentu honum undirskriftir 50 forystumanna i sjávarútvegi og landhelgisgæslu undir svofellda áskorun: „Undirritaðir skora á Alþingi íslendinga og ríkisstjórn að lýsa nú þegar yfir, að íslendingar muni krefjast 200 mílna fiskveiði- lögsögu á væntanlegri hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, - og skipi sér þar með á bekk með þeim þjóðum, sem hafa lýst yfir 200 mílum." Að sögn Magnúsar Sigurjónsson- ar sagði Einar Ágústsson, að þessi áskorun væri sem töluð úr sínu hjarta og lagði hana þegar fyrir fund rikisstjórnarinnar. Engin samþykkt var þar hins '-egar gerð og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var það Lúðvík Jósepsson, sem eyddi málinu. Málgagn hans Þjóðviljinn gerði sem minnst úr þýðingu áskorunarinnar og reyndi jafnframt að gera frumkvöðla málsins tortryggilega. Hér í blað- inu var hins vegar tekið undir áskorun 50 menninganna og sumar- ið 1973 birti Morgunblaðið hverja forystugreinina á fætur annarri, þar sem lýst var yfir stuðningi við útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur. Jafnframt átaldi blaðið þá, sem reyndu að þagga kröfuna niður eða gera lítið úr henni. „Furðuleg viðbrögð [Lúðvíks Jósepssonar] sjávarútvegsráðherra og tals- manna hans gagnvart þeim nýju viðhorfum, sem upp hafa komið i þessum málum, eru ... verulega gagnrýnisverð og landsmenn hljóta að átelja þá skammsýni og þann einstrengishátt, sem þar kemur fram,“ sagði m.a. í leiðara hér í blaðinu 12. ágúst 1973. Sjálfstæðisflokkurinii tekur forystu Á fundi þingflokks og miðstjórn- ar Sjálfstæðisflokksins í Borgar- nesi 30. ágúst 1973 var síðan gerð samþykkt, sem markar tímamót. „Þingflokkur og miðstjórn telja rétt, að fiskveiðilögsagan verði færð út í 200 mílur eigi síðar en fyrir árslok 1974,“ sagði þar. Sjálf- stæðisflokkurinn gerði síðan út- færslu fiskveiðilögsögunnar að einu helsta stefnumáli sínu í þingkosn- ingum 1974 og vann glæsilegan sigur. í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnar sjálfstæðismanna og framsóknarmanna 29. ágúst 1974 sagði m.a., að hún myndi fylgja fram ályktun Alþingis frá 15. febrú- ar 1972 um útfærslu landhelginnar í 50 sjómílur. Jafnframt væri stefnt að því að færa fiskveiðilögsöguna út í 200 sjómílur á árinu 1975 og hefja þegar undirbúning þeirrar út- færslu. Áhersla yrði lögð á nauð- synlega friðun fiskimiða og fiski- stofna með skynsamlega nýtingu veiðisvæða fyrir augum. Hinn 15. júlí 1975 undirritaði Matthías Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra síðan reglu- ?erð nr. 299 um fiskveiðilandhelgi slands, og gekk hún i gildi 15. október sama ár. Með henni voru fiskveiðimörkin færð út í 200 sjó- mílur. Viðræður hófust við ýmsar þjóðir um veiðiréttindi innan lögsögunn- ar. Samkomulag tókst fljótlega um veiðar Vestur-Þjóðverja og síðan við Belga, Norðmenn og Færeyinga. Seinni hluta ársins 1975 fóru fram viðræður við Breta um veiðar í 200 milna lögsögunni þegar samningur- inn frá 1973 rynni út 13. nóvember 1975. Samkomulag tókst ekki og héldu Bretar áfram veiðum innan fiskveiðimarkanna. „ÞorskastríÖ“ við Breta Hinn 25. nóvember voru bresk herskip send á íslandsmið og kom þá til alvarlegra árekstra við ís- lensk varðskip. Á næstu mánuðum sigldu bresku herskipin a.m.k. 54 sinnum á íslensk varðskip og voru þau öll meira eða minna löskuð um það er lauk, og margar breskar freigátur urðu að flýja miðin eftir viðureignir við varðskip. Oft voru ásiglingarnar hinar háskalegustu og lá tvisvar við að freigáta hvolfdi varðskipinu Tý. Það mun einkum að þakka afburða sjómennsku áhafna varðskipanna að engin telj- andi slys urðu á mönnum í sjálfum átökunum. Þa'nnig gerðu freigát- urnar Salsbury og Tartar sameig- inlega aðför að varðskipinu Tý 1. apríl 1976, og stóð hún í 9 stundir, en skipið komst undan dálítið lask- að og freigáturnar urðu einnig hart úti. Fiskveiðar sóttust að sjálfsögðu seint undir herskipavernd, og veið- arfæratjón Breta varð mikið, því að varðskip klipptu aftan úr 46 togurum. Þótti bresku togarasjó- mönnunum herskipaverndin slæ- leg og sigldu einu sinni burt af miðunum til að mótmæla frammi- stöðu herskipanna. Ásiglingar dráttarbáta á varð- skipið Þór á Seyðisfirði 11. desem- ber 1975 urðu tilefni þess, að ís- lensk stjórnvöld kærðu yfirgang Breta til fastaráðs Atlantshafs- bandalagsins og Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Öryggisráð- ið tók kæruna fyrir á fundi 16. desember. Þar voru lesnar yfirlýs- ingar beggja ríkjanna um atburð- inn og deiluna almennt. Fundinum lauk án þess að gerð yrði ályktun um málið, en það var áfram á dagskrá ráðsins. „Sigur heilbrigðrar skynsemi“ Tilraunir voru gerðar fyrir at- beina ýmissa aðila til lausnar deil- 20« MlLNA EEL.—.--~ FISKVEIÐILÖGSACA 200 mílurnar munu sigra Undlrritaðtr okora * Alþingi Iilendinga otf riktaatjóm að lýaa nil þegar yflr, að (alendlngar muni krefjut 200 mllna flakvelAllögaögu A vaentanlegrt hafréttar- rAflstefnu Samelnuðu þjoflanna, — og aklpi aér þar með A bekk raefl þeim þJOflum, aem hafa lyat yflr 200 mllum )pna Morgunblaðsins 27. júlí 1973. Þar var áskorun 50-menninganna birt >g jafnframt forystugrein þar sem blaðið tók undir áskorunina. Fiskveiðilögsagan 200 mflun SemjuiA til sigurs — eða berjumst til sigurs Mgir Geir HaUgrímsson, forsastia- “ ráðherra, í Avarpi til þjóftarinnar 1 r.ur.r.r.r1— Brezku togararnir yfir- gáfu landhelgina í nótt Gilmore tekinn af mmm lífi á mánudaginn „Þetta er búið strákar ÞiðsigliðútkL 23,59” liggl ÍsKsi ssrFTszi Fiskveiðilögsagan færð út í 200 sjó- Bresku togararnir yfirgefa landhelg- mflur. ina. Eiríkur Kristófersson afhendir Einari Agústssyni, starfandi forsætisráðherra, áskorun 50-menninganna 26. júlí 1973. Viðstaddir að auki voru Magnús Sigurjónsson, Guðjón B. Ólafsson, Einar Sigurðsson og Hreggviður Jónsson. „Útfærslan skóp alger þáttaskil“ — segir Matthías Bjarnason „Þessi útfærsla lögsögunnar í 200 mflur skapaði alger þáttaskil í yfir- ráðum okkar yfir fiskimiðunum og höfðum við þó staðið í stórræðum áður,“ sagði Matthías Bjarnason, en hann var sjávarútvegsráðherra í rík- isstjórn Geirs Hallgrímssonar og undirritaði reglugerðina um útfærsl- unaíjúní 1975. „Þegar reglugerðin tók gildi í október 1975 hófst baráttan fyrir því, að koma útlendingum af fiski- miðunum, en þeir höfðu um langt skeið veitt um 50% af öllum botn- fiskafla okkar,“ sagði Matthías. „Mér eru margir atburðir minnisstæðir frá þessum tíma, en

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.